Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 20
ir
a tel
rdráttur
reikningum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
auglýsinguna fyrir þig
Okeypis þjónusta
686300 Timinn
Tíminn
Breytingar á akstursleiöum í gamla austurbænum:
Einstefna upp
Laugaveginn
Nú liggur fyrir Umferðarnefnd Reykjavíkur tillaga þess efnis
að miklar breytingar verði á skipulagi umferðar í mestöllum
austurbænum vestan Snorrabrautar.
Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fyrir borgarráðsfund í
gær, m.a. ein þess efnis að hluti Laugavegarins við Hlemm, verði
gerður að einstefnu í öfuga átt miðað við það sem nú er, nema
hvað strætisvagnar megi ganga áfram í sömu átt.
Þórarinn Hjaltason, verk-
fræðingur Umferðardeildar, sagði
í samtali við Tímann í gær, að þessi
breyting væri aðeins ein af mörgum
sem tillögur væru um. T.d. væri
fyrirhugað að hafa einstefnu austur
Njálsgötu og Grettisgötu og nota
Bergþórugötu meira sem umferð-
argötu og opna leið yfir Snorra-
braut, ásamt því að setja upp
umferðarljós. Þá er fyrirhugað að
breyta fleiri götum í Þingholtinu í
einstefnugötur og taka upp skábíl-
astæði, en það myndi auka umferð-
aröryggi og fjölga bílastæðum, sem
mikill skortur er á á þessu svæði.
Einnig er ætlunin að loka leið-
inni yfir Snorrabraut frá Grettis-
götu og Njálsgötu, enda sagði Þór-
arinn að honum þætti það óeðlilegt
að umferð inn á Laugaveginn færi
inn á Njálsgötusvæðið. Njálsgatan
væri mikil slysagata og einstefna á
henni myndi fækka slysum og opna
leið fyrir vinstri beygju af Snorra-
brautinni á Laugaveginn.
„Vandamálið er það, að ef við
bætum þessari vinstri beygju inn á
núverandi ástand, þá erum við að
gera það auðveldara að nálgast
Laugaveginn frá austurenda
Snorrabrautar. Það þýðir að fleiri
myndu sækjast eftir því að fara inn
á hann en er í dag. Því væri meiri
hætta á því að gatnamótin stíflist,
og það gerist nú dálítið oft núna,
þó að það sé algengara við gatna-
mótin Hverfisgata-Snorrabraut,"
sagði Þórarinn.
Til að koma í veg fyrir þá stíflu,
verða Ijósin á gatnamótum Lauga-
vegar og Snorrabrautar og Hverfis-
götu og Snorrabrautar samstillt í
stefnu Snorrabrautar. Þá verða
gerðar breytingar á stillingu Ijós-
anna á þessu svæði.
Sigrún Magnúsdóttir, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, lagði
fram tillögu á fundinum í gær, að
þessi Laugavegskafli yrði frekar
gerður að göngugötu, en að breyta
aksturstefnu á honum. Sú tillaga
var ekki samþykkt.
Til að þessi Laugavegsbreyting
geti orðið að veruleika, þarf að
sníða af Hlemmtorgi, svo að
strætisvagnar geti tekið beygjuna
inn á Laugaveginn.
Tillagan um breytinguna var sam-
þykkt á borgarráðsfundi í gær,
með þremur atkvæðum gegn einu,
en meirihluti ráðsins klofnaði í
afstöðu sinni. Málið verður því
sent borgarstjórn til nánari um-
fjöllunar.
Gert er ráð fyrir að þessar breyt-
ingar, ef þær verða afgreiddar í
borgarstjórn, taki gildi í sumar eða
haust.
Fleiri tillögur um breytingar
liggja fyrir. M.a. er gert ráð fyrir
að bílastæði á miðeyju Snorra-
brautar verði lögð niður í áföngum.
Bílastæðin myndu verða flutt upp
að húsunum, þar sem pláss væri
fyrir hendi.
Þá er búið að samþykkja tillögu
þess efnis að setja upp umferðarl-
jós á horni Hverfisgötu og Rauðar-
árstígs. Um leið verður afnumið
beygjubann á því svæði.
-SÓL
Timamynd Gunnar
Fyrsti rallbíllinn sem ræstur verður í ár:
Porschinn dularfulli kominn
Eitt skæðasta leynivopn í
komandi rallkeppnum var leyst
út úr tolli í gærkvöldi og verður
strax hafíst handa við að koma
honum í skráningarhæft ástand.
Ekki er það seinna vænna þar
sem fyrsta rall ársins, Tomma-
rallið, hefst 25. mars n.k. Þetta
er Porschinn hans Jóns Hall-
dórssonar. Hann er af svipaðri
gerð og sá Porsche sem hann og
félagi hans, Guðbergur Guð-
bergsson, kepptu á í fyrra og er
hann af 911 seríunni.
Það sem valdið hefur væntanleg-
um keppinautum þeirra hvað mest-
um heilabrotum að undanförnu er
hversu mörg hestöfl eru undir skott-
lokinu. Það fékkst að sjálfsögðu
ekki uppgefið hjá innflytjandanum
og eigandanum, en Tíminn hefur að
sjálfsögðu aflað sér nokkurra upp-
lýsinga um málið. Hámarks hestafla-
tala í ralli á íslandi er 300 ha. og
verður vélin að vera undir því. Hins
vegar þekkist það að menn séu með
vélar yfir 200 ha. og þykja það engin
ósköp. Þessi vél er vel á þriðja
hundraðið og kemur hún bílnum á
hundrað km hraða á klukkustund á
rétt rúmlega fimm sekúndum. Þar
sem eftir því var sérstaklega óskað
er látið við þessar upplýsingar sitja
að sinni.
Bílinn keypti Jón í Þýskalandi,
þegar hann var á ferð þar fyrir
skömmu, af Hartmut Jane. Jane
hefur unnið til nokkurra verðlauna
á þessum bíl og nteðal annars orðið
annar í nokkrum keppnum í Þýska-
landi. Þar sem framleiðslumagn
Porsche 911 er undir tilskildu lág-
marki fyrir þá sem keppa vilja til
þýskalandsmeistara, var bíllinn til
sölu. Hann er af árgerðinni 1975, en
honum var ekki breytt fyrr en fyrir
fáeinum árum.
Fyrsta rallkeppni ársins er eins og
að framan segir Tommarallið og
verður bíllinn númer eitt þar sem
þeir félagarnir unnu þá keppni í
fyrra. Hann verður því fyrsti bíllinn
sem ræstur verður til rallkeppni í ár
og er um leið með skæðustu tækjum
þessarar gerðar. KB
Guðbergur Guðbergsson og Jón
Halldórsson sögðu að það væri allt ■
lagi að setjast strax á þakið á
keppnisbílnum, þar sem þeir væru
ekki í nokkrum vafa um að hreppa
íslandsmeistartitilinn í ár. Porsche
911 kominn í hús í Grafarvoginum.
Tímamynd Gunnar