Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 16. mars 1988
Evróvisíon spenningur æsir landsmenn:
Síðustu lögin
kynnt í kvöld
Þá á sjónvarpið aðeins eftir að
kynna tvö lög af hinum upprunalega
tíu laga pakka sem valinn var úr
þeim 117 lögum sem tónskáld um
allt land sendu í undankeppni Evró-
visíon á íslandi. Við höfum séð Eitt
vor, í fyrrasumar, Ástarævintýri (Á
vetrarbraut), Sólarsömbu, Aftur og
aftur, Mánaskin, Látum sönginn
hljóma og loks lagið Þú og þeir.
Höfundarnir hafa verið jafn marg-
ir og lögin, en flytjendurnir eilítið
færri. Þannig sungu Eyjólfur Krist-
jánsson og Stefán Hilmarsson tvö
lög hvor, Pálmi Gunnarson, Grétar
Örvarsson, Gígja Sigurðardóttir,
Ingi Gunnar Jóhansson, Magnús
Kjartansson, Margrét Gauja Magn-
úsdóttir, Bjarni Arason og Sigrún
Waage eitt lag hvert og í kvöld
sjáum við síðan þrjá nýja flytjendur.
Sjónvarpið flytur þá lög númer
níu og tíu, en það eru lögin í tangó,
eftir Gunnar Pórðarson og Þorstein
Eggertsson, og Dag eftir dag, eftir
Valgeir Skagfjörð.
Flytjendur fyrra lagsins eru
Björgvin Halldórsson og Edda Borg,
og Guðrún Gunnarsdóttir syngur
síðara lagið.
Tíminn hættir náttúrlega ekki að
birta textana við Evróvisíon lögin,
og birtast því síðustu tveir textarnir
í blaðinu í dag, en í blaðinu á
morgun, verður öllum lögunum tíu
gefnar einkunnir og Tíminn velur
það lag sem líklegast verður að
teljast til að sigra heima og að
heiman.
En á laugardagskvöld verða öll
lögin tíu sýnd í einum laga-pakka,
sjónvarpsáhorfendum til nánari
glöggvunar og upprifjunar og mánu-
daginn 21. mars, verður síðan úr-
slitakeppnin sjálf. -SÓL
í TANGÓ
Lag: Gunnar Þórðarson
Texti: Þorsteinn Eggertsson
Söngur: Björgvin Halldórsson og Edda Borg.
Intró
Meðan máninn skín
Ijúfust syng ég Ijóðin mín
Stígum saman dans
Argentínskan Bóleró
Mig gripur suðræn tilfinning
angurvær Ijóð ég syng
dönsum fram á nótt
Viðlag:
Ég gleymi mér
lífið yrði dans
ÓÓ
Paradísar dans
ÓÓÓÓ
Án þín væri lífið
litlaus tilvera
dáleidd ég er
Þó ert ör og heit
ÓÓÓÓ
Aðeins eitt ég veit
Þér einni hjá ég vera vil
í tangó-tangó-tangó
Straumur um mig fer
cr þó svífur í örmum mér
Og þó veist ég cr
aðeins þinn Cabaleró
Mér stjómar suðræn tilfinning
Lofsöngva þér ég syng
Komdu nó af stað
dönsum fram á nótt
Viðlag endurtekið
Viðlag enn endurtekið
DAG EFTIR DAG.
Lag og texti: Valgeir Skagfjörð
Söngur: Guðrón Gunnarsdóttir
Intró
Þó komst um miðja nótt og kysstir mig
Og kossinn brann á vörum mér
Ég var ei viss hvort ég vildi þig
Þó varir mínar hlýddu þér
Og næsta morgun varstu numin á brott
ég naut þín tæpast hálfa nótt.
Það líf sem áður fyrr var Ijóft og gott
leið burt frá mér alltof fljótt
Viðlag:
Ó dag eftir dag
bíð ég þín, nóttin dvín,
máninn skín.
Ó dag eftir dag,
ég sakna þin ástin mín
sakna þín
En bráðum lifnar allt með bctri tíð
þá biðin verður ei svo löng
Því senn mun verma okkur sólin blíð
við syngjum nýjan gleðisöng
Björgvin Halldórsson og Edda Borg flytja lag Gunnars Þórðarsonar og
Þorsteins Eggertssonar, 1 tangó.
Guðrún Gunnarsdóttir í sveiflu ■ iagi Valgeirs Skagfjörð, Dag eftir dag.
Viðlag endurtekið
Viðlag enn endurtekið
Komdu aftur og kenndu mér,
hvemig ég lifað fæ með þér Viðlag enn einu sinni
Komdu aftur og kenndu mér að elska þig
kenndu mér að elska þig Dag eftir dag.
Uppbygging í Hafnarfjarðarhöfn
Undirritaður hefur verið samning--
ur milli hafnarsjóðs Hafnarfjarðar-
hafnar og Eimskipafélags íslands,
um framtíðaraðstöðu fyrir félagið í
Hafnarfjarðarhöfn og uppbyggingu
félagsins á næstu árum.
Samkvæmt samningum fær Eim-
skipafélagið aukið athafnarrými í
Suðurhöfn auk heimildar til mann-
virkjagerðar og verður heildarat-
hafnasvæði Eimskipafélagsins nú
alls 54.000 fermetrar.
Áform eru einnig uppi um bygg-
ingu þjónustumiðstöðvar á þessu
ári, sem rúmi 4-600 tonna frysti-
geymslu, ásamt aðstöðu fyrir aðra
rrí i'; i-''i:jí i',.' . jtg ós
I I-.);. |;.1.I ;.t ■ 1 'i' o.rtpVI’t'Eifb'r
þjónustu við frystitogara.
Flutningar Eimskips um Hafnar-
fjarðarhöfn hafa aukist mjög á síð-
ustu árum, og á síðasta ári jukust
þeir flutningar um 22%.
Undir samninginn rituðu Guð-
mundur Árni Stefánsson, hafnar-
-ni:T Vrv i!i>ifnv * Pl.V n.’L'li'jlWioi
stjóri og Hrafnkell Ásgeirsson, for-
maður hafnarstjórnar, fyrir hönd
hafnarsjóðs Hafnarfjarðar, en fyrir
hönd Eimskipafélagsins, þeir Hörð-
ur Sigurgestsson, forstjóri og Hall-
dór H. Jónsson, stjórnarformaður.
-SÓL
Rey kj av í ku rpróf astsd æm i
Þjóðkirkjunnar:
Æskulýðssamband
allra safnaðanna
Nú hefur verið stofnað Æskulýðs-
samband Þjóðkirkjunnar í Reykja-
víkurprófastsdæmi. Að stofnun
þessa sambands stóð ungt fólk úr
æskulýðsfélögum, en þau eru nú
fimm starfandi í söfnuðum prófasts-
dæmisins, prestar og fulltrúar sókn-
amefnda. Einhugur ríkti um stofn-
unina og voru menn bjartsýnir á
framtíð sambandsins.
Tilgangur æskulýðssambandsins
er að styðja og efla æskulýðsstarf
safnaðanna í prófastsdæminu og
vera auk þess vettvangur barna og
unglinga til að koma saman og
fræðast. Þessum markmiðum hyggj-
ast aðstandendur ná með leiðtoga-
námskeiðum, æskulýðsmótum og
rekstri sumarbúða. Sumarbúðir þær,
sem ætlunin er að sambandið sjái um
rekstur á, eru sumarbúðirnar í
heimavistarskólanum að Laugar-
gerði á Snæfellsnesi, en þær hafa
verið starfræktar nokkur undanfarin
sumur á vegum prófastsdæmisins.
Úr hópi ungmenna voru kjörnir í
stjórn sambandsins þeir Sigurður
Grétar Sigurðsson og Ölafur Ragnar
Ólafsson. Úr hópi hinna eldri voru
valin þau Unnur Halldórsdóttir,
safnaðarsystir, séra Gylfi Jónsson og
Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, en
hún var einnig valin formaður
Æskulýðssambands kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmi. KB
Eltt andartak í
umterðlnnl getur kostað
margar andvðkunætur.
UMFERDAR
rað
l.i.V.'Ll' 'li\