Tíminn - 27.02.1988, Side 12
12 Tíminn,
Laugardagur 27. febrúar 1988
iþróttaviðburðir
helgarinnar
Hand-
knattleikur
1. dcild karía:
Stjarnan-Þár Digranesi .
Valur-UBK Hlíðarenda .
Fram-FH Höll...........
KR-ÍR Höil.............
1. deildkvenna:
Valur-Vikingur Höil ...
KR-Fram HÖU............
Stjarnan-FH Digranesi .
2. deild karia:
HK-Selfoss Digranesi . .
ÍBV-UMFN Vestm.e. ...
lau. kl. 14.00
sun. kl. 18.00
sun. kl. 20.00
sun. kl. 21.16
lau. kl. 14.00
iau. kl. 15.16
sun. kl. 16.15
lau. kl. 16.15
lau. ki. 13.30
Urvalsdeild:
ÍR-ÍÐK Seljaskóla........ lau. kl. 14.00
KR-Þór Hagaskóla......... sun. kl. 14.00
1. deild kvenna:
ÍR-UMFN Seljaskóla ... mán.kl. 19.15
ÍBK-ÍS Kefiavík ......... món. kl. 20.00
KR-UMFG Hagaskóla ... mán. kl. 21.00
l.deildkarla:
Léttir-lA Seljaskóla .... sun. kl. 14.00
wmmm Biak
Úralitakeppni karla:
Þróttur-ls Hagaskóla . .. lau. kl. 13.00
Urslitakeppni kvenna:
Þróttur-UBK Hagaskóia . lau. kl. 14.15
Víkingur-ÍS Hagaskóla . lau. kl. 15.30
Bikarkeppni karta:
ÍS-Vikingur Hagaskóla . mán. kl. 20.00
Mcisturiimói í fimlcikosiiga,
Laugardalshöll sunnudag kl.
15.00. Slúlkur í 2., 3. og 4. þrepi
cn piltar í 3. og4. þrcpi. Fiinlcika-
menii frá Ármanni. KR, Gerplu
og Stjörnunni liafa unniö sér
þátttökurétt á mótinu þar scm
aöeins frcmstu fimleikamcnn
landsins kcppa.
Sundmót Ármanns í Sundhöll
Reykjavíkur sunnudag kl. 14.00.
Frjálsar
íþróttir
Álafosshlaup UMFA laugardag
kl. 14.00. Hefst við Álal'oss. 14
ára og yngri 2,5 km, 15-18 ára 5
kin, eldri 6,5 kin.
Badminton
Gestamót Víkings í TBR húsinu,
laugardag og sunnudag.
Skíði
Alpagreinar fullorðinna í
Reykjavík, Alpagreinar unglinga
á Olafsfirði, lambagangan á Ak-
ureyri.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Olympíuleikarnir í Calgary
Bomban sprakk
á réttum tíma!
- Alberto Tomba gaf keppinautunum ekki
möguleika á sigri í stórsviginu
Tímasprengjan var stillt á að
springa í Allen-fjallinu í Calgary og
Bomban sprakk svo sannarlega í loft
upp á hárréttum tíma í fyrrakvöld.
ítalinn Alberto Tomba sem ýmist er
kallaður „Tomba la bomba“
(sprengjan), „skepnan“ eða
„Rambo“, feykti vonum andstæð-
inga sinna um sigur út í veður og
vind strax í fyrstu ferð stórsvigsins.
Tomba hafði rásnúmer eitt og hann
náði þvílíkum tima í fyrri umferðinni
að aðcins var formsatriði fyrir hann
að komast niður brekkuna í þeirri
seinni.
Tomba er mjög vinsæll meðal
áhorfenda og eftir sigurinn í stórsvig-
inu var honum ákaft fagnað. Fjöl-
margir íbúar Sestola þarsem Tomba
býr virtust hafa lagt leið sína til
Calgary og Tomba fór beint í hópinn
eftir sigurinn. „Ég heyrði í þeim á
leiðinni og ég vildi deila sigurgleð-
inni með þeim.“ sagði Tomba sem
er sterklega byggður, um 90 kg, en
mátti þakka fyrir að falla ekki um
koll undir miklum ágangi frétta-
manna og Ijósmyndara. Tomba er
nefnilega uppáhaldið þeirra líka.
Það hefur verið sagt um hann að
hann tali í fyrirsögnum og líklega er
það ekki fjarri lagi. Alberto Tomba
er nefnilega ekki íþróttamaður sem
fer að sofa kl. 10 og á fætur við
sólarupprás. Líf, víf og vín, það er
líkara þessum fjöruga skíðamanni.
„Ég kann að meta stelpur og tónlist.
Mér líkar lífið og skíðin eru Iífið. En
það er hægt að fá gleði út úr fleiru
en skíðamennskunni einni saman,“
segir þessi málglaði íþróttakappi.
Hann á það sameiginlegt með ann-
arri skíðastjörnu, stökkvaranum
finnska Matta Nykánen, að hafa lent
í vandræðum. Hann hefur viljað
hafa sitt lag á hlutunum. Fimm
sinnum í bann og sektir sem nema
dálaglegri upphæð.
„Eg skemmti mér vel en ég tek
skíðamennskuna mjög alvarlega,
jafnvel þó það líti ekki alltaf þannig
út,“ segir Tomba og því trúa líklega
allir ef hann gerir það sem líklegast
má teljast, sigrar í sviginu í dag.
-HÁ/Reuter
Alberto Tomba á fullrí ferð í skíðabrekkunni. Hann hafði yfirburði í
stórsviginu.
Orð í Tíma töluð... orð í Tíma töluð... orð f Tíma töluð...
Því ná stelpurnar
ekki góðum árangri?
Hvernig stendur á því að íslenskar
íþróttakonur ná almennt ekki betri
árangri? Af hverju fara landsliðin
okkar í boltagreinunum svona illa út
úr keppni við alla aðra en byrjendur?
Eru íslenskar íþróttakonur eitthvað
lélegri að upplagi cn aðrar íþrótta-
konur?
Já, það er stórt spurt og þegar
stórt er spurt verður oft lítið um
svör. Reynum samt.
Það má finna ótal ástæður fyrir
því að íslenskar íþróttakonur hafa
almennt ekki náð góðum árangri á
alþjóðlegan mælikvarða. Uppeldið
kemur fyrst upp f hugann. Það
ásamt uppbyggingunni á þjóðfélag-
inu setur kvenfólkið að vissu leyti
aftar á íþróttamerina en karlmenn-
ina, strax í upphafi. Foreldrarnir
hvetja stelpurnar síður en strákana
til að fara út í fótbolta og byrji þær
í boltagreinum á annað borð er það
oft seinna en strákarnir. Þetta er
varla mikið öðruvfsi í öðrum löndum
svo ekki er orsökina að finna þar þó
þetta skýri að einhverju leyti muninn
á t.d. boltatækni kynjanna. Einstakl-
ingsgreinarnar falla tæpast undir
þessa skýringu en þær koma beint
inn í þá næstu. Einstaklingsgreinarn-
ar verða samt látnar liggja milli hluta
í þessum lfnum, svona að mestu
leyti.
Of lítið æfingaálag
Það sem vegur stærst í þessu máli
er munurinn á æfingaálagi. fslenskar
íþróttakonur æfa nefnilega allt of
lítið og miklu minna en bæði íslensk-
ir afreksmenn af hinu kyninu og
erlendir afreksmenn, kvenkyns.
Vissulega má finna undantekningar,
innan við tug af frjálsíþróttakonum
og annað eins af sundkonum, jafnvel
eins og eina badmintonkonu, en þá
er það líka upp talið.
Það nær enginn góðum árangri í
íþróttum með því að æfa þrisvar í
viku bróðurpart ársins og kannski
enn minna þegar hlé er á keppnis-
tímabilinu. Vissulega getur það nægt
til að verða bestur í sínu liði og
komast í landsliðið en þá fer gaman-
ið að kárna. Það hefur marg sýnt sig.
Landsliðið í einhverri boltagreininni
fer til útlanda, keppir við einhverja
þokkalega þjóð og er bókstaflega
rassskellt.
Uppbygginguna vantar
Tökum dæmi um boltalið sem æfir
fjórum sinnum í viku, tvisvar f einn
og hálfan tíma og tvisvar í 50
mfnútur. Það eru vissulega æfð hag-
nýt atriði, hitað vel upp, teygt, farið
yfir kerfi, æfð hraðaupphlaup, vörn-
in tekin fyrir, séræfingar fyrir mark-
mennina og æfingarnar á flestan hátt
ágætar. Þær eru að vísu talsvert færri
og styttri en hjá meistaraflokksliðum
í karlaflokki. Þau æfa mörg hver 6
sinnum f viku, tvo tíma í senn. En,
hvar er uppbyggingin fyrir keppnis-
tímabilið? Hvar er úthaldið sem þarf
að vera búið að ná upp ÁÐUR en
keppnistímabilið byrjar? Hvar eru
lyftingaæfingarnar? Og hvar eru
undirbúnings- og tækniæfingarnar
sem hefði átt að læra 11 ára? Ja, það
er nú það.
Til að íslenskt kvenfólk fari að ná
einhverjum árangri af viti í íþróttum
þarf stórátak. Það þarf að skapa
þeim aðstöðu til jafns við meistara-
flokksliðin í karlaflokki. Þær þurfa
að geta fengið sex æfingar í viku eins
og strákarnir og á tíma sem einhver
glóra er í, ekki undir miðnættið.
Skipulagðar æfingar með mjög mikla
áherslu á tækni og aftur tækni þurfa
að byrja fyrr og það þarf að fylgja
ákveðnu plani alveg frá upphafi.
Hugarfarinu hjá stelpunum sjálfum
og þeirri saumaklúbbsstemmningu
sem stundum vill verða yfir æfingun-
um þarf að breyta. Það ætti að koma
sjálfkrafa verði gert átak í að skipu-
leggja þjálfunina strax frá fyrstu tíð.
Þarf meiri hörku?
Handknattleikskonur hafa fengið
landsliðsþjálfara frá Júgóslavíu,
Slavko Bambir. Hann er að gera
mjög góða hluti, hefur mikinn aga
og verður fróðlegt að sjá hvað hann
gerir úr yngri stelpunum þegar fram
líða stundir. En það er ekki nóg að
hafa landsliðsþjálfara, það þarf að
gera stórátak innan hvers félags.
Það væri gaman að sjá hvað kæmi út
úr félagsliði sem fengi grjótharðan
þjálfara með t.d. svipaðar þjálfunar-
aðferðir og Bogdan Kowalczyk.
Kannski myndi helmingurinn hætta,
félagsskapurinn yrði þá ekki númer
eitt, heldur púlið. Það er ekki gott
að segja hver útkoman yrði, líklega
þó mjög góð hjá svosem eins og
helmingi minni hóp en æfði hjá
liðinu áður en harði þjálfarinn kom.
En mikið yrði gaman að sjá hvað
gerðist. Því það er örugglega sama
víkingablóðið í stelpunum eins og
strákunum hérna á klakanum, það
þarf bara að virkja það.
Hjördís Árnadóttir
ÍÞRÓTTIR
UMSJÓN:
Árnadóttir
IBUÐAMAÐUR
Stórsvigið
1. Alberto Tomba ltalíu 2:06,37
2. Hubert Strolz Austurríki 2:07,41
3. Pirmin Zurbrigaen Sviss 2:08,39
4. Ivano Camozzi Italíu 2:08,77
5. Rudolf Nierlich Austurríki 2:08,92
6. Andreas WenzelLichtenst. 2:09,03
7. Helmut Mayer Austurríki 2:09,09
8. Frank Wörndl V-Þýskal. 2:09,22
9. Rok Petrovic Júgóslavíu 2:09,32
10. Joel Gaspoz Sviss 2:09,57
11. Gúnther Mader Austurríki 2:10,04
12. TigerShawBandarikjunum 2:10,23
13. Felix McGrath Bandar. 2:10,60
14. Hans Pieren Sviss 2:10,68
15. Klemen Bergant Júgósl. 2:11,04
16. Johan Wallner Svíþjód 2:11,30
17. Carlo Gerosa Ítalíu 2:11,65
18. Christian Gaidet Frakkl. 2:11,67
19. Markus Wasmeier V-Þýsk. 2:11,69
20. Marc Girardelli Lúxemborg 2:11,79
21. Jonas Nilsson Svíþjóð 2:11,98
22. Jörgen Sundqvist Svíþjód 2:12,11
23. Robert Zan Júgóslavíu 2:12,18
24. YvesTavernierFrakklandi 2:12,21
25. Gunther Marxer Lichtenst. 2:12,72
26. Armin Bittner V-Þýskal. 2:13,27
27. Heinz Holzer Ítalíu 2:13,28
28. Tetsuya Okabe Japan 2:14,49
29. Silvio Wille Lichtenstein 2:15,08
30. Sergei Petrik Sovótr. 2:15,16
31. Chiaki Ishioka Japan 2:15,40
32. Richard Biggins Astralíu 2:15,48
33. Peter Jurko Tékkóslóvakíu 2:15,50
34. Robert Ormsby Bandar. 2:15,85
35. Kostantin Chistiakov Sov. 2:16,67
36. Steven Lee Ástralíu 2:17,54
37. Jorge Pujol Planella Spáni 2:19,47
38. Elias Majdalani Líbanon 2:19,58
39. Delfin Campo Galindo Spá 2:20,18
40. Juan Pablo Santiagos Chile 2:21,47
41. Martin Bell Bretlandi 2:22,36
42. DANÍEL HILMARSSON 2:22,47
43. Mauricio Rotella Chile 2:23,13
44. Paulo Opplinger Chile 2:23,76
45. Jorge Birkner Argentínu 2:26,08
AIls luku 69 keppendur stór-
sviginu. Þeir sem á eftir komu
voru frá Argentínu, S-Kóreu,
Grikklandi, Mexíkó, Tyrklandi,
Kýpur, San Marino, Puerto Rico,
Costa Rica og Guatemala. Alls
29 keppendur féllu úr, þar á
meðal Ingemar Stenmark sem
var í 30. sæti eftir fyrri umferð og
fjórtán keppendur voru dæmdir
úr leik eftir fyrri umferð fyrir að
vera ekki í viðurkenndum bún-
ingum.
Sigurvegarinn, hress og kátur
eins og ævinlega!