Tíminn - 21.05.1988, Page 12

Tíminn - 21.05.1988, Page 12
12 I HELGIN Laugardagur 21. maí 1988 SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Morðslóðin IMiigl—■ um morg ri Vinir hinnar 18 ára gömlu Lisu Dunn í Sutton Bay í Michigan, lýstu henni sem greindri og tilfínninganæmri stúlku. Hún var af efrimiðstéttarfólki og skorti aldrei nein veraldleg gæði í uppvextinum. Lisa útskrifaðist með Iáði úr menntaskóla og fór í háskólann í Marquette. Það sem vinirnir botnuðu hins vegar ekkert í, hvað Lisu varðaði, var vinátta hennar við Daniel Eugene Remeta. Hann var 27 ára glæsi- menni, með miliisítt hár og yfir- skegg. Hann var þekktur í Sutton Bay, kannski best hjá lögreglunni. Sakaskrá hans náði allt aftur tii fermingaraldurs hans. Meðan Lisa var í háskólanum, sat Remeta í ríkisfangelsinu í Marqu- ette og afplánaði síðasta árið af þriggja ára dómi fyrir bátsstuld. Hann trúði félögum sínum innan múranna fyrir, að hann ætti sér tvö takmörk í lífnu: Að myrða lögreglu- mann og fara vestur og gerast at- vinnumorðingi fyrir skipuleg glæpasamtök. Vinir Lisu Dunn spáðu því, að ef hún héldi áfram að umgangast Re- meta, sem allir töldu hálfgerðan óþverra, gæti hún ekki átt von á góðu í lífinu. Þeir reyndust sannspá- ir, en enginn af vinum Lisu, ekki einu sinni þeir svarsýnustu, gátu ímyndað sér, hversu slæmt það raun- verulega varð, fyrr en það fréttist frá Colby í Kansas, 13. febrúar 1985. Skötuhjúin hverfa Eftir að Remeta slapp úr fangels- inu, starfaði hann um hríð í matvæla- frystistöð í Sutton Bay, en hann kom ekki til vinnu sinnar 6. febrúar. Ástæðan kom Ijós, þegar yfirvöld í Manistee-sýslu komu að leita hans og vildu handtaka fyrir grun um vopnað rán. Daginn eftir kom í ljós, að skammbyssa var horfin frá fjöl- skyldu Lisu Dunn. Seinna sama dag komu fram óljós tengsl milli byssuhvarfsins og þess, að Daniel Remeta yfirgaf borgina skyndilega í bílskrjóð sínum, drapp- litum og illa útlítandi Pontiac 1970. Tilkynnt var um rán á bensínstöð í útjaðri Copemich, um 40 km frá Sutton Bay. Ræningjarnir voru á Ijósum, gömlum bfl. Pilturinn var með axlasítt, dökkt hár og yfirskegg, t»það bil 25 ára. Stúlkan með honum var sögð yngri og lýsingin kom heim við Lisu Dunn. Tölvur glæpalögreglunnar fylgd- ust með skötuhjúunum á suðurleið. Sex rán á bensínstöðvum, í minni verslunum og á veitingastöðum voru tilkynnt í kjölfarið, í ríkjunum Indi- an, Kentucky, Tennessee og Flór- ída. Alls staðar kom útlit ræningj- anna heim við fyrri lýsingu. Mark Walter, 18 ára, hafði ferðast á puttanum frá Sutton Bay til Flórída í von um að fá vinnu í notalegra loftslagi en gerðist í Michigan. Það var ólán hans að verða á vegi Lisu og Remeta í Tampa. Þeir fundir leiddu til dauða hans. Hvers vegna Mark gekk í lið með parinu og tók þátt í glæpsamlegri dægrastyttingu með því, verður lík- lega aldrei ljóst. Fram til þess hafði Mark ekki gerst sekur um alvarlegri afbrot en stöðumælasekt. Órlagarík afleysing Skömmu fyrir klukkan sjö á sunnudagskvöldið 10. febrúar, kom 18 ára stúlka í kvöldsölu í útjaðri Waskon í Texas. Hún starfaði þar á daginn. Sú sem nú var á kvöldvakt- inni, bað hana að leysa sig af um stund, meðan hún sinnti erindum. Stúlkan játaði því fúslega. Óhreinn og beyglaður, ljósdrapp- litur bíll ók upp að bensíndælunum framan við verslunina. Dælt var á hann bensíni og mennirnir komu síðan inn, þar sem stúlkan var ein fyrir. Sá dökkhærði bauðst til að borga bensínið með því að draga upp stóru skammbyssuna, sem stolið var heima hjá Lisu. Félagi hans var með litla skammbyssu. Þeir tæmdu peningakassann og sögðu stúlkunni, að hún yrði tekin með, en sleppt spottakorn frá, svo hún næði ekki að gera lögreglunni viðvart strax. Hún hreyfði engum mótmælum og var færð út og látin setjast í aftursætið, hjá annarri stúlku á svipuðum aldri. Síðan var ekið tvo kílómetra eftir hraðbrautinni og numið staðar við skóglendi. Þar var afgreiðslustúlk- unni sagt að fara út úr bílnum. Sá Sólarhring síðar, rétt eftir klukkan sjö á mánudagskvöld, kom við- skiptavinur í kvöldsölu í Dyer í Arkansas, við landamærin að Okla- homa. Þarna eru íbúar einungis 600 manns. Enginn virtist vera í búðinni og maðurinn sá að peningakassinn stóð opinn. Hann gægðist inn fyrirborðið og sá hina 43 ára Lindu Marvin liggjandi þar í blóðpolli. Hún var síðhærði sagði henni að hlaupa inn í kjarrið og vera þar kyrr um hríð, meðan þau hin kæmu sér í burtu. Hún hlýddi því, en var ekki komin langt, þegar skotin kváðu við og hittu hana í fótleggina. Hún féll og lá á bakinu, þegar piltamir komu að henni. Þeir skutu hana báðir, mörg- um sinnum í kviðinn, en snerust svo á hæli og fóru. Fyrir eitthvert kraftaverk hitti engin kúlnanna mikilvægt líffæri. Stúlkunni tókst að skreiðast út á brautina, þar sem ökumaður fann hana. Ekið var með hana í snatri á sjúkrahús, þar sem gerð var á henni mikil aðgerð og hún náði sér að fullu. Afgreiðslustúlka myrt Stúlkan gat sagt lögreglunni frá málsatvikum og lýst vel bæði bílnum og þeim, sem í honum voru. Hún mundi meira að segja hluta af bíl- númerinu. Vegna þess hve mál voru nú tekin að gerast alvarleg, var lögregla í mörgum ríkjum beðin að vera á verði og athuga mannrán og jafnvel morð, þar sem enginn var til frásagn- James Hunter, 33 ára. Hann átti langa sakaskrá, en fannst ekki nóg að gert, svo hann gekk til liðs við þremenningana á beyglaða bílnum. látin og hafði verið skotin nokkrum sinnum í kviðinn og tvisvar í höfuð- ið. Lögreglunni tókst að hafa uppi á vitni, sem séð hafði gamlan, drapp- litan bíl með nokkrum manneskjum í, skömmu áður en líkið fannst. Lisa Dunn, Daniel Remeta og Mark Walter hittu fyrir hinn 33 ára gamla James Hunter í Oklahoma- borg. Hann varð fjórði maður í bílnum. Þar sem lögreglan þekkti hann vel og hann starfshætti hennar, stakk hann upp á að þau legðu leið sína gegnum Colorado, þar sem hann ætti vini. Á miðvikudeginum voru fjór- menningarnir enn á gamla bt'lnum, miðja vegu milli Kansasborgar og Denver. Klukkan þrjú var bílnum lagt við lítið veitingahús. Skömmu áður hafði gengilbeina á vakt beðið yfirmann sinn, hinn 27 ára Larry Farland um leyfi til að skreppa frá um stund. Hann bjóst ekki við annríki og varð því einn eftir á staðnum. Bíllinn auðþekktur Rétt eftir að fjórmenningarnir og skrjóðurinn voru farnir, kom menntaskólanemi inn í veitingasal- inn. Hann dvaldi þar ekki lengi, heldur kom hlaupandi út að vörmu spori og hrópaði að Farland væri dáinn. Það var rétt hjá honum. Ungi Frá vinstri: Lisa Dunn, vinur hennar, Daniel Remeta og Mark Walter, sem var þeim óviðkomandi. maðurinn hafði verið skotinn tvisvar í höfuðið og mörgum sinnum í kviðinn. Lögreglumennirnir komu á stað- inn og tókst að hafa uppi á vitni, sem séð hafði gamla skrjóðinn við staðinn, rétt áður en morðið upp- götvaðist. Baum lögreglustjóri þama, gerði félögum sínum í þeirri átt viðvart og 20 mínútum kom eftirlitslögreglu- maður, sem var að setja bensín á bíl sinn 60 km frá Grainfield, auga á gamlan bíl, sem geystist f átt til hans á furðumiklum hraða. Bíllinn ók framhjá á meðan maðurinn talaði í stöðina og varaði við. Hann sagðist fara á eftir honum, strax og hann gæti. Lögreglumaðurinn Ben Albright var við afleggjara nokkru vestar, þegar hann heyrði tilkynninguna. Hann ók strax út á hraðbrautina og eftir andartak mætti hann gamla bílnum á ofsahraða. Hann sneri við og lét félaga sína vita um leið. Með vælurnar í gangi var hann snöggur að draga upp skrjóðinn, sem hafði enga möguleika á að komast undan, hraðans vegna. Gamli bíllinn ók út á vegarbrún og nam staðar. Albright var í talstöðinni, að til- kynna, að hann hefði stöðvað bílinn. Þá stökk maður út úr honum, kom aftur fyrir, dró upp byssu og skaut tvisvar gegn um framrúðu lögreglu- bílsins. Albright særðist á brjósti og handlegg. Byssumaðurinn vatt sér aftur upp í hinn bílinn sem geystist burtu. Þrátt fyrir sárin, hélt Albright áfram að tala í stöðina, kvaðst hafa verið skotinn og gaf lýsingu á bílnum. Hann bætti við að hann hefði séð hann aka eftir afleggjara sem lá til Levant. Bófaleikur reynist alvara f Levant stóðu þeir Glenn Moore, 55 ára og Richard Schroeder, 27 ára, hjá nýjum, grænum sendiferðabíl þess síðarnefnda, utan við stóran kornturn. Þeir voru að ræða um daginn og veginn. Moore sá um viðhald kornlyftunnar, sem var biluð þá stundina og Schroeder var nýbú- inn að kaupa sér sveitabýli og hugð- ist hefja búskap. Gamall bíll með fjórum mann- eskjum í, kom inn á stæðið skammt frá og tveir menn stukku út, báðir vopnaðir skammbyssum. - Inn á bílgólfið og leggist niður, skipaði annar þeirra Moore og Schroder. - Hvern fjandann heldurðu að þú sért að gera? svaraði Schroeder ögrandi. - Inn með ykkur, eða þið drepist á staðnum, skipaði hinn aftur. Inn á skrifstofu kornturnsins, varð framkvæmdastjóra fyrirtækisins á sjötugsaldri litið út um gluggann. Hann sá bílinn koma og þá Moore og Schroeder fara inn í hinn að aftan. Hann velti fyrir sér, hvaða bófaleikur væri þarna á ferðinni. Þá kom hann auga á byssurnar í hönd- um mannanna og ályktaði, að líklega væri þetta eitthvað meira en leikur. Hann greip símann til að hringja á lögregluna. Þá var skotið inn um gluggann og kúlurnar komu í brjóst gamla mannsins. Byssumaðurinn greip stein, braut rúðuna betur og hallaði sér inn fyrir. - Eru fleiri hér? kallaði hann, en fékk ekkert svar. Ánægður með það, vatt hann sér inn í græna pallbílinn, sem ók á brott. En það voru fleiri fyrir innan. Starfsmaður var að koma inn úr dyrum skrifstofunnar, þegar skotin gullu. Hann faldi sig bak við skjala- skáp og var þar kyrr, þar til bíllinn var farinn. Þá hringdi hann til lög- reglunnar og sagði, hvert bíllinn hefði stefnt, í átt til Colby í norðri. Tvö mannslíf fyrir bíl Þegar þessi tilkynning kom, þótti Ijós, að morðingjarnir hefðu ákveðið að nú þyrftu þeir á nýjum bíl að halda, þar sem særði lögreglumaður- inn hefði eflaust tilkynnt um bílnúm- erið. Bíll Schroeders var sá fyrsti, sem þeir komu auga á. Einnig varð ljóst, að hér var við stórhættulegt fólk að etja. Þá vaknaði sú spurning, hvort Moore og Schroeder yrði sleppt lifandi. Verið gat að þeim yrði haldið sem gíslum, ef ske kynni að bíllinn yrði króaður af. En einnig mátti álykta, að ef fjórmenningarnir ætluðu að halda bílnum til frekari ferðalaga, þyrðu þeir ekki að sleppa mönnunum lifandi, af ótta við að. lögreglunni yrði gert viðvart. Svar fékkst við spurningunni inn- an skamms. Lík Moores og Schroed- ers fundust við veginn, 10 km utan við Levant. Báðir lágu á bakinu og höfðu verið skotnir mörgum sinnum í andlitið. Ungt par hvarf frá heimabæ sínum og tó^ meö sér byssu. Brátt fréttist um rán mannrán og morö. Tveir til viðbótar gengi til liðs við þau, annar týndi lífinu fyrir vikið hinn glataði frelsinu. Laugardagur 21. maí 1988 'AMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Þá tók Tom Jones lögreglustjóri í Thomas-sýslu við eftirförinni. Hann lét setja upp vegatálma um allt svæðið í kring um Colby og bað lögreglumenn að vera vel á verði gagnvart grænum sendiferðabíl og gömlum Pontiac. Lögreglumenn skyldu vera viðbúnir vopnuðum átökum, ef bílarnir yrðu stöðvaðir. Flatlent er á þessum slóðum og titlar li'kur til að bílarnir slyppu óséðir norður til Nebraska. Jones vildi notfæra sér landslagið og grunaði svo sem glæpahyskið um að vita af því. Þrennt kom til greina: annaðhvort skildu bílarnir tveir að skiptum, eða fólkið næði sér aftur í nýjan bíl. Þá var hugsanlegt að það leitaði skjóls á einhverju hinna fjöl- mörgu bændabýla á svæðinu, þar til leitinni linnti. Eltingaleikurinn Jones lét senda út viðvörun til almennings um, að morðingjar væru lausir á svæðinu og bað fólk að læsa vandlega að sér og gera lögreglunni þegar viðvart, ef vart yrði grunsam- legra mannaferða, eða bílanna, sem var lýst eftir. Ekki leið á löngu, uns viðbrögð komu við þessu. Margir höfðu séð græna bílinn á ógnarhraða á ýmsum fáförnum vegum. Jones vonaði, að Daniel Rcmeta kemuraf sjúkrahúsi, eftir að byssukúla var fjarlægð úr óæðri enda hans. Takmörk hans í lífinu voru að drepa lögreglumann og gerast atvinnumorðingi. fjórmenningarnir héldu sig við bílinn, þá næðust þeir frekar, án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Biðin var erfið þeim sem vöktuðu vegatálmana og vissu að fjórmenn- ingarnir svifust einskis og væru vel vopnaðir. Ólíklegt var að þeir gæfust upp mótþróalaust. Ýmsar áætlanir um viðbrögð voru gerðar, ef til kæmi. Mark Conboy, úr vegalögregl- unni, var við tálma skammt frá Atwood, við Nebraskalandamærin, ásamt tveimur lögreglumönnum frá Colby. Þeir höfðu lagt bílum sínum þvert yfir veginn, svo allir urðu að hægja verulega á sér til að komast framhjá. Klukkan var að verða fimm, þegar þeir sáu sendiferðabílinn koma á fleygiferð. - Þetta gætu verið þau, kallaði Conboy. Ökumaður græna bílsins sá lög- reglubílana, steig á hemlana og sneri bílnum við á veginum. Conboy stökk upp í sinn bíl og ók á eftir. Hinir fylgdu á eftir, um leið og þeir tilkynntu hvað var að gerast. Tálmi var settur upp við Colby, til að tefja undanhaldið. Einhver aftur f græna bílnum tók nú að skjóta og braut framrúðuna hjá Conboy. Hann særðist ekki, en átti erfitt um útsýni eftir þetta. Hinir gátu ekki svarað skothríðinni, þar sem Conboy var fyrir framan. 25 kílómetrum utan við Colby neyddist græni bíllinn til að hægja ferðina, þegar hann náði hægfara flutningabíl og komst ekki fram úr, vegna mótumferðar. Skyndilega beygði hann út af veginum og upp afleggjara af bóndabæ. Conboy var fast á eftir og bílarnir stöðvuðust með ískri miklu við bæjarþilið. Skotbardagi Fólkið í bílnum hóf nú skothríð á lögreglubílinn, en Conboy opnaði bíldyrnar, renndi sér út og komst aftur fyrir, í skjól. Félagar hans komu honum nú til aðstoðar. Á miklu reið að gefa fjórmenningunum ekki tækifæri til að komst inn í húsið. Þar gætu þeir tekið gísla og vandræðin ykjust til muna. Fjórmenningarnir gerðu sér ljóst, að þeir voru í miklum vanda. Ekki var hægt að komast framhjá lög- reglubílunum, sem eflaust myndi fjölga á næstu mínútum. Eina ráðið var að komast inn í húsið, taka þar gísla og freista þess að semja um framhaldið. Dyrnar ökumannsmegin á sendi- ferðabílnum opnuðust. Mark Walter hafði ekið. Hann steig út og ætlaði sér að skjótast að húsinu. Honum tókst það ekki. Hann fékk kúlu í höfuðið og var látinn, þegar hann féll. Annar maður stökk út farþega- megin og skaut í ákafa að lögregl- unni á hlaupunum. Það var James Hunter. Þegar skothríðinni var svarað, valt hann um og missti byssuna, án þess að reyna að ná henni aftur. Þá var röðin komin að Daniel Remeta. Hann steyptist fram yfir sig með kúlu í óæðri endanum. Lisa Dunn var síðust. Lögreglu- mennirnir skutu ekki, meðan hún hljóp að húsinu. - Láttu okkur ekki þurfa að skjóta þig, stelpa, kallaði einn lögreglumannanna. - Þessu er lokið. Lisa nam staðar. Hún var lítillega særð á handlegg, eftir skot, sem hljóp af inni í bílnum. Þegar lögreglunni barst liðsauki, var byssubardaganum lokið. Mark Walter var látinn, Remeta særður, Lisa Dunn með skrámu og James Hunter alls ómeiddur. Æstur múgur Farið var með Lisu og Remeta á sjúkrahús, en Hunter var færður í fangelsi. Bundið var um skrámu Lisu og hún síðan einnig færð í fangelsi. Gerð var aðgerð á botni Remetas undir lögregluverði. Lækn- ar gátu fært Conboy og mönnum hans þær fréttir, að bæði fram- kvæmdastjóri kornturnsins og Al- bright lögreglumaður myndu ná sér að fullu af sárum sínum. Þegar fréttist um málalok, safnað- ist æstur múgur að fangelsinu. Einn maður heyrðist segja: - Það er kominn tími til að gera eitthvað við svona fólk. Fyrst lögin megna það ekki, veit ég um ágætis tré, þar sem framfylgja má gömlum lögum í hvelli. Vinur Schroeders sagði: - Hann var svo góð sál, sem aldrei gerði neinum neitt. Hver á að hugsa um konu hans og börn? Þetta pakk á ekki meiri rétt til lífsins en hann. Ég vil láta taka þau af lífi. Lisa, Remeta og Hunter voru ákærð fyrir ótal sakir, mannrán, rán og morð í mörgum liðum. Lík Marks Walter var sent fjölskyldu hans í Sutton Bay. Þar kom öllum á óvart að hann skyldi hafa tekið þátt í þessu. - Hann var ekki alinn þannig upp, sagði einn ættingja hans. - Hann lenti aldrei í vandræðum. Hvað kom eiginlega yfir hann? Vegna þess hve málið er flókið og tekur til margra liða í mörgum ríkjum, hefur enn ekki verið dæmt í því, þegar þetta er skrifað. Hitt er áreiðanlegt, að þremenningarnir sem lifðu af, verða ekki frjálsir ferða sinna í mörg ár, hvar og hvenær sem þeir verða dæmdir. Söludeild • Sími 666200 _ Hvort sem þú ætlar aö veita vatni um lengri eða skemmri veg er varlatil auðveldari og ódýrari leið en gegnum rörin frá Reykjalundi. Rörin frá Reykjalundi eru viðurkennd fyrir gæði og auðvelda meðferð. Flestar stærðir vatnsröra, kapalröra, frárennslisröra og hitaþolinna röra eru jafnan til á lager og með tiltölulega stuttum fyrirvara er hægt að afgreiða sverari rör. Sérstök áhersla er lögð á mikla og góða þjónustu. Rörin frá Reykjalundi - rör sem duga. HELGIN I 13 VATN glörðu svo vel

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.