Tíminn - 06.05.1988, Blaðsíða 20
Sparisjóösvextir
og yf irdráttup
á téKKareiKnirgunn
SAMVINNUBANKI
(SLANDS HF
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Okeypis þjónusta
686300 Tíminn
HRESSA
KÆTA
STRUMPARNIR
Tíminn
Svefndrukkinn virðisauki flakkar milli þingdeilda Alþingis:
BÆNDUM HRYS HUGUR
Nú bætist bókhaldið við hjá bændum. Gott verður þá ef kaupamaðurinn er vanur tölum, t.d. með reynslu af viðskiptafræði.
Það iná ætla að nýjasti
skattapakki ríkisstjórnarinnar,
virðisaukaskatturinn, verði
staðfestur sem lög fyrir þing-
lausnir í næstu viku. Þessa
dagana sitja þingmenn beggja
deilda Alþingis sveittir yfir
málinu og sýnist sitt hverjum, j
eins og gengur. Verði fyrir-
liggjandi frumvarp samþykkt
að stofni til óbreytt, taka lögin
gildi frá og með 1. júlí á næsta
ári.
Virðisaukaskattur hefur í för
með sér fjölgun framteljenda
sem nemur um 14 þúsundum.
Stærstur hluti þeirra, nálægt
5000, kemur úr landbúnaðin-
um. Ástæðan er einföld, bú-
rekstur er eina atvinnugrein í
landinu sem til þessa hefur
yfirleitt ekki verið háð bók-
haldsskyldu samkvæmt ákvæð-
um laga um bókhald.
Samkvæmt frumvarpinu er gert
ráð fyrir að lágmarksbókhald
bænda samfara upptöku virðis-
aukaskatts lúti að peningastreymi í
búrekstrinum. Það vill segja að
menn eru skyldaðir til að bókfæra
þær tekjur, sem þeir innheimta
virðisaukaskatt af og að sama skapi
þurfa bændur að bókfæra þau gjöld
sem þeir greiða virðisaukaskatt
ofan á.
Gert er ráð fyrir að þeir sem
landbúnað stunda, skili innheimt-
umönnum ríkissjóðs virðisauka-
skatti ásamt virðisaukaskatts-
skýrslu tvisvar á ári. Skýrslu vegna
fyrri hluta ársins, ásamt skattinum,
skal skila í síðasta lagi 1. september
ár hvert og vegna síðari hluta
ársins 1. mars ár hvert.
í frumvarpinu er og ákvæði um
að skattstjóra sé heimilt að fallast
á beiðni þeirra, sem stunda land-
búnað, um aukauppgjör á virðis-
aukaskatti ef í ljós kemur að þeir
eigi kröfu á endurgreiðslu virðis-
aukaskattsins vegna kaupa á fjár-
festingar- og rekstrarvörum.
Virðisaukaskattsfrumvarpið,
eins og það er lagt fram á Alþingi,
ber óneitanlega vott um að varð-
andi landbúnaðinn séu margir
óhnýttir endar. Sérfræðingar í
ráðuneyti fjármála staðfesta að svo
sé, a.m.k. þurfi mörg atriði í
frumvarpinu um þessa atvinnu-
grein frekari útfærslu við. Það
kemur því tæplega á óvart að
ákveðið hefur verið að skipa milli-
þinganefnd, þar sem sæti eiga full-
trúar stjórnarflokkanna og em-
bættismenn, sem hefur það hlut-
verk að athuga einstök álitamál og
nauðsynlegar hliðarráðstafanir. Af
einstökum atriðum sem nefndinni
er ætlað að skoða eru viðskipti
bænda og afurðastöðva og mat á
skattprósentu virðisaukans. I
frumvarpinu er gert ráð fyrir 22%
skatthlutfalli yfir línuna, í stað
25% í núgildandi söluskattskerfi.
Talsmenn bændasamtakanna hafa
dregið réttmæti einxiar skattpró-
sentu fyrir landbúnaðinn mjög í
efa og telja að það mál verði að
skoða mun betur en gert hefur
verið.
Gert er ráð fyrir að milliþinga-
nefndin skili sínum tillögum með
haustinu.
Virðisaukinn erfiður
í framkvsmd
„Við höfum skoðað þessi mál
gaumgæfilega og tókum ekki neina
afstöðu gegn skattinum sem
slíkum. Við getum í sjálfu sér ekki
verið á móti frumvarpinu með
þeim rökum að við teljum bændur
ekki færa til þess að annast nauð-
synlegt bókhald, sem virðisauka-
skattinum fylgir. En við bendum
hinsvegar á að þetta er erfitt í
framkvæmd og það þarf að leggja
mikla vinnu í að kenna mönnum
inn á þetta nýja kerfi, einfaldlega
vegna þess að menn eru misjafn-
lega vanir að fást við tölur.
Við höfum bent á ýmsa veikleika
í frumvarpinu eins og það er nú
lagt frant. Við gagnrýnum fyrst og
fremst að einungis er gert ráð fyrir
einu skatthlutfalli á vörum og síðan
eru bændur settir undir pólitíska
ákvörðunartöku hvað varðar
endurgreiðslu á virðisaukaskattin-
um,“ sagði Gunnlaugur A.
Júlíusson, hagfræðingur hjá Bún-
aðarfélagi íslands.
Gunnlaugur segir það vissulega
veikleika að ekki hafi enn verið
mótaðar neinar heildartillögur um
framkvæmd á innheimtu virðis-
aukaskatts í landbúnaði. „Það eina
sem liggur fyrir er að bændur eiga
að gera þetta upp tvisvar á ári. Þó
er heimild til að setja sérstakar
reglur um sauðfjárbændur, vegna
þess að þeir fá greitt einungis einu
* sinni á ári og eru því stærstan hlut
úr ári í mínus.“
Ótti við skriffinnsku
Af viðtölum við bændur virðist
ljóst að mörgum þeirri hrýs hugur
við aukinni skriffinnsku sem virðis-
aukanum óneitanlegá fylgir. Þeir
eru og margir hverjir smeykir við
þetta nýja skattafyrirkomulag.
Gunnlaugur Júlíusson segir það
deginum Ijósara að til kynningar á
þessum nýja skatti þurfi a.m.k. eitt
ár. „Skattasérfræðingar dönsku
búnaðarsamtakanna hafa brýnt
fyrir okkur að slíka gífurlega skatt-
kerfisbreytingu þurfi að kynna
mjög rækilega áður en hún taki
giidi. Ég viðurkenni það fúslega að
við höfurn verulegar áhyggjur af
kynningarþættinum. En að honum
getum við vitanlega ekki farið að
huga fyrr en lagasetningin liggur
klár fyrir. Og ég tel að opinberi
geirinn verði að hafa frumkvæðið
að því að leiðbeina mönnum, því
það er jú hann sem skikkar bændur
til að vera sínir starfsmenn,“ sagði
Gunnlaugur.
Ráðuneytið í startholum
Indriði H. Þorláksson, skrif-
stofustjóri í fjármálaráðuneytinu
segir að ekki liggi enn fyrir mótaðar
tillögur um hvernig bændum verði
kynntar þessar skattkerfisbreyting-
ar. „Menn eru einungis famir að
huga að skipulagningunni almennt.
Það verður komið á sérstakri sam-
starfsnefnd allra framkvæmdaaðila
og síðan starfshópum sem sinna
einstökum þáttum, þ.á m. kynn-
ingarþættinum, tölvumálunum og
fleiru," sagði Indriði.
Viðskipti bænda
og afurðastöðva
Eitt þeirra atriða sem gert er ráð
fyrir að svokölluð milliþinganefnd
fjalli um, eru viðskipti bænda og
afurðastöðva. Þetta lýtur fyrst og
fremst að sauðfjárbændum, vegna
þess að hjá þeim eru greiðslur
fjármagnaðar að mestu leyti með
lánum. „Ég hef ekki enn fengið
skýringar á því hvernig að þessu
verður staðið,“ sagði Gunnlaugur.
Indriði Þorláksson segir að þessi
viðskipti séu ákveðið vandamál
sem sé í raun af tvennum toga.
Annar hluti þess snúi að misgengi
inn- og útstreymi peninga, sem
skapist af aðfangakaupum sauð-
fjárbænda fyrri part árs, t.d. kaup
á áburði, en síðan fái þeir greitt
fyrir afurðir á einum tímapunkti á
haustin. Hitt atriðið snúi að af-
urðastöðvunum, á þann hátt að
vegna þess að þær þurfi að greiða
bændum út á tímabilinu september
til október, og virðisaukaskattur-
inn bætist þar ofan á, skapist aukin
þörf afurðastöðvanna fyrir afurða-
lán. „Lausnin sem menn hafa séð í
þessu hvorutveggja er annarsvegar
að fjölga uppgjörstímabilum,
þannig að bændur geti fengið inn-
skattinn uppgerðan mjög fljótt,
annaðhvort á tveggj a mánaða fresti
eða á séruppgjörum, og hinsvegar
að í stað skila afurðastöðva til
bændanna, standi þær ríkissjóði
skil á þessum skatti og þá með
sama greiðslufresti, eftir áramót,
og bændur hefðu þurft að skila
skattinum.“
Hvað með laxveiðileyf in?
Einn lausu endanna með virðis-
aukaskattinn lýtur að hlunninda-
tekjum bænda, t.d. tekjum af sölu
laxveiðileyfa. Vandamálið í þessu
snýr ekki síst að mati á því hversu
mikið er selt úr landi og hversu
mikið selt innlendum aðilum.
Laxinn er eitt dæmi um óhnýttan
enda. Þeir eru margir fleiri, eins og
gefur að skilj a með víðtækar breyt-
ingar á skattalögunx. En það er
ekki öll nótt úti. Samkvæmt alman-
aki er nú maímánuður 1988. Sam-
kvæmt frumvarpinu skcllur virðis-
aukaskattur á þann 1. júlí 1989.
Það má ýmislegt gera á þessum
tíma, ef vilji og dugur er fyrir
hendi. óþh
mmmm