Tíminn - 27.02.1988, Side 4
4 Tíminn
Laugardagur 27. febrúar 1988
Varnarliðið auglýsir
eftirfarandi starf til
umsóknar:
Starf deildarstjóra keiluspilshallar á Keflavíkurflug-
velli.
Viökomandi skal hafa umsjón með keilusal Varnar-
liðsins, sjá um fjárhagsáætlanagerð, innkaup,
mannahald, uppröðun keppnisliða, markaðsöflun
o.fl.
Umsækjandi hafi reynslu í umsjón með tóm-
stundastarfsemi eða hafi menntun á sambærilegu
sviði.
Reynsla við stjórnunarstörf ásamt reynslu við
fjárhagsáætlunargerð æskileg.
Mjög góðrar enskukunnáttu krafist.
Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að vinna utan
venjulegs vinnutíma, svo og um helgar.
Umsóknir berist Varnarmálaskrifstofu Utanríkis-
ráðuneytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39,
Njarðvík, eigi síðar en 11. mars n.k.
Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973.
Frá Ijósmæðraskóla
íslands
Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands fimmtu-
daginn 1. september 1988. Inntökuskilyrði eru próf
í hjúkrunarfræði og að umsækjandi hafi hjúkrunar-
leyfi hér á landi.
Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæðraskóla
íslands, Kvennadeild Landspítalans, fyrir 1. júní
n.k., ásamt prófskírteinum og heilbrigðisvottorði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru
veittar í skólanum á þriðjudögum og fimmtudögum
milli kl. 13.00 og 16.00.
Reykjavík, 22. 2.1988
Skólastjóri
Norrænn styrkur til bókmennta
nágrannalandanna
Ráöherranefnd Noröurlanda hefur skipaö sérlega nefnd til aö
ráðstafa fé því sem árlega er veitt til að styrkja útgáfu á norrænum
bókmenntum í þýðingu á Norðurlöndum. Fyrsta úthutun nefndarinnar
á styrkjum í þessu skyni 1988 fer fram í júní.
Norrænn styrkur til þýðinga
á bókmenntum nágrannalandanna
Þá mun nefndin einnig í júní úthluta styrkjum til þýöinga á árinu 1988.
75.000 danskar krónur eru til umráða, er þeim fyrst og fremst ætlað
að renna til þýðinga úr færeysku, grænlensku, íslensku og samisku
á önnur norðurlandamál.
Umsóknareyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamálaráðu-
neytinu í Reykjavík, eða frá skrifstofu Ráðherranefndar Norðurlanda
í Kaupmannahöfn.
Umsóknarfrestur fyrir báða þessa styrki rennur út 1. apríl 1988.
Umsóknir sendist til:
Nordisk Ministerrád
Store Strandstræde 18
KD-1255 Kobenhavn K, Danmark
Útboð
Vesturlandsvegur
í Hvalfirði, 4. áfangi
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Lengd vegarkafla 3,64 km, fylling
og burðarlag 21.000 m3 og klæðning 24.000
m2.
Verki skal lokið 10. júlí 1988.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis-
ins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2.
mars n.k.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00
þann 14. mars 1988.
Vegamálastjóri
VEGAGERÐIN
Forsvarsmenn VMSÍ, Guðmundur J.Guðmundsson, formaður og Karvel Pálmason, varaformaður.
Helstu samningsatriði að loknum fundi VMSÍ og VSÍ-
Grunnhækkunin
13,45%, strik
J
og stómátíðir
Samið hefur veríð um kauptaxa og önnur launakjör á milli
Yinnuveitendasambandsins og Verkamannasambandsins að
nokkrum aðilum undanskildum. Samningurinn gildir til 18.
mars á næsta árí og felur í sér um 13,45% beinar grunnkaups-
hækkanir á samningstímanum öllum. Eftirvinna hefur verið
afnumin. Lægstu byrjunarlaun eru nú 31.500 krónur á
mánuði og um 34.000 á mánuði miðað við tólf ára starfsreyn-
slu. Þá eru lægstu laun ríflega 34.000 fyrir sérhæft fiskvinnslu-
fólk, en tæplega 37.000 fyrir fólk í sömu grein eftir 12 ára
starf. Desemberuppbót er nú komin inn og er föst krónutala,
4.500 krónur fyrír fólk í heilu starfi.
Strax við gildistöku samninganna hækka laun verkamanna
um það sem nemur 5%, eða um 1.525 krónur á grunnlaun
lágmarkslauna. Aðrír launatengdir liðir hækka að sama skapi
um 5,01%. Næsta hækkun verður 1. júní en hún nemur
3,25% og aftur verður hækkun 1. september um 2,5%.
Síðasta hækkunin á samningstímanum verður í febrúar á
næsta ari og nemur hún 2%.
Önnur strik eru í samningnum.
Þau eru kölluð rauð strik og marka
þau nýmæli að samningurinn verður
sjálfkrafa uppsegjanlegur. Dagsetn-
ingar rauðu strikanna eru 1. júlí og
1. nóvember. Miðað er við að verð-
bólgan fari ekki yfir 16% á árinu og
að framfærsluvísitalan fari ekki fram
yfir 261 stig 1. júlí eða 272 stig 1.
nóvember. Til samanburðar má geta
þess að verðbólga síðustu 12 mánaða
varð 25,4%.
Eftirvinnukaup heyrir
sögunni til
Eftirvinnugreiðslur eru felldar út
úr myndinni með samningum þess-
um og er þar náð fram gömlu
baráttumáli verkamanna. Strax að
lokinni dagvinnu tekur nú við nætur-
vinna. Næturvinnukaupið nemur
1,0385% af mánaðarkaupi, en það
þýðir að það sé um 80% hærra en
tímakaup í dagvinnu.
Starfsaldurshækkanir
Starfsaldurshækkanir eru ekki
mjög miklar og mun minni en kröfur
verkamanna námu. Hér er um að
ræða nýtt starfsaldurskerfi með
fimm þrepum. Eftir eins árs vinnu
hækka laun starfsmanns um 2%,
eftir þrjú ár hækka þau um 3%, eftir
fimm ár um 6%, eftir sjö ár um 7%
og eftir tólf ára vinnu hækka laun
starfsmannsins um 8%. Það sem er
nýtt við þessa þrepaskiptingu er
hækkunin við fimm ára starfs-
reynslu, en í staðinn er felld niður
starfsaldurshækkun eftir fimmtán ár.
Náskylt þessum ákvæðum eru
ákvæði samningsins um námskeiða-
álag fiskvinnslufólks og starfsaldurs-
hækkanir þeirra. Námskeiðaálagið
hækkar í 2.700 krónur úr 1.688.
Starfsaldurskerfið var bætt, þrepum
fjölgað og aldursálag hækkað. Þá
hækka fatapeningar úr 126 kr. í 180
kr. á viku. Þá lengist orlof fisk-
vinnslufólks um einn dag eftir 10 ára
starf hjá fyrirtæki.
Stórhátíðarálag
og kaffitími
Stórhátíðarálag hefur nú komist
inn í samningana og nemur það
1,375% af mánaðarkaupi í tíma-
kaup. Hátíðarálag hefur verið þekkt
í nokkrum greinum en það er nýmæli
í samningum verkamanna. Lág-
marksgreiðslur fyrir vinnu- útkall er
nú fjórar klukkustundir en hefur
verið þrjár til þessa. Felur samning-
urinn í sér ýmsa breytingu á vinnu-
tilhögun og meðal þeirra er niður-
felling á kaffitíma við upphaf eftir-
vinnu. Á flestum vinnustöðum var
þessi kaffitími ekki tekinn, en þess í
stað fengu verkamenn greiddar um
25 mínútur aukalega.
Upphaf dagvinnutímans er nú
breytilegra en áður var og er hverju
félagi heimilt að semja um það
sérstaklega hvenær á milli kl. 07 og
08 á morgnana dagvinna hefst.
Fjórir fulltrúar ekki með
Fjórir fulltrúar í samninganefnd
Verkamannasambandsins rituðu
nöfn sín ekki undir þegar staðið var
upp frá borðum um fimmleytið í
fyrrinótt. Þessir fulltrúar voru Aust-
firðingarnir Sigurður Ingvarsson og
Björn Grétar Sveinsson á Höfn í
Hornafírði, Jón Kjartansson í Vest-
mannaeyjum og Sigurður Clausen á
Akranesi. Þess má geta að í Vest-
mannaeyjum hafa Snótarkonur þeg-
ar boðað verkfall með viku fyrirvara.
KB