Tíminn - 01.06.1988, Page 11

Tíminn - 01.06.1988, Page 11
Miðvikudagur 1. júní 1988 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR Undankeppni Ólympíuleikanna: V-Þjóðverjar sendu Dani í 2. sætið Það verða Vestur-Þjóðverjar sem verða fulltrúar A-riðils undankeppninnar á Ólvmpíu- leikunum í Seoul. V-Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Rúmönum í Dortmund ■ gærkvöldi, 3-0, eftir að hafa eins marks forskot í leikhléi. Með sigrinum tryggðu þeir sér efsta sætið í A-riðli en fyrir hann voru Danir í efsta sætinu. Júrgen Klinsmann leikmaður Stuttgart og markakóngur v- þýsku úrvalsdeildarinnar gerði tvö mörk í gærkvöldi en Wolfram Wuttke gerði fyrsta mark v-þýska liðsins. Lokastaðan í A-riðli varð sú að V-Þjóðverjar hafa 12 stig, Danir 11, Pólverjar 10, Rúmenar 5 og Grikkir reka lestina með 2 stig. - HÁ/Reuter Knattspyrna, 1. og 2. deild: Breytingar á leikjum Þrír leikir í 1. og 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu hafa verið færðir til. Leikur KA og ÍBK sem vera átti í kvöld verður á föstudagskvöldið kl. 20.00, leik- ur ÍA og Vals færist frá fimmtu- dagskvöldi til föstudagskvölds kl. 20.00 og leikur ÍBV og Tindastóls færist fram um einn dag, frá laugardegi til föstudagskvölds kl. 20.00. - HÁ Vináttulandsleikur u-21 árs: Svíar höfðu sigur Svíar sigruðu íslendinga með þremur mörkum gegn tveimur í vináttulandsleik knattspyrnu- landsliða þjóðanna skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri. Leikurinn fór fram í Vestmanna- eyjum í gærkvöldi. Svíarnir skoruðu tvö mörk gegn engu ■ fyrri hálflcik og bættu því þriðja við í þeim síðari en Haraldur Ingólfsson (ÍA) og Baldur Bjarnason (Fylki) löguðu stöðuna fyrir íslands hönd.. HÁ Sund: Higson setti nýtt heimsmet AHison Higson, 15 ára stúlka frá Kanada, setti um helgina heimsmet ■ 200 m bringusundi þegar hún synti vegalengdina á 2:27,40 mín. á úrtökumóti Kan- adamanna fyrir Ólympíuleikana. Eldra metið átti Silke Horner frá A-Þýskalandi. Higson setti samveldismet í undanrásum og millitími hennar eftir 100 m í metsundinu var undir samveldismeti hennar í 100 m bringusundi, 1:09,80 mín. Hin- son keppir í 100 m bringusundi á mótinu í dag. - HÁ/Rcuter Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: Styrkurinn kannaður í upphitunarleikjum Úrslitakeppnin í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu nálgast nú óðum, það er eftir 10 daga sem flautað verður til leiks. Lokaundir- búningur liðanna stendur sem hæst og í kvöld verða nokkrir Ieikir sem eru mikilvægur þáttur þar. Þetta eru hjá flestum liðunum næst síðustu landsleikir fyrir sjálf átökin í V-Þý- skalandi og í kvöld verða liðin skipuð sem flestum þeim leikmönn- um sem hefja leik í úrslitakeppninni. Danir keppa við Tékka í kvöld. Leikurinn er Dönum mikilvægur fyrir þær sakir að í honum kemur í ljós hverjir það eru sem enn hafa ekki náð sér af meiðslum. Meiðsl hafa hrjáð dönsku knattspyrnu- mennina marga hverja að undan- förnu. Danirnir máttu þola 0-1 tap fyrir Austurríkismönnum í Vín fyrir skömmu en Piontek landsliðsþjálfari notar sálfræðina fyrir kvöldið: „Það spila ekki nema 11 í einu og ég lifi alveg af ein eða tvenn meiðsl. f þessum leik ætla ég að stilla liðinu upp eins nálægt því sem verður í V-Þýskalandi og mögulegt er. Það er ekki öruggt að allir verði leikfærir en það verður svosem ekki öruggt í V-Þýskalandi hetdur. í kvöld keppa líka írar við Norð- menn sem gert hafa mörgu liðinu skráveifu í æfingaleikjum og Spán- verjar fá vart náðuga daga í Svíþjóð. Loks keppa Hollendingar og Rúm- enar. Lokaspretturinn hafinn og vafala- ust verður mikið spáð í spilin útfrá úrslitunum þegar liðin eru orðin skipuð eins og þeim er ætlað að verða í V-Þýskalandi. - HÁ/Reuler Sören Lerby og félagar í danska landsliðinu keppa við Tékka ■ kvöld. Það verður vonandi hærra risið á þeim en á Lerby á þcssari mynd. Franz Beckenbauer landsliðseinvaldur V-Þjóðverja: Getum hætt ef við töpum fyrsta leik Ef Vestur-Þjóðverjar tapa opnun- arleik Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu sem verður gegn ftölum eftir 10 daga þá geta þeir allt eins hætt keppni. Þetta sagði Franz Becken- bauer landsliðseinvaldur V-Þjóð- verja í viðtali sem birt var í gær. „Fyrsti leikurinn er sá mikilvægasti," sagði hann í vikublaðinu Bunte, „Ef við töpum honum getum við rétt eins vel pakkað saman.“ Hann sagði að áherslan yrði á agaða vörn fremur en á sóknarleik og jafnframt að v-þýska liðið ætti betri möguleika en liðið sem fór og keppti á HM í Mexíkó fyrir tveimur árum. Það lið komst reyndar í úrslit eftir fremur ósannfærandi frammi- stöðu framanaf. „Þegar ég fer yfir einstakar stöður þá held ég að við getum leikið betri knattspyrnu," sagði Beckenbauer. „Styrkurinn í Mexíkó var fyrst og fremst líkamleg- ur.“ V-Þjóðverjar keppa við ftali, Dani og Spánverja í fyrstu umferð- inni í V-Þýskalandi og komust þeir í keppnina sem gestgjafar, án þess að þurfa að leika um sæti. - HÁ/Reuter Pétur Guðmundsson. Vormót Kópavogs í frjálsum íþróttum: Pétur nærri sínu besta - Varpaði kúlunni 19,60 m Pétur Guðmundsson HSK varpaði kúlunni 19,60 m ávormóti Kópavogs í frjálsum íþróttum sem haldið var um helgina. Besti árangur Péturs er 19,97 m frá því fyrir skömmu. Ólympíulágmarkið er 20,00 m og ætti aðeins að vera tímaspursmál hvenær Pétur kastar yfir það því á mótinu um helgina átti hann ógild köst talsvert lengri en lengsta gilda kast hans í keppninni. Árangur á mótinu var að öðru leyti fremur slakur. Nefna má þó að Unnar Garðarsson HSK kastaði spjóti 68,44 m og Súsanna Helga- dóttir FH fékk bikar sem gefinn er til minningar um Rögnu Ólafsdóttur sem lést í umferðarslysi fyrir nokkr- um árum. Bikarinn er gefinn fyrir bestan árangur í langstökki kvenna þar sem Súsanna stökk 5,80 m. - HÁ Úrslit leikja ■ fyrstu umferð í Mjólkurbikarnum - bika- rkeppni KSÍ í gærkvöldi (tölur í svigum tákna deild viðkom- andi félags): Hveragerði (4)-Grótta (3)..4-3 Grindavík (3)-UBK (2)......2-0 Selfoss (2)-Haukar (4).....7-1 Reynir S. (3)-ÍK (3).......4-2 Víðir (2)-Ármann (4).......4-0 Hvöt (3)-Magni (3) ........1-3 Tindastóll (2)-Dalvík (3) .5-0 Fylkir (2)-SnæfeU (4)......6-2 Afturelding (3)-ÍBV (2)....3-5 (eftir framlengingu og vítaspymu- keppni, lokatölur 0-0) Blikar úr leik Grindvíkingar slógu Blika út í fyrstu umferð Mjólkurbikars- ins - bikarkeppni KSÍ í gær- kvöldi og eru Blikarnir fyrsta 2. deildarliðið sem fellur úr keppni. Þá bar það til tíðinda að 4. deildarlið Hvergerðinga sló út Gróttu sem er í 3. deild og Eyjamenn þurftu til fram- lengingu og vítaspyrnukeppni áður en Mosfellsbæingar gáfu sig. Freyr Sverrisson og Páll Jó- hannsson gerðu mörk Grind- víkinga gegn UBK í gærkvöldi, Selfyssingar skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín í stórsigri á Haukum, Sævar Sverrisson gerði 1, Jón Birgir Kristjánsson 2, Wilhelm Fredriksen 2, Guð- mundur Magnússon 1 og citt var sjálfsmark. Helgi Eiríksson skoraði fyrir Hauka. Sævar Leifsson, Björn Vilhelmsson, Svanur Þorsteinsson og Heimir Karlsson skoruðu þegar Víðir vann Ármann. Á Króknum skoruðu þeir bræður Eyjólfur og Sverrir Sverrissynir tvö mörk hvor gegn Dalvíkingum og Guðbrandur Guðbrandsson bætti því fimmta við. Þorsteinn Jónsson (2) og Jón Ingólfsson skoruðu mörk Magna sem vann Hvöt. Gísli Gunnarsson gerði mark heimamanna þar. í Hveragerði skoruðu Jóhannes Björnsson og Ólafur Jósepsson sín tvö mörkin hvor en Erling Aðalsteinsson, Valur Svein- björnsson og Kristján Björg- vinsson svöruðu fyrir Seltirn- inga sem voru yfír 2-1 í leikhléi. Sigurjón Sveinsson, Grétar Sigurbjörnsson og Pétur Sveinsson (2) gerðu mörk Sandgerðinga en Úlfar Óttars- son skoraöi bæði fyrir ÍK. - HA NBA-körfuboltinn: Celtics jöfnuðu Boston Ccltics náðu að jafna stöðuna ■ viðureigninni við Detroit Pistons um fyrsta sætið ■ austurdeild bandaríska at- vinnumannakörfuknattleiks- ins. Celtics unnu fjórða leikinn með 79 stigum gegn 78 í Detroit á mánudagskvöldið og er stað- an nú 2-2. Fimmti leikurinn verður í Boston. Með sigrinum bundu Celtics endi á 9 leikja ófarir í Poniac Silverdome, heimavelli Pistons. Bill Laimbeer var stigahæst- ur í Detroitliðinu með 29 stig en Larry Bird gerði 20 fyrir Boston. Pistons áttu í basli með hittn- ina í upphafí leiksins og þeir misnotuðu 17 skot í röð í lok fyrsta fjórðungs. Þeir bættu þetta þó upp með góðum varn- arleik og staðan var 16-10 fyrir Boston eftir fyrsta fjórðung, ótrúlega lágt skor. - HÁ/Reuter

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.