Tíminn - 01.06.1988, Page 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 1. júní 1988
lllllllllllllllllllll LESENDUR SKRIFA
Svolítið meira
karp um Káinn
Sú var tíðin að fólk hafði gaman af
kveðskap hér á landi, lærði hann og
þuldi, virti eða lítilsvirti, og kapp-
ræddi um hann ef svo bar undir. Þá
var umfjöllun um kveðskap ekki
eingöngu í höndum til þess ráðinna
manna, sem lesefni í blöðum eða
hástemmt fagmannahjal í „varp-
stöðvum" Ijósvakans, heldur fór hún
fram í baðstofum, eldhúsum, gesta-
stofum, og hvar sem tveir menn voru
saman komnir út um allt land.
Flestir heyrðu hvort vísa stóð í
hljóðstaf, hvort hún var snjöll,
hnyttin og gallalaus eða aðeins flat-
rímað hnoð og leirburður. Fólk sem
kannski vissi ekkcrt um höfuðstafi
og stuðla, tvíliði, þríliði og forliði,
hákveður og lágkveður, átti það til
að skynja nákvæmlega hvort rétt var
með þessa hluti farið eða ekki. Fólk
hafði brageyra, eins og þeir sem
tónlistaruppeldi fá hafa tóneyra. Og
við vorum eina fólkið í veröldinni
sem kunni að aga mál sitt við
stuðlanna þrískiptu grein. Ferskeytl-
an var Frónbúans fyrsta barnagling-
ur...
Því miður höfum við verið ansi
fljót að brjóta og týna á þessu sviði,
eftir að við fengum stokkana okkar
fulla af öðrum gullum. Og þó lifir
lengi í gömlum glæðum. Eða hvað
gerði ekki Ómar í vetur? Fékk hann
ekki þjóðina til að „gráta af kæti“
yfir okkar gamla barnaglingri, með
aðstoð þeirra sem enn eiga það til í
fórum sínum?
Þessi formáli er til réttlætingar á
því sem á eftir kemur; framhaldsum-
ræðu um Vísnabók Káins, - núna á
miðri poppöld!
í vetur kom út 2. útgáfa Vísnabók-
arinnar hjá AB. Bókmenntagagn-
rýnandi Tímans, sem mun vera
Eysteinn Sigurðsson, fjallaði um
hana í einum þátta sinna, 15. mars
s.l. Ég sem þetta rita var svolítið
undrandi á sumu sem þar var sett
fram, og bað um nánari skýringu.
Þau tilmæli mín, ásamt greinargóðu
svari birtust síðan í sama bók-
menntaþætti þann 20. apríl. Um leið
og ég þakka það svar verð ég að játa
að verulega skortir á að ég sé því
samdóma í öllum atriðum. Og með
Herra æruverðugi háyflrritstjóri!
Ég mátti til með að senda þér
fáeinar línur til að þakka þér og
þínum fyrir elskulegheitin á sjö-
tugsafmæli mínu hinn 4. maí s.l.
Það var ekki bara birting tveggja
afmælisgreina í þessu fína blaði,
heldur og mynd af gamla manninum.
Ja, hérna! Og svo mynd úr veislunni,
maður. Alveg stórkostlegt!
Þá má nú ekki gleyma sjónvarp-
inu, maður. Það var ekki bara ég
sem varð hissa, heldur varð Höski
alveg forviða. Hann er ekki enn
búinn að ná sér, blessaður kallinn. -
En þetta kemur. Þetta kemur. Hann
er víst ofsa leikari, segja þeir. Ofsa
leikari.
tilvísun til formálans hér að framan
vil ég gera mig sekan um svo þarflítið
háttalag að halda orðræðunni um
kveðskap Káins svolítið lengur
áfram.
Upphaflegt tilefni þessara orða-
skipta var það að Eysteinn dró í efa
bragfræðikunnáttu Káins, og fann
að meðferð hans í bragarháttum og
hrynjandi. Til glöggvunar er e.t.v.
best að rifja upp fáein atriði um
skáldið áður en lengra er haldið:
Kristján Níels (K.N. eða Káinn)
fluttist 18 ára til Vesturheims, og átti
ekki afturkvæmt. Hann gekk víst
aldrei í neinn skóla en var gaman-
samur, einhleypur - og ölkær land-
búnaðarverkamaður í Ameríku til
æviloka. Með sér að heiman hafði
hann hagmælskuna og brageyrað og
lék sér að rauðagulli tungunnar hvar
sem hann fór. Þeim leikföngum
stráði hann um sig, öðrum til gleði,
en hirti lítt um þau að öðru leyti.
Sextugur að aldri er hann drifinn til
að safna þessu saman, og hann tínir
til það sem hann finnur, og dugar í
lítið kver.
Að honum látnum koma aðrir til
skjalanna og leita betur. Þá er öllu
haldið til haga og sett á bók. Sumt
af því hefði Káinn sjálfur kannski
aldrei samþykkt að birta, eða lagfært
það að öðrum kosti. Að grípa nú
eitthvað af slíku, til sönnunar því að
hann hafi kunnað illa til verka,
finnst mér ósanngjarnt. Engum
myndi detta í hug að halda fram að
Kjarval hafi ekki kunnað að mála
góða mynd, og sanna það með
blýantsrissi á servíettu sem kynni
að vera til eftir hann.
Það má reyndar vel vera að Káinn
hafi ekki kunnað bragfræði, ef út í
það er farið. Eins víst að hann hafi
ekki þekkt hugtök eins og forliður
- tvíliður - þríliður - stúfur
- hákveða - lágkveða o.s.frv., og
hamingjan má vita hvort þessi heiti
voru til á hans dögum yfirleitt. Ég
hef sjálfur þekkt fólk, og það ekki
svo fátt, sem kunni engin skil á
þeim, en heyrði á augabragði hvort
rétt var með þau farið í bundnu
máli. Það hefði hlegið að höfundi
sem hefði orðið það á að setja báða
stuðla í vísuorði í lágkveðu, eða
Þetta var aldeilis partí, maður.
Vinir og vandamenn, - og ég sver,
að ég varð svona hálfpartinn feim-
höfuðstaf í forlið o.s.frv. Aldrei
hefði slíkt hent Káinn, nema hann
hafi ætlað að láta hlæja að því.
Og þar sem mér finnst öllu sann-
gjarnar að dæma listamenn eftir því
besta sem eftir þá liggur, en hinu
sem finnast kann eftir þá ófullkomið,
vil ég leyfa mér að tilfæra hér fáeinar
perlur Káins. Ég ætla að þær beri
þess vott að höfundurinn kunnn
fullvel, eða hafði á tilfinningunni,
allar leikreglur íslenskrar hag-
mælsku, og menn finni í þeim þann
lífsneista orðheppninnar sem einn
gefur lausavísunni vængi og Iff.
Stundurn var ég seinn til svara og
seinn áfceti,
en það voru engin látalœti
að láta fólkið gráta af kœti.
íslands mœta þjóðin þér
þakkir bœri að votta
efþú gcetir gefið mér
gálga og snœrisspotta.
Gaman er að gleðja fólk
á gömlu tungu Braga.
Hún hefur verið móðurmjólk
mín um lífsins daga.
Hreina ást og hjartans yl
hef ég ekki að bjóða
en allt sem skárst er í mér til
áttu - barnið góða.
Efað kraftur orðsins þver
á andans huldu brautum
gefa á kjaftinn verðum vér
vorum skuldunautum.
Ég rækta mitt skegg í tœka tíð
því tennurnar vantar að framan.
Pað kemur sér illa í kulda og hríð
ef kjafturinn nœr ekki saman.
Harmaboðar heitir slá
hjartað þjáða og lúna;
liggur voða illa á
okkur báðum núna.
Að gleðja mig við hornahljóm
með hundrað öðrum bjánum
ég gekk hér inn á gömlum skóm,
með göt á báðum tánum.
inn. - Feiminn, já.
En það var nú fínt að hafa alla
vinina í heimsókn og ég er ofsalega
Niðri' á sandi Nástrandar
nepja' er blandin hita.
Hvort að landar þrífast þar,
það má fjandinn vita.
Pegar fátt ég fémœtt hef
í fórum mínum,
úr sálarfylgsnum gull ég gref
og gef það svinum.
Þannig mætti halda áfram lengi,
en ég vona að þessi tilfærðu dæmi
sýni að Káinn hefur ekki aðeins fullt
vald á bragreglum; rími, stuðlasetn-
ingu, hrynjandi og hnyttni; hann er
stórmeistari í listinni.
Ég vænti þess líka að vísurnar
skýri þær vinsældir sem höfundur
þeirra hefur notið, austan hafs og
vestan, fram á þennan dag, og að
þær muni fylgja okkur meðan við
skiljum íslensku.
Því miður er ég hræddur um að
önnur verði raunin með marga
rímnaflokka sem liggja óhreyfðir í
hillum og söfnum, þar sem tvíliðun-
um er þó raðað saman eftir kórrétt-
um reglum, í tugþúsundum erinda.
Einkennileg finnst mér sú niður-
staða nafna míns að reikna K.N. það
til gjalda að fylgja ekki réttum
rímnaháttum, og að blanda þríliðum
inn í vísur sínar. Jafnvel að láta að
því liggja að þar hafi hann haft
einhverja sérstöðu, og orða hann í
því efni við tilvonandi formbyltingu.
Hvað er atarna? Var Káinn skyldug-
ur til að yrkja aðeins tvíliðaða
rímnahætti? Og var hann einhver
brautryðjandi í því að bregða öðru
fyrir sig? Var ekki Jónas Hallgríms-
son mun eldri t.d., og myndu ekki
hreinlega öll íslensk skáld síðan á
hans dögum falla í sömu gröf og
Káinn að þessu leyti: Eysteinn tilfær-
ir tvö erindi, máli sínu til stuðnings:
Kvenfólkið er að kyssast;
Kemst svo aldrei af stað.
Pað er eitt sem mœtti missast,
minnið þið prestinn á það!
Peir hafa ekki neinar húfur,
en hitt geta allir séð,
að guð hefur gefið þeim hausinn
til að kinka kolli með.
Þessum vísum er talið til lýta að
glaður. Hermann vinur og hann
Guðmundur slökkvi og allt liðið,
maður. Þetta var ekkert smáræði,
maður.
Það gekk sko allt í haginn. Allt í
haginn!
Afmælisgjafirnar ylja enn og þeg-
ar ég fæ símann, þá vona ég að allir
hringi og þakki mér fyrir síðast. Ég
erskostundum heima! -Oft heima!
En hjartans þakkir, herra háyfir-
ritstjóri, fyrir hamingjuna og heppn-
ina að hittast. Það verður nú aldeilis
fjör þegar næst kviknar í kollinum.
Þá verða ekki stelpur stirðar né
slánar slappir! Blessaður verði bjór-
inn og allir tangó-templararnir, sem
fram að þessu hafa haldið okkur í
spreng og spennu, og spá mín er sú,
að þeirra afstaða til áfengismála,
verði þjóðinni uppreisn æru og
þeirra minnst í bænum guðhræddra,
um leið og ískaldur mjöðurinn kitlar
kverkar okkar nautnaseggjanna, er
minnast afturhalds-álfanna, sem vildu
heldur hella í okkur eldheitri brenni-
vínsbunu en heilnæmum bjór.
Það var og. Kveðja til allra.
Ævinlega allt í haginn.
Blessaður.
Guðmundur Haraldsson
frá Háeyri
blandað sé saman tvíliðum og þrílið-
um, stuðlasetning sé afbrigðileg í
þeirri síðari, og að í henni rími ekki
saman 1. og 3. hending. Þar að auki
sé tveggja atkvæða forliður í þeirri
fyrri, sem er auðvitað Iýti. Lítum nú
á þessar sakir í röð:
1. Að blanda saman tvílið og
þrílið er ekki sérkenni Káins, það
munu flest hans samtímaskáld hafa
gert, nema þau væru að yrkja rímur
sér á parti. Jafnvel sjálfur Bólu-
Hjálmar:
Maðkar naga mörlaust krof
moldina gleypir hauður,
hamingjunni sé hœsta lof
Hjálmar er bráðum dauður.
Þorsteinn Erlingsson sem var allra
skálda nákvæmastur segir: Ef þér ei
ægir allra djöfla upphlaup að sjá,
enda útheimtir bragarhátturinn þrí-
lið í hendingarlok. Hjá Einari Bene-
diktssyni verður það nánast að reglu
að blanda saman þrílið og tvílið,
eins og gerist í mæltu máli:
í morgunljómann er lagt af stað,
allt logar afdýrð svo vítt sem erséð.
Og fleiri dæmi:
/ skaparans nafni ýtl var út
opnu skipi er leyst var festi.
Jakob Thorarensen
Sjá, ungurguð lék sér á ódáinsströnd
við eilífðar morgunskin.
Örn Arnarson
Ævinnar þunga örbirgð
œskunnar krafta lamar
Stefán frá Hvitadal
Klerkurinn náði konungshylli
konungur dáði hans afl og snilli.
Davið Stefánsson
Látum þetta nægja um 1. lið.
2. Afbrigðilega stuðlasetningin
þarna er auðsýnilega stílbragð. Síð-
asta hendingin kemur óvænt og vek-
ur kátínu. Að hún vitni um kunn-
áttuleysi er auðvitað útilokað. Þar
að auki er auðvitað hverjum frjálst
að stuðla á þennan hátt. Formsnill-
ingurinn Stefán frá Hvítadal stuðlar
einn af fegurstu sálmum þjóðarinnar
á þennan hátt:
Kirkjan ómar öll
býður hvíld og hlíf
þessi klukknaköll
boða Ijós og líf.
3. Fyrsta og þriðja ljóðlína ríma
ekki saman! Ja, þar fór nú í verra.
Varð það nú skylda líka? Hvað þá
um flokkinn Annes og eyjar eftir
Jónas, Sestu hérna hjá mér... eftir
Davíð og tugi annarra ljóða sem
vanrækja þá skyldu. Einhverja hlýt-
ur Káinn að draga með sér í fallinu
ef þetta á að verða honum að
fótakefli.
Að lokum langar mig til að líta
aðeins nánar á vísuna, Kvenfólkið
er að kyssast... Fljótt á litið sýnist
þetta hálfklaufalegt bull; satt er það.
En hvernig skyldi hún hafa orðið til?
Hún er því markinu brennd að njóta
sín ekki nema tilefnið sé þekkt. Og
sjáum við það ekki fyrir okkur?
Hópur Vestur-íslendinga er saman
kominn við kirkju. Presturinn hefur
talað yfir hausamótunum á þeim og
sagt þeim tæpitungulaust til synd-
anna. Talið upp lesti sem þeim bæri
að leggja af. Fólkið er að búast til
heimferðar, og karlarnir eru orðnir
óþolinmóðir því konurnar eru lengi
að kveðjast að gömlum íslenskum
sveitasið. Káinn horfir á og kastar
fram vísunni grafalvarlegur á svip.
Kirkjugestir „gráta af kæti“. Honum
hefði verið í lófa lagið að sníða af
henni alla vankanta og setja allt upp
í réttum tvílið:
Ennþá konur kyssast,
komast seint af stað,
þetta mœtti missast,
minnið prest á það!
En hefði hún gert meiri lukku
þannig? Það cr kjarni málsins.
Að lokum skal beðist velvirðingar
á löngu máli, út af litlu tilefni -nema
það sé kannski öllu stærra en það
sýnist um þessar mundir. Erum við
kannski að velta fyrir okkur menn-
ingararfi í vanrækslu.
Virðingarfyllst,
Eysteinn G. Gíslason.
Ég varð hissa og
Höski alveg forviða