Tíminn - 27.02.1988, Side 17

Tíminn - 27.02.1988, Side 17
Laugardagur 27. febrúar 1988 Tíminn 17 llllHllllllllllllllillllllllli HROSSARÆKT llllllllllllllllllilllllllllllllllllllHllllllllllilllllllllllilHlilllllii^ Leifur Þórarinsson í Keldudal tekur við heiðursverðlaunum fyrir hryssuna Nös 3794 frá Stokkhólma. Leifur er lengst til vinstri, og heldur við þá gömlu. Þá koma afkvæmin: Sigurbjörn Bárðarson situr Drótt 6745, Helgi Eggertsson Amor og loks er Eiríkur Guðmundsson á skeiðgarpinum Leist. Jens Einarsson tók myndina. Og enn ein „fjölskyldumyndin“ frá Keldudal; hér er það rauðblesótta hryssan Hrund 6555 frá Keldudal - móðir Þjálfa, með þremur afkvæmum: Frá vinstri: Venus frá Keldudal, rauð undan Fáfni frá Fagranesi; Glaumur, glámblesóttur sonur Feykis frá Hafsteinsstöðum, Hrund og loks Yngri-Nös. I»,j.il l'i t'r.i krlduil.il F Hr.ifn MLV fr.í llo! t smu I .i Ff Sn«»*f.i\ i f.f,) fr«i l’iif.istöónm Fff Dlosi Si«ifiis.ir. VI ri-Stóriujröf Ffm A|l>crts-R.mók.i fr.i l,«íf«istöc'>im Fm 'lorp i7s 1 fr.i Hol Ismnl.i *’>m^ Þröslur fr.i Roynist.ió Fmm .. r .. ( -. Hrofn.i fr.i Armnl.i M Hrimd f r.i Kf 1 «ii id.i 1 M f Þrös'ur ‘JOS fr.i Kirk.jnh.r Mff . Þ.ittor 1?? fr.i kirk.juhæ Mfm qj0^ fr<l Kirkjuh«r Mm n«>s )7'J4 fr.i Stokkhólm.i Mmr Kolh.ikur rr.i 1 lini ^mm Hi>s fr.i HJ.irnast iióum er formóðir Nasar 3794 frá Stokk- hólma. Hryssan var kennd við eigandann, GunnlaugSigfússon frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði. Hafði faðir hans, Sigfús Dagsson gefið honum hryssuna, en hún var undan brúnni hryssu er Sigfús átti og ekki þótti nein kostaskepna, og gráum fola frá Lóni í Viðvíkursveit, sem var ágætishestur. Um Gunnlaugs- Brúnku segir svo meðal annars í Horfnum góðhestum: „Gunnlaug- ur var laginn og hesthneigður og mjög djarfur á hesti og þótti ríða ógætilega, en þó var hann mjög sjóndapur og nærsýnn og sá oft illa, hvað framundan var. Hann lagði mikla rækt við litlu Brúnku og vandaði mjög uppeldi hennar. Hann fór að temja hana unga og kenna henni ýmsar íþróttir, t.d. láta hana stökkva yfir slár, strengd- ar snúrur og vírgirðingar. Þegar hún var orðin vel fær í þessum listum undir sjálfri sér, fór Gunn- laugur að setjast á bak og venja hryssuna við að stökkva með sig yfir hindranir og torfærur. Við tamninguna kom það fljótt í ljós, að Brúnka var mjög fágætt merar- efni. Fjörið var mikið, en ofríkis- laust ogspilandi. Hún hafði mikinn og góðan klárgang, gott brokk og mikla töltferð. Á yfirferð var hún jafnvíg á stökki og skeiði og af- burða ferðhross. Allar voru hreyf- ingar hennar svo fagrar og fjað- urmagnaðar, að fáir voru svo blindir, að þeir fyndu ekki til hrifni og aðdáunar við að sjá til hennar. Hún stökk með geiglausu þori og jafnaðargeði yfir garða og girðing- ar og hvers konar yfirstíganlegar hindranir með Gunnlaug. á baki sér. Hún var svo mikið ferðhross, en þó einum til skeiðsins tekið, að hún hafði aðeins einu sinni tapað spretti fyrir fljótum hesti, en þar voru brögð í tafli. Þetta atvikaðist þannig, að vel ríðandi kunningi Gunnlaugs bauð honum að hleypa á móti sér eftir frekar mjórri brú, en öðrum megin á brúnni í nokk- urri fjarlægð stóð tryppi þversum. Þegar þeir hleyptu gætti maðurinn þess að vera ekki tryppismegin . á brúnni. en Gunnlaugur sá ekki tryppið fyrr en hann var nærri kominn að því. - Svo hleypa þeir og sú brúna skríður fram úr til að byrja með, en svo kemur hún að tryppinu og vindur sér yfir það, en við stökkið tapaði hún skeiðinu í bili, en náði sér þó fjótt á sprettinn aftur. En fyrir þessa töf tapaði hún sprettinum". Þótt allmargir ættliðir séu á milli Gunnlaugs-Brúnku og núvcrandi vekringa frá Keldudal, er vissulega freistandi að álykta sem svo, að hinir aldeilis fágætu skeiðhestar undan Nös frá Stokkhólma sæki hæfileika sína alla leið til þessarar formóður sinnar, sem eins og Keldudalshrossin haföi feiknaröfl- uga lend og afturbyggingu, en minni frambyggingu. Hryssurnar ráða úrslitum Svo sem fyrr er að vikið, er það athyglisvert við hrossarækt þeirra Leifs í Keldudal og Sveins á Sauð- árkróki, að báðir leggja þeirgrunn- inn að árangursríkri ræktun fyrst og fremst með einni afburða- hryssu, og í allri hrossarækt sinni leggja þeir mcira upp úr gæðum hrossanna en fjölda. Hrossaeign þeirra beggja er mjög lítil miðað við það sem víða þekkist í Skaga- firði og víðar um land, en gæðin því meiri. Athyglisvert er einnig að sjá, að nær alltaf þegar fram hafa komiö afburðahross úr ræktun þeirra, þá er hryssan að baki viðurkenndur gæðingur. Þetta á til dæmis við um skeiðhestana frægu frá Keldudal, einnig Amor frá Keldudal, Hrund frá sama bæ og nú síðast er svo stóðhestsefnið Þjálfi undan Hrund. - Hið sama má oftast segja um bestu hrossin frá Sveini Guð- mundssyni og fjölskyldu hans: StóðhestarnirKjarval 1025 ogOtur 1050 eru til dæmis undan hryssum, sem hafa fengið hvað hæsta dóma allra sýndra kynbótahrossa. - Þess- um hryssum er svo haldið undir stóðhesta, sem ekki eru síðri að hæfileikum, og taldir eru passa vel við hryssurnar, og árangurinn lætur ekki á sér standa. Útkoman er venjulega ný kynslóð verðmætra kynbótagripa, sérstaklega þar sem skyldleikarækt er beitt að ein- hverju marki, enda eru erfðaeigin- leikarnir þá fastari í sessi og við- komandi gripur væntanlega verð- mætari en blendingar. Þessar staðreyndir segja hrossa- ræktarmönnum margt, en einkum þó það, að mestu máli skiptir að koma upp góðum undaneldishryss- um. Svo mikið framboð er nú orðið á góðum stóðhestum, að enginn vandi er að koma hryssum til þeirra. Reynslan sýnir hins vegar, að stóðhesturinn einn dugir ekki til, ætli menn að ná verulega góðum árangri. Því ættu menn að kappkosta aö velja úr bestu hryss- urnar, og koma þeim síðan áfram til þeirra hesta, sem best eru taldir hæfa hverju sinni. - AH Norðurlandaráð auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarframkvæmda- stjóra skrifstofu Norðurlanda- ráðs í Stokkhólmi Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Á milli hinna árlegu þinga Norðurlandaráðs leiðir og samræmir forsæt- isnefnd ráðsins þann hluta samstarfsins sem varðar þjóðþingin og nýtur við það atbeina skrif- stofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs, Tyrgatan 7, Stokkhólmi. Við skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs, sem hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar, starfa þrjátíu manns. Þar eru notuð jöfnum höndum danska, norska og sænska og krafist er góðrar kunnáttu í einhverju þessara mála. Skrifstofunni stjórna aðalframkvæmdastjórinn, tveir aðstoðarframkvæmdastjórar og upplýsinga- stjóri. Starf það sem nú er auglýst felst m.a. í skipulagningu og samræmingu á störfum ráðsins og fundahöldum. Einnig mun viðkomandi fylgjast með sérstökum nánar tilteknum málaflokkum. Umsækjendur skulu hafa víðtæka reynslu af opinberum störfum, atvinnulífi eða störfum félaga- samtaka. Þekking á þjóðfélagsháttum á Norður- löndum og norrænu samstarfi er æskileg. Framkvæmdastjórar og upplýsingastjóri skrifstof- unnar eru karlmenn, en leitast er við að fjöldi karla og kvenna í stöðum þessum verði sem jafnastur. í boði eru góð kjör en um þau fer skv. sérstökum norrænum reglum. Ráðningartíminn er fjögur ár og hefst 1. ágúst n.k. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa hjá Norðurlandaráði. Nánari upplýsingar veita aðalframkvæmdastjóri skrifstofunnar, Gerhard af Schultén, og aðstoðar- framkvæmdastjóri hennar, Kjell Myhre-Jensen í síma 9046 8 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir í síma 91/11560. Formaður starfsmannafélagsins á skrifstofu Norðurlandaráðs er Tómas H. Sveins- son. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norður- landaráðs (Nordiska rádets presidium) og skula þær berast skrifstofu forsætisnefndar Norður- landaráðs (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) fyrir 16. mars n.k. Til sölu Stofuskenkur úr Ijósu tekki. Vel með farinn, góð hirsla. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 91-75382. Ratsjárstofnun Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn vegna reksturs ratsjárstöðva hérlendis. Umsækjendur verða að hafa lokið námi í rafeinda- virkjun eða hafa sambærilega menntun. Starfsmenn mega gera ráð fyrir að þurfa að sækja námskeið erlendis og hér á landi. Námstími erlendis hefst í apríl n.k. og stendur í um 2 mánuði. Laun eru greidd á námstímanum. Umsókn ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði berist Rat- sjárstofnun, Laugavegi 116, fyrir 16. mars n.k. Umsóknareyðublöð liggjaframmi hjá Ratsjárstofn- un. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ratsjárstofnun í síma 623750. Reykjavík, 26. febrúar 1988 Ratsjársfofnun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.