Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 27. apríl 1988 Nýbygging Hjónagarða við Suðurgötu: smábama? ítölsk innigötustemmning í nýbyggingu hjónagarða við Suðurgötu í Reykjavík, virðist ætla að verða að einhverju deiluefni milli væntanlegra íbúa og hönnuða. Að sögn nokkurra íbúanna var talað við fulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins í gær og honum kynnt málið. Segja væntanlegir íbúar að gangstéttarlagning á göngum fyrstu hæðar muni verða heilsuspillandi og mjög erlið í þrifum í framtíðinni. Að sögn arkitektsins, Guðmundar Gunnlaugssonar, koma mótmæli stúdenta mjög á óvart og reyndar allt of seint, þar sem þegar er farið að leggja gangstéttarhellurnar. Auk þess bendir hann á að mótmæli þessi séu á röngum forsendum reist og ókunnugleika varðandi frágang á gólfinu. Gangurinn á að líta út eins og verið sé að ganga um utan dyra við hlið blóma og í mikilli birtu. Engin steypt plata er í gólfi gangsins og segir arkitektinn að það spari háar upphæðir að leggja bara gangstéttar- hellur ofaná malarfyllingu. Istaðinn fyrir mikla einangrun er reynt að tryggja eðlilegan gólfhita með vatns- hitalögn undir hellunum. Þegar Guðmundur var að því spurður hvort ekki yrði erfitt að þrífa, sagði hann að mjög auðvelt verði að sópa gangana, hvort heldur sem er, upp í fægiskóflu eða lít í blómabeðin. Þá bendir hann á að allar stéttarnar verði vandlega húð- aðar með sílikonefni þannig að steinninn á ekki að verða opinn. Þegar búið væri að ganga þannig frá stéttunum lægi það fyrir að hann gæti ekki talist heilsuspillandi. Tíminn ræddi einnig við verk- stjóra nýbyggingarinnar, Árna Sig- tryggsson. Sagði hann að þeim bygg- ingarmönnum þætti full seint af stað farið með athugasemdir stúdenta. Búið væri fyrir löngu að bjóða verkið út og verktaki þess væri þegar byrjaður að undirbúa hellulögnina. Reyndar átti hann að vera búinn með verkið fyrir rúmri viku, en það hefur tafist um sinn vegna þess að hellurnar voru ekki steyptar í sam- ræmi við kröfur verksins. Sagðist hann telja að ef breyta ætti frá því að leggja þarna gangstéttarhellur, yrði það mjög dýrt verk. Stúdentar þeir sem hafið hafa upp mótmæli gegn þessari hönnun, eru þeir stúdentar sem búa nú á gömlu hjónagörðum. Flestir þeirra koma til með að flytja yfir þar sem íbúðirn- ar eru yfirleitt stærri í nýbygging- unni. Hafa þeir eins og að framan greinir, leitað til Heilbrigðiseftirlits- ins. Er það einkum gert, þar sem margir íbúanna telja að heilsufari barnanna verði stefnt í hættu. Telja þeir að opinn múrinn á gangstéttun- um muni valda veikindum vegna ryks og óhreininda og að ekki verði nokkur leið að þrífa gangstéttina inni í húsinu. í nýju byggingunni munu um tvö hundruð börn búa að staðaldri samkvæmt útreikningum. Bjóst einn viðmælenda Tímans við að farið yrði af stað með undirskriftir vegna þessa og að líklegt yrði að þar myndu flestir rita nöfn sín í mót- mælaskyni. KB Frá aðalanddyri Hjónagarðanna nýju við Suðurgötu í Reykjavík. Nokkuð er í land með „ítalska innigötustemmn- ingu“ ennþá. Víða verða blóm og opin beð á göngunum til að brjóta upp einhæfa gangamynd. Timamynd Gunnar Veldur „ítalskt" innistræti veikindum Neyðist borgin til að auka hlutafé í Granda? Málefni Granda hf. voru rædd á borgarráðsfundi í gærdag og var borgarstjóri átalinn harðlega fyrir upplýsingaleynd þá er hvílt hefur yfir rekstri fyrirtækisins gegnum árin. Fulltrúar minnihluta lögðu fram bókun þar sem ofangreind vinnubrögð eru harðlega átalin. Alfreð Þorsteinsson fulltrúi Framsóknarflokksins á fundinum lagði fram fyrirspurn í þremur liðum, varðandi Granda hf. og fyrirhugaðar aðgerðir Keykjavíkurborgar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Alfreð óskaði eftir skriflegu svari við fyrirspurninni. Félag ungra framsóknarmanna við Djúp: Efnahagsástandið er orðið óþolandi Geysileg ólga er í ungu fólki úti á landi vegna efnahagsástands- ins. Fyrir skömmu var haldinn stofnfundur Félags ungra fram- sóknarmanna við Djúp á ísaflrði og kom þessi óánægja þar vel í ljós í málflutningi fundarmanna. Fundurinn var mjög vel sóttur en stofnfélagar eru nú 30 talsins. Samþykkt var á fundinum að hægt yrði að skrá sig sem stofnfélaga hjá einhverjum stjórnarmeð- í stuttum inngangi að spurningum sínum segir Alfreð m.a.: „Að sögn forstjóra Granda hf. var gripið til þessara uppsagna til að minnka fyrir- sjáanlegt 70 milljóna króna tap á rekstrinum. Engu að síður stefnir í tugmilljóna króna taprekstur Granda hf. að óbreyttu, en fyrir liggur, að fyrirtækið jók skuldir sínar á síðasta ári og má ekki við frekari skuldasöfnun. Auk uppsagna starfsfólks hafði Grandi hf. áður neyðst til að selja einn af togurum sínum, og kann svo að fara að grípa verði til þess að selja fleiri skip, ef fram fer sem horfir. Vegna þess að hér eru miklir atvinnuhagsmunir Reykvíkinga í húfi er spurt: 1. Hyggst Reykjavíkurborg, sem er langstærsti hluthafi í Granda hf., grípa til einhverra aðgerða til hjálpar fyrirtækinu, t.d. með því að auka hlutafé sitt í því? 2. Auki Reykjavíkurborg hlutafé sitt í Granda hf., er þá nokkur eðlismunur á slíkri hjálp og aðstoð- inni við Bæjarútgerð Reykjavíkur á sínum tíma? 3. Er borgarstjóri reiðubúinn til að beita sér fyrirþví, að borgarfulltrúar fái tækifæri til að fylgjast betur með rekstri Granda hf. með tilliti til þeirra miklu hagsmuna, sem í húfi eru?“ Búist er við svari frá borgarstjóra á næsta fundi borgarráðs sem verður þriðjudaginn 10. maí. Bókun fulltrúa minnihlutans er harðorð og reyndar í þá veru sem oft hefur verið greint frá í Tímanum, en eins og lesendum Tímans mun kunn- ugt hafa upplýsingar um stöðu Granda hf. verið vandfengnar og hefur þá ekki skipt máli hvort blaða- menn eða borgarstjórnarmenn eiga í hlut. í bókuninni er það átalið harðlega að aðeins nokkrum vikum eftir að reikningar Granda hf. voru kynntir í borgarráði skuli hafa verið gripið til fjöldauppsagna hjá fyrirtækinu, án þess að ráðinu væri þá gerð grein fyrir stórfelldum rekstrarerfiðleik- um. Því næst er fjallað í bókuninni um hvernig staðið er að upplýsingaflæði til fulltrúa borgarbúa. „Reykjavík- urborg á stóran meirihluta í Granda hf. og borgarstjóri skipar meirihluta stjórnarmanna. Þrátt fyrir sam- þykktir um að reglubundið skuli gera borgarráði grein fyrir rekstri fyrirtækisins, þarf jafnaðarlega að ganga eftir upplýsingum um hag þess,“ segir í bókuninni. Fulltrúar minnihlutans ítreka eindregin til- mæli sín frá 8. apríl fyrir tveimur árum, um að borgarfulltrúar fái a.m.k. ársfjórðungslega skýrslu um rekstur og afkomu Granda hf. -ES hma þar til í lok júní. Á fundinn mættu Gissur Péturs- son formaður Sambands ungra framsóknarmanna og Egill Heiðar Gíslason starfsmaður Framsóknar- flokksins og greindu þeir frá starf- semi flokksins. Síðan var rætt um hið pólitíska ástand og var það mál manna að byggðamál væru líkt og olnbogabarn núverandi ríkis- stjórnar og loforð sem gefin væru um byggðamál væru svikin jafn- harðan. Þá væri óreiðan í vaxta- og gengismálum að ganga svo að framleiðslufyrirtækjunum að vart þyrfti að spyrja að leikslokum. Af þessu tilefni samþykkti fundurinn ályktun en þar segir m.a.: „Ríkisstjórnarflokkarnir verða að vakna af Þyrnirósarsvefni sínum vegna þróunarinnar í efnahagsmál- um. Ástandið er orðið óþolandi. Rótgróin atvinnufyrirtæki víða um land ramba á barmi gjaldþrots vegna vaxta og gengisstefnunnar meðan fjármagnsmarkaðir í Reykjavík fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Stefnuleysið í efnahagsmálum er hrein móðgun við allan þann mikla fjölda fólks sem starfar við undirstöðuatvinnugreinarnar, sjávarútveg og landbúnað, eða í tengslum við þær.“ Guðmundur Birgir Heiðarsson Súðavík, var kosinn formaður fé- lagsins en eftirtaldir voru kosnir í stjórn og skiptir hún með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi; Guðmundur Konráðsson ísafirði, Sigríður Káradóttir Bolungarvík, Geir Sigurðsson ísafirði og Eiríkur Ragnarsson ísafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.