Tíminn - 17.03.1988, Page 7

Tíminn - 17.03.1988, Page 7
Fimmtudagur 17. mars 1988 Tíminn 7 Hluti nemenda Lækjarskóla við líkanið góða, ásamt smíðakennaranum, skólastjóranum Birni Ólafssyni og námsstjóra umferðarfræðslu, Guðmundi Þorsteinssyni. Tímamyndir Pjetur Líkan af lífríki og umferð við Lækinn Átak í samræmingu námsgreina í Hafnarfirði: Fjöldi nemenda í Lækjarskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði hefur unnið af kappi frá því á föstudaginn að samræmdu átaki í umhverfismálum. Hafa krakkarnir í Lækjarskóla unnið í heila viku að undirbúningi sýningar sem verður á föstudag og laugardag og heim- sótti Tíminn smíðastofu Lækjar- skóla af þessu tilefni. Þar var mikið smíðað, teiknað og föndrað við fallegt og stórt líkan af öllu um- hverfi Lækjarskóla. Á þessu líkani var hægt að sjá hvernig öll umferð- in hafði verið skoðuð af kostgæfni, mæld út og máluð. Ekkert var undan skilið í umferðarmálum og strax að lokinni myndatöku voru þau komin á fullt skrið með að búa til endur úr leir á Lækinn. Lækurinn kemur einnig inn í yfirskrift á áðurnefndri sýningu nemenda og kennara sem opnuð verður á föstudag kl. 14.00 - „Við Lækinn í 60 ár“. Lækurinn heitir reyndar Hamarskotslækur fullu nafni og þarna var hafist handa við að reisa skólann árið 1927. Á þessari sýningu verður hægt að sjá muni og myndir frá fyrri tíð og þar á að verða hægt að sjá í stórum dráttum alla þætti í starfi skólans í dag. Þar verður einnig hægt að sjá hvernig krökkunum hefur tekist að vinna úr athugunum sínum á umferð og umhverfi. Verður átakið kynnt á þann hátt að ýmsar athuganir á umhverfi verða tengdar við líkanið og nægir að geta þar könnunar á notkun bíl- belta, ljósanotkun og heimsókn á lögreglustöðina. Líkanið og tengd- ar athuganir eru liður í tilraun með kennsluefni í umferðarmálum fyrir skólabörn á aldrinum 11-13 ára. Verður námsefni fyrir verkefni þessi gefin út innan tíðar fyrir alla skóla landsins. Markmið þessa námsþáttar er að tengja í einu verkefni kennsluþætti í smíði, teikningu og bekkjarkennslu í bók- legum greinum. Tíminn ræddi við þrjá af nem- endunum um það hvað þeir höfðu lært af vinnuvikunni. KB Hefðu grætt 70 þúsund „Það var skemmtilegt að vinna að þessu verkefni en það var kalt í umferðartalningunni. Mjög margir voru ekki með bflbelti. Svo er ég viss um að ef lögreglan hefði verið með okkur að fylgjast með, þá hefði hún grætt um 70 þúsund krónur á klukkustund hjá þeim sem ekki notuðu beltin,“ sagði Skúli Þorsteinn Norðljörð. Hjólreiðamenn hættulegastir „Það var mjög gaman að vinna saman og að vinna með krökkunum úr hinum bekkjunum. Það höfum við ekki gert áður og það var gaman að vera öll saman í öllum undirbúningi. Ég held að hjólreiðarmennirnir séu hættulegastir af þeim sem eru í umferðinni hérna við skólann okkar,“ sagði Tryggvi Freyr Georgsson. Búin að læra reglurnar „Við erum búin að læra umferðarreglurnar betur. Sumir keyra hratt og gefa ekki stefnuljós og það finnst mér óþægilegt í umferðinni þar sem við þurfum mikið að fara um. Jú, svo var mjög kalt þegar við vorum að fylgjast með umferðinni. Ég fraus alveg,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardótt-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.