Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.04.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn- Miövikudagur 27. apríl 1988' Nýjar leiðir í DAGVISTAR- MÁLUM í HAFNARFIRÐI Áhugahópur foreldra í Hafnarfirði um stofnun og rekstur dagvistarheimilis hefur boðað til almenns umræðu- og kynningar- fundar i kvöld, miövikudagskvöldið 27. aprflkl. 20:30. Þar verður kynntur rekstur og starfsemi nokkurra 'dagvistarheimila sem rekin eru af foreldrasamtökum í öðrum bæjarfélögum. Jafnframt er stefnt að því að stofna formleg foreldrasamtök á þessum fundi. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði samþykktu nýlega að fela Félagsmálaráði bæjarins að kanna möguleika á nýjum leiðum í dag- vistarmálum í bænum, t.d. að foreldra- samtök tækju að sér rekstur dagvistar- heimilis í samvinnu og samstarfi við bæjaryfirvöld. Áhugahópur foreldra boðar til sérstaks fundar í kvöld kl. 20:30 í félagsheimilis- álmu íþróttahússins við Strandgötu. Námskeið RKÍ í skyndihjálp Reykjavíkurdeild RKÍ heldur nám- skeið í skyndihjálp. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:00 og stendur í 5 kvöld. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Námskeiðið verður haldið í Ármúla 34 (Múlabæ). Þeir sem vilja taka þátt í námskeiðinu geta látið skrá sig hjá deildinni í síma 28222 og 41382. Þetta verður síðasta námskeið vetrarins. Lögð verður áhersla á fyrirbyggjandi leiðbeiningar og ráð til almennings við slys og önnur óhöpp. Á námskeiðinu verður kennt hjarta- hnoð, fyrsta hjálp við bruna, kali og eitrunar. Einnig meðferð helstu bein- brota og stöðvun blæðinga. Námskeiðinu lýkur með prófi sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum. Karlakórinn Stefnir: V0R- TÓNLEIKAR í MOSFELLSBÆ Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ held- ur sína árlegu vortónleika í Hlégarði í kvöld, miðvikudaginn 27. apríl kl. 21:00. í Fólkvangi á Kjalarnesi föstudaginn 29. apríl kl. 21:00 og aftur í Hlégarði laugar- daginn 30. apríl kl. 17:00. Stjórnandi kórsins er Lárus Sveinsson og undirleikari er Jónína Gísladóttir. Ráðgert er að kórinn fari í söngferð um • Austurland og syngi í Neskaupstað föstu- daginn 6. maí kl. 20:30 og á Egilsstöðum laugardaginn 7. maí kl. 17:00. 56 söngmenn syngja í karlakórnum Stefni og formaður er Björn Ó. Björg- vinsson. Ferð Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs efnir til skemmti- ferðar þann 14. maí n.k. kl. 10:00 árdegis. Farið verður að Hótel Örk í Hveragerði. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrir 8. maí f símum 40332, 40388 og 41949. iR i BILALEIGA meö útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bilaleiga Akureyrar Tónlistarkennarar á fundi á ráðstefnu um tónlistarskóla. Ályktanir ráðstefnu um tónlistarskóla Haldin var 16. og 17. apríl ráðstefna á vegum Félags tónlistarskólakennara sem bar yfirskriftina „Ráðstefna um tónlistar- skóla". Tilgangur ráðstefnunnar var að fá þá fjölmörgu kennara sem kenna við tónlist- arskólana til að bera saman hugmyndir sínar og reynslu í þeim tilgangi að styrkja starf skólanna og gera kennsluna betri. Ráðstefnan samdi ályktun, sem send var til yfirvalda menntamála og fjármála. Þýskir vordagar á Hótel BORG Dagana 25.-28. apríl mun Hótel Borg efna til „Þýskra vordaga" og fá til landsins tónlistarmenn frá Svartaskógi í Bæjara- landi, sem kalla sig Original Taugwitztal- er. Hljómsveit þessi er skipuð átta hljóð- færaleikurum og spila þeir þýska kráar-, hlöðu- og sveitatónlist eins og hún gerist best í þeirra heimalandi. Boðið er upp á glæsilegt hlaðborð (850 kr.) á kvöldin með þjóðlegum þýskum réttum. Námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla 1988 Námskeið verða haldin í akstri og meðferð dráttarvéla. Þau verða sett laug- ardaginn 30. apríl kl. 10:00. Eins og á undanförnum árum efnir Umferðarráð í samvinnu við Bifreiðaeft- irlit ríkisins, Búnaðarfélag íslands, menntamálaráðuneyti, Slysavarnafélag íslands, Stéttarsamband bænda, Vinnu- eftirlit ríkisins og Ökukennarafélag ís- lands til námskeiðs í akstri og meðferð dráttarvéla. Kennt verður í tveimur flokkum. Ann- ars vegar er um að ræða fornámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13 til 15 ára (fædda 1973-1975) og hins vegar réttindanám- skeið fyrir 16 ára unglinga, sem endar með prófi og veitir réttindi til aksturs á dráttarvélum á vegum. Þátttökugjöld verða kr. 1.500 á for- námskeiði og kr. 6.500 á réttindanám- skeiðinu. Innifalið í því eru vottorð, • myndir, prófgjald og skírteini. Þátttökugjöld ber að greiða við innrit- un, sem fram fer á kennslustað í Duggu- vogi 2 (húsi Gunnars Guðmundssonar hf. við Elliðavog). Innritun verður dagana 17. til 29. apríl kl. 16:00-19:00. Þátttak- endur fá þá kennslugögn í hendur. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði í síma 91-27666 hjá Búnað- arfélagi íslands í síma 91-19200 og á námskeiðsstað í síma 91-685866. Ástæða er til að hvetja alla unglinga sem fara í sveit í sumar og hafa ekki fengið leiðbein- ingar við akstur og meðferð dráttarvéla til að sækja námskeiðið. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. Slökkvistöðvar- innar í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í stjórnborð fyrir síma og talstöðvar, sjálfvirkt boðunarkerfi og viðtæki. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 31. maí kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Gallerí Svart á hvítu: Sýnir blýantsteikningar Valgerðar Bergsdóttur Laugardaginn 16. apríl sl. var opnuð í Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, sýning á blýantsteikningum Valgerðar Bergsdóttur. Á sýningunni eru verk unnin á árunum 1987-’88, allt blýantsteikningar á pappír. Valgerður Bergsdóttir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum. Hún hefur unnið að félagsmál- um myndlistarmanrra og var formaður FÍM 1983-’85. Hún hefur kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands og við Myndlistarskólann í Reykjavík og var skólastjóri hans 1984-1987. Valgerður er fædd 1943. Hún stundaði ' nám við Myndlista- og handíðaskóla tslands 1969-71 ogvið StatensKunstind- ustri- og Handværkerskoie í Osló. Tók Myndmenntakennarapróf frá MHÍ 1973. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk eftir Valgerði eru í eigu opinberra aðila og safna hér í Reykjavík: Listasafni íslands, Listasafni Alþýðu, Norræna húsinu og Reykjavíkurborg og í ýmsurn söfnum annars staðar á Norður- löndum. Á efri hæð gallerísins eru verk ýmissa myndlistarmanna til sölu. Gallerí Svart á hvítu er opið alla daga nema mánudaga kl. 14:00-18:00. Síðasti sýningardagur er 1. maí. MFA býður félagsmönnum TÖLVUDAGA í Félagsmála- skólanum 25. apríl4. maí Menningar- og fræðslusamband alþýðu býður félagsmönnum aðildarfélaga Al- þýðusambandsins að sækja svokallaða tölvudaga í Ölfusborgum 25. aprfl-4. maí n.k. Tölvudagar eru nýr þáttur í starfi Félags- málaskólans í Ölfusborgum. Námskeiðið Tölvudagar skiptist t þrjá námsþætti, sem hver um sig stendur í þrjá daga. Á fyrsta hluta námskeiðsins 25.-27. apríl verður fjallað um einkatölvur, M.S. Dos stýrikerfið og helstu jaðartæki þess. Ritvinnsla (Orðsnilld) og fjárhagsbók- hald verða einnig tekin fyrir í þessum hluta námskeiðsins. ( öðrum þættinum, 28.-30. apríl verður á ný rætt um einkatölvuna, en í framhaldi af því er umfjöllun um gagnagrunn (D.base III+) og töflureikni (Visicalc). Síðasti námsþátturinn er svo helgaður móðurtölvu lífeyrissjóðanna að Suður- landsbraut 30 í Reykjavík. Námsefni er m.a. uppbygging og notkun félagsskrár, atvinnuleysisbætur, reglur, réttindi og tölvuvinnsla, prentun og tölvupóstur. Þátttakendur eiga kost á einum eða fleiri námsþáttum eftir því sem hentar þeim best. Þeir dvelja í Ölfusborgum meðan á námskeiðinu stendur, en þar verður komið upp tölvuveþ með full- komnum búnaði. Ljóst er að notkun á tölvum fer vaxandi á skrifstofum verkalýðsfélaganna og því tímabært að bjóða upp á námskeið í þessu efni. Kennslan miðast sérstaklega við þarfir stéttarfélaganna og er ætluð þeim starfsmönnum, sem nota eða hyggj- ast nota tölvur á vinnustað sínum og fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir um tölvukaup. Nánari upplýsingar um tölvudaga eru veittar á skrifstofu MFA í Reykjavík. TÍU MÁLVERK • Sýning í Bókasafni Kópavogs Jón Ferdinands sýnir um þessar mundir málverk í Bókasafni Kópavogs. Sýningin stendur frá 18. apríl til 18. maí. Jón er fæddur 1929. Hann var í Handíða- og myndlistaskóla fslands 1946 og ’47. Hann var starfsmaður á Veður- stofu Islands og síðar á Borgarskrifstofu, en naut tilsagna í Kvöldskóla frístunda- málara um skeið. 1975 hóf hann nám að nýju í Myndlista- og handfðaskóla íslands. Lauk námi sem teiknikennari og í listmálun. Einnig í textíl og tauþrykki 1984. Jón Ferdinands hefur haldið sýningar á verkum sínum. Hann starfar sem kennari í Námsflokkum Kópavogs og Reykjavík- Hallgrímskirkja - Start aldraðra Síðasta „opna húsið" á þessum vetri verður haldið í safnaðarsal kirkjunnar á morgun, fimmtudag, og hefst kl. 14:30. Dagskrá: Sr. Árelíus Níelsson segir frá, tvísöngur, kaffiveitingar. Vcgna viðgerða á kirkjuturni er bent á að ganga um innganginn Iðnskólamegin. Þeir sem óska eftir bílfari hringi á fimmtudagsmorgun í síma kirkjunnar, 10745. ÍTALSK-ÍSLENSKA félagið: ÍTALÍA — Árshátíð Árshátíð ÍTALlU verður haldin föstu- daginn 6. maí n.k. að Hótel I.IND við Rauðarárstíg kl. 19:30. Skemmtiatriði, góður matur og dans til kl. 02:00. Skráning og nánari upplýsingar veittar í síma 16829 og hjá stjórnarmönnum félagsins: Björgvini s. 45062, Júlíusi s. 18373, Magnúsi s. 26184, Soffíu s. 36163. „Með hækkandi sól leitar hugurinn til Ítalíu, - tökum forskot á sæluna og mætum öll hress á Hótel Lind 6. maí,“ segir síðast í fréttatilkynningu frá félag- ÚTVARP/SJÓNVARP iiiiii o Rás I FM 92,4/93,5 Miðvikudagur 27. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 I morgunsáriö með Ragnheiði Ástu Péturs- dóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 8.45 íslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn. (Endurtekinn frá laugardegi). 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Ævintýri frá annarri stjörnu" eftir Heiðdísi Norðfjörð. Höfundur les (8). 9.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17 og 18 í síma 693000. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiks- en. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. Tónlist. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Fangar. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. (Einnig útvarpað nk. mánudags- kvöld kl. 20.40). 13.35 Miðdegissagan: „Sagan af Winnie Mand- ela“ eftir Nancy Harrison. Gylfi Pálsson les þýðingu sína (2). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 14.35 Tónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Þingfréttir. 15.20 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Meðal efnis er kvikmynda- gagnrýni, fjallað um dýr vikunnar og bók vikunn- ar. 17-00 Fréttir. 17.03 Píanótríó í a-moll op. 50 eftir Pjotr Tsjaík- ovskí. Itzhak Perlman leikur á fiðlu, Lynn Harrell á selló og Vladimir Ashkenazy á píanó. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Neytendamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn - Menning í útlöndum. Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir. 20.00 lannis Xenakis og tónlist hans. Þáttur í umsjá Snorra Sigfúsar Birgissonar. 20.40 íslenskir tónmenntaþættir. Dr. Hallgrímur Helgason flytur 33. erindi sitt: Friðrik Bjarnason, síðasti hluti. 21.30 Sorgin gleymir engum. Umsjón: Bernharð- ur Guðmundsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Sjónaukinn. Af þjóðmálaumræðu hérlendis og erlendis. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson. 23.10 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. 24.10 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederik- sen. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & FM 91,1 menn um ólík málefni. Sólveig K. Jónsdóttir gagnrýnir kvikmyndir. Sigríður Halldórsdóttir flytur pistil dagsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Leik Hollands og íslands í undankeppni Ólympíuleikanna í knattspyrnu lýst frá Hollandi. 22.07 Af fingrum fram. - Snorri Már Skúlason. 23.00 Staldrað við. Að þessu sinni verður staldrað við á Blönduósi, rakin saga staðarins og leikin óskalög bæjarbúa. 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 27. apríl 18.50 Fréttaágrip og táknmálfréttir 19.00 Töfraglugginn. - Endursýning. Edda Björgvinsdóttir kynnir myndasögur fyrir börn. Umsjón: Árný Jóhannsdóttir. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Margaret Thatcher - Þrjú þúsund daga stjórnartíð (Panorama: Thatcher’s 3000 days) Ný bresk beimildarmynd. Margaret Thatcher hefur verið við völd lengur en nokkur annar breskur forsætisráðherra. Litið er yfir feril henn- ar og rætt við samferðamenn hennar og and- stæðinga, þeirra á meðal Reagan Bandaríkja- forseta og Schmidt fyrrum kanslara V-Þýska- lands. Þýðandi Ólafur Bjarni Guðnason. 21.20 Skin og skúrir (What If It’s Raining?) - Þriðji þáttur - Breskur myndaflokkur í þremur þáttum. Leikstjóri Stephen Whittaker. Aðalhlutverk Mic- hael Maloney og Deborah Findley. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.15 Brasilíufararnir - Endursýning Þáttur í umsjón Jakobs Magnússonar um landnám íslendinga í Brasilíu. Mynd þessi var áður á dagskrá árið 1984. 22.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. srm 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tíðindamenn Morgun- útvarpsins úti á landi, í útlöndum og í bænum ganga til morgunverka með landsmönnum. Miðvikudagsgetraunin lögð fyrir hlustendur. 10.05 Míðmorgunssyrpa. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.12 Á hádegi. Dagskrá Dægurmáladeildar og hlustendaþjónusta kynnt. Sími hlustendaþjón- ustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdótt- ir. 16.03 Dagskrá. Hugað að mannlífinu í landinu: ekki ólíklegt að svarað verði spurningum frá hlustendum, kallaðir til óljúgfróðir og spakvitrir Miðvikudagur 27. apríl 16.30 Pilsaþytur. Can Can. Myndin gerist í París á þeim tíma er Rauða Myllan náði miklum vinsældum og segir frá dansara sem dreginn er fyrir rétt fyrir ósæmilegan dans. Aðalhlutverk: Frank Sinatra og Shirley Maclaine. Leikstjóri: Walter Lang. Framleiðandi: Jack Cummings. Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson. 20th Century Fox 1960. Sýningartími 125 mín. 18.20 Funi. Wildfire. Þýandi: Ragnar Á Ragnars- son. Leikraddir: Guðmundur Ólafsson, Júlfus Brjánsson, Saga Jónsdóttir og Guðrún Þórðar- dóttir. Worldvision. 18.45 Af bæ í borg. Perfect Strangers. Misskilning- ur er daglegt brauð hjá frændunum Larry og Balki. Þýðandi. Tryggvi Þórhallsson. Lorimar. 19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum pakka. 20.30 Undirheimar Miami Miami Vice. Það hitnar í kolunum hjá Crockett og Tubbs þegar upp kemst um leka af upplýsingum úr höfuðstöðvun- um. Þýðandi: Bjöm Baldursson. MCA.__________ 21.20 Skák Frá heimsmeistaraeinvígi Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnoj sem fram fór í febrúar í St. John í Kanada. TW11988. 22.10 Hótel Höll Palace of Dreams. Framhalds- myndaflokkur í tíu hlutum. 7. hluti. Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. ABC Australia. 23.00 Óvænt endalok Tales of the Unexpected. Hinn rólyndi Roger á sér hættulegt áhugamál, nefnilega fjárhættuspil. Brátt er hann farinn að eyða meiru en hann hefur efni á. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Anglia. 23.25 Neyðaróp. Child's Cry. Mynd þessi fjallar um lítinn dreng sem orðið hefur fyrir kynferðis- legu ofbeldi. Aðalhlutverk: Lindsay Wagner og Peter Coyote. Leikstjóri: Gilbert Cates. Fram- leiðendur: Kate Jackson og Gerald I. Isenberg. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Phoenix Entertainment 1986. Sýningartími 95 mín. 01.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.