Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 27. apríl 1988 Tíminn 15 MINNING Jens Guðbrandsson frá Höskuldsstöðum Fæddur 3. júní 1918 Dáinn 15. apríl 1988 í dag, 27. apríl, verður Jens mágur minn borinn til hinstu hvíldar. Við þau leiðarskil er mér ljúft og skylt að minnast hans nokkrum orðum. Andlát hans bar að með snöggum og óvæntum hætti er hann var á ferð um Húnavatnssýslu, staddur á bæn- um Miðhópi í Víðidal í fjárskoðun á vegum Sauðfjárveikivama ríkisins. Jens var Dalamaður að uppruna, fæddur á Jörfa í Haukadal, elstur í hópi 6 systkina. Foreldrar hans voru hjónin Guðbrandur Árnason á Jörfa og Ingibjörg Daðadóttir frá Litla- Vatnshorni. í þennan systkinahóp hefur dauð- inn vegið hastarlega þessa vordaga. Þann 21. mars s.l. andaðist systir hans Ólöf Kristbjörg. Þau fjögur sem eftir lifa eru: Árni búsettur á Akranesi, 2. Guðbjörg fyrrv. hús- freyja á nýbýlinu Ási í Laxárdalshr. er hún reisti ásamt manni sínum Hermanni Jóhannessyni frá Saurum. Þau hafa nú látið af búskap og flutt til Reykjavíkur. 3. Daði er rekur húsgagnaverkstæði í Kópavogi, kona hans er Eygló Halldórsdóttir úr Reykjavík. Yngst er Svana er býr í Kópavogi, gift Ásmundi Þorláks- syni. Haukadalurinn er fögur sveit og sumarhlý, fjöllin há og rismikil með klettaþiljum hið efra er skýla. vel gróðri og manniífi byggðarinnar. í mynni dalsins liggur Haukadals- vatnið, spegilskyggnt á kyrrum kvöldum, veiðisælt, og eykur enn á sumarrómantík Dalbúa. Á Jörfa höfðu forfeður hans búið allt frá árinu 1810. Jörðin mun vera víðlend og kostamikil fjárjörð, en nokkuð erfið til smölunar. Aðdrættir munu og hafa verið erfiðir áður en vegir voru lagðir. Þeir feðgar ráku gott og arðsamt fjárbú á Jörfaárum sínum, talaði Jens oft um það við mig hve gaman hefði verið að búa með fé á Jörfa áður en fjárpestimar fóru að herja á stofninn. Féð var hraust og harðgert beitarfé, er sótti stíft til fjalls á öllum tímum árs, þurfti lítið heyfóður í sæmilegum árum en skilaði oftast góðum arði. Jens lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 19 ára gamall. Vorið 1940 selur faðir hans Jörfa og kaupir Höskuldsstaði í Laxárdals- hreppi. Þar var annað góðbýlið til og vel í sveit sett. Líklegast þykir mér að sú ráðabreytni hafi mikið komið til af því hve erfitt var með flutninga að og frá búi vegna vegaleysis, en þarna voru þau komin í nágrenni Búðardals sem þá var orðinn versl- unarmiðstöð héraðsins. Um þetta leyti mun Jens hafa tekið við búinu að hluta til og stóð svo meðan þau sátu Höskuldsstaði eða til ársins 1966 að enn var breytt til. Jens varþáenn maðureinhleypur en foreldrar hans gerðust öldruð og annað kom og til. Hann hafði þá um nokkur ár unnið mikið utan heimilis, aðallega við múrverk og annað er að byggingum laut. Búðardalur var á þeim árum í hraðri uppbyggingu. Hann hafði þá í félagi við Daða bróður sinn lokið byggingu íbúðar- húss í Kópavogi, seldi því jörð og bú og flutti þangað suður. Fyrstu ár sín þar starfaði hann hjá Fóðurblönd- unni h.f. eða þar til hann réðist til Tilraunastöðvarinnar að Keldum en þar vann hann til lokadægurs, og er mér kunnugt um, að hann naut þar trausts yfirmanna sinna. Starfi því fylgdu mikil ferðalög, fór hann víða um sveitir að líta eftir heilbrigði sauðfjár. Á þessum ferð- um kynntist hann vel landi sínu, fólki og fé og átti frá þeim margar góðar minningar. Það má því segja, að tengslin við landbúnaðinn hafi aldrei að fullu rofnað, þó búsetan flyttist úr sveit í borg. Flest eða öll vor fór hann vestur í Dali og vann við sauðburð á stórbúi vina sinna og sveitunga Magnúsar og Elínar á Hrútsstöðum. í það fór stór hluti af sumarfríinu, en í það var ekki horft þegar skyldan bauö. Það var ekki til siðs hjá hans kynslóð í sveitinni að taka sér marga frídaga, og það lífsviðhorf fylgdi honum inn fyrir borgarmörkin. Á Dalaárunum gegndi hann ýms- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Sat um skeið í hreppsnefnd Laxár- dalshrepps, í stjórn Kf. Hvamms- fjarðar, sá um reikningshald fyrir Ræktunarsamband vestur Dala svo fátt eitt sé nefnt. Árið 1968 hóf hann sambúð með systur minni Ástu Ólafsdóttur frá Þórustöðum í Bitru sem þá var ung ekkja með tvö börn. Teljum við venslafólk að það hafi verið vel ráðið af beggja hálfu. Þau eignuðust saman tvö börn, Brynjólf Bj arka, nú 17 ára, og Ingibjörgu nú 15 ára. Þeirra missir er þvi mikill. Auk þess ólust upp hjá þeim börn Ástu af fyrra hjónabandi, Ólafur Friðmar og Danfríður Kristín, sem nú hafa bæði stofnað sín eigin heimili. Jens heitinn var maður í hærra lagi, fríður og liðlega vaxinn. kvikur á fæti og göngugarpur mikill fram eftir öllum aldri, en aldurinn bar hann með afbrigðum vel, hafði jafn- vel unglegt yfirbragð sem furðu má kalla, þegar til þess er litið hver vinnuþjarkur hann var og óhlífinn við sjálfan sig. Kröfugerðarmaður var hann eng- inn nema gagnvart sjálfum sér. Vinnulaun hans held ég hafi ekki alltaf verið í samræmi við þau afköst sem hann skilaði, en honum hélst vel á því er hann fékk í hendur, var hagsýnn en þó rausnarlegur og góður heimilisfaðir. Hvarvetna sem hann fór naut hann trausts samferðarmanna sinna. Slíks er gott að minnast við ævilok. Elsku Ásta mín. Við á Sandhólum og Þórustöðum vottum þér og börn- unum innilega samúð í ykkar mikla missi, um leið og við þökkum allar yndislegu stundirnar á heimili ykkar og utan þess, þær minningar eru ljúfar og geymast. Sömuleiðis færum við systkinum hans og öðrum vandamönnum sam- úðarkveðjur okkar. Hinum þökkum við samfylgdina og blessum minn- ingu hans. Kjartan Ólafsson í dag verður borinn til moldar í Fossvogskirkjugarði Jens Ólafur Guðbrandsson Helgubraut 31 Kópa- vogi, starfsmaður Sauðfjárveiki- varna á Keidum í meira en áratug. Hann dó við störf út á landi að loknum löngum vinnudegi 15. apríl s.l. Andlát hans bar brátt að og var því mikið áfall ástvinum hans og samstarfsmönnum. Ekki var vitað til þess að hann hefði kennt sér nokkurs meins. Hann var heilsuhraustur alla tíð og vel á sig kominn. Það er huggun fyrir okkur sem eftir lifum, að hann fékk hægt andlát. Hann virðist hafa dáið í svefni og án óþæginda. Banameinið var krans- æðastífla. Jens var Dalamaður, fæddist 3. júní 1918 á Jörfa í Haukadal. Foreldrar hans voru Guðbrandur Árnason bóndi þar og síðar á Höskuldsstöðum í Laxárdal og kona hans Ingibjörg Daðadóttir Daðasonar bónda á Skinþúfu, síðar á L-Vatnshorni í Haukadal. Jens var elstur systkinanna. Næst elst var Ólöf f. 2. maí 1919, sem bjó í Reykjavík allan sinn búskap. Hún dó aðeins 3 vikum á undan Jens. Maður hennar var Ólafur Theodórs- son úr Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, húsvörður hjá Eimskip. einnig látinn. Guðbjörg Sigríður var þriðja í röðinni f. 11. júlí 1920. Hún byggði ásamt manni sínum Hermanni Jó- hannessyni frá Saurum í Laxárdal nýbýlið Ás úr Iandi þeirrar jarðar. Næstur í systkinahópnum var Árni f. 7. júní 1922 verkamaður á Akranesi og nú í seinni tíð í Borgarnesi og á Mýrum. Daði húsgagnasmiður er næst yngstur systkinanna fæddur 25. okt. 1924. Kona hans er Eygló Halldórsdóttir úr Reykjavík. Daði og Eygló voru næstu nágrannar Jens og fjölskyldu hans á Helgubrautinni í Kópavogi. Þeir bræður byggðu þar raðhús hlið við hlið. Yngst systkin- anna var Brynhildur Svana fædd 16. júní 1929 búsett í Reykjavík en áður á Akranesi. Maður hennar er Ás- mundur Þorláksson frá Akranesi bílstjóri hjá M.S. Reykjavík. Jens gekk í Bændaskólann á Hvanneyri og tók við búi á Jörfa 1940 er foreldrar hans keyptu jörð- ina Höskuldsstaði og fluttu þangað. Hann fór síðan til foreldra sinna og vann við bú þeirra allt þar til þau fluttu suður 1966. Alla tíð meðan Jens var fyrir vestan og einnig eftir að hann kom suður vann hann mikið að múrverki oft með Hermanni mági sínum á Ási. Jens sat um skeið í hreppsnefnd Laxárdals einnig var hann kosinn í stjórn ræktunarsam- bandsins og lengi var hann refaskytta sveitarinnar. Árið 1968 stofnaði hann heimili að Álfheimum 48 í Reykjavík, hafði þá fundið lífsföru- naut ágæta konu Ástu Kr. Ólafsdótt- ur frá Þórustöðum í Bitru. Ásta hafði verið gift Brynjólfi Kristjáns- syni vegaverkstjóra frá Hólslandi í Eyjahreppi en misst hann sviplega úr bráðum sjúkdómi frá 2 ungum börnum. Jens gekk þeim í föðurstað og reyndist þeim frábærlega. Þau eru Ólafur Friðmar f. 12. maí 1956, sendibílstjóri hjá Sól hf. í Reykjavík og Danfríður Kristrún f. 23. sept- ember 1958. Bæði hafa þau stofnað heimili og komist vel áfram. Börn þeirra Jens og Ástu eru tvö Brynjólf- ur Bjarki f. 14. júní 1971 nemi í Iðnskólanum og Ingibjörg f. 14. maí 1973 nemi í Þinghólsskóia í Kópa- vogi. Seinni part ársins 1977 réðst Jens til Sauðfjárveikivarna. Áður hafði hann starfað um skeið hjá Fóður- blöndunni hf. og Húsasmiðjunni. Það var sá mæti maður Jón Krist- jánsson frá Kjörseyri, sem kom okkur í kynni við Jens og taldi að hann myndi duga okkur vel sem eftirmaður sinn. Jón reyndist sannspár. Jens fékk almanna orð fyrir hæfileika sína. Hann var óvenjulega glöggur á fé og þannig skapi farinn og laginn að hann náði samvinnu við flesta menn, sem hann þurfti að skipta við í starfi sínu en það var m.a. ferðalög um landið og skoðun á sauðfé vegna varna gegn smitsjúkdómum. Öll störf sem hon- um voru falin leysti hann með kost- gæfni. Allt stóð hjá honum eins og stafur á bók. Sæti þessa góða drengs verður vandfyllt. Fyrir þetta vil ég þakka um leið og ég flyt ástvinum hans samúðarkveðjur. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bcnt á, að þær þurfa að bcrast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. REYKJAVÍK Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 4. maí n.k. kl. 17:00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ákvörðun um upphæð félagsgjalda. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Reikningar Iðju liggja frammi á skrifstofu félagsins. Iðjufélagar fjölmennið Stjórn Iðju Valdimar Stefánsson murari lést 25. apríl í hjúkrunarheimilinu Skjól. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Guðlaug Eiríksdóttir Þverspyrnu, Hrunamannahreppi sem lést á sjúkrahúsi Suðurlands 24. apríl verður jarðsett frá Hrunakirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Soffíu Ásgeirsdóttur frá Fróðá fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 29. apríl kl. 13.30. Stella Halldórsdóttir Snorri W. Sigurðsson Smári Halldorsson María Högnadóttir Soffía U. Björnsdóttir Kristján Baidursson og barnabörn t Útför föður okkar, tengdaföður og afa Friðriks Guðmundssonar fyrrum blfreiðastjóra Nesvegi 64, Reykjavík fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 28. apríl n.k. kl. 13.30. SigríðurFriðriksdóttir Allen Halldór Friðriksson Erla Friðriksdóttir Guðriður Friðriksdóttir Árni Friðriksson RichardG. Allen Villa Gunnarsdóttir Óskar Guðmundsson Pétur Rafnsson Liv Anna Kristoffersen og barnabörn t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og vinarhug og á einn og annan hátt heiöruðu minningu Sigurjóns Sigurðssonar Raftholti í Holtum við andlát hans og útför Hjalti Sigurjónsson og fjölskylda Guðrún Sigurjónsdóttir og fjölskylda Sigrún Sigurjónsdóttir Hermann Sigurjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.