Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. mars 1988 Tíminn 5 Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS: Hagnaðarsjónarmiðin fái að ráða ferðinni Félagsstjórnir allra fjögurra kaupfélaganna á Suðurlandi eiga nú í sameiningarviöræðum og hafa forstjóri SÍS og fjármálastjóri einnig verið inni í viðræðum þessum. Ef af þessu verður munu kaupfélög Árnesinga, Rangæinga, Vestur-Skaftfellinga og Vest- manneyinga sameinast í eitt kaupfélag með sameiginlega stjórn og einn kaupfélagsstjóra, sameiginleg innkaup, birgðahald og bókhald. Gangi þetta eftir verður þetta stærsta sameiningarátakið af mörgum sem ýtt er undir af sambandsstjórninni með þeirri mörkuðu stefnu að ekki verði fleiri en 15 - 20 kaupfélög á öllu landinu. Stjórnkerfisbreytingar Um aðrar meginbreytingar í sambandi við stjórnun sambands- fyrirtækjanna sagði Guðjón B. Ólafsson að verið væri að hrinda í framkvæmd miklum breytingum á stjórnunarháttum. Er hér um að ræða breytingar í þá átt að ábyrgð og ákvarðanataka færist niður í stjórnkerfið með undirdeildum og flytjist ekki með öllu suður til Reykjavíkur. Innkaupin stokkuð upp Þá sagði Guðjón í svari við fyrirspurnum að mikil uppstokkun stæði nú fyrir dyrum varðandi inn- flutning og innkaup. Allt of mikill Hagnaðarsjónarmiðin Stefna þessi var staðfest í yfirlýs- ingu Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra SÍS, á hádegisfundi SUF á Gauki á Stöng í Reykjavík í gær. Sagði hann að það væri nauðsyn- legt að samvinnufyrirtæki gerðu sér grein fyrir því að þau þyrftu að nýta betur möguleika stærðarinnar til að ná hagkvæmari innkaupum, dreifingarkerfi og aukinni hagræð- ingu í rekstri. Sagði hann að ef samvinnumenn næðu ekki saman um betra skipulag og aukna hag- ræðingu sem m.a. fælist í samein- ingu kaupfélaganna, fækkun slát- urhúsa og fækkun annarra afurða- stöðva, væri ljóst að þeir yrðu hengdir hver í sínu lagi með gjald- þroti, eða byggju við stöðugt versn- andi afkomu og athafnagetu. Heildarrekstur kaupfélaga í land- inu væri fyrir neðan núllið og menn yrðu að gera sér grein fyrir því að það eina sem skipti verulegu máli í sambandi við rekstur þessara fyrirtækja væru hagnaðarsjónar- miðin. Ein leiðin út úr þessum vanda sagði hann vera þá að 3 - 4 kaupfélög á ýmsum svæðum sam- einist og eflist að sama skapi. Komið að skuldadögum Sagði Guðjón B. Ólafsson að auðvitað yrðu áhrif einstaklingsins minni við beina ákvarðanatöku í sambandi við rekstur kaupfélaga eða sláturhúsa. Sagði hann að menn verði nú að velja milli þess að hafa eitthvað minna atkvæða- vægi innan voldugs kaupfélags eða hafa mikil áhrif innan lítilla kaup- félaga, sem væru í flestum tilfellum í mjög erfiðri rekstrarstöðu. Mjög mikilvægt væri fyrir menn að gera Guðjón B. Ólafsson ræðir við fundargesti á Gauki á Stöng í hádeginu í gær. Talsverðar umræður spunnust um samvinnuhreyfinguna í nútíð og framtíð í samræmi við yfirskrift þessa fundar SUF. Tfmamynd Pjetur sér grein fyrir nauðsyn þess að taka upp náið samstarf við aðila handan næsta fjarðar eða næsta fjalls, ef þeir vildu á annað borð standa áfram að rekstri kaupfélaga og afurðastöðva þeirra. Guðjón tiltók ákveðnar stefnu- breytingar, sem hann vill að komi til framkvæmda á næstunni. Segir hann þær nauðsynlegar vegna þess að komið sé að skuldadögum þeirr- ar stefnu að halda um og í atvinnu- starfsemi vegna byggðastefnuþátta fyrst og fremst. breytingum á deildarskiptingu. Eru þessar breytingar sú lausn sem sambandsstjórnin sér helsta til að verða ekki undir í þeirri gríðarlegu þjóðfélagsbyltingu sem er að sögn forstjórans að ganga yfir land og þjóð. Þessa þjóðfélagsbyltingu seg- ist forstjórinn sjá í þeim miklu umskiptum sem orðið hafa í sam- göngumálum, samskiptamálum og í viðskiptaháttum smásöluverslun- ar. Við þessari þróun verður að bregðast á þann hátt að verslun tilkostnaður væri vegna húsnæðis og verslun samvinnumanna væri í heild ekki nógu vel skipulögð. Sagði hann að nú ynnu um 230 manns við fremur illa skipulagða innkaupaþjónustu og það væri af- rakstur af óskipulagðri þróun undanfarinna áratuga. „Við nýtum ekki möguleika stærðarinnar til að skipuleggja innkaup í samræmi við þá miskunnarlausu samkeppni sem nú er á þessum markaði," sagði Guðjón B. Ólafsson. Guðjón lagði áherslu á að þessi slæma staða kaupfélaga og sam- vinnuverslunar í landinu væri ekki annað en spegilmynd þeirra slæmu ytri þátta sem nú eru ríkjandi í íslensku efnahagslífi. Sagði hann að vitanlega fyndu samvinnufyrir- tækin um allt land mun meira fyrir þessari slæmu efnahagsþróun vegna nálægðar þeirra við almenn- an vanda landsbyggðarinnar og landsbyggðarverslunar. Raunveru- leg hjálp í þessum málum yrði að koma fram í því formi að þjóðin gerði sér grein fyrir þessu þjóðfé- lagslega vandamáli og þessum þjóðfélagslegu umskiptum sem orðið hafa á síðustu áratugum. Það væri t.d. engin glóra í því að reka jafn mörg sláturhús og rekin eru núna. Taldi hann augljóst reiknis- dæmi að 19 - 20 sláturhús gætu vel tekið við allri slátrun landsmanna. Þá gætu t.d. um 15 frystihús unnið úr öllum þeim bolfiskafla sem að landi bærist. „Kaupfélag Sunnlendinga" Ekki er Ijóst hvort af sameiningu kaupfélaganna á Suðurlandi getur raunverulega orðið í bráð. Talið er að frumkvæði þessara viðræðna sé komið frá kaupfélögum Vestur- Skaftfellinga og Vestmanneyinga. Árnesingar og Rangæingar eru hins vegar taldir frekar tregir til samkvæmt heimildum Tímans vegna mjög ákveðinnar skiptingar á milli héraðanna í hugum Sunn- lendinga. Aðstæður eru á hinn bóginn langt frá því að vera óaðgengilegar þar sem ekkert eitt þessara kaup- félaga Stendur sérstaklega styrkum fótum fjárhagslega. Þá hefur verið á það bent að væntanlegt sameinað kaupfélag myndi ná yfir sama svæðið og Sláturfélag Suðurlands og Mjólkurbú Flóamanna ná yfir, svo dæmi séu tekin. Rekstrarþættir þessara kaupfé- laga eru þó mjög svipaðir því að ekki er um að ræða útgerð á vegum neins þeirra, nema þá ef telja ætti með eignarhlut Kaupfélags Árnes- inga í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn. KB 800 MANNS Á ATVINNU- LEYSISSKRÁ Vinnumálaskrifstofa Félags- málaráðuneytisins hefur gert yfir- lit um atvinnuástand hér á landi í febrúarmánuði sl. Þá voru skráðir rösklega 17 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu. Þetta jafn- gildir því að tæplega 800 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá allan mánuðinn en það svarar til 0,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt þessu hefur skráð- um atvinnuleysisdögum fækkað um 5.200 og atvinnulausum um 240 frá mánuðunum á undan. Fækkunin dreifist á öll landssvæði nema höfuðborgarsvæðið og Vesturland, þar sem skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði. Mestu munar um fækkun kvenna á atvinnuleysisskrá en þeim fækk- aði um 210 eða 33% frá janúar- mánuði, en körlum á skrá fækk- aði hins vegar um 7%. I febrúarmánuði í fyrra voru skráðir 14 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu og hefur þeim því fjölgað um 3 þúsund milli ára eða um 21%. Þessa aukningu skráðs atvinnuleysis milli ára má að mestu rekja til stöðvunar eða samdráttar í fiskvinnslu en einnig til samdráttar í iðnaði, einkum þó ullariðnaði og fatagerð. Þj Ferskfisksölur erlendis: Margir sigla í síðustu viku seldu sex skip afla sinn í Bretlandi, og hafa ekki jafn mörg skip selt þar á einni viku, síðan vikuna 14. • 18. desember síðastliðinn, en þá seldu átta skip afla sinn þar. Ólafur Jónsson GK landaði í Hull tæpum 216 tonnum, fékk fyrir 12,3 milljónir, eða meðalverð upp á 57,08 krónur. Már SH landaði 170,6 tonn- um í Grimsby, fékk fyrir 9,6 milljón- ir, eða meðalverð upp á 56,64 krónur. Barði NK landaði einnig í Grimsby, samtals 153,5 tonnum, fékk fyrir 9,8 milljónir, eða meðal- verð upp á 63,67 krónur. Óskar Halldórsson RE landaði f Hull, 76,7 tonnum, fékk fyrir 4,9 milljónir, eða meðalverð upp á 63,53 krónur. Sindri VE landaði einnig í Hull, 162 tonnum, fékk fyrir 8,7 milljónir, eða meðalverð upp á 54,07 krónur. Loks landaði Otto Wathne NS 151 tonni í Grimsby, fékk fyrir 9,2 milljónir, 'eða meðalverð upp á 60,72 krónur. Þessi sex skip lönduðu samtals 930 tonnum, fengu fyrir 54,6 milljónir, eða meðalverð upp á 58,69 krónur. 795,2 tonn voru af þorski, sem fór á 56,92 krónur kílóið, 76 tonn voru af ýsu sem fór á 81,74 krónur kílóið, 12,6 tonn voru af ufsa, sem fór á 31,32 krónur hvert kíló og tæp 23 tonn voru af karfa, sem fór á 31,95 krónur kílóið. Gámasalan var einnig með lfflegra mótinu í Bretlandi í vikunni sem leið. Þannig voru seld 1.180 tonn af fiski á 79,6 milljónir króna eða á meðalverði 67,52 krónur hvert kíló. 575,5 tonn voru af þorski, sem fór á 60,13 krónur hvert kíló, 265 tonn voru af ýsu, sem fór á 79,59 krónur hvert kílö og 173,6 tonn voru af kola, sem fór á 83,51 krónu hvert kíló. Skipasalan fÞýskalandi var frekar með hefðbundnu móti í síðustu viku. Tvö skip, Vigri RE og Engey RE seldu afla sinn þar. Vigri seldi 250,6 tonn í Bremerhaven, fékk fyrir rúmar 13 milljónir, eða meðal- verð upp á 52,09 krónur hvert kíló. Engey seldi einnig í Bremerhaven, samtals 198,3 tonn á 12,2 milljónir, -eða meðalverð upp á 61,83 krónur hvert kíló. Samtals seldu skipin tvö 448,9 tonn á 25,3 milljónir, eða 56,39 krónur hvert kíló. Mest var af karfa, eða 376,7 tonn, og seldist kílóið af honum á 55,21 krónu. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.