Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 3
Miövikudagur 27. apríl 1988 Tíminn 3 Dagaspursmál hvenær þjóöin fer á hausinn?: Bankarnir halda fisk- vinnslunni í rekstri „Bankar hafa hjálpað til og um leið og þeir segja að þeir geti ekki meira, þá er þetta stopp. Þannig að hvort að það eru dagar eða vikur þangað til að fiskvinnslan stöðvast, það er afskaplega mikið undir þeim komið. Ég hefði nú haldið að teygjan í því væri nú mjög farin að minnka og ekki langt í að hún slitni,“ sagði Árni Benediktsson, formaður Sambands frystihúsanna í samtali við Tímann. Hann benti á að ef rekstur húsanna stöðvaðist, þá þýddi það missi verulegs hluta þess gjaldeyris sem til landsins kemur. „Við getum samt aldrei lent í því, því að það verður kippt í áður en það gerist. Þessu verður bjargað, það er útilokað annað. Hvort að öllum fyrirtækjum verði bjargað, veit maður ekki. Staða fyrirtækja er misjöfn eins og í öllu,“ sagði Árni. Félag vestfirskra fiskvinnslu- stöðva hélt sex klukkustunda langan fund um afkomu fiskvinnslunnar á ísafirði á mánudag og var mjög þungt í mönnum hljóðið eftir þann fund. Menn báru þar saman bækur sínar og niðurstaðan var ekki góð. Tillaga kom fram um sameiginlega lokun húsanna, en hún var ekki samþykkt, líkt og gerðist 1968, þegar ástandið var sem verst. Aðeins hefur náðst samstaða um sameiginlega lokun húsanna einu sinni, en það var eins og áður sagði árið 1968. Þá lokuðu öll húsin, nema á Vestfjörðum, þar sem bankarnir þar töldu sig geta haldið þeim uppi lengur. Menn telja samt að ástandið í dag sé mjög svipað, að öðru leyti en því, að þá voru aflabrestir og verðföll, en nú sé góðæri, verðfall og verðbólga. Nú kom tillagan um lok- un hins vegar fram á Vestfjörðum. „Ef eitthvað er, þá er taprekstur- inn nær 15% en 10% og ekki er enn séð fyrir endann á verðföllum á mörkuðum okkar,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Hjálms á Flateyri í samtali við Tímann eftir fundinn. „Það hlýtur öllum hugsandi mönn- um að vera það ljóst, að eftir verðfall á afurðum helstu útflutn- ingsatvinnuvéganna á síðustu vikum, fall dollarans og sívaxandi kostnaðarhækkanir hér innanlands, þá getur dæmið bara ekki gengið upp. Þetta á að vera öllum augljóst sem vilja sjá. Það þurfa öll fyrirtæki í atvinnugreininni að draga saman seglin á næstu vikum, verði ekkert að gert,“ sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri hraðfrystihússins Norðurtanga á ísafirði í samtali við Tímann í gær. „Menn eru kvíðafullir og þykir útlitið svart. En þetta er ákaflega dapurlegt fyrir þær byggðir sem byggja á framleiðslustarfsemi. Það hljóta samt að vera leiðir út úr þessu. Ég bara gef mér það, en það er geysilegt ójafnvægi milli þeirra sem framleiða og selja gjaldeyri. Þetta getur ekki gengið upp,“ sagði Jón Páll ennfremur. Á fundinn mættu m.a. fulltrúar VSl og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, ásamt aðilum fisk- vinnslunnar, og var niðurstaða þeirra um afkomuna áþekk í veiga- mestu atriðunum. „Það kom fram tillaga um að gefast upp, en hún var ekki samþykkt. Ég var t.d. á móti henni, því að það myndu of margir menn í Reykjavík fagna því ef við gæfumst upp. Það hefur verið taprekstur, en nú tekur steininn úr,“ sagði Einar Oddur. Fundarmenn voru sammála um að ekki næðist jafnvægi í málunum, fyrr en gjaldeyrir yrði gefinn frjáls, „eins og allt annað'1, svo vitnað sé í orð Einars Odds. „Við vitum þegar hvað skeður þegar óskhyggja ræður skráningu gengisins. Hvað varðar hugmyndir um lokanir, þá gætu bankarnir hæg- lega orðið fyrri til. Lokanir þýða einfaldlega dauðadóm fyrir viðkom- andi sjávarpláss," sagði Einar Oddur. En ástandið er ekki bara slæmt á Vestfjörðum. Á Austfjörðum hafa ntenn sömu sögu að segja. „Mér líst bara illa á stöðuna. Frystingin er rekin með stórum halla, en við gefumst seint upp og ég held að húsin hér fyrir austan séu hvorki betur eða verr stödd en annars staðar," sagði Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar í samtali við Tímann. Hann benti þó á að menn væru við það að gefast upp og ástandið mætti því ekki lengi vera óbreytt. Fiskvinnslumenn tala sumir um að það sé aðeins dagaspursmál hvenær fiskvinnslan stöðvast, en fleiri benda þó á að það séu í raun bankarnir sem ráða hve lengi rek- sturinn getur haldið áfram. -SÓL Öryrki rekur ástand sitt til ígerðar, sem hann fékk eftir einfalda skurðaðgerð: Ríkið og læknar voru sýknaðir í borgardómi Borgardómur hefur sýknaö ríkissjóö, Landspítalann og Pál Gíslason, yfirlækni, af kröfum Elsu Einarsdóttur, sem höfðaði mál vegna þess að hún telur að gáleysi og vanræksla eftir skurðaðgerð, sem Páll Gíslason framkvæmdi, hafi valdið því að hún er nú 75% öryrki og bundin hjólastól. Segir lögmaður hennar, að ástand hennar hafi versnað síðan síðasta örorkumat var gert. Dómi borgardóms verði ekki unað heldur áfrýjað til Hæstaréttar. Elsa var skorin upp hinn 3. febrúar 1983, því að hún fann til doða eða kulda í fingrum og tám. Aðgerðin er að mati lækna tiltölulega einföld, en taugahnoð, sem valda æðasamdrætti og hafa áhrif á hvort manni er kalt eða hlýtt, voru numin brott. Eftir aðgerðina kvartaði Elsa sáran undan verkjum, en ígerð í skurðsárum fannst ekki fyrr en 22. febrúar, - 19 Tillaga minnihlutans um 42 þús- und króna lágmarkslaun borgar- starfsmanna var tekin til umfjöllunar á borgarráðsfundi í gær. Menn biðu með töluverðri eftirvæntingu eftir fundinum. Talið var að Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, mundi taka forystu fyrir tillögunni en þær vonir brugðust. „Það voru mikil vonbrigði. Talið var að Magnús mundi stuðla að þvf að tillagan yrði samþykkt en hann var ekki vígreifur á fundinum, frekar dögum eftir að aðgerðin var framkvæmd. Telur lögmaður Elsu að kvörtunum hennar hafi verið illa sinnt og að rannsókn hafi þegar í stað átt að beinast að hugsanlegri ígerð. í stað þess hafi verið athugað hvort Elsa hefði fengið lungnabólgu eða þvagfærasýkingu. Elsa fer fram á 3.425.000 króna bætur vegna tekjutaps, lyfja- og daufur í dálkinn," sagði Alfreð Þor- steinsson, sem sat fundinn fyrir Framsóknarflokkinn, í samtali við Tímann. Magnús hafði áður lýst yfir stuðningi við tillöguna, sagðist reyndar hafa verið á undan minni- hlutanum með sams konar hug- myndir. Lyktir málsins urðu þær að borg- arstjóri vísaði tillögunni til Starfs- mannafélags Reykjavíkur til um- sagnar. Það er því búið að salta hana í bili. JIH ferðakostnaðar og 6.200.000 króna miskabætur að auki. Lögmaður hennar rökstyður kröfurnar svo, að hún hafi ekki verið „vanheilli en almennt gerist" þegar hún kom á sjúkrahúsið, en farið þaðan mikill sjúklingur. Hún hafi orðið fyrir sárs- auka, óþægindum og miklum kostn- aði vegna málarekstursins. Þau hjónin hafi slitið búskap, heimilið hafi verið leyst upp, Elsa hafi þurft að flytja í annað byggðarlag og þar lent í húsnæðisvandræðum. Hún búi nú við þröngan kost með einu barna sinna. Fjórir læknar og Læknaráð íslands taka undir skoðun Elsu, að örorka hennar sé afleiðing ígerðarinnar. En þrír dómkvaddir læknar komast að þveröfugri niðurstöðu og byggir dómur borgardóms á áliti þeirra. í þeirra matsgerð er lögð áhersla á, að um sé að ræða „læknisfræðilega óútskýrt ástand" og þeir geti ekki fundið þeirri fullyrðingu stoð að sýkingarnar sjálfar hafi valdið núver- andi ástandi Elsu Einarsdóttur og hafi ekki fundið þess dæmi í læknis- fræðilegum heimildum að bráð bakt- eríusýking sem valdi ígerð geti vald- ið þeim sjúkdómi sem Elsa er haldin. Vegna þessara sönnunargagna tel- ur dómurinn að ekki sé nægilega leitt í ljós, að skaðabótakrafa Elsu eigi við rök að styðjast og því séu stefndir sýknir af kröfunni. Var málskostnaður felldur niður, en gjafsóknarkostnaður Elsu Einars- dóttur kr. 665.210 greiddur úr ríkis- sjóði. Dóminn kváðu upp Friðgeir Björnsson, yfirborgardómari, og meðdómendur Sigurður Guðmunds- son, læknir, og Ragnhildur Ben- ediktsdóttir, aðalfulltrúi. þj Fjallað um tillögu minnihlutans um 42 þúsund króna lágmarkslaun á borgarráðsfundi: Magnús L. daufur Búist við miðlunartillögu sáttasemjara í dag: Verkfall út þessa viku Guölaugur Þorvaldsson, ríkissáttasenijari, og Guðmundur Vignir Jósepsson, vararíkissáttasemjari, unnu hörðum höndum í gær að mótun miölunartillögu í deilu vcrslunarmanna og atvinnurekenda. Fastlega er gert ráö fyrir að deiluaðilum verði kynnt tillagan síödegis í dag. Að atlokinni framlagningu miðl- unartillögu, sem í raun er ígildi kjarasamnings með öllum viðkom- andi ákvæðum, verður hún borin undir atkvæði hjá félögum verslun- armanna og atvinnurekendum. Sáttasemjari ákveður í samráði við samninganefndir deiluaðila, hve- nær og með hvaða hætti atkvæða- greiðsla um tiilöguna fer fram. Verði miðlunartillagan felld er ekki gott að vita hvernig framhaldi mála verður háttað, en hinsvegar kveða lög á um að sáttasemjara sé heimilt að leggja fram eins margar miðlunartillögur í deilunni og þurfa þykir. Hvemig svo sem mál þróast á næstu dögum þykir sýnt að verkfall verslunarfólks dragist fram á næstu helgi a.m.k. Verslunarmenn hafa ítrekað að ekki komi til greina að aflétta verkfalli fyrren niðurstcður úr atkvæðagrciðslu um miðlunar- tillögu sáttasemjara liggja fyrir. Ef raunin verður sú að miðlunar- tillagan komi fram í dag, er talið vera tæknilega unnt að greiða at- kvæði um hana næstkomandi föstu- dag og telja þau seinni part laugar- dags. Hjá VR og Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri hefur veriö rætt um að kynna tillöguna á morgun. Af hálfu atvinnurekenda greiðir framkvæmdastjórn VSÍ og Vinnu- málasambands samvinnufélaganna atkvæði um miðlunartillöguna. Samþykki verslunarmenn og skrifstofufólk tillöguna er því möguleiki á að verkfalli verði aflétt á laugardag eða sunnudag. Verði tillögunni hinsvegar hafnað verður verkfalli fram haldið. í löguni frá 1978 um sáttastörf í- vinnudeilum segir að miðlunartil- laga teljist felld ef minnst 50% af greiddum atkvæðum eru á móti henni, enda hafi minnst 35% at- kvæðisbærra manna eða meira greitt atkvæði. Sfðan scgir: „Á móti hverjum cinum af hundraði, sem tala greiddra atkvæða lækkar niður fyrir 35%, þarf mótatkvæða- fjöldinn að hækka um einn af hundraði til að fella tillöguna. Ef ekki hafa a.rn.k. 20% atkvæðis- bærra nianna greitt atkvæði, telst tillagan samþykkt. Þeir, sem vegna fjarveru eða veikinda sannanlega eru útilokaðir frá að neyta akvæðis- réttar síns, teljast ekki atkvæðis- bærir í þessu sambandi." óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.