Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 9
Miövikudagur 27. apríl 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR SAMVINNUMAL lllllllllllflll lllllll flllllllllllllllli Hagnaður 15,9 miljónir Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga var haldinn í félagsheimilinu Skrúð á laugardaginn var. Þar kom m.a. fram að hagnaður af rekstri félagsins árið 1987 var 3,4 miljónir króna, en hagnaður Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf., sem er í eigu kaupfélagsins, var 12,5 miljónir. Samtals var því hagnaður fyrirtækja Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga 15,9 miljónir króna á liðnu ári. Þá var samanlögð fjármunamynd- un fyrirtækjannabeggja 31,7 miljón- ir króna á árinu. Fyrirtækin greiddu 160,6 miljónir króna í vinnulaun til 452 starfsmanna sem komu á launa- skrá, en íbúar á félagssvæðinu eru um 880. Afskriftir félaganna beggja námu 38,2 miljónum, og heildar- velta varð liðlega 600 miljónir. Stærsta fjárfestingarverkefnið á árinu var endurbygging bv. Hoffells sem unnin var í Póllandi, en kostn- áður við verkið varð um 110 miljónir króna. Er það mat manna að skipið sé nánast sem nýtt, fyrir verð sem er um einn þriðji af verði nýs togara. Af samþykktum aðalfundarins er að nefna að hann ákvað að leggja 1250 þúsund krónur í stofnsjóð fél- agsmanna. Pá samþykkti fundurinn traustsyfirlýsingu við Gísla Jóna- tansson kaupfélagsstjóra fyrir vinn- ubrögð hans og afstöðu í stjórn lceland Seafood Corporation. Úr stjórn kaupfélagsins átti að ganga Gunnar Jónasson, en hann var endurkjörinn. Varamaður í stjórn var kosinn Lars Gunnarsson. Formaður stjórnar Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga er Björn Þorsteins- son, Hrefnunesi, og sat hann áfram í stjórninni ásamt Kjartani Sigur- geirssyni. Það er afkoma útgerðarinnar sem á stærstan hluta í hinni hagstæðu afkomu Kaupfélags Fáskrúðsfirð- inga á síðast liðnu ári. Það rekur tvo togara, bv. Ljósafell sem var í rekstri allt árið í fyrra, og bv. Hoffell sem vegna endursmíðinnar var aðeins gerðurútumþaðbilhálftárið. -esig Bv. Hoffell við bryggju á Fáskrúðsfirði er skipið kom heim endursmíðað frá Póllandi s.l. sumar. (Ljósm.: Krístján Björnsson.) Guðni Ágústsson, alþingismaður: Aðgerðir strax - annars tekur borgríkið og fátæktin við Ræða á miðstjórnarfundi Færa má að því gild rök að sá vandi sem landsbyggðin á við að stríða sé að hluta eða eingöngu af mannavöldum. Annars vegar vegna þess að stjórnmálamenn skortir þor til að fara nýjar Ieiðir, hins vegar vegna þess að valdamenn landsbyggðarinnar skortir samstöðu Sveitarstjórnarmenn og ýmsir sterkir aðilar á landsbyggðinni svo sem forstöðumenn fyrirtækja, embættismenn, stjórnir og ráð eru ekki það samstillta afl sem knýr ráðamenn þjóðfélagsins til að- gerða. Alþingi er ekki sá vettvang- ur og þar viðgangast ekki þau vinnubrögð sem úrslitum ráða. Sannleikur málsins er sá að emb- ættismenn ríkis og stofnana og ráðamenn einkageirans á höfuð- borgarsvæðinu eru sterkir í ákvörðunum Alþingis. Lands- byggðarmenn eru fjarri vettvangi og áratuga miðstýring hefur sitt að segja. Ráðherrar landsins setja sér göfug markmið og láta embættis- menn sína semja lagadoðranta í tugavís sem þeir knýja í gegn, þeir mæla afrek sín í lagabálkum, á meðan er fólkið að flytja til í þúsundavís í landinu. Landflótti myndi knýja á um aðgerðir, efna- hagslega jafngildir byggðaflóttinn landflótta áður en varir. Ennfrem- ur finnur maður til vanmáttar þingsins að gaumgæfa mál, ekki síst vegna þess hvernig starfshættir Alþingis hafa þróast í gegnum tíðina. Alþingi þarf, ætti það að halda stöðu og virðingu sinni, að breyta starfsháttum sínum. Allur sá málatilbúnaður og marklausa umræða sem nú á sér stað veikir mjög löggjafarþing þjóðarinnar. Alþingi þarf að eiga málstofu þar sem tekist er á í rökræðu sem er markviss og þannig fram sett í stuttu og hnitmiðuðu máli að eyru ráðamanna nema það sem sagt er. Nú er ástandið því miður þannig að menn tala sig frá því að taka á vandanum og enginn hefur tíma til að sitja undir fossaföllum málæðis- ins. Eins er með mál sem lögð eru fyrir þingið, þeim þarf að fækka og fá þau fram á fyrrihluta þingtím- ans. Viðbrögð forsætisráðherra áhyggjuefni Nú hefur það gerst að Byggða- stofnun og forstjóri hennar hefur gengið fram á sviðið og sagt að ekki sé verjandi að stjórnvöld sitji aðgerðalaus öllu lengur, þróun búsetu sé með þeim hætti að borg- ríki blasi við haldi svo fram sem horfir. Öflugt atvinnulíf og mannlíf á landsbyggðinni sé þjóðinni nauð- synlegt, ekki síst vegna þess hversu mikill hluti útflutningstekna þjóð- arbúsins skapast þar. Stofnunin varar sérstaklega við aðgerðum í ýmsum málaflokkum sem eru að meira eða minna leyti á ábyrgð ríkisvaldsins og munu leiða til enn meiri samþjöppunar á einum stað en nú er og ganga þannig þvert á þjóðarhag. Aðgreining starfa eftir landshlutum í framleiðslusamfélag landsbyggðarinnar og þjónustu- samfélag höfuðborgarsvæðisins er óæskileg. Svo mörg voru þau orð og þökk sé forstjóra Byggðastofn- unar og Byggðastofnun. Loksins er vandinn settur fram í fáeinum hnitmiðuðum orðum af aðila sem ráðherrar taka kannski meira mark á heldur en okkur hinum sem eigi að síður höfum flutt varnaðarorð árum saman. Viðbrögð forsætisráðherra við neyðarópi Byggðastofnunar eru að vísu áhyggjuefni, gera enn eina heildarúttektina, skýrslu á skýrslu ofan. Ég tel tíma skýrslugerða liðinn, sjálfur hef ég undir höndum hnausþykkar möppur um vanda landsbyggðarinnar unnar af þing- nefndum, stofnunum og fyrirtækj- um fyrir stjórnmálamenn á síðustu tuttugu eða þrjátíu árum og margar þeirra gerðar á þessum áratug. Skýrslugerð og úttekt er merki þeirrar tregðu sem háir forystu- mönnum þjóðfélagsins, þeir hafa ekki kjark að glenna upp glyrnurn- ar og taka þær ákvarðanir sem duga til að snúa þróuninni við. Margt þarf að gera eigi réttlæti og jöfn aðstaða að nást. Þjónusfustörfin, orkan og vextirnir Menn eiga t.d. tvo kosti til að koma þjónustustörfunum útí kjör- dæmin, sem byggðanefnd þing- flokkanna taldi brýnt í skýrslu sinni en í þjónustu verða til yfir 90% af nýjum störfum í dag og stærri hlutinn í Reykjavík. Önnur leiðin er að stækka sveit- arfélögin verulega og búa þau þannig undir að taka að sér í auknum mæli ný verkefni sem eru á vegum ríkisvaldsins í höfuðborg- inni en ég hygg að þó sú leið kæmi til greina séu menn bæði yngri og eldri ekki tilbúnir að rústa hreppa- skipulagið með einu pennastriki. Hin leiðin er að lögbinda umtals- verða samvinnu sveitarfélaganna og taka upp þriðja stjórnsýslustig- ið. Þannig yrði litið á héraðsstjórn- ir sem aukið valdssvið sveitar- stjórna enda myndu gilda svipuð lagaákvæði um starfsemi héraðs- stjórna og sveitarstjórna. Um allan hinn vestræna heim er litið á efl- Vöruverðið er hærra í verslunum úti á landi heldur en stórmörkuð- um á höfuðborgarsvæðinu'veldur því að verslun hefur færst burt úr héruðunum. Ríkisstjórnin á að kanna hvað hægt er að gera fyrir verslunina á landsbyggðinni, henn- ar ákvarðanir hafa ráðið úrslitum. 1 hverri viku auglýsir ríkisstjórnin lægsta vöruverðið og hvetur fólk til að versla þar, ennfremur skilar hærra vöruverð á landsbyggðinni meiri söluskatti í ríkissjóð sem mætti skila aftur til að lækka vöru- verðið þar. Skýrslugerð drepur málinu á dreif Það allra brýnasta sem blasir þó við ríkisstjórninni er að stöðva viðskiptahallann við útlönd. Fram- leiðsluatvinnuvegir og samkeppn- isiðnaður ekki síst, standast ekki þessa þróun, það sjáum við best á Suðurlandi í þorpunum þar. Nú er svo komið að hæfileikafólk telur sinni afkomu betur borgið að fylla flokk þeirra sem kaupa inn í landið en hinna sem framleiða og selja út. Sá er þetta ritar gerir ekki kröfur um skýrslugerð eina ferðina enn og telur að það sé til að seinka aðgerð- um að drepa málinu á dreif, heldur úrræði sem duga verða að líta dagsins Ijós. Vilji er allt sem þarf, ríkisstjórn- in hefur í hendi sér að leysa með almennum en snörpum aðgerðum byggðavanda og óánægju með að- stöðumuninn í landinu. Allra næstu ár ráða úrslitum í þessu máli, ellefta stund er runnin upp - annars tekur borgríkið og fátæktin við. Það verður landflótti í kjölfar kreppunnar sem fylgir því ef fram- leiðslu- og samkeppnisgreinarnar fara halloka. Það verður landflótti sem tekur við verði byggðaflóttinn ekki stöðvaður nú þegar. Guðni Ágústsson ingu heimastjórna eða héraðs- stjórna sem raunhæfustu leiðina til að viðhalda byggð og því jafnvægi sem lýðræðinu er mikilvægast. Orkuverðið er einn þyngsti or- sakavaldur búseturöskunar. Hér verður að stofna eitt orkuöflunar- og dreifingarfyrirtæki um rafork- una. Þannigfengjuallarorkuveitur rafmagnið á sama verði um allt land. Ríkisstjórnin verður um leið og hún tekur á ófreskjunni svonefndu að þora jafnframt að endurskoða lánskjaravísitöluna hvort grund- völlur hennar stenst miðað við annað í þjóðfélaginu. Lánskjara- vísitalan mælir óeðlilega miðað við aðrar stærðir í efnahagslífinu. Vaxtaokrið veldur vandræðum víðar en hjá fólkinu, atvinnufyrir- tækin þola þetta ekki til lengdar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.