Tíminn - 27.02.1988, Side 23
Laugardagur 27. febrúar 1988
Tíminn 23
Gleymdur faöir
Þú mátt vera
stoltur af syni
þínum, hann hef-
ur svo sannarlega
gertþað gott,seg-
irfólkgjarnan við
Frank Stallone.
Hann er62 ára og
faðir leikarans
Silvesters Stall-
one. Hann ansar
þessu sjaldnast, ,
þó hann er ekki
sérlega stoltur af
syni sínum. - Syl-
vester er orðið
nákvæmlega
sama um okkur
hér, segir hann.
Frank Stallone
og síðari kona
hansbúaíPotom-
ac í Bandaríkjun-
um, þar sem þau
reka lftið býli.
- Ég hef ekki séð
Sylvester í bráð-
um tvö ár, segir
hann. - Hann
hringdi seinast
fyrir hálfu öðru ári.
Ekki hefur Frank neina hug-
mynd um, hvers vegna sonur hans
kemur svona fram. Raunar kom
sonurinn því þannig fyrir, að faðir
hans fékk smáhlutverk í „Rocky“-
mynd, en Frank auðgaðist ekkert
á því. Árum saman hefur hann
ekið á sama, gamla mótorhjólinu
og í íbúðarhúsinu er ekki vottur af
íburði af neinu tagi.
Orðið „íburður" er hreint ekki
til í mínum orðaforða, segir Frank
og lætur í það skt'na, að sonur hans
sé of upptekinn af konum og
frægð, til að megna að hugsa um
annað.
- Ég ætlast ekki til að fá neina
peninga frá syni mínum, þeir
Frank Stallone, faðir kvikmyndahetjunnar heims-
kunnu, er bóndi og lætur sér annt um dýrin og
náttúruna, einkum hesta. Hann skilur ekki fálæti
sonar síns.
gleddu mig ekkert sérstaklega. En
ef hann gæti, þó ekki væri nema
einu sinni komið í heimsókn og
boðist til að hjálpa mér við eitt-
hvað, yrði ég verulega ánægður,
segir faðirinn.
- Hugsa sér ef Sylvester stæði
allt í einu hérna á þröskuldinum og
segði: - Pabbi, nú skal ég mála
fyrir þig húsið. Það yrði merkasti
dagur ævi minnar.
.....wiwiiiiinffl1*1"1"1" ........ j SDC^T fXÆJfl
Frægð og vinsældir ganga
fyrir, segir leikarinn ungi, Michael J. Fox
Courteney Cox tók við af Tracy í Fjölskylduböndum.
Hér sjást þau saman Michael og hún í sjónvarpsþáttun-
um.
„Skrautlegur skandall" var það kallað í blöðunum,
þegar rætt var um háa fjárupphæð sem greidd var á
laun til lítils hunds fyrir leik hans í uppfærslu leikritsins
„Maria Stuart."
Hundurinn Pascha, sem er vel vaninn smáhundur af
Chihuahua-kyni, hefur fengið 44.000 danskar krónur
fyrir að koma fram í einu atriði í leikritinu, en þar
spígsporar hann um sviðið og skríður svo undir pils
eigandans, Maríu drottningar.
Leikhússtjórinn segir í blaðaviðtali, að sér finnist að
hundinum sé ekkert of mikið borgað. Pascha og
eigandi hans fá 1000 krónur (danskar) fyrir hverja
sýningu.
En þetta eru víst smáupphæðir miðað við annað sem
endurskoðendur eru að gagnrýna við kostnaðarreikn-
inga yfir ýmsar sýningar leikhússins, og eru þar
nefndar sýningarnar Töfraflautan eftir Mozart og
ballettsýningin Amleth.
Bréfum frá skattborgurum í Danmörku rignir yfir
blöðin, því að það er eins og sagan um hundinn hafi
verið dropinn sem fyllti mælinn.
Mr egar Michael J. Fox ákvað að hætta við - eða
fresta því - að ganga í hjónaband með „sambýlis-kær-
ustu" sinni, Tracy Pojlan, brást hún hin versta við-og
grét í tvo daga, - segir einn vinur þeirra.
Pau Michael og Tracy höfðu leikið saman í hinum
vinsælu amerísku sjónvarpsþáttum „Fjölskyldubönd-
um“ (Family Ties) og orðið ástfangin. Þau eru bæði
26 ára og vildu gjarnan stofna heimili. En svo fór
ýmislegt úr skorðum hjá þeim. Fyrst lenti Tracy Pollan
í illindum við stjórnendur þáttanna, því að hún vildi
fá kauphækkun og ýmis fríðindi, en henni var sagt, að
hún væri ekki „stjarnan“ i' þáttunum heldur Michael
og varð úr þessi sú togstreita að Tracy lét af störfum
hjá framleiðendunum.
Michael fékk nýjan mótleikara í Fjölskylduböndum,
en þau Tracy héldu samt áfram sambandi sínu og fór
svo að hún flutti í hús Michaels sem hann á uppi í
hæðunum fyrir ofan Hollywood. Þau ákváðu að gifta
sig um jólin, og átti athöfnin að fara fram hjá
foreldrum Michaels í Vancouver í Kanada.
En svo kom umboðsmaður hins unga leikara í spilið
og fjármálasérfræðingur hans. Þeim kom saman um,
að það væri mjög óheppilegt fyrir frama Michaels að
hann gengi í hjónaband nú. Sjónvarpsþættirnir væru
sérstaklega vinsælir hjá ungu fólki og mætti búast við
að vinsældir þeirra hröpuðu niður úr öllu valdi ef ungu
stúlkurnar misstu áhugann á aðalleikaranum, hinum
unga og ógifta Michael J. Fox.
Þetta var rætt fram og aftur og að lokum gengust
þau Michael og Tracy inn á það, að láta sér nægja að
vera áfram trúlofuð, en fresta giftingu og barneignum.
Það er ýmislegt lagt í sölurnar fyrir frægð og frama!
Michael og Tracy Pollan eru áfram trúlofuð, en hún er óánægð yfir frestun
hjónabandsins.
Chihuahua-smáhundur eins og sá
sem er á launaskrá hjá „Því kon-
unglega“.
Hið konunglega leikhús í Kaupmannahöfn, en stjórnendur þess þykja
eyða og spenna peningum skattborgara.
HUNDUR
Á HÁUM LAUNUM
- hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn