Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 19
Miövikudagur 27. apríl 1988
Tíminn 19
SPEGILL
lllllllll
llllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIII
llilimií
Bestu hárgreiðslur
kvikmyndanna
^ \Ti1 *ii linfn L/mym A Tr'i m nifior
• i nyrri utgaf u
Brigitte Bardot (litla myndin) var með síða, gullna lokka. Hún er líka sexí
fyrirsætan með síða liðaða hárið við hlið hennar, - en nýtísku hárgreið-
slumeistari hefur breytt hinni upphaflegu greiðslu Bardot eins og
honum finnst að nútímakonan eigi að greiða sér
Nú nýlega hafa komið fram nýjar
útgáfur af hárgreiðslu kvikmynda-
stjarna fyrri ára. Hvernig sem hárið
er, - stuttklippt, í meðallagi eða
sítt, - þá er hægt að stæla gömlu
greiðslurnar með góðum árangri.
Pað er hárgreiðslumeistarinn
Bruno Dessange í New York, sem
hefur byrjað á því að endurnýja
gömlu hárgreiðslurnar.
„Hárgreiðslufólk, - og þar á
meðal ég" - segir Dessange,“er
orðið þreytt á því að klippa konur
eins og karla. Stutt hár er ágætt, en
það passar ekki að hafa hárgreiðsl-
una svo að segja eins fyrir bæði
kynin."
Síðan segir Dessange frá því
hvernig jafnvel sé hægt að breyta
stuttum drengjakolli, eins og Kim
Novak var með á sínum tíma, í
stutta og frísklega nútíma greiðslu.
Við sjáum hér nokkrar myndir til
skýringar máli hárgreiðslumeistar-
Kim Novak (litla myndin) var með stuttan drengjakoll og greiddi hárið
þétt að höfðinu. Ljóshærða módelið er líka stuttklippt, en með
nýtískulegri greiðslu
Jane Russell (litla myndin) hafði
permanent í hárinu og greitt í
lokka. Sýningardaman dökkhærða
er líka með permanent og millisítt
hár eins og Jane, - en hárið er greitt
frjálslegar
Veronica Lake (litla myndin) er enn minnisstæð mörgum, og ekki síst
fyrir hina sérstæðu hárgreiðslu - sem huldi annað augað. Hér sýnir
Dessange sína útfærslu á Lake-greiðslunni
Nú er Cosby
öldin önnur
Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby
hefur alls staðar orðið vinsæll, ásamt
fjölskyldu sinni og það nánast með
ólíkindum. Gamanleikarinn Bill
Cosby var í fyrra hæstlaunaði leikari
í heimi, með yfir hálfan þriðja
milljarð króna í tekjur.
Þannig hefur það þó ekki alltaf
verið. Bill, sem nú er 49 ára, man
ósköp vel, þegar hann fékk 200
krónur á dag fyrir leik sinn og var
alltaf hálfsvangur. Eina manneskj-
an, sem ekki er orðlaus yfir allri
velgengninni, er móðir hans, sem
segir: -Bill hefur alltaf verið iðinn.
Hann hefur unnið allan sólarhring-
inn til að öðlast viðurkenningu.
Strax sem strákur gaf hann í skyn,
að hann ætlaði að verða eitthvað
mikið. Sjálfri þykir mér vænst um
velgengnina, en hugsa ekki svo mikið
um peningana sem fylgja.
Nefna má að sjálfur Sylvester
Stallone hafði í tekjur í fyrra tíunda
hluta tekna Cosbys og Eddie
Murphy ekki nema 34. hluta. Tekjur
Jane Fonda voru heldur rýrar, bara
640 milljónir.
Andstætt móður sinni, kann Bill
vel að meta hverja krónu, sem hann
vinnur fyrir, ekki af því hann sé
samansaumaður náungi, heldur man
hann allt of vel þrengslin og nauðina
heima hjá móður sinni í Fíladelfíu.
Hann og systkini hans urðu að lifa
á þeim fáu krónum, sem hún fékk "
fyrir að þvo tuskurnar af ríka fólk-
inu.
Þess vegna gleymir hann ekki
heldur, hvað hann var stoltur og
glaður daginnsemhann kom heim og
gat sagt við móður sína: - Jæja, nú
þarftu aldrei framar að þvo þvotta,
ég sé fyrir þér hér eftir.
Nú þegar Bill er að nálgast
fimmtugt, lítur hann gjaman í speg-
ilinn og segir sem svo: -Ég botna
ekkert í, hvað ég er orðin ellilegur.
Hvaðan koma allar þessar hrukkur?
Kannske ég hafi bara unnið of
mikið?
Hversu mikil sem vinnan hefur
annars verið, hefur Bill reynt að láta
hana aldrei bitna á fjölskyldu sinni,
eiginkonunni Camillu og börnunum .
fimm. Þau eiga ekki að búa við
heimilisföður, sem má ekki vera að
því að sinna þeim, bara af því hann
er ríkur.
Sjálfur leið hann fyrir fátækt móð-
ur sinnar og auk þess á hann fjöl-
skyldunni mikið að þakka. Hún er
nefnilega fyrirmyndin að þáttunum,
sem verða undantekningarlaust vin-
sælir um allan heim: Fyrirmyndar-
föðurnum.