Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 16. mars 1988
lllllllllll■■l LEIKLIST • ......Illllllllll...Illlll. .... ......... .......... ....................... ....
Marco, Jón Benónýsson, með hnefa og stól á loftí. Aðrir leikendor á myndinni ern Þráihn Karlsson, Edda
Ruth Harðardóttir, Skúli Gautason og Sunna Borg.
„Horft af brúnni“
á Akureyri
Þráinn, Eria Ruth og Sunna.í hlutverkum sínum í Horft af brúnní.
Leikfélag Akureyrar: HORFT AF
BRÚNNI
Höfundur: Arthur Miller
Þýöing: Jakob Benediktsson
Leikstjóri: Theódór Júlíusson
Leikmynd og búningar: Hallmundur
Kristinsson
Lýsing: Ingvar Björnsson
Frumsýning: 4. mars 1988
Leikrit Arthur Millers „Horft af
brúnni" gerist á árunum 1950-1960
og fjallar um fjölskyldu sem flust
hefur frá Ítalíu til fyrirheitna
landsins, Brooklyn í New York. í
fjölskyldunni eru Eddie Carbone,
hafnarverkamaður, Beatrice, kona
hans og Katrín, systurdóttir Beatrice
og uppeldis- eða fósturdóttir þeirra
hjóna.
Þetta virðist vera venjuleg alþýðu-
fjölskylda við fyrstu sýn en svo er þó
ekki þegar betur er að gáð.
Eddie ber sjúklegar tilfinningar í
brjósti til fósturdótturinnar-tilfinn-
ingar sem hann vill tengja föðurást
en kona hans, Beatrice, veit af
kvenlegu innsæi að eru af blendnum
toga. Eddie vill ekki sleppa hendinni
af Katrínu - hann vill mennta hana
til þess að hún fái góða vinnu og
hefjist upp úr stétt fósturforeldr-
anna. En slíkt tal er í raun blekking,
gerð til þess að draga hinn óumflýj-
anlega skilnað þeirra á langinn.
Nú koma til sögunnar tveir ólög-
legir innflytjendur frá Ítalíu, bræð-
urnir Marco og Rodolpho, systur-
synir Beatrice og frændur Katrínar.
Þau Katrín og Rodolpho fella hugi
saman, Eddie til sárrar raunar. Hann
reynir allt sem í hans valdi stendur
til þess að sýna Katrínu fram á galla
Rodolphos en hún lætur ekki segj-
ast. Hún brýst undan ofurvaldi Ed-
dies og fylgir rödd hjartans. Sú
ákvörðun hennar knýr Eddie til
örþrifaráða sem leiða til örlagaríks
uppgjörs í lokin þar sem hann fellur
á eigin bragði bæði í eiginlegum og
óeiginlegum skilningi.
Uppfærsla Leikfélags Akureyrar
á þessu verki er verulega ánægjuleg-
ur listviðburður. Lýsing, búningar
og leikmynd virka einkar sannfær-
andi og leikstjórn Theódórs Júlíus-
sonar er nákvæm og hnitmiðuð.
Frammistaða Þráins Karlssonar í
hlutverki Eddies var stórkostleg í
einu orði sagt. Tilfinningaólga og
sálarkreppa Eddies varð hverjum
auðsæ í samúðarfullri og nærfærinni
túlkun leikarans.
Sunna Borg leikur Beatrice, konu
Eddies. Hlutverk Beatrice er jafnvel
enn vandasamara í túlkun en hlut-
verk Eddies. Þar reynir meira á
svipbrigði, látbragð, augnaráð og
undirtón. Er skemmst af því að
segja að Sunna brást hvergi - Bea-
trice, þessi einfalda, hlýja alþýðu-
kona, smaug beint inn í hjörtu
áhorfenda í meðförum hennar.
Þau Þráinn og Sunna eru bæði
reyndir leikarar. Þau hafa margoft
sýnt og sannað að þau eru jafnvíg á
farsa sem drama. Þess vegna kom
frammistaða þeirra áhorfendum
ekki á óvart. Erla Ruth Harðardótt-
ir, sem fer með hlutverk Katrínar,
kemur hins vegar rækilega á óvart.
Eftir því sem ég best veit er þetta
fyrsta stórhlutverk hennar og hún
vinnur þar glæsilegan og eftirminni-
legan leiksigur. Þeir Skúli Gautason
og Jón Benónýsson fara með hlut-
verk Rodolphos og Marcos. Þar eru
vanir menn á ferð sem skila sínu
með ágætum. Marco varð einkar
„ítalskur" í meðförum Jóns. Sögu-
Fyrir einu ári var vígð í Vording-
borg í Danmörku stærsta vindafls-
rafstöð í Evrópu. Hún er byggð úr
fimm vindhjólum, 65 metra háum.
Bygging þeirra kostaði yfir 320
milljónir ísl. króna.
Við vígsluathöfnina var mikið
fjaðrafok og mikið um dýrðir og
margt fyrirfólk viðstatt. Þar á með-
al voru ráðherrar sem fóru mörgum
og hástemmdum orðum um nýt-
ingu vindorkunnar í tækni framtíð-
arinnar og vindhjólin sem útflutn-
ingssmell Dana á 21. öldinni. Þeir
sem stóðu að uppsetningu orku-
versins fóru mörgum fögrum orð-
um um hvað þetta nýja form orku-
vinnslu væri sérlega áreiðanlegt.
Nú, einu ári síðar er ástandið
eins og hér er talið:
• Sprenging varð í einu vind-
manninn, Alfieri lögmann, leikur
Marinó Þorsteinsson. Aðrir leikar-
ar, sem þátt taka í þessari sýningu,
eru Pétur Eggerz, Halldór Ingi As-
geirsson, Jónsteinn Aðalsteinsson,
Friðþjófur Sigurðsson, Þórður Rist,
Margrét Kr. Pétursdóttir, Þorgeir
Tryggvason og Arnheiður Ingi-
mundardóttir.
Oft er um það rætt að Norðlend-
ingar eigi erindi suður í leikhús eða
á aðra menningarviðburði og mun
það bæði satt og rétt. En nú eiga
höfuðborgarbúar og reyndar aðrir
landsmenn fullt erindi í leikhúsið á
Akureyri. Ó.E.
hjólanna. Eldur breiddist út.
Slökkvilið kom á staðinn en fékk
ekki við neitt ráðið, stigarnir voru
of stuttir.
• I öðru vindhjóli olli galli í
rafmagnsleiðslum öðrum elds-
voða. Þar féll líka rafmagnsvinnsla
niður.
• Þau þrjú vindhjól sem enn eru
uppistandandi eru nú til rækilegrar
skoðunar hjá tæknimönnum. Þar
hefur komið eftirfarandi í ljós:
Djúpar rispur í skrúfublöðunum í
tveim hjólanna. Það væri óforsvar-
anlegt að halda áfram starfrækslu
þeirra þar sem skrúfublöðin gætu
farið í sundur hvenær sem er.
• Af vindhjólunum fimm í
Vordingborg sem sett voru af stað
með pomp og prakt fyrir ári er nú
aðeins eitt starfhæft.
Illlilllllllllllllllllllllll TÆKNI OG FRAMFARIR lllllllllllllllllllllllllll
VMDORKAN
SEMBRÁST
Tíminn 13
RÁÐSTEFNA
UM
GRUNNSKÓLA
Menntamálaráðuneytið í samvinnu við Bandalag
kennarafélaga, Kennaraháskóla íslands og Há-
skóla íslands gengst fyrir ráðstefnu um grunnskóla
vegna athugunar OECD á íslenska skólakerfinu.
Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 19. mars
1988 í Borgartúni 6, Reykjavík.
Meginefni ráðstefnunnar verður:
Jafnrétti til náms,
námsgögn, kennsluhættir skipulag og stjórn
Hvert er æskilegt að stefna?
Hvað er raunhæft að gera?
Á hverju á að byrja?
Ráðstefnustjórar: Birna Sigurjónsdóttir
Brynhildur A. Ragnarsdóttir
DAGSKRÁ:
9.30 Setning: Birgir ísl. Gunnarsson,
menntamálaráðherra.
9.45 Erindi: Pétur Þorsteinsson, skólastjóri.
10.05 Erindi: Kristín Norland, kennari.
10.25 Kaffihlé.
10.45 Hóparstarfa.
12.15 Matarhlé.
13.00 Niðurstöðurhópa.
Almennar umræður.
14.30 Pallborðsumræður.
16.00 Ráðstefnunnislitið.
Rafmagns-
iðnfræðingar
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða
rafmagnsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueftirlit) í
innlagnadeild fyrirtækisins.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma
686222.
Umsóknarfrestur er til 28. mars n.k.
RAFMAGN'SVEITA REYKJAVÍKUR
t
Systir okkar
Sólveig Sigfúsdóttir
frá Hólmlátri
tll heimilis að Hrafnistu, Reykjavík
andaðist 8. mars. Verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
17. mars kl. 15.00
Málfríður Sigfúsdóttir
Unnur Sigfúsdóttir
t
Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma,
Kristín Guðmundsdóttir
Bollastöðum
sem lést 10. mars s.l., verður jarðsungin frá Hraungerðiskirkju
laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Bílferð verður frá B.S.I. kl. 12.30.
Gu&jón Guðjónsson
Sigríður Guðjónsdóttir Gunnar Halldórsson
Helga Guðjónsdóttir Helgi Guðmundsson
Gróa S. Guðjónsdóttir Hafsteinn Magnússon
Ólafur Gu&jónsson Sigurbjörg Eyjólfsdóttir
Bragi Antonsson BrynjaGunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn