Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 16. mars 1988
Á FJÓRUM HJÓLUM - REYNSLUAKSTUR
llll!!l!l[||i
Fimm gíra Samara 1500:
Svifið með stæl út
um vesturgluggann
Það er ekki alveg sama með hvaða hugarfari sest er undir
stýri á nýjum bfl. Fordómar manna eru misjafnir og geta
verið ótrúlega miklir í garð ákveðinna tegunda og þess
hefur mér lengi þótt gæta í garð Lödunnar. Hún er sögð
hrá í frágangi og umfram allt þungur bfll í akstri og
leiðinlegur. Hefur gírskiptingin og stýrið oft verið nefnt í
því sambandi. Nýja Samara 1500, sem Tíminn tók til
reynsluaksturs um daginn, hratt að verulegu leyti þessum
fordómum og gerði sér lítið fyrir og sýndi á sér óvæntar
hliðar gæðingsins að auki. Reynslan var sú að ekið var um
á nýtískulegri og vandaðri bifreið sem lét bflstjóranum og
farþegum hans líða betur en búast mátti við af jafn ódýrri
bifreið. Rússinn kann greinilega að smíða bfla sem þjónað
geta mjög vel á misjöfnum vegum og bfla sem geta tekið
sprettinn á góðu köflunum. Það er líka Ijóst að með
Samara hefur Rússum tekist að sameina þetta í tvennt í
einni bifreið.
Það eru ekki mörg misseri síðan
Samara snerti íslenska vegakerfið
í fyrsta sinn og hefur henni farið
hratt fjölgandi um allt land. Ástæð-
an er ekki sú ein að Samara sé ódýr
bíll, heldur hefur hún margt það til
að bera sem eftirsóknarvert er í
augum íslenskra bifreiðaeigenda í
þéttbýli og á landsbyggðinni.
Heildaráhrif
Það er erfitt að byrja á einhverju
einu atriði og segja að það sé það
sem ræður úrslitum. Þess vegna
ætla ég einfaldlega að byrja á
heildaráhrifum í þeim tæplega 400
kílómetra akstri sem Tíminn stóð
að í samvinnu við umboðsaðilann
á íslandi, Bifreiðar og landbúnað-
arvélar hf.
Hcildaráhrifin voru í stórum
dráttum þau að það styttist óðum í
að fara verður að binda nákvæm-
lega jafn strangar vonir við Samara
og hvern annan bíl í samkeppnis-
flokki. Samara er búin að ná mun
lengra en aðrir bílar af sama verð-
flokki. Hún er að mínu mati komin
það langt í þróun og hönnun að
væntanlegir kaupendur hennar
bera hana ósjáifrátt saman við bíla
sem byggja á svipuðum útfærslum
á tæknilegum þáttum. Sumt er
auðvitað lakara í frágangi en við
þekkjum í mörgum japönskum og
vestur-evrópskum fólksbílum,
enda er þar um að ræða tegundir
sem hafa verið frekar lítið breyttar
í grundvallaratriðum til fjölda ára.
Það lakasta
Það sem er lakast við Samara er
ýmis konar smávægilegur frágang-
ur. Nefni ég sérstaklega hluti eins
og hanskahólfið og öskubakkann,
sem eru hvort tveggja hlutir úr
óþarflega þunnu plasti. Hvorugt
skiptir máli í sambandi við aksturs-
eiginleika, þó að fingur manna
handleiki þá alla jafna oft. Ef fjalla
á um öskubakkann sérstaklega
verður það að segjast að hann
opnaðist á misjöfnum malarveg-
um. Var það reyndar helsta merki
þess að ekið var á holóttum vegi
því að fjöðrun bílsins er áberandi
aðalsmerki. Ég prísaði mig sælan
að hafa aldrei reykt og ekki síður
fyrir þann sið minn að leyfa ekki
reykingar í fólksbíl sem ég ek.
Yfirburðir í fjöðrun
Það sem stendur uppúr þessum
reynsluakstri Tímans eru þeir
miklu yfirburðir sem bíllinn er
búinn í fjöðrun á slæmum vegum.
Þetta er MacPherson gormafjöðr-
un með vökvahöggdeyfum að aftan
og framan og með jafnvægisstöng
að framan. Hann bókstaflega ligg-
ur og liggur hvað sem á gengur.
Hann kastast ekki til og hann
heggur ekki í holur þótt þær virðist
til þess eins vísar að brjóta hvert
bein farþeganna. Hæð undir lægsta
punkt er eitt af því sem skapar
þessum bíl nokkra sérstöðu á ís-
landi en það eru um 16 cm undir
lægsta punkt þegar bíllinn er full-
hlaðinn, með fimm farþega og
farangur.
Góð sæti
Þá verður það einnig að segjast
að sætin í Samara eru með þægileg-
asta móti og varð ökumaður alls
ekki þreyttur á lengri leiðum og
ekki heldur þeir farþegar sem
narraðir voru með einu eða öðru
móti í ökuferð. Aðeins einn farþegi
átti erfitt með að nýta þægindin til
fullnustu en það var kollegi minn á
helgarblaði Tímans, Agnar, en
hann er líka 188 cm á hæð. Ástæður
takmarkaðrar vellíðanar Agnars
voru þær að hann var píndur til að
sitja í aftursætinu og varð hann að
sitja með höfuðið lítið eitt sveigt.
Nóg pláss var þó fyrir fæturna.
Ummæli farþega og vélin
En fyrst minnst er á ummæli
farþega og tilraunir þeirra til að
finna eitthvað að bifreiðinni, verð-
ur það að koma fram að flestir þeir
sem fengu far voru hissa á að
Samara væri Lada.
Vélin í þessum bíl er kraftmikil
og gefur ríflega 75 hestöfl við 5.600
snúninga, enda er hún um 1500
rúmsentímetrar að inntaki. Gír-
kassinn er fimm gíra og þar er
enginn aukagír. Kassinn ereinfald-
lega með fimm gíra áfram og tekur
bíllinn gott viðbragð í öllum gírum.
Á Hellisheiðinni kom fimmti gír-
inn sérstaklega vel út þar sem
jafnan var hægt að bæta við hann
án þess að skipta niður í fjórða gír,
þó að sá fjórði sé nálægt því að
vera einn á móti einum. Þessi
umframgeta og hlutfall afls saman-
borið við þyngd og gírhlutfall, er
sá augljósi kostur að hann verður
mun þægilegri í lengri akstri en
margir aðrir bílar. Þetta atriði eitt
og sér hvílir ökumann og farþega
mjög mikið.
Vélin er búin elektrónískri
kveikju og tveggja hólfa óson
blöndungi. Hún er með fjóra
strokka í röð, ofanáliggjandi
knastás, fimm höfuðlegum og
tímareim. Rafgeymirinn er stór
eða um 55 amperstundir. Eyðslan
er lítil, eða allt niður undir fimm
lítra af bensíni á 100 km ef ekið er
á jöfnum þjóðvegaakstri.
KB