Tíminn - 06.05.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.05.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 6. maí 1988 Aðalfundur SH hófst í gær: Tæplega milljón punda tap á Bretlandsmarkaði Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hófst á Hótel Sögu í gær. Fundurinn var vel sóttur og voru fundarmenn á þriðja hundrað víðs vegar að af landinu. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, lagði fram skýrslu stjórnar, og kom þar fram að verulegt tap hefði orðið á dótturfyrirtækinu Icelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby og hefði tapið numið 980.000 sterlingspundum, þar af530.000 pund vegna rækjuviðskipta. A öðrum stöðum varð hagnaður. Tímamynd Gunnar 16,3% fram- leiðsluaukning Þannig nam hagnaðurinn af rekstri Coldwater Seafood Co. í Bandaríkjunum 970.000 dollurum, þó að 7% samdráttur hefði orðið í' sölu. Heildarframleiðsla frystihúsa SH jókst um 16,3% frá árinu áður og jókst heildarframleiðsla frysti- togaranna um 58% frá fyrra ári. Þorskframleiðsla dróst hins vegar saman um 7,3%. I skýrslu stjórnarformanns, kom einnig fram að SH hefði flutt út 52% af heildarútflutningi frystra sjávara- furða frá íslandi á síðasta ári, og var nánast hinn sami að magni til, en verðmætaaukning var 7% Útflutningur jókst um 94% til Japans Af heildarútflutningi sölusamtak- anna fóru 86.000 tonn, eða 93%, til sex landa í þremur heimsálfum. 31.100 tonn fóru til Bandaríkjanna, 21.700 til Japans, 11.900 til Bretlands, 7.800 til Sovétríkjanna, 7.300 til Frakklands og 6.200 til Vestur Þýskalands. Útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 14% milli ára, um 38% til Sovétríkjanna- og um 20% til Bretlands. Hins vegar jókst útflutningurinn til Japans um 94%. Japan varð því annað stærsta viðskiptaland SH á síðasta ári. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs minnkaði heildarframleiðsla frysti- húsa innan SH um 1.500 tonn, eða 8% og munar þar mestu um samdrátt í framleiðslu loðnu og loðnuhrogna. í ræðu sinni benti Jón á nauðsyn þess að koma stjórn á gámaútflutn- inginn og tók undir orð Kristjáns Ragnarssonar, formanns LlÚ. Auk þess sagði Jón að skipulagslaus út- flutningur hefði slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins í Bretlandi. Útflutningsleyfin f>á fór Jón inn á útflutningsleyfi Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráð- herra. „Þessi ákvörðun (að veita sex nýjum aðilum útflutningsleyfi, innsk. blm.) mæltist að vonum illa fyrir hjá heildarsamtökum framleið- enda. Það sem einkum vakti athygli varðandi leyfisveitingarnar var þetta. I fyrsta lagi var sölusamtökun- um sem í eru yfir 90% framleiðenda á frystum fiski, ekki gefið tækifæri til að fjalla um málið áður en leyfin voru veitt. í öðru lagi ráða þessi aðilar sem leyfin fengu aðeins yfir magni sem er innan við 1% af framleiðslu frystra botnfiskafurða landsmanna. í þriðja lagi er ákvörð- un ráðherra tekin gegn vilja alls meginþorra framleiðenda og lítt skiljanleg i ljósi þess árangurs, sem Frá aðalfundi SH sem lýkur í dag. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sagði á aðalfundi fyrirtækisins í gær, að það virtist vera komið í tísku að tala illa um fiskvinnsluna. íslensku sölusamtökin hafa náð í markaðsstarfsemi í Bandaríkjunum undanfarna áratugi. Loks vekur það athygli að viðskiptaráðherra skuli taka ákvörðun um svo veigamikla breytingu á því fyrirkomulagi sem í gildi hefur verið til fjölda ára með góðum árangri, aðeins nokkrum vik- um áður en þessi málaflokkur var fluttur til utanríksiráðuenytisins." Jafnvægisleysi í efnahagsmálum Jón benti á, að nýir framleiðendur hafi áallt fengið frjálsan aðgang að samtökunum, en nú þurfi samtökin að endurskoða það fyrirkomulag til að mæta samkeppni í útflutningi til Bandaríkjanna. Þá fó>- Jón inn á vanda fiskvinnsl- unnar og deildi hart á ríkisstjórnina fyrir jafnvægisleysi í peninga- og efnahagsmálum og ákveðni í fast- gengisstefnu. Rógur um fisk- vinnslu í tísku Friðrik Pálsson, forstjóri SH, fór næstur í ræðustól og sagði þá m.a. að það virtist nánast vera komið í tísku að tala illa um fiskvinnsluna. Hann sagði að margir teldu sig hafa leyfi til að leggja fiskvinnsluna í einelti og sagði það þjóðhættulega iðju. „Hvers vegna kemur nú enn og aftur upp þessi neikvæða umræða um fiskvinnsluna? Það er vegna þess, að þjóðin lifir af henni og gerir því til hennar meiri kröfur en nokk- urrar annarrar atvinnugreinar í þessu landi. Menn koma saman hér og þar og ræða um vanda fiskvinnsl- unnar og nauðsyn þess, að halda ráðstefnur um aukna framleiðni í fiskvinnslunni, um nauðsyn tækni- breytinga í fiskvinnslunni og guð má vita hvað í fiskvinnslunni. En hvað gera þessir sömu sérfræðingar í því að ræða um aukna framleiðni hjá hinu opinbera, í bankakerfinu, í þjónustugeiranum, í versluninni? Er ekki kominn tími til að við fisk- vinnslumenn höldum ráðstefnu um nauðsyn þess að auka framleiðni alls staðar í kringum okkur líka?“ sagði Friðrik í ræðu sinni. Vonbrigði með samninga Friðrik sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fiskvinnslufólk hefði ekki náð fram skattfríðindum í kjarasamningum, en sagðist trúa að innan tíðar yrði það aftur eftirsótt að vinna við fiskvinnslu hér á landi og endaði á því að hvetja fundar- menn til að hefja fiskvinnsluna aftur til virðingar hér á landi. Aðalfundinum verður framhaldið í dag og lýkur í kvöld. -SÓL Kraftaverk gerast enn „Fundur í framkvæmda- stjórn vcrkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins, haldinn mið- vikudaginn 4. maí 1988, lýsir yfir fullum stuðningi við þá meginkröfu Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur að lægstu laun séu ekki undir 42 þúsund krónum á mánuði. Jafnframt samþykkir fundurinn að efna til kjaramálaráðstefnu laugar- daginn 14. maí nk.“ Er þetta ekki fullseint í rass- inn gripið, - nú þegar búið er að semja og svona? Rúmfrek ríkisstjórn Á flóamarkaði Þjóðviljans birtist eftirfarandi auglýsing, sem vafalaust er beint til Jó- hönnu Sigurðardóttur, félags- málaráðherra. „Vegna ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar vantar okkur lítið, íbúðarhæft húsnæði á Vatnsendahæð, sumarbústað- ur kæmi vel til greina. Erum á götunni.“ Frægt tóbaksnef. Gömlu nefin gleymast ei Verkföll lýsa innri manni. Sigurður Þorsteinsson var einn að vinna á ESSO bensínstöð- inni í Borgarnesi og afgreiddi ferðalanga ekki um annaö en bensín. Hann vísaði mörgu ferðafólki frá, sem var á leið í sumarbústaði. Blaðið Borg- firðingur tók þennan staðfasta verkfelling tali og spurði, hvort hann hefði ekki freistast til að gera undanþágur og afgreiða. „Nei,“ svarar Sigurður Þor- steinsson. „Ekki nema bara þegar gamlir menn hafa komið af dvalarheimilinu og beðið um neftóbaksdós. Það er eina undantekningin, og það hefi*- verkfallsvörðum verið tilkynnt um.“ Flugmálafélag íslands: Meistaramót ívélflugi í sumar, nánar tiltekið 1. og 2. júlí, mun Flugmálafélag íslands, standa fyrir Norðurlandameistaramóti í vélflugi, þess fyrsta sem haldið er hér á landi, og fer það fram á Helluflugvelli. Meistaramótið er haldið á hverju ári og hafa Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland skipst á um að halda mótið fram til þessa, en nú bætist ísland í hópinn. Mótið er hið 40. í röðinni og jafnframt fyrsta fjölþjóðlega vélflugmótið sem hald- ið er á íslandi. Keppt verður eftir alþjóðlegum keppnisreglum FAI og skiptist keppnin í tvo hluta. Sá fyrri, flug- leiðsöguhlutinn, felst í flugáætlunar- gerð og leiðarflugi og eru lagðar ýmsar þrautir fyrir keppendur, t.d. að bera kennsl á ýmis kennileiti. Sá síðari, lendingarhlutinn, felst í fjór- um tegundum marklendinga, bæði með og án hreyfiafls. Keppendur eru þrír frá hverju Norðurlandanna og er keppt milli einstaklinga og sveita. Samhliða Norðurlandameistara- mótinu er einnig keppt um íslands- meistaratitilinn, Shellbikarinn, og verður sú keppni einungis milli ís- lensku keppandanna. íslenska liðið skipa þeir Almar Sigurðsson, Jón E.B. Guðmunds- son, Orri Eiríksson og til vara er Ágúst Ögmundsson. Þjálfari er Otto Tynes og liðsstjóri Jón Grímsson. -SÓL Arekstrar í hálkunni Snjókoman í gærmorgun kom flatt upp á íbúa suðvesturhorns- ins og í hálkunni í Reykjavík urðu 16 árekstrar, sem lögregla hafði afskipti af. Enda margir búnir að rífa vetrardekkin undan bílum sínum, því að fimm dagar eru liðnir, síðan bannað var að aka á nagladekkjum. Eftir hádegi voru sex árekstrar tilkynntir til lögreglu, en þá var hálka horfin af götum og engan snjó að sjá nema í fjöllum. Tvö minniháttar slys urðu í umferð- inni í gær. þj Brunamálastofnun ríkisins: OPID HÚS HJÁ SLÖKKVILIÐUM Opið hús verður hjá slökkviliðum landsins á morgun. Tilefnið er að kynna almenningi störf slökkviliða og sýna notkun á tækjabúnaði þeirra eftir því sem við verður komið. Ý msar uppákomur verða hj á sunt- um slökkviliðanna og einnig fræðsla. Unnið hefur verið að myndasam- keppni er varðar slökkviliðin í 1., 2. og 3. bekk grunnskóla víða um landið. Viðurkenningar fyrir bestu myndirnar verða afhentar hjá við- komandi slökkviliði þennan dag. Stefnt verður að því að hafa einn kynningardag árlega hjá slökkvilið- um landsins í framtíðinni og einnig reglubundna fræðslu í brunavömum í grunnskólum í samráði við mennta- málayfirvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.