Tíminn - 20.04.1988, Page 15

Tíminn - 20.04.1988, Page 15
Miðvikudagur 20. apríl 1988 Tíminn 15 há eins og í rafeindum. Þess vegna verður ljósið að hreyfast til þess að ekki verði sköpun úr engu cða eyðing. Forsenda hinnar sérstöku af- stæðiskenningar er að fyrst rúmið hagar sé ekki eins og vatn, þá er það ekkert og hefur engin orku- skipti. Þetta er einfaldlega rangt þegar leitað er svara við spurningunni um hversvegna ljós hreyfist. Hin sérstaka afstæðiskenning er því mjög takmarkað lýsandi. Skynfærin Ég tjáði þeim ágætu nýalssinnum að ég ynni með tilliti til hefðbund- inna skynfæra þegar ég vildi lýsa atburðum. Það er hinsvegar svo með mig eins og fjöldann allan af okkar ættum að ég þykist hafa andlega eiginleika til þess að nema fjarhrif, finna spennu í jörð fyrir jarðskjálfta og svo framvegis og hefi séð það sem menn kalla fram- liðna menn. Það er ekkert nýtt, hinsvegar erum við enn ekki tækni- lega fær um að sýna með aðstoð hefðbundinna skynfæra hvað þarna er á ferðinni. En það er verið að vinna í því, vísindamenn hafa hafið athuganir á slíku 6kyni með hefðbundnum aðferðum. Og ef og þegar í ljós kemur að slík skynfæri geta verið trúverðug, þá mun afstaðan til tilrauna þeirra nýalssinna breytast. Nægilega margar ábendingar hafa komið fram í þessu efni til þess að hvetja þá nýalssinna til að nota tímann, það getur verið lykill fyrir okkur síðar. Hinsvegar eru flestir menn mjög sneyddir því sem kall- ast yfirskilvitlegir hæfileikar og því verðum við að halda fram vísinda- legri vinnuaðferð á þessu sviði til að virða það fólk. Þctta er eins og flest fólk væri litblint, örfáir sæju lit, og lýsingar þeirra á lit mundu aldrei skiljast af þeim litblindu, ef hinsvegar tækist að gera tæknibún- að þannig að þeir litblindu sæju lit, þá er búið að koma því til skynjun- ar sem þarf. Félagsleg sannleiksvarsla Það mun nú svo að í hverju samfélagi er sterk tilhneiging til þess að vernda sannleikann. Þessi sannleiksvarsla hefur lengst af ver- ið á vegum töframanna ættbálk- anna, síðar forsvarsmanna trúar- bragða og nú síðast þeirra sem nefna sig vísindamenn og vernda sannleik þeirra lýsingarkerfa sem tekin eru trúanleg. Aðför að Galileo var slík sann- leiksvarsla og hún á sér nokkrar eðlisfræðilegar orsakir. Það mun svo með heila manna að hann lærir ratvísi til að halda líkama sínum, haga sér félagslega og tæknilcga til þess að komast af. Það að læra og tileinka sér er í eðli sínu aðferð til þess að nota minni orku heldur en ef taka þyrfti allar ákvarðanir upp á nýtt á hverjum degi, það réði enginn við það, hugsum okkur t.d. að þáð yrði ákveðið einn dag í senn hvorum megin á vegi við ækjum. Til þess að valda aðstæðum sínum er rík tilhneiging til þess að hafa alla rétta hluti á hreinu, þannig að lítil spenna sé milli hugmynda okkar um umhverfið og skynjunar okkar á því. Sérhver tjáning um breytingu á hugmyndum okkar um umhverfi og náttúru vekur upp tilfinningu í fjölda manna sem verða sjálfvirkt fyrir áreiti af því að einhver er að segja að eitt eða annað sé öðruvísi en viðkomandi hefur gert sér hug- mynd um. Þetta á sér allt orsakir í lögmálinu um viðhald orkunnar, það er afskaplega erfitt að meðtaka hugmyndir um grundvallarbreyt- ingar vegna þess að slíkar breyting- ar eru árás tugþúsunda minnis- atriða og orsakasambanda úr túlk- un á reynsluskynjun. Boð sem berst inn í heilann sem boðar grundvallarbreytingu áreitir heilann og leysir mikla orku, þcssi orka verður að finna farveg og farvegurinn er reiði til þess að ná valdi (dominans) á heilastöðvum. Þetta er alheilbrigt viðbragð til þess að vernda áunna ratvísi heil- ans. Það er nú svo að þegar maður boðar miklar breytingar á grund- vallaratriðum, þá er ekki hægt að ætlast til að það sé meðtekið, en þegar tilraunir fara að sýna að maður er ekki kolklikkaður, þá gerist afskaplega vondur hlutur. Hann er sá að menn vilja fá nýjan sannleika í einum hvelli fyrir þann gamla til þess að ná sömu logn- mollu í heilann og áður. Miklu væri nær að menn segðu við sig að nú væri þeim sjálfum frjálst að hugsa og skapa það sem sýndi sig rangt eða takmarkað lýsandi upp á nýtt og legðu í þá vinnu. Það er nefnilega svo að þessi tegund sem við erum af, lifir af með því að skapa sér nýjar vistkerf- isaðstæður og er það löngu mál. Því er rétt að menn virði viðleitni nýalssinna sem er sköpunarvinna í félagslegum skilningi, það er lík- legast að þeirra verk og verk ann- arra sem beita uppljóstrun fyrir hefðbundin skynfæri renni saman um síðir, en þá kemur vinnan til góöa. Og sú hugmynd að einungis sé líf á jörðinni er fáránleg, líf er það scm sækir einhvern veginn til lægstu spennu með gagnverkun og þá án þess að sækja til lægstu spennu eins og gerist í því sem við nú köllum kraftsvið. Og lífið velur. Að álykta að þessi eiginleiki sé einungis til á jörðinni er í ósam- ræmi við rcynslu okkar, líf þróast við iiinar margvíslegu aðstæður og það að hér sé líf bendir ekki til neins annars en allt sé kvikt annars- staðar við svipaðar aðstæður. Það væri næsta fáránlegt ef við hefðum ckki sem tegund einhverja þá tilburði til að komast í samband við aðrar vitsmunaverur ef cru. Og þá verður að fórna til lognmollunni í heila. Tæplega er hægt að hugsa sér nokkrar tilraunir sem eru ætlaðar fyrir skilningarvitin fimm á því sviði scm við nú nefnum yfirskilvit- leg án þess að einhver starfscmi sem gerir ráð fyrir aðferðum um samband sé viðhöfð. því þaðan kqmur frumkvæðið. Vil ég benda á þetta eðli við- fangsefnisins í sambandi við nýals- sinna og bið fólk að varast fordóma vcgna eðlis félagslegrar sannleiks- vörslu. Á sama hátt er það tímaeyðsla fyrir þá sem eru að uppgötva og skapa að berjast við félagslega sannleiksverði, þeir eru sjálfir ekk- ert að uppgötva vegna eðlis hugs- unar þcirra og ekkert á þeim að græða. Þeim verður hinsvegar tilkynnt um breytingar eins og sögulcga hefur verið. Þorsteinn Hákonarson þetta fyrirfinnst í hverju þjóðfélagi fyrir sig, þó á öllum tímu. fyrr og síðar, lirikti stöku sinnum téðum munstrum sökum ólíkra, utanað- komandi tískudeilna, málefnalegra storma þennan eða hinn tímann. Og nú um næstu helgi, rennur upp hið árlega páskatímabil, sem raunar varir í nokkrar vikur, og hefur sitt gildi fyrir margan er veit þetta, eins og sjálfsagt eðli og inntak hvers helgidags annars, er sérhvert ár geymir í skauti sér. téðurn hópum til gæfu og auðnu, en það er fjallhá staðreynd, að hugtakið’trú er mis- jafnt og margvíslegt, eins og mann- fólkið, en það er önnur saga, sem ég hirði ekki um hér, enda mál að linni. Gunnar Sverrisson Þórsgötu 27 Reykjavík. t Móðir, fósturmóðir, tengdamóðir og amma Halldóra Halldórsdóttir Mýrum, Villingaholtshreppi er lést á sjúkrahúsi Suðurlands 13. apríl verður jarðsungin frá Villingaholtskirkju laugardaginn 23. apríl kl. 14.00. Guðmunda Sigurðardóttir Kristinn Sigurðsson Jóhanna Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir Margrét Sigurgeirsdóttir. VOR ’88 G/obust Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 Vélabær hf„ Andakilshr. S. 93-51252 ólafur Guðmundsson Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191 Guðbjartur Björgvinsson Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 93- 41475 Vélsm. Húnv. Blonduosi S. 95-4198 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvikur, Dalvik S. 96-61122 Dragi, Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540 Víkurvagnar, Vik S. 99-7134 Ágúst ólafsson Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840 Hnífaherfi JOSVE hnífaherfi með þremur hnífarás- um eru mjög lipur og fjölhæf. Vinnslu- breidd 3 m. Herfi sem njóta vaxandi vinsælda. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT SUZUKI FJÓRHJÓL ÁRG. 1987 (mink- urinn) Ekinn 267 km. Eins og nýtt. Tilbúið í sveitina. Verð kr. 280.000.-. Mjög góð kjör. 0P -> ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00 Hafnarfjörður Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1. maí n.k. ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur. Bændur - Aukabugrein 25 til 30 góðar angorakanínur til sölu. Búr geta fylgt. Upplýsingar í síma 99-6725.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.