Tíminn - 24.03.1988, Page 19

Tíminn - 24.03.1988, Page 19
Fimmtudagur 24. mars 1988 Tíminn 19 UM STRÆTI OG TORG ' vristinn Snæland: Svona venjuleg útlits er Cher bara í kvikmvnd. Dags daglega er hún öllu tilkomumeiri. Cher heillar alla Varla hefur Cher órað fyrir því til skamms tíma, að hún yrði tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hér er hún með Don Ameche. X nokkrum kvikmyndum hefur söng- og leikkonan Cher svo sannarlega sannaö, að hún hefur hæfileika sem raunveruleg skapgerdarleikkona. Auk þess er hún komin meö nýja plötu og nú er spurningin, hvort hún fái ekki Óskarsverðlaun. Eiginlega hét hún Cherilyn Sarkisian, þegar hún fæddist fyrir 41 ári en ekki leið á löngu, uns það stýttist í Cher. Hún hefur verið í skemmtanaútveginum í aldarfjórðung, fyrstu árin með Sonny Bono, en þau hjón gerðu á sínum tíma frægt hið geysivinsæla lag „I got You, Babe“. Á undanförnum árum hefur Cher verið að breyta til og nú telst hún með fremstu skapgerðar- leikkonum. Með myndunum „Silk- wood“, „Mask“ og „Nornirnar í Eastwick" vakti hún slíka athygli á hæfileikum sínum, að hún fékk Golden Clobe-verðlaunin. Nú hef- ur hún verið tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta leikkonan í ár. Á þrettán mánuðum lék hún í þremur myndum og fékk hvorki meira né minna en 50 milljónir króna í laun fyrir tvær þær síðari. Það er meira en nóg til að sjá fyrir tveimur börnum á heimavistarskól- um og 23 ára sambýlismanni, Robert Camiletti. Cher lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þegarumtalsverður jarðskjálftakippur reið yfir Los Angeles í fyrrahaust, varð Robert hræddur, en Cher snéri sér ofur rólega í rúminu og segði: - Láttu ekki svona, þetta er bara jarð- skjálfti. Svo komu fleiri kippir, en þá fór Cher að hugsa sig um, þar til hún sagði: - Ég vil að minnsta kosti ekki láta finna mig bera. Það er best að fara í trimmgallann. Orð er raunar haft á, hversu lík þau Robert og Cher séu. Hann hefur nákvæmlega eins nef og hún hafði, áður en hún fékk sér nýtt og brosir alveg eins og hún gerði, áður en hún lét rétta tennurnar. Þau eru bæði hávaxin, grönn og dökk yfir- litum. Þrátt fyrir aldursmuninn eru þau afar ánægð saman. Cher kærir sig kollótta um, hvað fólk segir og klæðir sig nákvæmlega eins og henni sýnist. Raunar nýtur hún þess aðganga fram af fólki. Nú hefur hún hins vegar heillað fólk og gæti átt í vændum Óskarsverð- laun fyrir síðustu mynd sína, sem gerist meðal ítalskra innflytjenda í New York. Leikstjórinn, Norman Jewison hefur áður fengið Óskar, svo hann kann sitt fag. Mótleikari Cher er Nicolas Cage, sem lék yngri bróður Richards Gere í „Cotton Club“. Britt ólétt enn D ■Vritt Ekland hin sænsk-breska er ófrísk í þriðja sinn, 45 ára að aldri og auðvitað er eiginmaðurinn, hinn 26 ára Slim Jim IVIcDonnells, faðirinn. Britt kveðst hlakka óskaplega til að hugsa um ungbarn aftur og segist ætla að njóta þess í þetta sinn að vera með barninu, meðan það er lítið. Hún gaf sér ekki tíma til þess, meðan hin tvö voru ungbörn, vegna vinnu sinnar. Hún ætlar nieira að segja að hafa það nýja á brjósti. Þess vegna hefur hún nú fest kaup á brjóstahaldara í fyrsta sinn í 10 ár, svo heimurinn viti það nú. Hún var 23 ára, þegar hún eignaðist Victoriu með Peter Sellers og Nicolai cr sonur leikstjórans Lou Adlers. ÖKUFERILSSKRÁ í þeim tilgangi að reyna að temja íslenska ökumenn hefur stundum komið upp umræða um ökuferils- skrá. Sú umræða virðist jafnvel komin á það framkvæmdastig, að rætt er um að samhæfa skrána þannig að umferðarlagabrot, framið hvar sem er á landinu, eða önnur umferðaryfirsjón ökumanns, verði ávallt skráð. Tilgangurinn mun sá að þegar ökumaður nær tilteknum fjölda brota eða yfirsjóna, þá er gripið til viðeigandi ráðstafana. Þær ráðstafanir geta verið sekt, endurtekið ökupróf eða jafnvel ökuleyfissvifting. Nú er ljóst að ökuferilsskrá hlytur að miðast við tímabil. Þannig mun hún upplýsa að Jón Jónsson á Flateyri hefur engan mínust í skránni eftir þriggja ára akstur. Jón Sveinsson í Reykja- vík hefur hinsvegar þrjá mínusa í skránni eftir sama árafjölda. Þá er spurningin er J.S. verri ökumaður en J.J.? Ökuferilsskráin bendir til þess og vegna þess er gripið til ráðstafana gegn J.S. í Reykjavík. Gleymist þá ekki að taka með í reikninginn að þar sem J.J. á Flateyri ekur að mestu um vega- kerfi Önundarfjarðar, þá reynir sáralítið á umferðarlagaþekkingu hans, auk þess sem vitað er að löggæsla í Önundarfirði er lítil sem engin? Enn kemur annað til sem einnig útilokar að opinber ökufer- ilsskrá verði sanngjarnt og réttlátt tæki. J.J. á Flateyri er að vísu með opinbert ökuleyfi og er skráður bíleigandi. Vegna búsetu gengur hann ofast í vinnuna, snjór er í mið læri eða mitti langan tíma vetrar og þegar snjóa leysir sér J.J. að vega- lengdin sem oft var erfið í norðan- hríðinni, er ekki svo löng að taki því að taka bílinn út úr skúrnum. Helgarferðir á bílnum eru af sömu ástæðum í lágmarki hjá J.J. J.S. í Reykjavík ekur hins vegar allt árið, fyrst með börnin á barna- heimilið, þá konunni og loks sér í vinnuna. Um helgar flandrar hann með fjölskylduna um allan bæ, suður á Reykjanes eða austur í Hveragerði til blómakaupa. Ekki nóg með það, á þessu svæði er allgóð löggæsla. ÖIlu þessu til við- bótar skulum við segja sem svo að Jón okkar Sveinsson í Reykjavík sé leigubílstjóri. Aðeins vegna þeirrar staðreyndar má reikna með því að hann aki ekki minna en 500 þúsund kílómetra á 10 árum og það á svæði með góða löggæslu. Jón Jónsson á Flateyri, aki hann mikið, hefur þá ekið 150 þúsund kílómetra um vegakerfi með litla og lélega löggæslu. Hvernig á öku- ferilsskrá að geta veitt réttar upp- lýsingar um hegðun J.J. og J.S. í umferðinni? Ökuferilsskráin gæti upplýst okkur unt að J.S. hefði á þessu 10 ára bili orðið 10 sinnum uppvís að umferðarlagabrotum. mis alvarleg- um. Hún gæti jafnframt upplýst að J.J. hefði aðeins tvisvar brotið umferðarlögin. Þessar upplýsingar segðu nánast ekkert um almenna umferðarhergðun eða ökumanns- hæfileika þessa tveggja manna. Niðurstaða ntín er því sú að ökuferilsskrá geti orðið ranglátt og slæmt vopn í hendi misviturra yfir- valda og þess vegna beri að hafna henni. Svo misvitur sem ökuferils- skrá hlýtur að verða er hún örugg- lega ónýtt verkfæri til þess að sakfella ökumenn eða til þess að gera upp á milli þeirra. Hins vegar getur hún gefið upplýsingar um tíðni upplýstra umferðarlagabrota svo og vísbcndingu um ástand löggæslu í hverju umdæmi. Talsmenn þcss að taka upp öku- ferilsskrá og beitingu hennar í refsingarskyni eru ugglaust allir af vilja gerðir. að bæta íslenska unt- ferðarmenningu. Að beita ranglátu og misvitru tæki sem ökuferilsskrá í því skyni væri slys sem óþarft er að láta henda, hættið einfaldlega við ökuferilsskrána. Slysaskiltin enn Enn er búið að aka niður slysa- skiltið í Stekkjarbakkanum austan við Staldrið. Ekki sá ég það óhapp, en skiltið var algerlega flatt og flangsinn að neðan rifinn í sundur sem bendir til ntikils tjóns á við- komandi ökutæki. Að sjálfsögðu er kontið nýtt skilti á járnröri en nú án þess að gert hafi verið við sundurrifinn flangsinn svo bíllinn í næsta árekstri þarf þó ekki að tæta hann sundur. Mun auðveldara verður að leggja skiltið að velli með núverandi umbúnaði og er það í sjálfu sér þakkarvert. Á það skal bent að samt verður stórtjón á viðkomandi bíl. Það er tæpast að ég hafi geð í mér að benda Inga Ú. Magnússyni enn einu sinni á að með því að nota plaströr til burðar fyrir slysaskiltin í umferðinni, spöruðust tugir milljóna í tjónum ökumanna og tryggingarfélaga. Það er vissulega ástæða til þess að spara fleira en malbikið í Reykja- víkurborg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.