Tíminn - 20.04.1988, Page 5
Miðvikudagur 20. apríl 1988
Tíminn 5
Grái peningamarkaðurinn
Bankaleynd sem opinbók
Ástæða er til að ætla að upplýsingar um viðskipti leki út úr bankakerfinu
og að leyndin og trúnaðurinn sem bankamir þykjast veita viðskiptavinum
sínum sé meiri í orði en á borði. Tíminn hefur heimildir fyrir því að „grái
peningamarkaðurinn“ á með einhverjum hætti aðgang að gögnum um
innistæður í bönkum sem ekki eiga að vera í höndum annarra en banka
og viðkomandi viðskiptavina.
Starfsmaður fyrirtækis sem
verslar með verðbréf setti sig ný-
verið í samband við mann og bauð
honum viðskipti. Verðbréfasalinn
var með það á hreinu að þessi
væntanlegi viðskiptavinur átti fé í
bönkum og sýndi fram á að hans
fyrirtæki greiddi mun hærri vexti
en bankarnir og að miklu hag-
kvæmara væri að ávaxta fé sitt þar
en í bankakerfinu.
En maðurinn sem gylliboðin
fékk vildi heldur eiga sparifé sitt á
bankareikningum en leggja það í
verðbréfabrask. En verðbréfasal-
inn gaf sig ekki og sparifjáreigand-
anum til mikillar undrunar fór
hann að telja upp innistæður hans
í bönkum, á hvaða reikningum þær
eru og hvaða vexti þær bæru.
Þessar upplýsingar bar hann síðan
saman við þann arð sem fyrirtæki
hans var tilbúið að greiða fyrir
upphæðirnar ef sparifjáreigandinn
tæki út fé sitt úr bönkum og verði
þvf til verðbréfakaupa.
Allar upphæðir og tölur sem
verðbréfasalinn gaf upp komu
heim og saman við þær innistæður
sem sparifjáreigandinn á í
bönkum. Hann spurði eðlilega
hvaðan sölumaður hjá verðbréfaf-
yrirtæki hefði þær upplýsingar sem
Framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins:
Upplýsingar berast
með hraða Ijóssins
Framkvæmdastjóri Fjárfesting-
arfélagsins var spurður um það
með hvaða hætti sölumenn á
verðbréfamarkaði gætu hugsan-
lega fengið upplýsingar um inni-
stæður og sparifjárreikninga ein-
staklinga í bönkum og sparisjóð-
um. „Eg kannast ekki við að slík-
um aðferðum hafi verið beitt hjá
okkur. Ef einhver fótur er fyrir því
að þetta hafi gerst þá hefur það
trúlega gerst í gegnum mannleg
sambönd. Hér í þessu þjóðfélagi
berast upplýsingar á milli manna
með hraða ljóssins," sagði Gunnar
Helgi Hálfdánarson, framkvæmda-
stjóri Fjárfestingarfélagsins og
Féfangs.
Sagðist Gunnar helst ekki vilja
tjá sig um málið þar sem hann gæti
alls ekki gert sér í hugarlund að
nokkur sölumaður starfaði á þenn-
an hátt. Sagðist hann koma af
fjöllum við að heyra þær fréttir að
sölumenn á verðbréfamörkuðum
stunduðu það að hringja í menn
með digra sjóði og bjóða þeim
betri ávöxtun á fé sitt. Eina leiðin
sem farin geti verið, væri sú að
einhverjir starfsmenn hjá bönkun-
um væru ekki starfi sínu vaxnir.
„Ég held að þetta hljóti fyrst og
fremst að snúa að bönkunum en
ekki fjárfestingarfélögunum,1'
sagði Gunnar Helgi. KB
Gunnar H. Hálfdánarson, framkvæmdastjöri Fjárfestingarfélagsins og
Féfangs.
hann lagði á borðið en fékk ekki
svar og var spurður á móti hvort
upplýsingarnar væru ekki réttar og
hvort hann sæi ekki hve miklu
hagkvæmara væri að leggja sparifé
sitt inn í verðbréfafyrirtæki en eiga
það í bönkum.
Sparifjáreigandinn sem hér um
ræðir er enginn viðvaningur í með-
ferð fjármuna og banka- og skulda-
bréfaviðskipti eru honum engin
nýjung. En aldrei hefur hann orðið
fyrir því áður að óviðkomandi aðili
sæti uppi með nákvæmar upplýs-
ingar um öll bankaviðskipti hans
og á hvers konar reikningum hann
kýs að ávaxta sparifé sitt.
Tölvuvæddir bankar og sameig-
inlegt reiknikerfi býður þeirri
hættu heim að bankaleyndin fjúki
út í veður og vind ef einhverjir
aðilar sjá sér hag í því að brjótast
inn í upplýsingakerfin.
Alltaf er neitað að slíkt sé hægt
en einhvers staðar leynist skýring á
því hvernig starfsmaður hjá verð-
bréfafyrirtæki hefur undir höndum
nákvæmar upplýsingar um banka-
innistæður tiltekins sparifjáreig-
anda. OO
Þórður Ólafsson forstöðumaður Bankaeftirlitsins:
Bregðumst við
af mestu hörku
„Það er með ólíkindum að
einstakir aðilar úti í bæ, séu með
upplýsingar um stöðu eigna eða
skulda einstaklinga eða fyrir-
tækja í viðskiptum við banka-
stofnanir, þannig að þeir geti
hagnýtt sér það í sinni starfsemi,“
sagði Þórður Ólafsson, forstöðu-
maður Bankaeftirlitsins. „Það er
stóralvarlegur hlutur og refsi-
verður. Ef við fáum upplýsingar
um það með hvaða hætti slíkar
upplýsingar hafa lekið út, munum
við bregðast við því af mestu
hörku, hvort sem kært yrði til
okkar beint eða til rannsóknar-
lögreglunnar."
Sagði hann að sér þætti afar
slæmt að vita, ef satt væri, að
menn væru svo djúpt sokknir að
þeir stunduðu slíkar aðferðir.
Sagðist hann eiga erfitt með að
trúa því að bankakerfið væri
uppfullt af njósnurum sem gerðu
sér leik að því að láta upplýsingar
um viðskiptavinina leka til verð-
bréfasala.
Sagði Þórður að engin þess
háttar tenging væri á mitli tölvu-
kerfa bankakerfisins og verð-
bréfasala, sem gæfi ástæðu til að
ætla að leka væri að finna í
gegnum tölvurnar.
Þórður Ólafsson sagði að engar
kærur hafi borist um þessi efni og
þætti sér skelfilegt til þess að
hugsa að menn störfuðu á svo
lágu siðferðilegu plani. Hins veg-
ar er Tímanum kunnugt um að
hringt hafi verið til starfsmanna
Bankaeftirlitsins og spurst fyrir
um hvort þessi leið væri virkilega
opin fyrir sölumenn verðbréfa-
markaðsins. Mun þar hafa verið
um að ræða fólk sem hefði orðið
vart við full mikinn kunnugleika
þessara manna um bankareikn-
inga sína, eignir og skuldir. KB
Hrafninn floginn
Ingva Hrafni Jónssyni hefur ver-
ið sagt upp starfi sem fréttastjóri
Ríkisútvarpsins. Er þar með til
lykta leidd togstreitan sem staðið
hefur milli Ingva Hrafns og Ingi-
mars Ingimarssonar, aðstoðar-
framkvæmdastjóra. Samnings-
bundinn uppsagnarfrestur mun
taka gildi en Markús Örn Antons-
son, útvarpsstjóri, hefur tekið fram
að þess sé ekki óskað að Ingvi
Markús örn Antonsson, útvarps-
stjóri RÚV.
Hrafn gegni störfum á uppsagnar-
tímanum.
„Ástæður uppsagnarinnar eru
röð atvika á löngu tfmabili, sem
gera það að verkum að ég hef
komist að þeirri niðurstöðu að það
sé óhjákvæmilegt að Ingvi Hrafn
Jónsson láti af störfum sem yfir-
maður fréttastofu Sjónvarpsins.
Ákvörðunin er tekin með hags-
muni Ríkisútvarpsins í heild í
huga, og þá einkanlega fréttastofu
Sjónvarpsins," sagði Markús Örn í
viðtali við Tímann. „Ég hef tekið
þess ákvörðun að vandiega athug-
uðu máii.
„Ég vildi ráðgast við fram-
kvæmdastjórnina áður en ég tók
þessa ákvörðun. Þar er um að ræða
nánustu samstarfsmenn mína hér í
stofnuninni. Niðurstaðan af þeim
fundi var engin önnur en sú að
þetta væri einvörðungu ákvörðun
útvarpsstjóra, hvernig á þessu máli
yrði tekið. Þar var engin afstaða
tekin til málsins," sagði Markús
Örn.
Staðan verður nú auglýst og
bíða menn eflaust spenntir eftir
því hver verður fyrir valinu. „Ég
geri ráð fyrir því að auglýsingin um
stöðuna verði birt í kvöld eða á
morgun,“ sagði Markús Örn.
Ingvi Hrafn lét af störfum um
hádegisbilið í gær og mun Helgi H.
Jónsson, aðstoðarfréttastjóri,
gegna störfum hans þar til ráðið
hefur verið í stöðuna. JIH
Ingvi Hrafn rís úr sseti fréttastjóra.
Timamynd: Pjelur
Hallgrímur Snorrason kjörinn
bankaráðsformaður Útvegsbanka:
Gísli Ólafsson
hættur í ráðinu
Gísli Ólafsson, fyrrverandi for-
maður bankaráðs Utvegsbankans,
hefur sagt sig úr ráðinu vegna þess
að honum var ekki tilkynnt um að
nýr bankaráðsmaður, Haligrímur
Snorrason, tæki við formennsk-
unni.
Hallgrímur Snorrason, hag-
stofustjóri, var kjörinn í bankaráð
Útvegsbankans á aðalfundi hans
12. apríl sl. og kom í stað Baldurs
Guðlaugssonar, hæstaréttarlög-
fræðings, sem kjörinn var vara-
maður. Aðrir aðalmenn voru
endurkjörnir þar á meðal Gísli
Ólafsson, forstjóri Tryggingarmið-
stöðvarinnar, sem gegnt hafði
stöðu formanns bankaráðs. Um
það leyti, sem Hallgrímur var kjör-
inn í bankaráðið, var það fastmæl-
um bundið að hann yrði formaður
þess. Hins vegar var Gisla ekki
tilkynnt um þá ákvörðun, fyrr en
skömmu fyrir fund bankaráðs í
gær, en hann hefði ekki tekið sæti
í ráðinu cf hann hefði þurft að láta
af formennsku.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, var cndurkjörinn varafor-
maður bankaráðs Útvegsbankans
á fundi þess í gær. Enn fremur tók
Baldur Guðlaugsson sæti Gísla
Ólafssonar.
Jón Sigurðsson, bankamálaráð-
herra, sagði að úrsögn Gísla kæmi
sér á óvart og að hann hefði haft
traust sitt til starfans. Ráðherra
telur það ekki mistök, að láta ekki
Gísla vita fyrirfram um formanns-
skiptin. Það sé bankaráðs að skipta
með sér verkum en ekki ráðherra.
w