Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 24. mars 1988 Timlim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Frumkvæði Steingríms Steingrímur Hermannsson hefur tekið utanríkismál talsvert öðrum tökum en sumir forverar hans í embætti utanríkisráðherra. Hann hefur af mikilli framsýni og í takt við sinn tíma notað það lag sem íslendingum gefst til þess að láta að sér kveða varðandi umræður um ýmis mikilvæg alþjóðamál og afstöðu til þeirra. Núverandi utanríkisráðherra er virkur í alþjóðamálum, hefur frumkvæði að umræð- um og málatilbúnaði á sviðum þar sem íslendingar hafa lítið látið að sér kveða. Þetta kemur m.a. fram í því að Steingrímur Hermannsson leggur tfl á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda, sem nú er haldinn í Noregi, að Norðurlöndin fordæmi hryðjuverk og annað ofbeldi ísraelsmanna gagnvart Aröbum í Palestínu. Þá er það einnig tillaga Steingríms Hermannssonar að Norður- löndin lýsi yfir stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og fái þeir friðhelgað nægilegt land í því skyni. Hvað sem verða kann um þessa tillögu utanríkis- ráðherra íslands að svo komnu máli, þá er vart að efa að hún á sinn hljómgrunn meðal fólks um öll Norðurlönd. Stuðningur Norðurlanda við þá stefnu að leysa sambúðarvandann og styrjaldarástandið fyrir botni Miðjarðarhafs með þessum hætti, gæti haft úrslilaáhrif í því efni. Sameinuð Norðurlönd hafa mikið áhrifavald í alþjóðastjórnmálum, ef þau leggja sig fram. Tillaga Steingríms Hermannssonar miðar að því að ná samstöðu milli Norðurlanda um að þau beitist fyrir varanlegum friðaraðgerðum í Mið-Austurlöndum, hafi áhrif á það að málefni þessa heimshluta verði tekin nýjum tökum. í sambandi við þetta mál hafa orðið umræður hér á landi um samtök þau, sem ganga undir nafninu PLO, en heita í rauninni Frelsissamtök Palestínu- manna. Vegna villandi fréttaflutnings og afar einhliða upplýsinga um þessi samtök og um Palestínumál yfirleitt hefur tekist að koma því orði á að PLO séu hryðjuverkasamtök. Svo er auðvitað alls ekki. Frelsissamtök Palestínumanna er þjóðarsamband ýmissa flokka og baráttuhópa, sem til urðu þegar Palestínumenn voru sviptir föðurlandi sínu með stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og með kerfisbundnum landvinningum ísraelsmanna í mörgum styrjöldum síðan, svo að Palestínumenn eru að mestum hluta landlausir flóttamenn, þjóð á tvístringi. Jasser Arafat er forseti þessarar pólitísku þjóðfylk- ingar. Reynt er að láta það festast við nafn hans að hann sé kaldrifjaður hryðjuverkaforingi. Um það finnast þó engar sannanir að hann hafi nokkru sinni gert sig sekan um slíkt. Almennt er nú viðurkennt að Jasser Arafat sé hófsamur stjórnmálamaður og alger andstæða t.d. Shamirs núverandi forsætisráðherra ísraels og Begins fyrrverandi forsætisráðherra þess lands, sem báðir þóttu og þykja öfgafullir í skoðunum, enda gamlír foringjar í skæruliðasveitum, sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna. Það er rétt metið hjá Steingrími Hermannssyni að Norðurlandaþjóðum ber skylda til að kynna sér málefni Mið-Austurlanda frá öllum hliðum og hleypidómalaust. Frumkvæði hans í þessum efnum er athyglisvert. GARRI Handjárnin upp? Úrslit skoðanakönnunar DV, sem birt voru á mánudaginn, hafa orðið leiðarahöfundum jafnt Þjóð- vilja sem Morgunblaðs tilefni sér- kcnnilegra hugleiðinga. Eins og fram hefur komið í fréttum sýndu niðurstöður þar Kvennalistann sem stærsta flokk landsins, og jafnvel stærri en Sjálfstæðisflokk. Aftur á móti er svo að sjá að Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag gjaldi þar afhroð á móti því sem Kvennalisti vinnur á. í leiðara Þjóðviljans í fyrradag bregður hins vegar svo furðulega við að þessu er fagnað. Hér verður ekki farið út í að reyna að endur- segja þann leiðara, enda er hann mjög spámannlcga skrifaður. En í stuttu máli má segja að út úr honum sé að lesa þá skoðun blaðs- ins að Kvennalistinn sé í raun sama stjómmálaafl og Alþýðubandalag- ið, og því sé fylgisaukning annars jafnframt fylgisaukning hins. Nánar til tekið segir þar að alþýðubandalagsmenn hljóti að fagna þessum pólitísku landslags- breytingum. Þegar skyggnst sé undir yfirborðið leynist flokknum hér óvæntir möguleikar, öflugri hljónigrunnur og nýir liðsmenn á leið til nýrrar framtíðar. Samstaða í málum Morgunblaðið heldur því hins vegar ekki fram að kvennalistakon- ur séu dulbúnar sjálfstæðiskonur.. Blaðið vitnar aftur á móti í for- mann þingflokks sjálfstæðis- manna, og skýring hans á fylgis- aukningunni er meðal annars sú að þær hafi það fram yfir aðra flokka I F.lÐARt Valdið fær ábaukinn „ 3C2S' ’MÍiðfy'P * SiAltstaa&sftotðfunnn I >- svennalista ilumððrum vara, DV- stþar alla- að dregur nunannn- mnalista- ■krifta'W tandiöog unum og að þær sýni samstöðu ■ málum og tjái sig ekki um efnisatriði í málum í þinginu fyrr en þær hafi komið sér saman um sameiginlega afstöðu. Lýsirformaður þingflokksinsþeirri skoðun sinni að kjósendur vilji að flokkar sýni slíka sanistöðu. Út frá þessu leggur Morgunblað- ið síðan og telur þetta áminningu til þingmanna Sjálfstæðisflokks og annarra um að þeir þurfi að haga málflutningi sínum á annan veg á Alþingi. Þeir þurfi að standa þann- ig að málatilbúnaði að alþjóð sann- færist um samhug og einarða af- stöðu samstarfsmanna, svo að ekki sé talað um flokksbræður. Mjúku málin Nú er það alkunna að kvenna- listakonur hafa fyrst og fremst lagt áherslu á það sem gjarnan er kallað mjúku málin. Af því leiðir að þær hafa leitt hjá sér flestar hinar bláköldu staðreyndir sem fylgja því að reka eitt stykki þjóð- arbú hér norður undir heimskauts- baug. Svo að dæmi sé tekið þá hefur Garri ekki orðið var við nein viðbrögð þeirra við þeim vanda frystihúsanna í landinu sem hvað mest hefur verið rætt um undanfar- ið, hvað þá samstöðu þeirra í því máli. Þess er líka skemmst að minnast að þær reyndust ekki vera tilkippi- legar að taka þátt í myndun ríkis- stjórnar í fyrra, þó að ekki vantaði að gcngið væri á eftir þeim. Sú reynsla bendir ekki til þess að með þeim sé að vaxa upp ábyrgt póli- tískt afl í landinu sem binda megi vonir við að því er varðar ábyrga stjórn þjóðarskútunnar. En aftur vekur það athygli að bæði alþýðubandalagsmenn og sjálfstæðismenn eru nú komnir með tilburði til handjámunar í kjölfar síðustu skoðanakönnunar. Hinir fyrr nefndu virðast vilja handjárna konurnar og teyma þær þægar og hlýðnar inn í raðir sínar. Og má reyndar meir en vera að sú værí besta lausnin. En hinir síðar nefndu vilja á hinn bóginn bregðast við fylgisaukningu kvennanna með því að handjárna sína eigin mcnn. Það vonar Garri í lengstu lög að takist ekki. Fólk er nú einu sinni kosið á Alþingi til að vinna þar að framgangi mála eftir bestu sam- visku, en ekki til að standa eins og handjárnaðir þrælar undir stífum flokksaga. Garri VÍTT OG BREITT ílllllllll llllllllll Illlllll lllllllí Spilabora ofgnóttarinnar -Gaman er að börnunum þegar þau fara að sjá, sagði kerlingin. Svipað má segja um alla þá sem eru að ljúka upp augunum fyrir meira og minna óarðbærri offjárfestingu sem viðgengist hefur hér á landi á flestum sviðum undanfarin ár og tekur á sig hinar fjarstæðustu myndir. Tvö hundruð þúsund nagl- bítar eru hér á hverju strái. DV hefur allt í einu tekið upp á því að gera smávægilega úttekt á umframsóuninni og þar eru skrifaðir magnþrungnir leiðarar um efnið. Ber svo við að sýnt er fram á ofboðseyðslu á mörgum fleiri sviðum en í landbúnaði, sem verður þess valdandi að heilu at- vinnugreinarnar búa við sífelldan vandræðagang í rekstri og standa hvorki undir launakostnaði eða sjálfum sér yfirleitt. Eru það vissulega ný sjónarmið á þeim bæ að landbúnaðurinn einn sé ekki upphaf og endir allra efna- hagsvandræða í landinu. Kaupmáttinn verður að auka Tæknivæðing og framfarir eru afsökun fyrir miklu af dellunni og misskilin gróðasjónarmið eru afl- vaki annarra kostnaðarsamra framkvæmda sem fjármagnskostn- aðurinn sér um að aldrei komi til með að skila arði. Tíminn í gær birtir tvær ólíkar fréttir um ofgnóttina. Önnur er um verslunarhúsnæði í höfuðborginni, þar sem sýnt er fram á að hin margumtalaða Kringla er aðeins helmingur af því búðarplássi sem tekið var í notkun á síðasta ári. Og enn er mikið af verslunarhúsum í byggingu og kæmi ekki á óvart þótt ígildi svosem eins og hálfrar ann- arrar Kringlu verði lagt marmara í ár til að draga viðskiptavinina að. Eins gott að kaupmátturinn aukist svo um munar ef takast á að láta öll þessi ósköp standa undir sér. Hin fréttin var um mikla verð- lækkun á notuðum bílum, sem verður af þeirri einföldu ástæðu að framboðið er orðið miklu mun meira en eftirspurnin. Bílaeignin er nú komin á það stig að þótt allir íslendingar sem hafa ökuréttindi settust samtímis undir stýri kæmust þeir ekki yfir að aka öllum þeim bílum sem þeir eiga. Samt hefur ekkert lát orðið á innflutningi, hvorki á nýjum bílum né notuðum. Ekki nema von að sífellt er kvartað yfir skorti á bílastæðum. En hvort lát verður á bílainn- flutningi er samt vafamál, því ef íslendingum er ósýnt um nokkurn hlut, þá er það að þekkja mæli- kvarða hins mátulega. Tæknin gleypir gróðann Útgerð, iðnaður, fiskvinnsla, landbúnaður, verslun eða hvað eina sem telst til atvinnuvega þjáist allt af fjármagnskostnaði og alls staðar er lánsfjárhungur. En einu kvarta forystusauðir fyrirtækjanna aldrei yfir og vilja ekkert af vita, en það er óarðbæra fjárfestingin sem þeir hafa sjálfir staðið fyrir. Þjónustustofnanir og fyrirtæki eru síst hótinu betri þegar verið er að bruðla með fé af minni en engri forsjá. Bankar, tryggingafélög fjármagnsmarkaðir og hvaðeina eru rekin með svo fáránlegri yfír- byggingu að ekkert nema okur getur haldið þeim gangandi. Tölvu- og tækniæðið skilar í fæstum tilfellum þeim arði sem til er ætlast einfaldlega vegna þess að kostnaðurinn gleypir allan þann sparnað sem vélamar eiga að stuðla að. Kaupleigufyrirtækin komu eins og himnasending yfir alla þá sem halda að eyðsla í formi fjárfesting- ar skili gróða, hvað sem markaði líður. En óneitanlega auka þau kaupmátt athafnamanna, um sinn að minnsta kosti. Margskyns ný tækni hefur verið tekin upp í húsbyggingum en kostnaðurinn við að reisa hús eykst jafnt og þétt. Dæmið er einfalt, tæknin er dýrari en vinnusparnað- urinn sem hún á að stuðla að. Byggingakranarnir eru alltof marg- ir og nýtingin fyrir neðan allt lágmark. Húsbyggjendur græða ekkert á tækninni og hún er aðeins kostnaðarauki fyrir byggingameist- arana, sem hvorki kunna að leggja saman né draga frá þegar þeir ana út í fjárfestingar, meira af nýjunga- gimi en forsjá. Vannýttar vélar og tæki, húsa- kostur langt umfram þarfir og bamaleg trú á að allar fjárfestingar borgi sig stendur öllum eðlilegum rekstri fyrir þrifum. Og þegar allt er að sigla í harðastrand stynja forstjórar þung- an og kveinka sér undan háum fjármagnskostnaði og óþolandi launagreiðslum til starfsmanna sinna og heita á stjómvöld að gera eitthvað í málunum. Það sem stjórnvöld gera er að veita það athafnafrelsi sem hugum- stórir framkvæmdamenn kunna svo ekkert með að fara. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.