Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.04.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRUT WASHINGTON - Ronald Reagan Bandaríkjaforseti vill bætt samskipti viö Sýrlendinga og hefur sent Hafez Al-Assad forseta Sýrlands orðsendingu þess efnis. TÚNIS - Ríkisstjórn Túnis hefur farið fram á það að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kalli saman fund til að ræða morðárás ísraela á yfir- herforingja PLO Al-Wazir i Túnis á laugardag. Kallaði Túnisstjórn verknaoinn „ísra- elsk hryðjuverk". HÖFÐABORG - Kröftug sprenging rauf gat á veggi banka í nánd við þinghús Suð- ur-Afríku í Höfðaborg. NEW YORK - New York búar mættu vel í forkosningar fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í gær, en þá var einmitt kosið í New York ríki. Þessar forkosningar gætu ráðið úrslitum um það hver verður útnefndur forsetaefni demókrata fyrir forsetakosn- ingarnar. SAN JOSE, COSTA RICA - Heimasmíðuð sprengja sprakk fyrirframan Menningar- stofnun Bandaríkjanna í San Jose á Costa Rica. Fjórir menn særðust þar á meðal einn Bandaríkjamaður sem særðist, mjög illa á fæti. TEL AVIV - Forsætisráð- herra ísraels, Yitzhak Shamir sagði að allir gyðingar hlytu að gleðjast yfir því ao ísraelskur dómstóll hafi komist að þeirri niðurstöðu að John Demjanjuk sé hinn illræmdi „Ivan grimmi“ og ákært hann fyrir stríðs- glæpi. HAAG - Hinir sjö fulltrúar I varnarmálanefndar Evrópu- bandalagsins ítrekuðu þann rétt ríkja að verja olíuflutninga- skip sín á Persaflóa fyrir árás- um. Þá buðu þeir Spánverjum og Portúgölum formlega til við- ræðna um að þær þjóðir taki i þátt í störfum nefndarinnar. LIBANON - ísraelsmenn hafa flogið með fimmtán Pal- estínumenn í þyrlum út af, svokölluðu örygaissvæði sem; Israelsmenn hafa lýst yfir og skilið þá eftir I suðurhluta Líb- anon. ÚTLÖND Miövikudagur 20. apríl 1988 Khameini forsætisráðherra írana hótar Bandaríkjamönnum öliu illu á meðan Reagan segir spennuna minnka: Bandaríkjamenn komnir í lífshættulegt kviksyndi Reagan Bandaríkjaforseti er að draga þjóð sína inn í kvik- syndi sem er mun lífshættulegra en Víetnam eða Líbanon. Þetta voru orð Khameinis forsætisráð- herra írans í gær eftir hernaðar- átök Bandaríkjamanna og írana á Persaflóa á mánudag. Ronald Reagan Bandaríkjaf- orseti sagði hins vegar að ástand- ið á Persaflóa væri að róast eftir striðsátökin og sagðist forsetinn vona að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að beita vopnavaldi gegn írönum á nýjan leik. Bandarísk- ir hernaðarsérfræðingar eru þó mjög uggandi um að Banda- ríkjamenn eigi sér enga undan- komuleið úr því sem komið er og muni dragast að nýju inn í Persaflóastríðið innan skamms. Khameini forsætisráðherra írans sagði Bandaríkjamenn vera „heimskulega einfeldninga" fyrst þeir réðust á Irani og sagði að afleiðingarnar yrðu biturlegar þján- ingar fyrir Bandaríkjamenn. Kham- eini sagði að íranir litu ekki þannig á að átökunum væri lokið fyrr en hörðum hefndarárásum á hinn glæpsamlega óvin væri lokið. Því er greinilegt að íranir hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Bandaríkjamenn misstu að líkind- um eina þyrlu með tveimur mönnum innanborðs í átökunum við frani, en tjón írana var mun meira. Auk olíuborpallanna tveggja sukku eða löskuðust mjög sex írönsk skip í átökunum, þar af löskuðust tvær af fjórum freigátum írana mikið. Fjörutíu Iranar létu lífið í átökun- um. Grunur leikur á að íranir hafi notað svokölluð silkiormaflugskeyti í árásum sínum á bandarískar flug- vélar og skip, en þau flugskevti eru kínversk að gerð. í gær gerðu franir árás á enn eitt olíuflutningaskipið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og lösk- uðu það nokkuð. Önnur átök urðu ekki á flóanum. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að láta herskip sín ekki fylgja olíuflutn- ingaskipum Kúvæta fyrst um sinn vegna ástandsins sem nú ríkir. Bandaríkjamenn hafa 29 herskip að staðaldri á Persaflóa, bæði til vernd- ar olíuskipum og til að sýna mátt sinn og megin. Pravda fordæmdi árásir Banda- ríkjamanna á írönsku olíuborpall- ana á mánudag og kallaði þær byssu- bófaleik. íranir misstu ekki aðeins olíu- borpalla sína á mánudag. frakskar hersveitir náðu hinum hernaðarlega mikilvæga Faw skaga á vald sitt að nýju eftir harðar orrustur. íranir höfðu náð Faw skaga á vald sitt fyrir tveimur árum og hafa meðal annars gert eldflaugaárásir á Kuwait frá skaganum. franir sökuðu Bandaríkjamenn um að hafa stutt hersveitir íraka með herþyrlum, en Bandaríkja- menn hafa vísað því á bug. Þá sökuðu íranir Kúvæta um að hafa leyft frökum að nota Bubyianeyju sem liggur undan Faw skaga, sem stökkpall inn á skagann. Kúvætar hafa neitað þessum ásökunum. Um leið og Saudiarabar for- dæmdu frani fyrir árás á olíuflutn- ingaskip frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum óskuðu þeir frök- um til hamingju með að hafa náð Faw skaga á vald sitt á ný. Frekar hefur andað köldu milli Saudiaraba og írana eftir blóðsúthellingarnar í Mekka á síðasta ári þegar þúsundum íranskra pílagríma lenti saman við arabíska öryggislögreglu. Khameini forsætisráðherra írana hótar Bandaríkjamönnum öllu illu. En Reagan Bandaríkjaforseti segir ró vera að komast á í Persaflóanum. Mun þetta verða hlutskipti banda- rískra sjóliða við Persaflóa á næstu vikum? Poul Schluter boðar kosningar í Danmörku 10.maí: Stef nan gagnvart NATO aðal kosningamál Dana Poul Schluter forsætisráð- herra Danmerkur hefur boðað til kosninga í landinu þann lO.maí. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að minnihluta- stjórn hans varð að lúta í lægra haldi í atkvæðagreiðslu í danska þinginu þegar sam- þykkt var að skipherrum allra erlendra herskipa sem koma í höfn í Danmörku yrði tilkynnt skriflega að ekki væri leyfllegt að flytja kjarnorkuvopn um danska lögsögu á fríðartímum. Þetta telur Schluter að ógni stöðu Dana innan Nato. „Niðurstaða þingsins stofnar fullri aðild Danmerkur að Nato í hættu“ sagði Schluter í danska þinginu þegar hann tilkynnti um kosningarnar. “Undir þessum kringumstæðum teljum við nauð- synlegt að kjósendur fái að sýna afstöðu sína til fullrar aðildar Dan- merkur að Nato“. „Ríkisstjórnin gengur sameinuð til þessara kosninga og sækist eftir auknum styrk til að fylgja stefnu sem tryggir áframhaldandi aðild okkar að Nato og einnig til að framfylgja þeirri efnahagsstefnu sem hefur verið grunnur athafna ríkisstjórnarinnar frá því 1982“ sagði Schluter. Schluter hefur verið forsætis- ráðherra Danmerkur frá því árið 1982 þegar hann myndaði sam- steypustjórn hægri og miðjuflokk- anna í Danmörku. Ríkisstjórnin missti meirihluta sinn í kosningum á síðasta ári, en starfaði áfram þar sem stjórnarandstaðan náði ekki meirihluta. Kjarnorkuvopn hafa verið bönn- uð á dönsku yfirráðasvæði í þrjátíu ár, en hingað til hafa dönsk yfirvöld ekki grennslast eftir því hvort herir Natoríkja hafi virt þetta bann. mjög hvekktir yfir þessari ákvörð- un danska þingsins enda játa þeir hvorki né neita hvort herskip þeirra séu búin kjarnorkuvopnum eður ei. Sagði Sir Geoffrey Flowe utanrík- isráðherra Breta að þessi ákvörðun danska þingsins gæti orðið til þess að veikja mjög varnarmátt flota Nato við Skandinavíu og þannig veikt öryggi Skandinavíu á ófriðar- tímum. Það fór sem á horfði. Poul Schluter boðaði til þingkosninga eftir að hafa Bandaríkjamenn og Bretar eru orðið undir í atkvæðagreiðslu sem snerti aðild Dana að Nato.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.