Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.03.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 16. mars 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Hjá ríkissáttasemjara Ekki fer milli mála að óvissa ríkir um hvernig kjarasamningum vindur fram í þeirri lotu sem nú er hafin. Staðan, sem nú er uppi í þeim málum, minnir óneitanlega á hversu óheppilegt það var að forystu- sveit Verkamannasambandsins var gerð afturreka með þá samninga sem hún hafði gert. Pá niður- stöðu má allt eins túlka sem vantraust á forystuna sem frá almennu sjónarmiði sýnist ekki geta orðið til þess að treysta samheldnina í samtökunum, heldur leiði til sundrungar eða geri a.m.k. alls óvíst hvernig takast muni að gera samræmda kaupsamn- inga í frjálsum viðræðum þar sem heildarsjónar- miða er gætt. Sú harka, sem leiddi af því að samningar forystumannanna voru felldir, hefur auk þess orðið til þess að samningaviðræðurnar fara nú ekki milliliðalaust fram milli aðilja vinnumarkaðarins. Ríkissáttasemjari hefur verið kvaddur til að ganga á milli í samningunum. Par sem fræðilega er gert ráð fyrir frjálsum samningsrétti á vinnumarkaði, þá er það alvarlegur hnekkir slíkri kenningu að embættismaður hins opinbera skuli þurfa að skipta sér af þessum málum. Embætti ríkissáttasemjara er öryggisventill í samningakerfinu, sem ekki reynir á, fremur en aðra öryggisventla, fyrr en illt er hlaupið í gangverkið. Samningsaðiljar eiga ekki annars úrkosti eins og komið er en að láta ríkissáttasemjara ráða ferðinni í öllum höfuðatriðum. Miðað við allar aðstæður fer best á því að ríkissáttasemjari hafi sem mest frumkvæði um lausnir og samningsaðiljar séu þá ekkert að dylja traust sitt á honum í því sambandi. Það er hin mesta nauðsyn að komist verði hjá frekari verkföllum. Skoðanir hinna reyndu forystu- manna Verkamannasambandsins, um að verkföll nú séu vafasöm leið í kjarabaráttunni, eru í fullu gildi. Þótt hart sé barist, er ekki ástæða til að líta svo á að nú ríki tími örþrifaráða í baráttunni. Hitt er einnig ljóst að ríkisvaldið getur ekki setið hjá þegar leitað er lausna á kjaradeilunni. Ríkis- stjórnin verður að vera við því búin að greiða fyrir samningum að sínu leyti. í því sambandi skal bent á þau almennu sannindi að lífskjörin ráðast ekki að litlu leyti af stjórnvaldsákvörðunum. Par kemur m.a. til greina stefnan í verðlagsmálum orkustofn- ana. Sú stefna, sem nú ræður í þeim efnum, þarfnast endurskoðunar, ekki síst sá mikli ójöfnuð- ur sem viðgengst í húshitunarmálum. Það sjónarmið verður einnig að ríkja að kjara- samningar leiði ekki til frekari verðbólguþróunar og kostnaðarhækkana af þeim sökum. Hvernig sem á er litið er ljóst að ekki er hægt að tryggja lífsafkomu heimila ef verðbólgunni er hleypt lausri, og hagur útflutningsfyrirtækja ræðst alger- lega af því að verðbólgan hjaðni að því marki sem gerist í viðskiptalöndum okkar. Hvorki heimilis- hald né atvinnurekstur þolir vaxandi verðbólgu. GARRI Guðbrandur og Örlygur Morgunblaðið var með leiðara í gær þar sem fjallað var meðal annars um endurrcisn Hóladóm- kirkju. I því sambandi rifjaði blað- ið upp nokkur atríði úr kirkju- og menningarsögu Hóla, og vék þar að bókaútgáfu Guðbrands Þor- lákssonar biskups, meðal annars að útgáfu hans á íslenskrí þýðingu Biblíunnar. Um hana sagði Morg- unblaðið: „ Máske rís hæst, ef grannt er gáð, útgáfa Guðbrandarbiblíu 1584. Sennilega hefur enginn betrí eða árangursríkarí varnarmúr ver- ið reistur um móðurmálið, íslensk- una. Pá eins og oft síðar var að henni höggvið með utanaðkom- andi máláhrifum. Hvaðan kemur móðurmálinu „Guðbrandarbiblía“ á öld tækni, Ijósvaka og gervi- tungla? Oft var þörf en nú er nauðsyn!“ Aldrei þessu vant er Garri sam- mála Morgunblaðinu. Guðbrandur heitinn vann mikið og merkilegt starf á sinni tíð, einmitt til varnar því að erlend máláhrif næðu að kaffæra íslenskuna. Hann var líka réttur maður á réttum stað og tíma, og að makleikum hefur hon- um löngum verið þakkað það að íslenska kirkjumálið varð íslenska en ekki danska. Hinir mega ekki gleymast En þrátt fyrír mikið og gott starf Guðbrands Hólabiskups má ekki gleyma þvi að ýmsir aðrír hafa í áranna rás unnið verk sem kannski reynast ekki síður heillavænleg í sömu átt þegar upp er staðið. Vissulega mætti tína ýmis nöfn til og ræða um árangur einstakra manna. En eitt dæmi, nýlegt, verð- ur þó óhjákvæmilega ofarlega í huga manna þegar um þessi mál er rætt. Það er útgáfa ensk-íslensku orðabókarínnar, hinnar stóru, sem Örlygur Hálfdánarson bókaútgef- andi gekkst fyrir af mikilli ósér- hlífni og einstæðum dugnaði fyrir ekki mörgum árum. Svo vill til að sá er hér rítar hafði á dögunum tækifæri til þess af öðru tilefni að blaða örlítið í gegnum ritdóma og aðrar umsagnir sem vel dómbærír menn létu frá sér fara um það bil sem þessi orðabók var að koma út. Athygli vakti að þessir menn nefndu Guðbrand Hólabisk- up og málvemdarstarf hans hvað eftir annað ■ þessum skrifum og líktu því saman við það afrek sem unnið hafði verið með samningu og útgáfu þcssarar nýju ensk-ís- lensku orðabókar. Enskan sækir nú orðið meira á íslenskuna en nokkurt annað tungumál. Varla getur þá fræði- grein eða sérfræði þar sem menn styðjast ekki meira og minna við bækur frá enskumælandi löndum, og vinna með hugtök sem þarlendir sérfræðingar nota í skrifum sínum. Hættan af þessu er hvarvetna sjá- anleg og kemur fram í þvi að menn vantar íslensk heiti yfir ensku orðin sem þeim em orðin töm. Þá liður venjulega ekki á löngu áður en þeir em farnir að nota cnskuna óbreytta í daglegu máli sínu og skrifum, og er dæmi um þetta að finna allt í kríngum okkur. I.fka er þess að gæta að enska og íslenska em að mörgu leyti ólík mál að því er varðar byggingu og orðaröð. Slík áhríf læðast víða inn, og er ofnotkun nafnorðastíls og eignarfalls þekktasta dæmi þcirra. Varnarmúrar Varnarmúrar nútímans, svo gripið sé upp orðalag Morgun- blaðsins, gagnvart ásókn enskunn- ar eru handbækur, fyrst og fremst orðabækur. Framkvæði og afrek Örlygs Hálfdánarsonar fólst í því að hann réðist einn til atlögu við verkefni sem fyrírfram mátti kall- ast óframkvæmanlegt einum manni. Þar var um að ræða verk scm flestir hefðu víst talið rétt setja á stofn opinbera stofnun til að vinna og ætla henni áratugi til. Árangurinn varð hins vegar sá að í dag hafa menn stóra og ýtariega orðabók til þess að ieita í þcgar þá vantar íslenskar þýðingar á ensku orðafarí, og sem dugar yfirlcift býsna vel, jafnvel þótt töluvert hörð sérfræði sé á ferð- inni. Öllum, sem kynnst hufa, ber saman um að þessi bók sé af þeim stærðar- og gæðaflokki að jafnandi sé til þess besta sem gerist með öðram þjóðum. Hér er annars síður en svo ætlunin að fara að efna til persónu- dýrkunar á mönnum sem enn eru í fullu fjörí mitt á meðal okkar. En það er á hinn bóginn heldur engin ástæða til að láta virðingu fyrír löngu gleymdum sæmdarmönnum, jafnvel Guðbrandi Hólabiskupi, skyggja cndalaust á þá menn sem era kannski að gera alveg jafngóða hluti allt í kringum okkur, og þess má Morgunblaðið gjarnan minn- ast. Hér um gildir það fornkveðna að þess ber að geta sem vel er gert. Garri. VÍTTOG BREITT lliilil Minnissljóir dollaraprinsar „íeð dollara i tösku kaupa beir bifreiðar Á sama tíma og framleiðsluat- vinnuvegirnir eru að stöðvast og sjúkrahús að loka deildum vegna fjárskorts gleyma íslenskir at- hafnamenn að þeir ganga með 700 þúsund dollara í vösunum og muna fyrst eftir lítilræðinu þegar tollarar í erlendri flughöfn biðja þá í mestu vinsemd að gera einhverja grein fyrir fúlgunni. Tíminn sagði í gær frá tveimur slíkum sem stoppaðir voru af í flughöfn í Bandaríkjunum. Þeir voru að koma frá íslandi og láðist að taka fram á þar til gerðu plaggi að þeir væru með meira en 10 þús. dollara í reiðufé, sem er hámarks- upphæð sem koma má með inn til Bandaríkjanna í þarlendri mynt. Málin skýrðust á þann veg að erindi landans var að kaupa notaða bíla til að hafa með sér heim. Þegar þeir höfðu fullvissað yfirvöld um að aurana ætti að nota til að losa Amerikana við gömlu bíiana þótti ekki ástæða til að meina þeim það þjóðþrifaverk og fengu mennirnir að halda dollurunum handa banda- rískum bílasölum og notuðu bíl- arnir fengu greiða ferð til íslands. Rasssíðir ferðaiangar Notaðir bílar og flóðabílar keppa við innflutninginn á bílum sem innflytjendur kaupa beint af færibandinu og sama er hve mikið er flutt inn, bílahungrið er ómett- andi. Umboðsfyrirtækin reisa hvert glæsihúsið af öðru til að auglýsa veldi sitt og sýningarsalirnir gefa Listasafninu lítið eftir að ytri glæsi- leik. Verðlag á varahlutum getur kannski skýrt þau miklu auraráð sem þarf til að smíða yfir umboðs- sölurnar. Bílasalar sem versla með notaða bíla gera sér tíðar ferðir til útlanda og dæmi er um að þeir hreinlega gleyma að þeir eru með 30 millj. kr. í vösunum til að kaupa fyrir. Á hálfu öðru ári hafa 7 þúsund notaðir bílar verið fluttir til landsins. Einhvern tíma hafa burð- armenn dollara og marka verið rasssíðir þegar þeir stauluðust gegnum tollaeftirlit með gjaldmiðil handa kollegum sínum, útlendum bílabröskurum. Bankarnir eiga svo digra gjald- eyrissjóði, að þá munar ekkert um að afhenda verslunarmönnum, með notaða bíla sem sérgrein, tugmilljónafúlgur gegn loforði um að innflutningsskýrslur komi eftir að kaup eru gerð. Sjálfsagt munar bankana heldur ekkert um að lána andvirðið, ef þess er þá nokkur þörf. Fá aðrir dollaraklyfjar? Vel má vera að það sé hagkvæmt að flytja inn notaða bíla í stórum stíl. Þeir sem þá iðju stunda halda því fram að þetta séu dýr og vönduð farartæki, sem fæstir hafa ráð á að kaupa beint úr verksmiðj- um en afföll séu mikil á verði ef þeir eru keyptir nokkurra ára gamlir. En það breytir ekki því að maður verður hissa að frétta af þeim siðvenjum sem stundaðar eru í viðskiptum með notaða bíla. En bílasalar kalla ekki allt ömmu sína þegar þeir þjónusta viðskiptavin- ina. Kannski er það líka viðtekin venja bankanna að klyfja heildsala gjaldeyri til að þeir geti gert hag- kvæm innkaup á uppboðsmörkuð- um erlendis? En verð á vörunni hingað kominni bendir að vísu ekki til að svo sé. Öll eru þessi viðskipti sjálfsagt lögleg og siðleg og aðeins óheppni að bílakaupmenn skuli ekki muna eftir að þeir eru úttroðnir af 700 þúsund dollurum þegar þeir stíga á erlenda grund og eru beðnir að gera grein fyrir svo óvenjulegum farangri, ef hann er þá nokkuð sjaldgæfur þegar íslenskir athafna- menn eiga í hlut? Annars er bílavæðingin komin á það stig að erfitt er að sjá hvernig eybyggjar eiga að komast yfir að aka öllum þeim bílum sem þeir eru búnir að kaupa og enn er ekkert lát á innflutningi. Það hlýtur óhjá- kvæmilega að fara að koma að því að farið verði að hefja útflutning á notuðum bílum og gaman verður að sjá hverrar þjóðar þeir kaupa- héðnar eru sem tilkynna við komu sína til landsins að þeir séu með nokkra tugi milljóna króna í vasanum sem þeir ætla að kaupa gamla bíla fyrir og flytja heim til sín. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.