Tíminn - 24.03.1988, Síða 20
Sparisjóösvextir
á téKkareikninga
með
hávaxtakjörum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HR
Aug,lýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
" 1 ^ ..........- ... 11 '■■■"
Okeypis þjónusta
Tíminn
KÆTA
_ Útlit fyrir áfengan bjór strax á næsta ári:
Bjórfrumvarpið þvælist
afengan
bjor
strax
fyrir
Utlit
ari
a
gegnum neðri deild
Bjórfrumvarpið var í gær sam-
þykkt til þriðju umræðu í neðri
deild Alþingis eftir miklar bolla-
leggingar. Fyrir atkvæðagreiðsl-
una var talið tvísýnt hvort frum-
varpið kæmist í gegnum deildina
og að ef svo yrði munaði ekki
nema 1-3 atkvæðum.
Upphaflega átti atkvæða-
greiðslan að fara fram í upphafi
deildarfundar kl 14:00 í gær en
Jón Kristjánsson forseti neðri
deildar ákvað að fresta atkvæðag-
reiðslunni vegna þess að ákveðna
þingmenn vantaði. Eftir nokkurt
þjark kom í ljós að tveir þing-
menn sem vitað var að voru
samþykkir frumvarpinu voru
fjarverandi og lagði þá Ólafur Þ.
Þórðarson til að tveir andstæðing-
ar frumvarpsins sætu hjá á móti
þannig að atkvæðagreiðslan
mætti fara fram. Þá ákvað forseti
að atkvæðagreiðslan færi fram kl
15:30 og voru atkvæði fyrst greidd
um 1. gr. frumvarpsins að við-
höfðu nafnakalli, en 1. greinin er
kjarni frumvarpsins sem kveður
á um að 3. málsgr. 3. gr. núgild-
andi laga falli niður, en þar er
bannaður innflutningar á áfengu
öli sem hefur í sér meira en 2 1/4
% af vínanda að rúmmáli. Á
endanum var þessi grein sam-
þykkt með 21 atkvæði gegn 17.
Síðan var afgangurinn af frum-
varpinu borinn undir atkvæði og
var það samþykkt með 20 at-
kvæðum gegn 2. Því næst var það
samþykkt með 22 samhljóða at-
kvæðum að vísa frumvarpinu til
þriðju umræðu, en Ragnhildur.
Helgadóttir óskaði eftir því að
atkvæðagreiðslan yrði endurtek-
in og var það gert en úrslitin urðu
þau sömu.
Atkvæðagreiðslan var nokkuð
tímafrek, einkum þar scm margir
þingmenn óskuðu eftir því við
nafnakallið að gera grein fyrir
atkvæðum sínum. Magnaði sá
dráttur nokkuð spennuna í Al-
þingishúsinu þar sem fjölmargir
Jón Krístjánsson, forseti (lengst t.v.) neðrí deildar kallaði formenn þingflokkanna út í hom til að ræða hvenær atkvæðagreiðsla um bjórfrumvarpið skyldi
fara fram. Niðurstaðan varð að atkvæðagreiðslan skyldi fara fram klukkan 15:30 þrátt fyrir að einn þingmann vantaði. Hér ræða þeir málin Jón Ólafu r
G. Einarsson, Steingrímur Sigfússon, Ámi Gunnarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Þeir Páll Pétursson og Óli Þ. Guðbjartsson snem baki í Ijósmyndarann
Tímamynd Pjetur
almennir borgarar fylgdust með
af áhorfendapöllunum.
Þessi niðurstaða þykir sýna að
öruggur meirihluti er fyrir bjór -
frumvarpinu í neðri deild Alþingis
og verði afgreitt þaðan til efri
deildar. Þá á frumvarpið eftir að
fara í gegnum efri deild en þar
hefur almennt verið talið að
frumvarpið njóti meiri stuðnings
en í þeirri neðri. Yfirgnæfandi
líkur eru því á að bjórfrumvarpið
verði að lögum á þessu þingi, en
samkvæmt frumvarpinu sem nú
liggur fyrir taka lögin gildi 1.
mars á næsta ári.
Hótel í Öræfum
Tvenn hjón á bænum Freysnesi í
öræfum hafa ákveðið að ráðast f
hótelrekstur nú í sumar. Jafnframt
eru hafnar framkvæmdir við nýbygg-
ingu sem áætlað er að tekin verði í
notkun sumarið 1990. í nýbygging-
unni verða 24 tveggja manna her-
bergi með snyrtingu. Það eru hjónin
Jón Benediktsson og Anna María
Ragnarsdóttir ásamt foreldrum
Önnu, þeim Ragnari Stefánssyni og
Laufeyju Lárusdóttur, sem hafa veg
og vanda af þessum áformum. Þó
nýbyggingin sé rétt um það bil að
rísa úr jörðu hyggjast Freysnesbúar
bjóða átta tveggja manna herbergi í
sumar til leigu. Eru þau herbergi í
nýreistu (búðarhúsi á bænum. Einn-
ig er veitingasalur í húsinu og því
ætti ekki að væsa um neinn sem gistir
að Freysnesi í sumar og í framtíð-
inni. Þótt ekki hafi hótelreksturinn
farið hátt enn sem komið er hafa
hjónin fengið fjölmargar fyrirspurnir
varðandi gistinguna.
Nýbyggingarnar tvær, annarsveg-
ar sú sem þegar er risin og hinsvegar
sú sem senn lítur dagsins ljós, eru
hannaðar af nýráðnum þjóðgarðs-
verði, Stefáni Benediktssyni en hann
er jafnframt arkitekt. Bygginga-
meistari að húsunum tveimur er
Bjarni Geirsson.
Sjólastöðin hf.í Hafnarfirði:
Nýr togari kom í gær
Haraldur Kristjánsson HF 2 kominn til heimahafnar í gær. (Tíminn: Gunnir)
Nýr togari Sjólastöðvarinnar hf
í Hafnarfirði kom til heimahafnar
í gærdag. Ber hann nafnið Harald-
ur Kristjánsson HF 2. Það var
skipasmfðastöðin Flekkefjord
Slipp í Noregi sem smíðaði skipið,
en það var formlega afhent þann
sautjánda þessa mánaðar.
Haraldur Kristjánsson kemur í
stað togarans Karlsefnis, sem er 22
ára gamall, stór skuttogari og fisk-
veiðileyfi hans flyst yfir á nýja
skipið. Haraldur HF 2 heldur til
veiða skamms.