Tíminn - 06.05.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur6. maí 1988
Timinn 13
AÐ UTAN
Þjóðverjar leita að
eiturgasbirgðum
frá nasistatímanum
í sumar ætla yfirvöld í Vestur-Berlín að hleypa af
stokkunum mikilli leit að birgðum af banvænu taugagasi,
sem nasistar földu undir kastala í borginni á síðustu dögum
stríðsins. Leitin verður gerð á stóru svæði í borgarhlutanum
Spandau en þar var mikilvæg miðstöð tilrauna með
eiturgas á árunum 1936-1945.
400 lögreglumenn hafa hlotið þriggja mánaða þjálfun í
eiturgashernaði til að vera betur undir leitina búnir en
áætlað er að hún standi yfir í 3-4 ár og kosti yfirvöld
borgarinnar yfir 730 millj. ísl. kr.
Vandaverk
„Þetta verður mikið vanda-
verk,“ segir dr. Wolfgang Spyra,
lögreglustjóri sem stjórnar leitinni.
„Mennirnir verða kíæddir búning-
um sem eiga að veita vernd og bera
grímur en þeir geta samt ekki
unnið nema skamma stund í einu
vegna þess að búningarnir veita
ekki vernd gegn eiturgufum nema
takmarkaðan tíma í einu.“ Hann
sagði að gætt yrði allrar varúðar,
gasið væri mjög eitrað og í næsta
nágrenni búi 10.000 manns.
Fyrirstandandi leit hefur valdið
áhyggjum í þéttbýlum norðurhluta
borgarinnar þar sem íbúar óttast
að þeir kunni að þurfa að yfirgefa
heimili sín ef eitthvað fer úrskeiðis
við leitina.
Ýmsir Vestur-Berlínarbúar hafa
látið í ljós undrun yfir því að það
skuli hafa liðið 43 ár án þess að
yfirvöld beittu sér fyrir þessari leit.
Yfirvöldin hafa gripið til þess ráðs
til að róa borgarbúa að halda
opinberar umræður um leitina svo
að lögreglumenn, almannavarna-
menn og sérfræðingar í efnahern-
aði geti skýrt það út fyrir almenn-
ingi hvernig farið verði að.
Nákvæm leit nauðsynleg nú
vegna byggingaframkvæmda
Yfirvöldin halda því fram að
nákvæm leit sé nauðsynleg nú
vegna þess að áætlanir séu uppi um
að breyta kastalanum í safn með
fyrirlestrarsölum og veitingastað.
Nasistar notuðu kastalann og
byggingarnar í kring undir rann-
sóknarmiðstöð fyrir eiturhernað í
heimsstyrjöldinni. Þar var kannað
hversu vel hernaðarútbúnaður
stæðist eiturefni, þó að eiturefna-
vopn væru ekki notuð í síðari
heimsstyrjöld. Snemma á stríðsár-
unum bárust fregnir af því að í
fjölda tilrauna hefðu hestar, sem
orðið hefðu fyrir taugagaseitrun,
kastað sér utan f veggi til bana.
En snemma árs 1945, þegar
sovéski Rauði herinn sótti til Berl-
ínar, er sagt að embættismenn
nasista í kastalanum hafi grafið
málmgeyma með eiturefnum, þ.á
m. fosgeni sem notað var í fyrri
heimsstyrjöld, og öðrum banvæn-
um taugagastegundum s.s. tabun
og soman.
Spyra Iögreglustjóri ætlar nú að
leggja leið sína til London til að
kynna sér gögn í stríðsminjasafn-
inu en þar segir hann ágætar skýrsl-
ur vera fyrir hendi. Þar kunni að
vera einhverjar vísbendingar um
hvað hafi átt sér stað í kastalanum
í Spandau síðustu daga stríðsins.
Strax í stríðslok varð
vart við gasið - og síðar
í stríðslok vöruðu bresk hernað-
aryfirvöld í Berlín við því að vera
kynni að gasvopnabúr kynni að
vera falið við kastalann og leituðu
að rannsóknarstofunum og fjar-
lægðu eiturgas.
Eftir þessa aðgerð Bretanna
héldu þýskir embættismenn að
kastalinn væri orðinn „hreinn" þar
til fréttir fóru að síast út um að fyrir
kænii að menn misstu mátt þegar
þeir væru við vinnu þar. Og einn
maður er sagður hafa látist þarna á
sjötta áratugnum.
„Fyrir 10 árum, eftir að fleiri
ryðgaðir geymar með stríðsgasi
höfðu fundist, höfðu verkfræðing-
ar í hernum forgöngu um aðra
hreinsunarherferð í grennd við
kastalann. Þeir fundu talsvert úrval
af geymum, glös og sprautuglös
sem innihéldu hinar og þessar teg-
undir af banvænum efnum,“ segir
lögreglustjórinn.
Breskur sérfræðingur í eitur-
efnahernaði var sendur til Berlínar
til að rannsaka eiturbirgðirnar.
Síðar flutti flugvél úr breska flug-
hernum 170 kassa, fulla af eiturefn-
unum, til Bretlands til efnagrein-
ingar.
Eftir þessa síðari hreinsunarher-
ferð var álitið að loks væri kastalinn
orðinn vandræðalaus. En enn hafa
þýskir embættismenn orðið varir
við vísbendingar um að eiturgas
væri á staðnum.
Óstaðfestar sögusagnir
Fyrir 8 eða 9 árum drap spreng-
ing 2 menn sem voru við vinnu á
fleka á kastalasíkinu en þá var
hópur frá breska hernum að flytja
burt tunnur af botni síkisins. Þýsk-
ar heimildir gefa í skyn að
mennirnir tveir kunni að hafa verið
hermenn en bresk yfirvöld, bæði
hernaðar- og borgaraleg, neita því.
Þctta mál hefur farið lágt og
þýskur prófessor og virtur sérfræð-
ingur í efnahernaði segir: „Svo
virðist sem tveir menn hafi farist,
og einhverra hluta vegna hafi því
verið haldið leyndu. Það hefur
aldrei neitt komið fram um það í
fjölmiðlum, hvorki í Bretlandi né
hér í Þýskalandi. Það er vissulega
undarlegt."
VIÐSKIPTALÍFIÐ
Rannsóknir í
Vestur-Þýskalandi
í Vestur-Þýskalandi er miklum
fjármunum varið til rannsókna í
náttúruvísindum og iðnaði. Gengu
þarlendis til þeirra DM 55 milljarðar
1986.
Lögðu fyrirtæki í iðnaði fram 60%
þess fjár, en ríkið 40% að einum eða
öðrum hætti. Til samanburðar skal
þess getið, að hlutur iðnaðar í kostn-
aði af rannsóknum var 65% í Japan
1986, í Bandaríkjunum 49%, í Bret-
landi og Frakklandi 42%. Bein fram-
lög ríkisins til vestur-þýska tækni-
ráðuneytisins voru DM 7,6 milljarð-
ar 1987, en eru 1988 DM 7,3 millj-
arðar.
í Efnahagsbandalagi Evrópu hafa
Vestur-Þýskaland og Frakkland ver-
ið burðarásar vísindalegra rann-
sókna og fyrirætlana. Til Eureka-
áætlunarinnar mun Vestur-Þýska-
land 1987-1994 leggja fram DM 500
milljónir. í væntanlegri vestur-evr-
ópskri geimskutlu, Hermes, sem nú
er unnið að, á Vestur-Þýskaland
30%
Enn um vopnasölu
í heimi öllum um þessar mundir
er varið $900 milljörðum á ári til
vígbúnaðar, og deilast þrír fjórðu
hlutar þeirrar upphæðar niður á
stóru hernaðarbandalagin tvö, Atl-
antshafsbandalagið og Varsjár-
bandalagið. 1 því tilliti var samningur
Ráðstjórnarríkjanna og Bandaríkj-
anna um fækkun miðlungi langdræga
kjarnsprengju-flauga léttvægur. Við
samninginn minnka risaveldin kjam-
orkuvopnabúnað sinn um minna en
5%.
Síðustu ár hefur alþjóðleg verslun
með vopn numið kringum $40 mill-
jörðum á ári, (en nam $50 milljörð-
um 1982). Þau átta ár, sem írak og
íran hafa barist, hafa 27 lönd a.m.k.
selt þeim vopn. Eins og að hefur
áður verið vikið, hafa kaup Banda-
ríkjanna á vopnum frá Vestur-Evr-
ópu vaxið á þessum áratug, og má
bæta því við að 1985-1986 voru þau
kaup þeirra mest í Bretlandi, um
$860 miljónir.
f þriðja heiminum hefur vopna-
iðnaður eflst á síðustu áratugum. Á
innan við 20 árum hefur Brasilía
komið sér upp vopnaiðnaði, sem um
100.000 menn starfa við. Flytur
Brasilía nú út vopn fyrir um það $2
milljarða á ári. Að auki flytja Kína,
Indland og fsrael út allmikið af
vopnum.
Mögur ár í Malawi
Matvælaskortur er í Malawi sakir
lítillar uppskeru 1987. Til Admarc,
búvörusölu ríkisins, seldu bændur
1987 um 170.000 tonn af maís í stað
270.000 tonna 1986. Því veldur ýmis-
legt, þurrkar, jurtasjúkdómar og
slælegur stuðningur ríkisins við ak-
uryrkju á undanförnum árum, en
um 9 af hverjum 10 landsmanna lifa
á sjálfsþurftarbúskap. Að landsbúum
sverfur enn frekar sakir þess, að
380.000 flóttamenn frá Mozambiq-
ue hafa leitað hælis í landinu, (en
íbúarMalawi eru um 7,5 milljónir).
Malwai hefur farið fram á alþjóð-
lega aðstoð, 180.000 tonn af maís.
Að mati starfsmanna UNICEF
(barnasjóðs SÞ) hefur landið þó þörf
fyrir 268.000 tonn af maís, ef miðað
er við náttúrulega lágmarks fæðu-
þörf landsbúa. Segja þeir annað
hvert barn vannært, en eitt barn af
hverjum þremur deyr, áður en það
nær 5 ára aldri.
VOR ’88
é&is
m
§t&r**ig3
HOWARD mykjudreifarann þekkja allir
bændur eftir áratuga notkun hér á
landi. Dreifir öllum tegundum
búfjáráburðar.
Einföld bygging tryggir minna
viðhald.
UMBOÐSMENN OKKAR -
YKKAR MENN UM LAND ALLT
Vélabær hf., Andakílshr. S. 93-51252
Ólafur Guðmundsson
Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-56622
Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191
Guðbjartur Björgvinsson
Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S. 93-
41475
Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-4198
J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119
Bílav. Pardus. Hofsósi S. 95-6380
Bílav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122
Dragi, Akureyri S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540
Vikurvagnar, Vík S. 99-7134
Ágúst Ólafsson
Stóra-Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313
Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840
G/obus?
Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555
+
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem veittu okkur stuðning í veikindum
og við fráfall mannsins míns
Þorvarðar Kristjánssonar
Sellandi
Gæfan fylgi ykkur.
F.h. aðstandenda
Auður Garðarsdóttir.
t
Eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi
Ragnar Á. Sigurðsson
sparisjóðsstjóri í Neskaupstað
verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 7. maí klukkan
14.00.
Kristfn Lundberg
Kristrún Helgadóttir
Sigurður Ragnarsson
Sigurborg Ragnarsdóttir
Kristrún Ragnarsdóttir
Jóhanna Kr. Ragnarsdóttir
og barnabörn
Sigurður Hinriksson
Ragnheiður Hall
Hólmgrímur Heiðreksson
Snorri Styrkársson
Hjálmar Kristinsson
+
Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug
og veittu okkur margþætta aðstoð við andlát og útför mannsins míns,
föður okkar og fósturföður
Jens Guðbrandssonar
Helgubraut 31, Kópavogl
Guð blessi ykkur öll.
Ásta Ólafsdóttir
Brynjólfur Bjarki Jensson
Ingibjörg Jensdóttir
Ólafur Bry njólfsson Guðný Gunnarsdóttir
Dagfrfður Brynjólfsdóttir Guðmundur Ármannsson