Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 8
Miövikudagur 27. apríl 1988 8 Tíminn Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDtS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Skilaboðin Viðbrögð við stjórnmálaályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins eru jákvæð meðal almenn- ings. Hvað varðar forystumenn stjórnmálaflokka fara viðbrögðin nokkuð eftir því hvort um er að ræða talsmenn stjórnarandstöðu eða forystumenn samstarfsflokka Framsóknar í ríkisstjórninni. Stjórnarandstæðingar með Alþýðubandalagið fremst í flokki reyna að manna sig upp í gagnrýni á niðurstöðu miðstjórnarfundarins án þess að þar geti hugur fylgt máli. Hvað sem segja má um störf ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar til þessa, þá er almannaálit á einn veg um það að ekki sé að vænta afreka af hálfu helstu fyrirsvarsmanna stjórnar- andstöðunnar, Alþýðubandalagsins og Borgara- flokksins. Forystumenn samstarfsflokka Framsóknar í ríkisstjórn hafa tekið niðurstöðum miðstjórnar- fundarins vel og áttað sig á því að áframhaldandi stjórnarsamstarf byggist á því að gerðar verði ráðstafanir í aðsteðjandi efnahagsvanda. Mið- stjórnarfundurinn var ekki kvaddur saman til þess að lýsa yfir stjórnarslitum, heldur til þess að knýja ríkisstjórnina til þess að framfylgja stjórnarsátt- málanum. Því verður að treysta að forystumenn samstarfs- flokkanna hafi meðtekið þessi skilaboð miðstjórn- arinnar. Miðstjórnin fjallaði umfram allt um þrjú atriði: Almenn efnahagsmál, rekstrarmál útflutnings- framleiðslunnar og byggðamál. Þessi mál eru samtvinnuð og að ýmsu leyti eitt og sama málið. Útflutningsframleiðslan, sem er undirstaða alls okkar efnahagslífs, fer að langmestu leyti fram úti um landsbyggðina. Þar fer hin virka gjaldeyrisöflun fram. Sjávarútvegurinn og fiskvinnslan í kauptún- um og kaupstöðum landsins er lífæð efnahags- kerfisins, sá grundvöllur sem öll önnur starfsemi þjóðfélagsins hvílir á. Það er því til nokkurs að vinna að þessar greinar séu reknar áfallalaust og geti byggt sig upp að eigin fé. Að hagur sjávarútvegs og fiskvinnslu tengist þróun byggðar í landinu er augljóst. Kjarni byggðastefnu er og verður sá hvernig uppbygging á sér stað í sjávarútvegsgreinum og hvernig þeim vegnar. Þess vegna hljóta menn ávallt að ræða þessar atvinnugreinar og velferð þeirra um leið og menn krefjast þess að byggðastefnan hafi framgang. Þetta kom mjög skýrt fram á miðstjórnarfund- inum. Hitt kom ekki síður fram í máli hinna fjölmörgu fulltrúa hvaðanæva af landinu, að gera verður virkar ráðstafanir í verslunarmálum lands- byggðar og að mætt verði þeim vanda, sem skapast hefur í þjónustu við landbúnaðinn, ekki síst rekstri sláturhúsa, sem víða er að sliga kaupfélögin, sem eiga sláturhúsin, en fá ekki eðlilega fyrirgreiðslu við rekstur þeirra miðað við núverandi skipulag á afurðasölu. Það er rétt metið, eins og kemur fram í forystugrein Morgunblaðsins í gær, að framsóknar- menn krefjast réttlætis fyrir landsbyggðina og atvinnulífið þar. Samstarfsflokkarnir ættu að með- taka þau skilaboð. Illllllllllllllllllllíl GARRI llllllllllllllllllllllllllllilllllllllllillliilllllllllll^ .. ■ iíllll lili III! 'I Virkur fjármagnsmarkaður Framsóknarmenn funduðu um helgina og ræddu m.a. þann vanda sem nú steðjar að atvinnulífi lands- byggðarinnar. Þeir hjá DV voru dálítið fljótir á sér, því að á föstu- dag ræddu þeir um þær tillögur, sem þeir töldu að miðstjóm Fram- sóknarflokksins myndi senda frá sér, og skýrðu frá því að andstaða myndi verða gegn þeim í hinum ríkisstjórnarflokkunum. Slík spámennska er nú auðvitað svona og svona, en má þó liggja á milli hluta að sinni. En annað vckur þó athygli í þessarí véfrétt, og það eru ummæli sem þar eru höfð eftir Ólafi ísleifssyni efna- hagsráðunaut ríkisstjórnarinnar. Hann ræðir líka um væntanlegar tillögur líkt og búið værí að sam- þykkja þær, og eftir honum er þetta haft í DV: „Varðandi aðrar tillögur (fram- sóknarmanna, innskot Garra) sagði Ólafur ísleifsson efnahags- ráðunautur ríkisstjórnarinnar, að þær væru allar skref aftur á bak. Tillögur þeirra um svokallað inn- grip í vexti geti ekki þýtt annað en veríð sc að beina hluta af fjármagn- smarkaðinum til Sambandsins. Það muni auk þess leiða af sér minni sparnað innanlands, sem aftur eykur erlendar lántökur. Háir vextir séu það gjald sem við greið- um fyrir virkan innlendan fjár- magnsmarkað. Lúxustollar og auknir skattar á bíla séu í hróplegrí andstöðu við einföldun skattakerf- isins sem þessi rikisstjórn hafi hreykt sér á. Gengið hafi nú þegar nægileg áhrif á lánskjaravísitöluna. Það mælist í hækkunum á innflutt- um vörum í framfærslu- og bygg- inga vísitölu. Fjárfestingaskattur muni síðan draga jafnt úr arðbær- um fjárfestingum sem og óarðbær- um.“ Frjálshyggjutal Það er svo annað mál að bæði DV-menn og efnahagsráðunautur- inn voru svo seinheppnir að spá- dómar þeirra um stefnumörkun miðstjómar Framsóknarflokksins rættust síður en svo í öllum atríð- um. En hitt er annað mál að það er alvarlegur hlutur þegar efnahags- ráðunautur ríkisstjórnarinnar læt- ur frá sér ummæli eins og þcssi. Þetta er frjálshyggjutal af verstu tegund. Sem dæmi má taka ummæli hans um það að inngrip í vexti geti ekki þýtt annað en að veríð sé að beina hluta af fjármagnsmarkaðnum til Sambandsins. Sambandið er nú einu sinni samband kaupfélaganna vítt og breitt um landið, og skiljan- lega brenna vandamál landsbyggð- arínnar heitt á því. Að því er skilja má af orðum efnahagsráðunautar- ins er hins vegar ekki annað að sjá en hann líti á Sambandið sem hvert annað gróðafyrírtæki sem starfi í anda frjálshyggjunnar. Það er að segja að það elti hverju sinni fégróða, hvar sem von um hann sjáist. Þetta er hins vegar grundvall- armisskilningur, og satt að segja alvarlegt mál að rekast á svona lagaö hjá hátt settum embættis- manni í ríkiskerfinu. Samvinnu- hreyfingin starfará þeira grundvelli að hagsmunir almennings í landinu eru þar hafðir að leiðarljósi, jafn- framt því sem til þess er ætlast að rekstur hennar standi undir sér. Stjórn á efnahagsmálum Staðreyndin er sú, þó að það virðist hafa farið fram hjá efna- hagsráðunautinum, að atvinnu- rekstur á landsbyggðinni á nú nán- ast allur við mikla erfiðleika að stríða. Ástæðan er meðal annars þeir háu vextir sem hann talar sjálfur um sem það gjald sem við greiðum fyrir virkan innlendan fjármagnsmarkað. Aftur gleymist það hér að þessi virki innlendi Ijármagnsmarkaður hefur þróast með þeim hætti að fjármagnið hefur sogast suður á höfuðborgarsvæðið af landsbyggð- inni. Það er þar sem þenslan hefur orðið á síðustu mánuðum og mis- serum, á sama tíma og landsbyggð- in hefur setið eftir. Erlend hagfræðilögmál geta vissulega veríð góð að vissu marki. En það hefur margsýnt sig að óheft frjálshyggja hefur marga ókosti hér á landi. Hún má geta gengið í löndum þar sem atvinnulífið er í fullu jafnvægi frá einum landshluta til annars. En þar sem eins háttar til og hér, að undirstöðu- atvinnuvegirnir eru í drcifhýli en þjónustan og stjórnsýslan fyrst og fremst í þéttbýli á einu landshorni, þá þarf hins vegar að fara að öllu með gát. Frjálshyggjustefnan á fjár- magnsmarkaðnum hér sýnist nú vera farín að leiða til óæskilegrar þenslu á suðvesturhorninu en sam- dráttar í öðrum landshlutum. Það er of hátt gjald til að greiða fyrir virkan innlendan ijármagnsmark- að. Betra er að fara sér hægar, halda föstu taumhaldi á efnahags- málunum með viðeigandi aðgerð- um og koma í veg fyrir að fólk úti í hinum dreifðu byggðum þurfi að sitja uppi án atvinnu og með verð- lausar fasteignir. Ríkisstjórnir eru nú einu sinni kosnar til þess að stjórna. Garri. VÍTT OG BREITT Flest má bíða vegna leiðtogafundar Mikill hugur er nú í ráðamönn- um að hespa þingstörf af og er stefnt að þinglausnum 6. maí. Sam- kvæmt því eru aðeins sjö starfsdag- ar eftir á Alþingi fyrir sumarleyfi. Það þýðir að mörg mál, sem ráð- herrar þykjast vilja leggja mikla áherslu á, daga uppi og verða ekki afgreidd fyrr en kannski á næsta iöggjafarþingi. Eru því allar líkur á að mál sem mikið hefur verið blásið út af verði að bíða afgreiðslu enn um sinn og gerir kannski ekkert til. Svo sýnist ætla að fara um lagabálka eins og þann um virðisaukaskattinn, sem íengi er búið að tala um að sé svo nauðsynlegur en alltaf má draga að ræða og samþykkja á Alþingi. Breyting á dómstólakerfinu verður einnig að bíða betri tíma og geta sýslumenn andað léttar í embætt- um sínum. Það verður ekki hróflað við þeim í bráð. Fjölmörg fleiri mál virðast ekki eins aðkallandi og látið hefur verið í veðri vaka, enda áreiðanlega allt í lagi að dusta af þeim rykið einhvern tíma seinna þegar lítið verður að gera á þingi. Eitt er samt það mál sem passa verður vel upp á að ekki dagi uppi. Það er frumvarpið um innflutning, bruggun og sölu á öli sem maður getur orðið fullur af að drekka. Það gagnmerka og mikilsverða mál er nú í meðferð hjá allsherjarnefnd efri deildar og hefur sjaldan náð svo langt áður. Skítt með skatta- lagabyltingu og sjálfstæði dóm- stóla, svoleiðis röfl má bíða en hins vegar stendur þjóðin á öndinni af spenningi eftir að Alþingi ákveði hvort áfengisprósentan í bjór verði 2,25 eða 3,50 og verður ekki trúað að óreyndu að þingmenn ætli enn einu sinni að humma ákvörðun þar um fram af sér. Naumur fyrirvari Forsætisráðherra er greinilega mikið í mun að ljúka þingi sem fyrst, sama þótt margt verði undan að láta og málum frestað. Opinberlega hefur ekkert verið látið uppi um hvers vegna svona mikið liggur á, en Albert Guð- mundsson, alþingismaður, telursig hafa svarið við óðagotinu. „Ég held að forsætisráðherra vilji ljúka þingi til að geta gegnt kalli Reag- ans,“ er haft eftir Albert í DV í gær. Sé getgáta Alberts rétt er skiljan- legt að mikið liggi við að senda Alþingi heim. Bandaríkjaforseti bauð Þorsteini Pálssyni, forsætis- ráðherra, í heimsókn til Washing- ton og var fyrirvarinn í styttra lagi og þegar boðið var þegið var ekki munað að heimsóknartíminn og lokahrina þingstarfa mundu rekast á. En öðru eins hefur nú verið bjargað fyrir horn og nú er ekkert einfaldara en að fresta afgreiðslu nokkurra lagabálka svo að Þor- steinn þurfi ekki að segja Reagan forseta að hann hafi ekki tíma til að heilsa upp á hann með svo stuttum fyrirvara, en hitt kemur auðvitað ekki til greina, að til- kynna Bandaríkjaforseta að hann verði að velja annan fundartíma með íslenska forsætisráðherran- um. En Þorsteinn ræður hvenær hann hittir Reagan og hvenær honum þóknast að slíta þingi. Hann ræður líka hvenær aðrir íslenskir forystu- menn hitta málsmetandi menn að máli. Ekki er langt síðan að mikið lá við að forseti Islands og utanríkis- ráðherra færu ekki á fund leiðtoga Sovétríkjanna. Þegar forsetanum barst það boð bar forsætisráðherra því við að fyrirvarinn væri alltof stuttur og að utanríkisráðherra hefði öðrum hnöppum að hneppa en fylgja forseta til Moskvu og ræða við ráðamenn þar um heimsins gagn og nauðsynjar. Þá var heimtað að gestgjafar fyndu annan tíma fyrir heimboðið og varð endirinn sá að ekkert varð úr ferð forseta og utanríkisráðherra til Sovétríkj- anna. En þegar forsætisráðherra þarf að bregða sér til Washington verð- ur flest undan að láta og samkvæmt Albert Guðmundssyni er jafnvel sjálfsagt að senda alþingismenn heim og leggja svo stóru málin fyrir að nýju einhvern tímann á næsta þingi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.