Tíminn - 01.06.1988, Side 19

Tíminn - 01.06.1988, Side 19
Miðvikudagur 1. júní 1988 Tíminn 19 SPEGILL Að sigra í baráttunni við Bakkus Það getur verið gott að taka sér glas í hönd og vinna bug á streit- unni sem fylgir stjörnulífinu í Hollywood. En oft fylgir böggull skammrifi Margir öfunda Hollywoodstjörn- urnar af því sem þær bera úr býtum eins og ríkmannlegum heimilum, bílunum og öllum tekjunum. En hvað með það neikvæða sem gjarn- an fylgir hinu ljúfa lífi, eins og stressið og það sem svo margir nota til að róa sig, lyfin og áfengið? Þær eru ekki svo ófáar stjörnurn- ar sem hafa átt við slík vandamál að stríða og horfst í augu við þau. Þeirra á meðal er Sharon Gless annar helmingur sjónvarpsþátt- anna Cagney and Lacey, nánar tiltekið sú ljóshærða. Hún útsk- rifaðist fyrir skömmu frá Hazelden meðferðarstofnuninni í Bandaríkj- unum sem margir íslendingar kannast trúlega við. Ástæðuna fyrir sínu vandamáli Hver veit nema einhver íslendingurinn hafi verið í meðferð á Hazelden með Sharon Gless. taldi hún vera ruglað og storma- samt ástarsamband við hinn 44 ára Hector Figueroa sem hún sleit eftir meðferðina en tók þess í stað upp samband við framleiðanda þátt- anna um Cagney and Lacey. Susan Dey ljóshærða leikkonan sem leikur einn lögfræðinganna í L.A.Law var hótað uppsögn af framleiðendum þáttanna ef hún hætti ekki neyslu. Hún sá þann kostinn vænstan, en var ekki tilbú- in að fara inn á afvötnunarstöð. Þess í stað naut hún dyggrar að- stoðar hjá ástmanni sínum, Bern- hard Sofronski sem hún nýlega giftist eftir árs bindindi. Susan segir það tímabil sem hún drakk og neytti lyfja hafa verið ömurlegt og þegar hún skildi við fyrri mann sinn eftir þriggja ára hjónaband bá hafi fyrst keyrt um þverbak. „Eg er ekki tilbúin til að fórna því hamingjusama lífi sem ég lifi í dag fyrir glasið", segir hún. Rogue Bruce Willis, mótleikari Cibyl Sheppard í Moonlighting, hefur dregið verulega úr drykkju eftir að hann kvæntist leikkonunni Demi Moore í nóvember. Hann segist hafa drukkið við öll tækifæri áður fyrr, en nú skálar hann aðeins við hátíðleg tækifæri. Demi setti honum skilyrði og segist ekki hafa viljað eignast fyllibyttu fyrir mann Susan Dey sá þann kostinn vænstan að hætta áður en hún missti vinnuna. 'né kæra sig um slíkan mann sem föður barns síns. Annar harður drykkjumaður Jan-Michael Vincent úr Airwolf, hefur einnig gefist upp fyrir Bakk- usi. Hann hafði verið handtekinn tvisvar fyrir að aka drukkinn og þrisvar fyrir slagsmál. Nú tveim árum seinna segir hann sína drykkjudaga liðna og kókaínið lagt á hilluna. Gamanleikkonan Mary Tyler Moore sem nú stendur á fimmtugu hefur drukkið óhóflega um árarað- Moonlighting-stjaman Brace Willis lyftir nú aðeins glasi við hátíðleg tækifxri. John Hurt byrjaði aftur eftir með- ferð og segist einfaldlega ekki vera tilbúinn að hætta. ir þrátt fyrir að vera haldin sykur- sýki, en það tvennt saman hefði getað komið henni í gröfina. Það var nýr eiginmaður, hjartaskurð- læknirinn Robert Levine sem þurrkaði hana upp. „Ég er of ástfanginn af henni til að vilja verða ekill“ segir hann alsæll með Mary edrú. En það gengur ekki eins vel hjá leikaranum enska John Hurt. Hann fór í meðferð í þeirri trú að honum tækist að eignast barn með konu sinni, en ekki dugði það og hefur hann snúið sér að flöskunni aftur, konu sinni til sárra von- brigða. Hann heldur því fram að hann geti hætt þegar honum sýnist svo og segist einfaldlega hafa gam- an af að fá sér í glas. Eins og afi Margaux Heming- way, rithöfundurinn Ernest Hem- ingway, hefur Margaux átt við drykkjuvandamál að stríða. Hún segist ekki hafa viljað enda sitt líf eins og afinn og sá sína sæng upp reidda ef hún gerði ekki eitthvað í málinu. Margaux fór því í meðferð á Betty Ford stofnunina og segir það hafa verið stókostlegustu reynslu lífs síns, sem hún sjái ekki eftir að hafa gefið sér tíma í. Hún er alsæl í sínu bindindi, sem hún vill meina að hafi bjargað lífi sínu, en áður en hún fór var hún orðin mjög illa farin, með tvö misheppnuð hjónabönd að baki og hennar fagra útlit svipur hjá sjón. Margaux Hemingway langaði ekki að enda líf sitt á sama hátt og afinn. Þess í stað leitaði hún aðstoðar á Betty Ford stofnuninni. Mary Taylor Moore ásamt bjargvættinum; eiginmanni sínum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.