Tíminn - 16.03.1988, Qupperneq 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 16. mars 1988
liill FRÍMERKI
IIIIPIII
Landssamband íslenzkra frí-
merkjasafnara (LtF) varð 20 ára 5.
febrúar sl. Á þeífn 20 árum, sem
liðin eru frá sl
sambandið staðú
merkjasýningum(
sér eða það, s<
veitt sýningum
vernd sína, ein;
Hefur þetta m.aíj|
fleiri frímerkjas
hafa fengið áhuj*
í sýningum. Um
nokkrum þeirra""
rænar sýningar
ingar. ,
Stjórn LÍF ákí
mælis Landssa
merkjasýningu,
sýningu. HefurS
LÍFÍL 88 og verSi
arsal Listasafns?
ásvegi 16 dagan'a?
Verður hún oþ|
föstudaginn 18.);
tun LÍF, hefur
tð mörgum frí-
jnnaðhvort eitt
þer venjulegast,
Kldarfélaga sinna
jg það er kallað.
lið til þess að æ
árar hér á landi
Íþví að taka þátt
i hefur það vcitt
ítargengi á nor-
ps á alþjóðasýn-
gað minnast af-
dsins mcð frí-
kallaðri lands-
hlotið nafnið
haldin í sýning-
§ýðu á Grcns-
-20. marz nk.
:m hér segir:
rz kl. 18-22,
LIFIL 88
laugardaginn 19. marz kl. 14-20 og
sunnudaginn 20. marz kl. 14-22, en
þá lýkur hcnni formlega.
Sérstakt pósthús verður á LÍFÍL
88 og opið á sama tíma og sýningin
sjálf. Þar vcrður notaður póststimp-
ill með mcrki sýningarinnar fyrir þá
safnara scm hafa áhuga á stimplum.
Eins verða prcntaðir sérstakir
ábyrgðarmiðar til nota á ábyrgðar-
scndingar frá pósthúsinu.
Sýningarncfndin hcfur sctt sér það
3É5*
Reykjanes
Aðalfundur Launþegaráðsins verður haldinn fimmtudaginn 17. mars
í Framsóknarhúsinu, Hverfisgötu 25, Hafnarfirði, og hefst klukkan
20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstört
2. Umræður um kjaramálin og stöðu samningamála.
3. Önnur mál.
Fulltrúar flokksfélaganna eru sérstaklega boðaðir, en aðrir áhuga-
menn úr röðum framsóknarmanna, sem áhuga hafa á málefnum
launþegaráðsins, eru einnig velkomnir.
Stjórnin
Stjórnmálaskólinn-Áhugafólk ATH!
Stjórnmálaskóli SUF og LFK er hafinn að
Nóatúni 21, á þriðjudagskvöldum kl. 20.00.
Dagskrá:
22. mars: Staða Framsóknarflokksins í ís-
lensku flokkakerfi, Gissur Pétursson formaður
SUF:
29. mars: Menningarmál, Haraldur Ólafsson.
Utanríkismál, Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður utanríkiskráðherra.
Skólinn er öllum opinn.
Stjórnmalaskóli SUF og LFK.
P.S. Nánari dagskrá síðar
Suðurland
Jón
Guðni
Unnur
Viðtalsfundur alþingismanna og varaþingmanna verður í Þjórsárveri
þriðjudaginn 15. mars n.k. kl. 21.00.
1. Föstudaginn 18. mars kl. 21:00 að Kirkjubæjarklaustri.
2. Þriðjudaginn 22. mars kl. 21 að Leikskálum, Vík.
Allir velkomnir
Fulltrúaráðsfundur - Reykjavík
Fulltrúaráðsfundur Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn
þriðjudaginn 29. mars kl. 20.30 í Nóatúni 21.
Fundarefni:
Starfs- og málefnanefndir fulltrúaráðsins gera grein fyrir sínu starfi og
ákvarðanir teknar um áframhaldandi nefndarstarf.
Stjómin.
18.-20. marz nk.
mark að hafa cfnið sem fjölbreyttast.
Þess vegna hefur verið leitað eftir
efni sem víðast að hér á landi og svo
frá öðrum Norðurlöndum. Mun vera
rými fyrir liðlcga 200 ramma í sýn-
ingarsalnum. Einkum hefur verið
lögð áherzla á að fá nokkur mjög
góð og þekkt unglingasöfn erlendis
frá, svo að íslenzkir unglingar sem
og aðrir safnarar geti séð með eigin
augum, hvernigsafna megi frímerkj-
um, bæði á ódýran og skemmtilcgan
hátt. Þá verða á sýningunni nokkur
frábær mótífsöfn. Er þess vænzt, að
íslenzkir safnarar kynni sér þau vel,
því að söfnun þess konar cfnis fer ört
vaxandi um allan heim.
Dcildir verða fimm á LÍFÍL 88. í
heiðursdeild sýnir Norðmaðurinn
Harald Tysland safn sitt af íslenzk-
um frímerkjum frá 1873-1902, en
það hefur hlotið gullverðlaun, síðast
á HAFNIU 87. Þá verða í sömu
deild sýndir mjög áhugaverðir og
sjaldgæfir póstsögulegir hlutir úr
Þjóðskjalasafni íslands, en þeir hafa
flcstir verið sýndir erlendis og vöktu
þar geysimikla athygli. Þetta safn
hlaut gullverðlaun á HAFNIU 87 í
haust. Einnig verður í þessari deild
skemmtilegt safn sem nefnist Vík-
ingarnir. Hefur það safn alls staðar
vakið mikla athygli þar sem það
hefur verið sýnt, enda hlotið mörg
og góð verðlaun.
í samkeppnisdeild verða ágæt söfn
og eru mörg þeirra vel þekkt, bæði
hér heima og erlcndis. Eru nokkur
þeirra með góðu íslenzku efni, bæði
frímerkjum, umslögum og stimpl-
um. í þessum hópi verða nokkur ný
söfn, sem hafa ekki sézt áður á
sýningum hér á landi. Er þarflaust
að rekja efni þeirra hér. því að sjón
er sögu ríkari. Eins verða í þessari
deild nokkur mjög góð norræn söfn.
Þá verður á LÍFÍL 88 bæði nálar-
flokkur og unglingadeild og eins
kynningardeild. í þessum deildum
öllum verður margs konar cfni sem
höfðar örugglega vel til þeirra sem
nú cru að byrja söfnun frímerkja
eða komnir eitthvað á veg í söfnun
sinni.
Sérstök umslög með merki sýning-
arinnar hafa verið gefin út og eins
minnispeningur í takmörkuðu upp-
lagi. Hálfdan Helgason hcfur teikn-
að hann og eins mcrki sýningarinnar
sem notað cr í stimpli pósthússins.
ísspor hf. í Kópavogi hefur gert
þennan minnispening. Þá hefur
smáörk verið prentuð til ágóða fyrir
sýninguna og verður á henni mynd
af 10 kr. frímerkinu úr Alþingishá-
tíðarseríunni 1930.
Sérstakur veiðipottur verður
þarna að hefðbundnum hætti og þar
geta menn átt von á mörgum góðum
hlutum sem fengur er í fyrir safnara
að eignast.
Þá verður haldið frímerkjaupp-
boð á vegum Klúbbs Skandinavíu-
safnara laugardaginn 19. marz kl.
14.00. Uppboðið fer fram í húsa-
kynnum LIF í Síðumúla 17. Þarsem
nokkuð er um liðið síðan frímerkja-
uppboð hafa verið haldin, má vænta
þess að margir safnarar leggi leið
sína í Síðumúlann þcnnan dag.
Sú er skoðun og stefna sýningar-
nefndar að hafa alla „sérfræði“ innan
hæfilegra marka, enda er megintil-
gangur LÍFÍL88 á tuttugu ára afmæli
Landssambands íslenzkra frí-
merkjasafnara sá að leiða almcnn-
ingi fyrir sjónir þá ánægju sem fólgin
cr í söfnun frímerkja og eins hversu
holl þessi tómstundaiðja er bæði
ungum og öldnum. Til þess að
staðfesta þennan tilgang Lands-
sambandsins hefur verið ákveðið að
aðgangur verði ókeypis.
Loks vill sýningarnefnd bcina því
til allra skólastjóra grunnskóla á
höfuðborgarsvæðinu að þeir veki
athygli nemenda sinna á þessari
frímerkjasýningu og hvetji þá tiLað
kynna sér hana og það mikla efni
sem þar verður til sýnis.
Sigurður H. Þorsteinsson
LESENDUR SKRIFA
. Hverju sætir meðferð
j RÚV) ríkisútvarpsins á lestri
forustugreina dagblaðanna?
Ríkisútvarpið hefur ýmsum skyldum
að gegna gagnvart hlustendum sín-
um og afnotagreiðendum með flutn-
ingi ýmsum almenns eðlis, og þá
jafnframt skyldu til að skila því á
þann hátt að hlustendum komi að
notum, s.s. flutningi frétta og mörgu
öðru. - í því efni er margt gert vel
sem skylt er að þakka, en annað
miður svo vart getur óátalið viðgeng-
ist.
Um fjöldamörg ár hefur útvarpið
flutt lestur úr forustugreinum dag-
blaðanna mönnum til fróðleiks um
það, sem er að gerast frá degi til dags
á skákborði stjórnmálanna, þar sem
stjórnmálaritstjórar dagblaðanna
setja fram skoðanir sínar á viðhorf-
um dægur- og framtíðarmála á ýmsa
lund eftir því sem mál bera að í
umræðu hverju sinni. - Þennan þátt
hafa margir kunnað að meta og ekki
viljað án hans vera. Með því gátu
þeir látið að þeirri löngun sinni að
fylgjast með breytilegum skoðunum
talsmanna hinna mörgu sjónarmiða,
sem oft koma fram, því margir hafa
ekki möguleika á að kaupa eða lesa
mörg blöð til að þjóna þeirri löngun
sinni. Margt eldra fólk hefur kunnað
vel að meta þessa sjálfsögðu þjón-
ustu og vill ekki án hennar vera.
Oft hafa heyrst raddir um að
ástæðulaust væri að útvarpið væri
með þetta efni á dagskrá sinni. Þær
raddir munu oftast hafa komið frá
þeim, sem stóðu að stærstu blöðun-
um og höfðu mesta möguleika á að
koma skoðunum sínum á framfæri
gegnum víðtæka útbreiðslu sína.
Þessum röddum hefur verið mót-
mælt á jafnréttisgrundvelli á svipuð-
um nótum og að fella niður ríkisstyrk
til útgáfu dagblaðanna. Með því
væri hinum stóru útbreiddustu blöð-
um sköpuð forréttindi og nánast
einokunaraðstaða til skoðanamynd-
unar. - Þær tilraunir, sem til þess
hafa verið gerðar hafa mistekist og
þátturinn haldið velli.
Um fjölda mörg ár, svo langt sem
ég man. var þessum lestri ætlaður
vel valinn tími í dagskránni, þ.e. að
loknum veðurfréttum kl. 10:10 á
morgnana . Það hafði þann kost, að
margir gerðu sér eina ferðina, að
hlusta á þessar /eðurfréttir, sem
mestu skiptu hvern dag. og heyra
um leið lestur forustugreina dagblað-
anna. (Veðurfréttir í tvennum skiln-
ingi, og fór vel á því).
Ég ætla að það hafi verið snemma
á s.l. sumri að þessu var breytt,
þegjandi oghljóðalaust. Menn héldu
að þátturinn hafði verið tekinn af
dagskrá með öllu. En þá kom í ljós
að tekinn hafði verið upp feluleikur
með þáttinn og hann færður aftur á kl.
milli 7 og 8, án þess sá tími væri
nánar tiltekinn í dagskrár.ni. Þetta
varð til þess að enginn hafði gagn af
þeim lestri og jafngilti það því að
hann væri felldur niður. - Veit ég að
margir voru óánægðir yfir þessu þó
þeir kæmu sér ekki að því að bera
fram mótmæli opinberlega.
En einhverntíma fyrripart þessa
vetrar mun hafa verið breytt um
aðferð í þessum feluleik ríkisút-
varpsins, og farið að lesa einhvern
samanþjappaðan útdrátt úr þessum
forustugreinum, í örfáum orðum,
um kl. hálfnfu á morgnana, í þeim
þvælustíl að enginn er nokkru nær
sem á hlustar. Ollu umvafi og rök-
stuðningi fyrir því sem haft er eftir
er sleppt, svo þetta er hvorki fugl né
fiskur, engum til gagns. Það sama
gæti hafa verið gert á s.l. sumri þó
ég tæki ekki eftir því.
En til að bíta hausinn af skömm-
inni og gera þessum þætti enn lægra
undir höfði en hér hefur verið rakið,
og eyðileggja hann alveg, þá hafa
verið valdir til lesturs þessa þáttar
einhverjir ólæsir ruglukollar svo tafs-
mæltir að engin leið er að skilja það
sem þeir þykjast vera að lesa. Er
engu líkara en að í viðbót við ólæsið
séu mennirnir hreint að gera á sig og
verði að hraða sér svo að úr því
verður óskiljanleg buldur buna.
Til þess að sanna það sem ég er
hér að segja vil ég biðja útvarps-
stjóra og aðra, sem þetta kann að
heyra undir með einhverjum hætti,
að gefa sér tíma til að fylgjast með
því hvernig lestur þessa þáttar er af
hendi leystur. Og til enn frekari
sönnunnar hversu óforsvaranlega
þessi þáttur er afgreiddur vil ég biðja
sömu aðila að hlusta á upptöku
lestrar þessa þáttar þann 5. þessa
mánaðar til að kynna sér lestrarlag
og kunnáttu þess manns, sem þá las
og mun oftar hafa haft á hendi
þennan lestur. - Ég held að ekki
muni fara milli mála, að við þá
könnun, sem hér er farið fram á,
hljóti að koma í ljós að það er með
ölíu óforsvaranlegt af jafn virðuleg-
um fjölmiðli og Ríkisútvarpið er að
gera því þau skil sem gerð eru og
hafa verið nú um sinn.
Ég hlustaði á þennan þátt í
morgun, ef þátt skvldi kalla. Tveir
mennskiptust á um að lesa þessi örfáu
orð og setningar, sem áttu að heita
lestur úr forustugreinum dagblað-
anna. - Það gekk svo fram af mér,
að ég stóðst ekki mátið að gera
athugasemd við hversu óforsvaran-
leg meðferð þessara manna var á
því efni, sem þeim var ætlað að
kynna skynibornum mönnum.
Ef bót verður ráðin á þessu þá
mælist ég til þess að tekinn verði upp
sá háttur, sem á þessu var áður en
feluleikurinn hófst, á s.l. sumri.
Efninu verði gerð betri skil og þátt-
urinn færður til þess tíma sem áður
var, þ.e. að loknum veðurfréttum
kl. 10:10. - RÚV getur ekki séð
sóma sinn í að fara með þetta efni
eða nokkuð annað, svo sem gert
hefur verið, bæði í efnismeðferð og
flutningi. - Að sjá um að svo verði
gert er metnaðarmál þeirra, sem að
dagblöðunum standa. - Ég treysti á
þá í þessu efni.
Bæ, 2. mars 1988
Guðmundur P. Valgeirsson
Þess má geta að allt annar háttur
er hafður á með lestur úr forustu-
greinum landsmálablaðanna. Það er
til fyrirmyndar og til eftirbreytni
fyrir þá sem sjá um flutning forustu-
greina dagblaðanna.