Tíminn - 20.04.1988, Qupperneq 14

Tíminn - 20.04.1988, Qupperneq 14
14 Tíminn Miðvikudagur 20. apríl 1988 FRAMSÓKNARFÉLAGANNA A SUÐURLANDI í HÓTEL SELFQSSI MIÐVIKUDAGINN 20Æ88 HÚSIÐ VERÐUR OPNAÐ KL. 20.00 HEIÐURSGESTIR: STEINGRlMUR HERMANNSSON OG EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR ÝMIS SKEMMTIATRIÐI: HLJÓMSVEITIN KARMA LEIKUR FYRIR DANSI TRYGGIÐ YKKUR MIÐA TlMANLEGA I SlMUM: SÖLRÚN 1835. EINAR 6723, SKRIFST. KJÖRD.SAMB. 2547 ALLIR f9f VELKOMIMIR SKEMMTINEFNDIN Landsstjórn og Landsstjórn og framkvæmdastjórn ásamt varamönnum er hér meö boöuð til kvöldverðarfundar I veitingahúsinu Torfunni, föstudags- kvöldiö 22. apríl kl. 19.30. Framreiddur veröur hollur íslenskur matur og rætt veröur um starf L.F.K. og framtíðarhorfur I þjóðmálunum. Framkvæmdastjórn L.F.K. Ðorgnesingar - nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu, Borgarnesi, föstudaginn 22. apríl kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness Selfoss - félagsfundur Framsóknarfélag Selfoss boöar til félagsfundar þriðjudaginn 26. apríl n.k. aö Eyrarvegi 15, og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Staöa bæjarmála. Framsögur. Fyrirspurnir og almennar umræöur. Kökur og kaffi. Mætum öll. Stjórnin VETTVANGUR Þorsteinn Hákonarson: A fundi hjá nýalssinnum Það er dálítið merkilegt að til skuli vera félagsskapur sem ástundar samskifti við aðra íbúa himingeimsins. Þetta félag er félag nýalssinna. Það kom svolítið flatt upp á mig að Guðmundur vinur minn Jónsson frá Kópsvatni af stór- meistaraættinni bað mig að koma þar á fund og svara nokkrum spurningum. Ég játti því, og vissi að það sem fyrir þeim nýalssinnum vakti væri spurningin um hraða ljóssins. Enda væru þau samskifti sem þeir stunda ekki möguleg ef ljóshraðinn væri hæsti hraðinn. Ég hafði sett tvær auglýsingar í Dagblaðið þar sem ég tilkynnti breytingar á svokölluðum náttúrulögmálum, ég hef stundað athuganir á grundvallaratriðum og mér hafði dottið í hug í eitthvert sinn stjórnvöld tilkynntu einhver ólög að það gætu nú fleiri auglýst breytingará Iögum. Ogsakirþeirr- ar hefðar sem gildir í andlegum efnum á fslandi, þá koma stundum upp þau atvik eða aðstæður að ekki er hægt að sleppa því að bregðast við og framkvæma. Pað varð því úr að ég augiýsti breyting- ar á náttúrulögmálunum, kunn- ingjum og vinum til mikillar hrell- ingar. Fundarboð Mér barst í hendur fundarboð frá þeim nýalssinnum og rak nokk- uð í vörðurnar þar sem þar var auglýstur dagskrárliður þar sem Þorsteinn Hákonarson mundi halda fyrirlestur um nýjan grund- völl eðlisfræði. Og það sjá allir menn að maður getur ekki vikist undan slíkum stórmælum, hér var komið efni í mikið karlagrobb ef maður skyldi ná einhverjum aldri. Mætt á fund Þetta var alvarlegt og velviljað fólk sem var á þessum fundi, svolftið sér á parti eins og maður sjálfur vegna skoðana sinna og tæplega fólk af því sem er kallað alþýðuskap. Það vakti nokkra furðu mína að þetta fólk hafði komið sér upp styttingum í tungumáli eins og verður meðal sérhæfðs fólks, og gripu frammí vegna merkingar orða eins og gerist þar sem allt er haft á hreinu. Ég varð þess var að munurinn á þessu fólki og því sem við köllum vísindamenn var aðeins einn og ég tel það merkilega upp- götvun. Það er svo með eðlisfræði að hún fjallar um atriði og lýsingu á eðli í náttúrunni sem við getum ekki skynjað beint. Til þess að vera viss um að lýsing okkar á náttúrunni sé rétt beitum við tilraunum og gerum kröfu til þess að þær séu endur- tekningarhæfar og séu skynjanleg- ar skynfærum okkar. Og í því efni viðurkennum við hin fimm hefð- bundnu skynfæri, en ekki önnur. Það sem nýalsinnar gera er hinsvegar það að þeir viðurkenna eitt skynfæri í viðbót, það er allur munurinn. Það er skynfæri fjar- áhrifa. Að öðru leyti var augljóst að vinnuaðferðir til þess að þekkja sannleikann frá hisminu voru eins og hjá vísindamönnum. Enn ekki hægt að sleppa Mér kom í hug að ég gæti líkt eftir Galileo og sýnt fram á tilraun mjög líkri þeirri sem hann vildi sýna kardínálunum á sínum tíma. Galileo bauð þeim ágætu mönn- um að kíkja í kíki og sjá tungl Júpíters, en þeir vissu úr fræðum Aristotelesar en ekki kristni vel að merkja, að það þyrfti ekki, því yfir flatri jörðinni var festing með stjörnum eins og jólaskraut f sam- komuhúsi. Ég benti því á þá einföldu tilraun að beina línuhraðli að himintungl- um eins og til að draga úr hraða einda sem þaðan bærust, en línu- hraðall er tæki sem getur bæði hraðað og hægt á eindum eftir því hvernig honum er beitt í beina línu. Það sem mundi gerast er að fram kæmu eindir sem annars mældust ekki og það væri vegna þess að þær væru á hraða yfir ljóshraða. Gott ef eru ekki einhver dæmi um veik orkuskifti á undan merki frá púlsurum sem væntanlega mundu koma fram sem sterk ef hægt væri á þeim. Það eru flókin og einföld fræði á bak við þetta, en menn sjá náttúr- lega að ekki er hægt að sleppa því að bera þetta fram eins og söguleg atriði hafa þróast. Það er nefnilega svo að okkar ágætu vísindamenn eru sammála um það að það sem flytur ljós sé ekkert, það sem er miðill orkuskifta sé ekkert. Og allt vegna fallegrar stærðfræðilegrar útgáfu. En það er eins aristoteliskt og grautarskál á hvolfi yfir flatri jörð sem kallaðist festing. Önnur tilraun Hugsum okkur venjulegan raf- segul, látum leysigeisla fara við enda hans, tvo eða fleiri, þvert á pólstefnuna. Þegar við hleypum straumi á þá hefur segullinn áhrif á geislana, en fyrst á þann sem er næstur og ekki með hærri hraða en ljóssins. Þetta má mæla. Hvað segir þetta okkur? Það segir okkur að rafhleðsla berst með ákveðnum hraða, og það segir okkur að þessi rafhleðsla getur ekki ýtt neinu hraðar en hún sjálf fer. Þetta er eins og bíll sem getur aðeins farið á 100 km hraða getur ekki ýtt á bíl sem fer hraðar í sömu átt. Þess vegna geta hraðlar aldrei ýtt neinni eind hraðar en því sem nemur hraða rafhleðslu. Og þegar við vitum að rafeindir hafa tíðni, það er að segja einstak- ar sveiflur, þá er nokkuð Ijóst að þessum sveiflum fylgir hreyfing, hreyfingu fylgir hraði, hraði sveifl- unnar er takmarkaður og það er eitthvað sem takmarkar hann og það er ekki öðru til að dreifa en rúminu sjálfu. Það er því ekki um annað að ræða en að rúmið sjálft sé þeirra eiginleika að í svokölluðu inertíalkerfi verður hraði ekki meiri en Ijóshraðinn, en hver segir að heimurinn allur sé sama inert- íalkerfið. Upphaflega skyssan mun sú að gera ráð fyrir eiginleikum rúmsins eins og bylgjueiginleikum vatns, en það var gert við svokallaða Michelsons-Morely tilraun. Og þegar vatnseiginleikarnir komu ekki fram, þá kom Albert Einstein fram með það að að aðeins afstæð hreyfing væri af eðlisfræðilegri þýðingu. Síðan var gert ráð fyrir að ljóshraðinn væri mestur og þá kom fram náttúrulýsing sem var háð ákveðinni vísitölu sem var afstæði hraðinn. Þannig tókst að láta gömlu lögmálin gilda við litla hraða, en fá ný við hærri hraða. Það var hinsvegar engin skýring á því hversvegna ljós hreyfist yfir- leitt, en það hreyfist vegna þess að það myndast við áreiti rafeindar á rúmið og er orkutilfærsla yfir í rúmið með hleðslumyndunarhraða þannig að ein tegund hleðslu myndast í hreyfingaráttina og gagnstæð í öfugu áttina. Þessi hreyfing getur því ekki orðið af- stætt kyrr í inertíalkerfi nema með því að gagnverkun rúmsins sé næg til þess að mynda kyrrt kerfi, það er að segja tíðnin orðin nægilega Sumarleiga Þeir sem huga að sumarbúðarekstri, íþróttanám- skeiðum eða orlofsdvöl í fögru og hrífandi um- hverfi, ættu að kynna sér aðstöðu Laugargerðis- skóla, Snæfellsnesi. • Skólinn er í ca. 160 km fjarlægð frá Stór- Reykjavík. • Heimavist tekur allt að 52 í rúm. • Ágætt eldhús og matsalur. • Setustofa og samliggjandi kennslustofur. • Sundlaug, nýtt íþróttahús og útileiksvæði. Allar upplýsingar gefur skólastjóri í símum 93- 56600 og 93-56601. Hugleiðing að páskum 1988 Kristið samféiag, hvar sem það fyrirfinnst í veröldinni, býr yfir margvíslegum siðum, sem einkenn- ast af hugsunarhætti og menningar- venjum á sérhverjum stað, þó all- víða megi finna samtengsl meðal sumra þátta - menningartengsl, sem varðveist hafa í margar aldir og eiga eftir að gera það, samkvæmt líkum, á ókomnum tímum -enda þótt þessi tengsl við fortíðina séu orðin nokkuð margtvinnuð, sum hver ólíkt íburð- armeiri í tímans rás, þó á öllum tímum finnist sameiginleg, sterk og áberandi einkenni, ef þeir sem hafa lagt sig eftir því, fyrir örófi, leitað friðar og sannleika í orðum meistar- ans. Já, vissulega þykir þetta krydd lífsins í tilverunni fyrir marga og ómissandi þáttur í daglegum fram- gangi þeirra, einkennir samfélags- munstrið, á hverjum stað, enda þótt hvert fyrir sig, byggist upp á annars ólíkum hugsunarhætti og mismunandi tíðaranda hverju sinni, eins og gengur. Þannig er það og íslenskt þjóðfé- lag hefur ekki farið varhluta af þessu - kristinni trú og siðvenjum í tímans rás og löngu vitað af gömlum bók- fellum, að svo virðist, sem hún hafi komið mörgum vel, í margvíslegri þrengingu hér áður fyrr, sumsstaðar í þjóðfélagsþróuninni - reyndar mýmörg dæmi um það í samtíman- um meðal einstakra hópa, ef cyrun eru lögð við. Næst síðasti dagur dimbilviku að kvöldi kom inn - föstudagurinn langi, sem hefur haft sinn sígilda boðskap í skauti sér frá örófi, en síungan og traustan fyrir marga - einn þáttur af mörgum í daglegum framgangi öllum, sem gerir það að betri hópum en áður - og að þessu kvöldi er þessi grein er skrifuð, sem minnir á og vekur kannski þig - lesandi góður, til umhugsunar fyrir því, að þrátt fyrir mismunandi skoðanir hvað snertir menn og mál- efni í samfélaginu, hverjum tíma sé að ræða og sumt verði úrelt, eins og gengur, virðast hin margvíslegu og mismunandi trúarmunstur lengstum ætla að halda velli við hliðina á margvíslegum raunvísindum og tækni, í samfélaginu, reyndar sem

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.