Tíminn - 06.05.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur6. maí 1988
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsólfharflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Fteykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr.
dálksentimetri.
Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.-
Þjóðarvandi
Hin miklu umskipti sem hafa orðiö á afkomu
útflutningsgreina á síðustu mánuðum er alvarlegt
mál, sem bregðast verður við hið fyrsta. Um það
er ekki deilt að stöðvun vofir yfir fjölda fiskvinnslu-
stöðva víðast hvar á landinu.
Fyrsta fiskvinnslufyrirtæki sem varð til þess að
draga verulega saman starfsemi sína var Grandi h/f
í Reykjavík. Þótt Grandi sé stórt fyrirtæki og hafi
veitt mörgu fólki vinnu, þá er fiskvinnsla hlutfalls-
lega ekki stærri atvinnugrein í Reykjavík en svo,
að uppsagnanna hjá Granda gætir ekki á sama hátt
og þegar fiskvinnslustöðvar úti um landsbyggðina
verða að draga saman seglin. Þar með er ekki sagt
að uppsagnirnar hjá Granda h/f séu ekki alvarlegt
mál. Þessar uppsagnir koma afarhart víð reykvískt
verkafólk. Miðað við fjölda þess fólks í Reykjavík
sem vinnur eiginleg verkamannastörf og er háð
daglaunavinnu, þá er samdrátturinn hjá Granda
h/f alvarlegt vandamál á vinnumarkaði og snertir
afkomu fjölda heimila.
Samdráttur eða stöðvun fiskvinnslufyrirtækja
úti um landsbyggðina er þó enn stærra vandamál
en samdráttur í reykvísku fiskiðjuveri. Sjávarút-
vegsgreinar eru meginuppistaðan í atvinnulífi
landsbyggðarinnar. Sumir kaupstaðir og kauptún
eru svo gersamlega háðir útgerð og fiskvinnslu að
þar kemst ekkert annað að. Sjávarútvegurinn er
lífæð staðanna.
Nú horfir þjóðin fram á það að aðalatvinnutæki
sjávarplássanna eru komin að því að stöðvast.
Slíkt ástand varðar ekki forráðamenn og eigendur
þessara fyrirtækja eina, þetta er ekki eingöngu mál
starfsmanna fyrirtækjanna, sem eru að missa
atvinnu sína, þetta er ekki einkamál sveitarfélag-
anna sem í hlut eiga og sjá grundvellinum kippt
undan tilveru sinni. Þetta ástand er ekki einkamál
eins eða neins.
Það ástand, sem er að skapast í fiskvinnslunni,
varðar alla þjóðina og þjóðarafkomuna. Hér er
ekki um neinn barlómsvæl að ræða. Hin versnandi
rekstrarafkoma fiskiðnaðarins stafar af augljósum
ástæðum og er háð öflum, sem stjórnvöld geta ekki
haft áhrif á nema að vissu marki. Ástæðan til
hallarekstrar fiskvinnslunnar stafar af verðfalli
afurða, verðfalli Bandaríkjadollars og vaxandi
verðbólgu og kostnaðarhækkunum innanlands.
Miðað við það að gjaldeyrisöflun og erlend
viðskipti grundvallast á útflutningi sjávarafurða,
þá verður þjóðin öll að vera meðvituð um, hvert
þetta ástand er að leiða og viðbúin því að taka á
sig byrðar, sem er óumflýjanlegur fylgifiskur þess
að útflutningsframleiðslan ber sig verr en áður.
Miðað við neyslustig og lifnaðarhætti megin-
þorra þjóðarinnar ættu slíkar byrðar að vera
léttbærar. Þeim sem minna mega sín verður að
létta byrðina með félagslegum ráðstöfunum.
GARRI
llilll
'lllllllllli
All og spíri
Það er mikið taiað um það nú á
dögum að efla þurfl atvinnulíflð
utan höfuðborgarsvæðisins. Eng-
inn efast um réttmæti þessa, ekki
síst vegna þess að hver maður sér í
hendi sér að það gengur ekki til
lengdar að byggja höfuðborgar-
svæðið upp á eintómri þjónustu
við aðra hluta landsins, á sama
tíina og þar stcfnir allt í erflðleika
og samdrátt.
En hvað á þá að gera? Vitaskuld
verður að efla hefðbundnar grein-
ar, landbúnað og sjávarútveg, svo
og þann framleiðsiuiðnað sem á
þessum greinum byggir. Um það
eru allir sammála. Þar verður að
skapa framleiðendunum og iðnfyr-
irtækjunum heiibrigðan og eðlileg-
an rekstrargrundvöll til að þessir
aðilar geti haft viðunandi afkoinu
af störfum sínum. Annað gengur
ekki. Það dugar ekki að láta þjón-
ustugreinunum syðra haldast uppi
að mergsjúga undirstöðuna sem
allt líf þeirra sjálfra byggist i raun-
inni á.
Þetta er riljað upp hér í tilcfni af
tveimur fréttum sem komið hafa
hér í Tímanum nú í vikunni um
ónotaða möguleika í nýjum grein-
um. Það segir sig sjálft að vilji
menn viðhalda byggð í landinu öllu
þá er það frumskilyrði að hafa
augun opin fyrir öllum nýjiim at-
vinnutækifærum sem bjóðast.
Glerállinn
Að því er sagði í Timanum á
laugardaginn kemur gleráll sunnan
úr Þanghaflnu hér upp að suður-
og suðvesturströndinni í geysistór-
um torfum. Lítið mun að vísu vera
vitað um lífshætti álsins í smáatrið-
um, en fróðustu mcnn telja þó að
það sé aðeins lítill hluti glerálsins
sem nokkru sinni gangi hér upp i
árósa, en stærsti hluti hans drepist
hér úti fyrir ströndinni.
Á það er bent í fréttinni að
tiltölulega lítið mál eigi að geta
verið að fanga glerálinn lifandi hér
við suðurströndina og taka hann til
eldis. Ekki síst þar sem við höfum
mikið af jarðhita, sem einmitt er
nú þegar farið að nota hér við
flskeldi með góðum árangri.
Állinn hefur að vísu ekki mikið
verið nýttur til átu hér innanlands.
Þvert á móti er engu líkara cn að
íslendingar hafí í áranna rás frekar
haft ótrú á þessari skepnu. Eitt-
hvað rámar þann er hér ritar í
fornar þjóðsögur af skepnu sem
nefndist hrökkáll, og gott ef hún
átti ekki að eiga það til að veljast
utan um fætur fólks sem var við
heyskap í mýrum, með heldur
óskemmtilegum afleiðingum.
En menn mega ekki láta gamlar
kerlingabækur glepja fyrir sér. ÁII
þykir mesti herramannsmatur víða
í útlöndum, og viljum við ekki éta
hann sjálf þá má alltaf flytja hann
út og gera ræktun hans að gjaldcyr-
isskapandi atvinnugrein. Ekki veit-
ir af, og hér gildir sama sagan og
annars staðar að fara verður rólega
í sakirnar, byrja smátt og gæta þess
að fara ekki af stað af slíku offorsi
að kollsteypan verði að meiri hátt-
ar slysi ef illa gengur í fyrstu
tilraun.
Spírinn
Hin fréttin kom svo hér í blaðinu
í fyrradag og var um ónotaða
möguleika okkar til þess að fram-
leiða vínanda úr kartöflum og
niysu. Það leiðir af baráttu okkar
gegn áfengisbölinu að hér er harð-
bannað að framleiða spíra eða
vínanda hvers konar. Aftur á móti
vill svo til að við flytjum inn
talsvert af spíra til áfengisgerðar og
iðnaðar, á sama tíma og manni er
sagt að tiltölulega auðvelt sé að
framleiða hann hér innanlands úr
umframkartöflum og mysunni sem
hent er í mjólkurbúununt.
Hér verður ekki betur séð en að
forvitnilegt mál sé komið upp til
umræðu. Það er vissulega stór
munur á því hvort mönnum er veitt
hömlulaust leyfi til að heimabrugga
landa í öllum koppakirnum eða
hvort hráefni, sem til er í landinu,
er nýtt til fullnustu til þess að
framlciða úr því iðnaðarvöru sem
þörf er fyrir og eftirspurn eftir
bæði hcima og erlendis. í þessari
frétt er þess einnig getið að fram-
leiðslu af þessu tagi geti til dæmis
verið tilvalið að reka í þeim mjólk-
urbúum, sem vegna samdráttar í
mjólkurframleiðslu fullnýti ekki öll
sín tæki.
Hér hefur verið hreyft tveimur
áhugaverðum málum sem full
ástæða er til að athuga bctur. Núna
er mikið talað um leiðir til þess að
efla atvinnulífíð úti á landsbyggð-
inni og gera það fjölbreyttara. Um
það gildir hið fornkveðna að þar
hefur oft verið þörf en nú er
nauðsyn. Um álaræktina á það
sérstaklega að hún virðist kjörin til
að verða aukabúgrein hjá
bændum, einkum sunnan og suð-
vestanlands, líkt og fískirækt cr
reyndar víða að verða og orðin. En
um hvort tveggja þetta á að hér
virðast vera möguleikar á nýrri
atvinnu og auknum tekjum fyrir
dreifbýlið. Allt slíkt þarf að skoða.
Garri.
VÍTTOG BREITT
Siðvæðing í viðskiptum
Mjög róttækar breytingar eru nú
að verða á fasteignaviðskiptum
með gildistöku nýrra laga þar um
og breyttum og bættum viðskipta-
háttum milli fasteignasala og við-
skiptamanna hans. Fasteignasalar
þurfa nú að vera löggiltir til starf-
ans og sú leppsmennska sem tíð-
kaðist í fasteignaviðskiptum á nú
að heyra fortíðinni til.
Félag fasteignasala hefur kynnt
þær breytingar sem orðnar eru og
hefur látið gera eyðublöð þar sem
fasteignasalinn og seljandi gera
samning um sölumeðferð. Þar eru
einnig margs konar upplýsingar
sem væntanlegur kaupandi þarf á
að halda.
Með nýju lögunum og bættum
viðskiptaháttum í sölumeðferð
fasteigna er stigið stórt skref fram
á við og er leitast við að tryggja
hagsmuni allra aðila sem best, þ.e.
seljanda, kaupanda og fasteigna-
sala. En þegar allt kemur til alls
eiga allir þessir sameiginlegra hags-
muna að gæta þegar fasteignir
ganga kaupum og sölum og engir
prettir eða einhvers konar undan-
skot eru höfð í frammi.
Seint á ferð
Eiginlega er furðulegt að lög-
gjafinn og sómakærir fasteignasal-
ar skuli ekki hafa breytt svona
viðskiptaháttum fyrir löngu. Marg-
ir hafa farið illa út úr fasteignavið-
skiptum vegna svika og alls kyns
vanefnda, orðið fyrir fjárhagstjóni
og alltof mörg dæmi eru um að fólk
hafi misst aleiguna vegna svika
fasteignasala eða annarra sem mál-
um hafa tengst.
Formleysa og slappleiki hafa ein-
kennt fasteignaviðskipti á margan
hátt. Upplýsingar um hús og íbúðir
á söluskrá hafa verið alitof litlar og
oft rangar. Dæmi um subbuskap-
inn er að stærðir á fasteignum hafa
verið auglýstar eftir geðþóttamæli-
kvörðum seljenda. Fasteignasalar
hafa oft ekki aðra hugmynd um
stærðarhlutföll en seljandi segir
þeim og íbúðir sagðar mældar
brúttó, nettó eða einhvern veginn
öðru vísi. Nú standa aftur á móti
vonir til að stærðir auglýstra
fsteigna verði rétt upp gefnar og að
aðrar sjálfsagðar upplýsingar fylgi
svo að væntanlegir kaupendur
þurfi ekki að vera hræddir um að
kaupa köttinn í sekknum.
Víðar þarf að siðvæða
Margs kyns skringilegheit önnur
hafa loðað við fasteignaviðskipti.
Sömu hús og íbúðir eru til sölu hjá
fjölmörgum fasteignasölum og eru
þeir allir að auglýsa sömu eignimar
samtímis og svo kemur kannski
upp úr dúrnum að húsin eða íbúð-
imar eru alls ekki til sölu, heldur
langaði eigandann bara til að vita
hvaða tilboð hann gæti fengið í
eign sfna.
Svona fíflskapur og margur ann-
ar leggst nú vonandi af með til-
komu nýrra laga og siðbót meðal
fasteignasala. Þau siðaskipti felast
ekki síst í því að reglur um löggild-
ingu em strangari en áður og þess
að að vænta að eftir verði í stéttinni
þeir fasteignasalar sem vandari em
að virðingu sinni og kunni að gæta
hagsmuna allra viðskiptaaðila, en
slóðar og braskarar hverfí til annar-
ra starfa.
Þegar nú er gerð alvarleg tilraun
til að siðbæta fasteignaviðskipti,
þar sem Félag fasteignasala hefur
lagt sitt af mörkum til að gera þau
ömggari og nútímalegri, er tími til
kominn að löggjafinn og vonandi
fleiri aðilar fari að snúa sér að
bílasölum.
Þar er óplægður akur að koma á
löggildingu þeirra sem selja notaða
bíla og síðan að þeir setji sér
sómasamlegar starfsreglur eins og
fasteignasalar hafa gert.
Bílaviðskipti eru á margan hátt
fyrir neðan allar hellur. Það getur
verið erfitt að fá nauðsynlegar
upplýsingar um bíla sem em til
sölu og frágangur og ábyrgð á
sölusamningum er hvergi nærri
eins og skyldi. Nú til dags er mikið
lánað til tiltölulega langs tíma af
söluverði notaðra bíla. Veltur þá á
ýmsu hvort seljandi er „heppinn"
með kaupanda eða ekki. Að vera
heppinn með kaupanda er ekkert
annað en að seljandi fær umsamdar
greiðslur með skilum. En hér á
engin heppni við heldur verður að
standa við viðskiptaskilmála og
einhver verður að vera ábyrgur
fyrir að svo sé gert. OÓ