Tíminn - 06.05.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.05.1988, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Föstudagur6. maí 1988 nomn hennar CHER Kvikmyndin „Moonstruck“ færði Cher hinn eftirsótta Oscar. Hér er hún ásamt Nicolas Cage sem leikur á móti henni í þeirri mynd -sem fékk Oscar fyrir leik sinn í myndinni Fullt tungl (Moonstruck), sem nú er synd í Rita segir að húsmóðir sín hafi , , fengið egypskan hönnuð til að D j D/'"'V Dieikna breytingar á húsinu, svo allt ’ '-'D'JnVJ yrði ekta egypskt. Síðan voru líka hafðar til hliðsjónar bækur með myndum frá Egyptalandi. Fyrir fjórum árum urðu vinslit þeirra Egyptans og Cher út af smáupphæð, sem henni fannst hann hefði platað sig um. Hann hætti störfum og í eitt ár var ekki unnið í húsinu. „Petta ár var erfitt fyrir frú Allman," segir Rita. „ Hún trúði því að egypski arkitektinn hefði lesið bölbænir og formælingar yfir húsinu, svo það væru álög á því. Frúin flutti úr húsinu á tímabilinu með börnin, og hún sagði mér að ég þyrfti ekki að búa þar heldur. Hún skyldi leigja fyrir mig annars staðar." Ráðskonan bjó þó áfram þessa mánuði í húsinu, en hún sagði að ýmislegt mjög undarlegt hefði komið fyrir sig, sem hún gæti ekki útskýrt,- Þessi óhugnaður hætti þó eftir nokkurn tíma, sagði Rita. Cher auglýsti húsið til sölu, en fékk ekki tilboð sem henni líkaði. Hún ákvað þá að gera aðra tilraun til að Ijúka breytingum á húsinu og fékk innanhússarkitekt til verksins. Nú finnst Cher sem allt sé eins og best verði á kosið, og er mjög glöð yfir því að hafa ekki selt höllina sína. öscarsverðlaunahafinn Cher segist hafa lifað í fyrra lífi í Egypta- landi á tímum Faróanna. Hún er reyndar af armenskum ættum og að hálfu leyti Cherokee-indfáni. Sjálf segir Cher að hún hafi líka sígaunablóð í æðum. Nú á síðari árum hefur blossað upp áhugi Cher á öllu egypsku. Árið 1980 keypti hún sér stórt og mikið hús á hæð utan við Hollyw- ood. Par hefur verið unnið að endurnýjun utanhúss og innan í mörg ár, en nú er allt komið í það horf sem Cher líkar, - og allt eins egypskt og hægt er að hafa það í Hollywood. Meira að segja er fjögurra metra hár sphinx (ljóns- stytta með mannshöfuð) í garðin- um hennar. Blaðamaður náði viðtali við Ritu Ramirez, ráðskonu Cher, sem hef- ur verið hjá henni í mörg ár. Ráðskonan kallar leikkonuna allt- af frú Allman, - því að Cher var gift seinni eiginmanni sínuni Greg Allman rokk-hljómsveitarmanni þegar Rita tók við ráðskonustöð- unni. Cher í forsalnum, sem er að verða eins og listasafn, því að leikkonan er sífelit að bæta egypskum munum í safn sitt. Cherburg er hún stundum kölluð „egypska“ höllin hennar Cher. Cher og sonur hennar, Elijah Blue, að „mússísera" í setustofunni sem mest er notuð. „Hér er heimilið okkar,“ segir Cher.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.