Tíminn - 20.04.1988, Page 2

Tíminn - 20.04.1988, Page 2
2 Tíminn Miðvikudagur 20. apríl 1988 Hringskyrfi útrýmt undir Eyjafjöllum: Unnið að sýkingu ósýktra nautgripa Þessa dagana er verið að athuga girðingarstæði kringum þá fjóra bæi sem sveppasjúkdómurinn hring- skyrfi hefur fundist á undir Vestur- Eyjafjöllum í því skyni að einangra sýkta gripi. Samhliða því er verið að vinna að því að sýkja þá gripi sem enn eru ósýktir til að útrýma sjúk- dómnum. Þegar hefur 44 hrossum, nokkrum nautgripum og 650 kindum verið lógað vegna hringskyrfis. Aðalsteinn Sveinsson, héraðs- dýralæknir á Skógum, sagði í samtali við Tímann, að eins og staðan væri í dag hefðu ekki fundist nein merki þess að sjúkdómurinn hefði borist á fleiri bæi en þá fjóra sem þegar er vitað um, og því sé nauðsynlegt að einangra þá. Meiningin væri sú að geldneyti gengju ekki úti í sumar, heldur aðeins mjólkurkýr. Vel er fylgst með öllum bæjum í kring, og verður líklega gripið til slátrunar uppgötvist sjúkdómurinn á fleiri bæjum. Ósýktir gripir verða, eins og áður sagði, sýktir á næstunni, ýmist með því að láta sýkta gripi ganga innan um ósýkta, eða með því að bera sjúkdóminn hreinlega á milli með áhöldum. Þar með er tryggt að sjúkdómurinn gangi fyrr yfir en ella, og gripirnir síðan allir meðhöndlað- ir. Líklega verður notað joð í þeim tilgangi að útrýma honum. Hringskyrfi er ekki hættulegur nautgripum. Sjúkdómurinn lýsir sér í blettamyndum, og þar detta hárin af dýrinu. Hann er hins vegar öllu skeinuhættari mönnum, en hann fer aðallega á staði þar sem mikill núningur á sér stað, eins og úlnliði, mitti og skeggrót, og veldur þar kláða og útbrotum. Þegar allir gripir eru orðnir sýktir, verður unnið að því að sótthreinsa fjós og önnur útihús, svo og áhöld, föt og aðra þá hluti sem sjúkdómur- inn getur leynst í. -SÓL Hríngskyrfi í naurgripum. Verslað ■ þrjár körfur. Tfminn Gunnar Þjóðin byrgir sig upp fyrir VR-verkfall: Allar kistur fullar matar Fólk ætlar greinilega ekki að svelta þótt til verkfalls komi hjá Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur. Mjög mikið var að gera í stórverslunum borgarinnar í gær. „Það er allt kolvitlaust," sagði Karl West verslunarstjóri Hagkaups í Kringlunni í samtali við Tímann. „Fólk er greinilega búið að taka það í sig að það verður verkfall og ekki bara í einn, tvo daga. Fólk verslar eiginlega ekki fyrir minna en 20.000 krónur. Við þurfum alltaf að hringja í VISA og EURO- KORT til að fá heimild fyrir því sem fer yfir 10.000 krónur og það erbaraein stúlka í því að hringja." „Við vorum búin að undirbúa okkur mjög vel, tókum föstudags- pantanir í öllu en við reiknuðum ekki með því að svona mikið yrði að gera í dag. Við héldum að það yrði ekki fyrr en á rnorgun," sagði Karl. „Mjólkurvörurnar renna út eins og gull. Líka frosinn fiskur, frosið kjöt, allt sem er fryst. Djús líka. Miðvikudagurinn fyrir páska er nú stórdagur yfirleitt, þá sér maður einn og einn með tvær kerrur. En ég sá einn með þrjár kerrur hérna í morgun." Karli leist ekki vel á daginn í dag. Hann átti von á því að unnið yrði langt fram á kvöld í gær til að fylla búðina. „En þegar fólk stend- ur með þrjá vagna fyrir framan kassana þá tekur tíma að afgreiða það. Það verða því langar biðrað- ir.“ Karl átti von á því að til átaka kæmi milli verkfallsvarða VR og sumra verslunareigenda í kvöld, því sumir hygðust hafa opið lengur en venjulega. Góð sala var líka í Miklagarði og átti Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóri von á því að hún færðist í aukana, þá sérstaklega í dag, mið- vikudag. JIH Skákeinvígi Jóhanns og Karpovs: Tilbod frá Frakklandi Verið er að kanna tilboð frá ferðinni.“ Frakklandi í skákeinvígi Jóhanns Tilboðið frá Seattle í Bandaríkj- Hjartarsonar og Anatólí Karpovs. unum er líka ennþá í athugun. Engar frekari fréttir hafa borist af Frestur til að gera tilboð í einvígið þessu tilboði, að sögn Friðriks hefur enn ekki verið tilkynntur en Ólafssonar. „Fað er verið að kanna • Friðrik sagðist vona að niðurstöðu hvort þar sé eitthvað bitastætt á væri að vænta fljótlega. JIH Heimtir af hálendi Frakkarnir þrír, sem bjargað var af hálendinu í fyrrinótt, eru komnir til Reykjavíkur. Flugbjörgunarsveit- in á Hellu sótti þá um 100 kílómetra leið, þar sem þeir höfðust við í skála í Nýjadal. Sjö sveitarmenn lögðu af stað á tveimur vélsleðum, torfærubíl og snjóbíl undir stjórn Gylfa Garðarssonar, formanns sveitarinn- ar, á mánudagskvöldinu. Pað var snjóhríð og fárra metra skyggni alla leið og því ekið eftir leiðsögn miðun- artækja. Þrír menn fóru með snjó- bílnum alla leið, en vélsleðar og bíll fluttu eldsneyti og annað, sem með þurfti, eins langt og mögulegt var. Þegar hjálpin barst voru Frakk- arnir í fastasvefni, en tóku brátt við sér. „Sá, sem kalinn var á tveimur fingrum, var handlama, annar var aðframkominn af þreytu og komst ekki óstuddur upp í bílinn, en sá þriðji, sem hafði snúið sig á ökkla var brattastur," sagði Gylfi. Flugbjörgunarsveitin kom aftur til byggða klukkan 13:30 í gær og var mönnunum þegar komið undir læknishendur. Hinn örmagna þurfti á meðferð að halda, en sá sem kól, missir framan af tveimur fingrum. Búið var um ökkla á þeim þriðja, en hann kenndi sér ekki meins að öðru leyti. Hópurinn, sem lagði upp frá Ak- ureyri á leið til Skóga, hafði verið sex daga á leiðinni og látið fyrir berast í ofsaveðri og hríð í snjóhúsi þrjár nætur, - síðustu nóttina aðeins 10 kílómetrum frá skálanum í Nýja- dal. Þá þegar þótti sýnt, að mennina þrjá yrði að skilja eftir. Fararstjóri hópsins gekk því rösklega upp að Kerlingum á Vatnajökli, þar sem hann náði símasambandi og gat kallað á hjálp. þj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.