Tíminn - 27.02.1988, Side 5
Laugardagur 27. febrúar 1988
Tíminn 5
6% gengisfelling og aðrar
ráðstafanir á mánudaginn
f Seðlabanka íslands hefur verið
unnið stíft að undanförnu við að
vinna úr hugmyndum ríkisstjórnar-
innar og funduðu ráðherrar í efna-
hagsnefnd ríkisstjórnarinnar með
Seðlabankamönnum í gær. Verið er
að ræða um hvernig hrinda megi
aðgerðum ríkisstjórnarinnar í
framkvæmd. Eðlilega hefur verið
lögð ríkust áhersla á hvernig koma
megi útflutningsatvinnuvegunum til
bjargar og einnig hvernig best og
fljótast megi draga úr þenslu. Sam-
kvæmt heimildum Tímans verður
komin ný gegnisskráning í Seðla-
bankanum strax eftir helgi og ýmsum
hugmyndum hrint í framkvæmd er
draga munu úr frekari fjárfestingum
ýmissa atvinnugreina.
Innan ríkisstjórnarinnar hafa
komið fram ýmsar hugmyndir að
aðgerðum til að draga úr þenslu og
bæta stöðu útflutningsaðila. For-
svarsmenn fiskvinnslufyrirtækja
hafa farið fram á gengisfellingu sem
er nálægt því að vera á milli 7-9% en
það er meira en ríkisvaldið getur
með góðu móti sætt sig við. Er því
almennt talað um að gengisfellingin
á mánudaginn verði um 5-6%, en
ekki minni. f*á hefur Tíminn heim-
ildir fyrir því að í viðræðum vinnveit-
enda og ríkisins hafi niðurstaðan
orðið sú að vinnslunni nægði alls
ekki minni gengisfelling en 6% og að
hærri tala en 6% væri óhugsandi
miðað við forsendur þessara kjara-
samninga.
Á móti þessu hefur ríkisvaldið átt
í óformlegum viðræðum við fisk-
vinnslumenn um að fallið verði frá
niðurskurði á endurgreiðslu upp-
safnaðs söluskatts og nema þeir
fjármunir um einum milljarði króna.
Þá hefur verið sett fram sú krafa á
hendur ríkinu að það falli frá því að
nema úr gildi undanþágu frá launa-
skatti sem komið var á 1986. Pá er
einnig nokkuð ljóst að ríkisvaldið
hefur verið krafið um raunverulegt
aðhald á innlendar kostnaðarhækk-
anir og er sérstaklega rætt um miklar
hækkanir Landsvirkjunar.
Af beinum afskiptum ríkisins af
peningamálum má nefna þær hug-
myndir að takmarka heimildir til
lántöku erlendis við þá starfsemi
sem felur í sér hagræðingu og gjald-
eyrisöflun. Hækkun á bindingu
banka og sparisjóða hefur kostað
átök innan ríkisstjórnarinnar og
kom m.a. fram í ræðu Steingríms
Hermannssonar, utanríkisráðherra
í Kópavogi, að honum þætti núver-
andi 13% binding fullnóg. Þá hefur
komið til greina að hækka lántöku-
gjald á erlendar lántökur og frekari
lækkun nafnvaxta. Rætt hefur verið
um það að Seðlabanki beiti sér fyrir
frekari nafnvaxtalækkun í framhaldi
af skýrari forsendum verðlagsþróun-
ar eftir undirritun samninganna.
Mestu átökin virðast þó standa um
frumvarp Jóns Sigurðssonar, við-
skiptaráðherra, sem felur í sér hert-
ari vinnureglur fyrir hinn svokallaða
gráa markað.
Til að draga beint úr fjárfestingum
og þenslu hefur verið rætt um að
hækka vexti á húsnæðislánum og
fækka lánsloforðum, en við það er
hörð andstaða af hálfu framsóknar-
ráðherranna. Hugmyndir um tíma-
bundinn fjárfestingarskatt er ein
þeirra hugmynda sem líklega koma
til framkvæmda eftir helgi til hliðar
við alvarlegar viðræður við sveitar-
félög um að þau dragi strax úr
frekari framkvæmdum.
KB
Hjörtur Eiríksson, VMSS:
Þung áhersla á
ráðstafanirnar
„Ég tel að menn geti verið sæmi-
lega sáttir við samningana, en það
var allan tímann þung áhersla á að
Hjörtur Eiríksson: „Aðrir hópar
fari ekki alltaf svo og svo uppfyr-
ir.“
ráðstafanir yrðu gerðar til að bjarga
útflutningsatvinnuvegunum og að
stöðva þenslu," sagði Hjörtur Eir-
íksson, framkvæmdastjóri Vinnu-
málasambands samvinnuhreyfingar-
innar. Sagðist hann telja að þessir
samningar þýddu um 15 - 15,5%
kostnaðarauka að öllu meðtöldu yfir
samningstímann.
Taldi Hjörtur að ráðstafanir rikis-
stjórnarinnar væru forsenda þess að
það takist að veita verkamönnum
raunverulegar kjarabætur. I>á sagði
hann að fullur skilningur hefði verið
á því að veita Verkamannasamband-
inu öruggar tryggingar fyrir því að
aðrir hópar fari ekki alltaf svo og svo
mikið uppfyrir þessa aðila í síðari
samningum. „Ég vona að okkur
takist að halda svona á málum í
framtíðinni og að þessar hækkanir
séu raunverulegar.
Varðandi væntanlegar ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar sagði Hjörtur að
taka verði mið af því að ekki mætti
hefta fjárfestingar í atvinnugreinum,
sem væru til hagræðis eða gjaldeyris-
aflandi. Benti hann á að undanfarið
hafi farið fram allt of miklar fjárfest-
ingar í útgerð, ef hann ætti að nefna
eina grein sérstaklega. KB
Guðmundur J. Guðmundsson:
Aldrei haft betri
tryggingar en nú
„Þessi samningur er alls ekki
allur þar sem hann er séður, en ég
er samt voðalega gramur og sár yfir
því að fiskvinnslufólk fékk ekki
nógar aldurshækkanir,“ sagði
Guðmundur J. Guðmundsson, al-
þingismaður og formaður Verka-
Guðmundur J. Guðmundsson:
„Þeir klifra ekkert upp eftir bakinu
á okkur." Tímamynd: Gunnar
mannasambands íslands, eftir að
skrifað hafði verið undir samning-
ana í Garðastræti. Taldi hann
starfsaldurshækkanirnar einn veik-
asta hlekk samninganna.
Það sem Guðmundur var ánægð-
astur með, var hversu vel tókst að
leiðrétta kjör og aðstöðu ýmissa
hópa og ná þannig fram leiðrétting-
um á atriðum, sem barist hefur
verið fyrir í áratugi. Nefndi hann
ræstingarkonur, byggingarverka-
menn og vinnuvélstjóra. Hann
taldi ljóst að bónuskerfið væri
þegar búið að ganga sitt skeið á
enda og það yrði algerlega horfið
eftir árið. „Og farið hefur fé
betra.“ Samningnum mætti þess
vegna líkja við Vestfjarðarleiðina.
„Áherslan var aðallega á að ná
fram ýmsum öðrum hlutum, en
bara hörðum prósentum og því er
þessi samningur lúmskari en oft
áður, þó að ekki hafi náðst þær
aldurshækkanir, sem menn von-
uðu.“ Sagði Guðmundur að komið
hefðu inn á fundinn mjög sterk
skilaboð um stöðu vinnslustöðva
og ekki bæri að neita því að þær
upplýsingar hafi haft talsverð áhrif
á að ekki samdist betur um aldurs-
hækkanir.
Opnir rauðir dagar
Lagði Guðmundur áherslu á
gildi þeirra tryggingar, sem nú
fylgdu samningunum í fyrsta skipti.
„Þessum samningum fylgja mjög
góðar tryggingar, sem ekki hafa
verið með áður. Hverju halda
menn eftir? Hvernig tengist þetta
verðbólgunni? Nú eru opnir dagar
1. júlí og 1. nóvember sem þýða
það að þá verða allir kaupgjaldslið-
ir samningsins lausir og hægt verð-
ur að segja þeim upp einhliða.
Hækki framfærsluvísitalan umfram
það, sem sagt er í samningunum
eða fari verðbólgan fram úr því
sem sagt er í samningunum, mun-
um við ekki hlífa stjórnvöldum eða
viðsemjendum okkar.“ Þá sagði
Guðmundur einnig að nýjustu
tryggingarnar væru þær að ef með-
alstór eða stór félög semja um
meiri hækkanir en við höfum gert,
sé hægt að segja upp samningum
þessum. „Það klifrar enginn upp
eftir bakinu á okkur, eins og þessi
félög hafa gert á undanförnum
árum. F.f félög semja almennt um
hærra kaup en við höfum gert eru
samningarnir lausir,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, formað-
ur Verkamannasambandsins. KB
Þórarinn V. Þórarinsson:
Við og ríkið verðum að halda öðru niðri
„Við erum alls ekki ánægðir því
að þessir samningar eru of háir
miðað við rekstrarreikninga þessara
fyrirtækja," sagði Þórarinn V. Þór-
arinsson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins. Sagði hann að
þessir samningar þýddu 14 - 14,5%
lágmarks útgjaldaaukningu fyrir
fyrirtækin ef desemberuppbótin er
talin með. „Það sem við vorum að
glíma við var að við vorum að semja
við fólk í starfsgreinum sem þurft
hefur að sitja eftir í launaskriði
síðasta árs, en verið að semja fyrir'
þau fyrirtæki í grein sem er lakast
sett í þjóðfélaginu, fiskvinnsluna."
Sagði Þórarinn að þessir samning-
ar væru gerðir í trausti þess að
atvinnurekendum og ríkinu takist
Þórarinn V. Þórarinsson: „Verka-
menn hafa nú komist hinum megin
að verðbólgunni.“
að halda aftur af þeim sem hafa
fengið að njóta launaskriðs og hækk-
ana langt fram yfir þessa hópa.
„Annars stöndum við frammi fyrir
stórvaxandi verðbólgu, byggðarösk-
un og stórfelldu þjóðfélagslegu mis-
vægi. Við höfum teygt okkur lengra
en fyrirtækin þola og treystum á
aðrar aðgerðir. “Sagði hann að
vinnuveitendur hefðu orðið að gefa
eftir með þessar kauphækkanir sem
væru einar og sér verðbólguhvetj-
andi. Sagði Þórarinn að þess vegna
hefðu aðilar gengið frá samningi
með mjög góðum öryggisventlum.
Með því móti væru verkamenn í
raun að koma þá einu leið sem fær
væri að verðbólgunni. „Þeir hafa nú
komist hinum megin að verðbólg-
unni.“
Ríkisvaldið inn
Ljóst er að ríkisvaldið kemur
mjög inn í þessa samninga eins og
fram kom í viðtalinu við Þórarin.
Sagði hann að í fyrsta lagi þurfi
ríkisvaldið að falla frá niðurskurði á
endurgreiðslu söluskatts til útflutn-
ingsatvinnuveganna. í öðru lagi sé
engu lagi líkt að ríkið ætli að afnema
samningsákvæðið um undanþágu frá
launaskatti. í þriðja lagi verði ríkis-
valdið að halda aftur af hækkun á
opinberri þjónustu og nefndi hann
sérstaklega nýlega 18% hækkun á
raforkugjaldi frá Landsvirkjun.
„Það er erfitt að hlýða því ríkisvaldi,
sem er eins og vegprestar, er vísa
veginn án þess að fara hann sjálfir."
Um væntanlega gengisþróun vildi
Þórarinn V. Þórarinsson ekki tjá sig
að fullu. Sagði hann þó að það kæmi
engum að gagni ef gengið yrði fellt
um prósentustig er nálgist tíu af
hundraði. „Það hefur ekki verið rætt
um háar tölur varðandi gengisfell-
inguna. Það hefur þó verið alveg
ljóst að nauðsynlegt er að fá nýjan
botn í fastgongisstefnuna. Það verð-
ur líka að fá fram mun meira kostn-
aðaraðhald." Sagði hann að verð-
bólga eins og hún væri búin að vera
undanfarna mánuði væri að ganga af
atvinnuvegunum dauðum. Gengi
yrði að ná stöðugu á þessu ári, þó nú
sé gengisfelling í litlum mæli óum-
flýjanleg. KB