Tíminn - 02.06.1988, Side 7

Tíminn - 02.06.1988, Side 7
Fimmtudagur 2. júní 1988 Tíminn 7 Reykvísk fyrirtæki ættu að líta til nágrannanna áður en þeir flytja inn starfsfólk frá útlöndum: Nægt vinnuafl ef fyrir- tækið er á réttum stað Iðnfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið í því að flytja inn starfsfólk. Við höldum því hins vegar fram að það sé nóg vinnuafl í landinu - það er bara spurningin um að hafa fyrirtækin á réttum stöðum. Okkur flnnst að þessi fyrirtæki mættu líta til nágrannabyggðanna áður en þeir fara að sækja fólk til útlanda í stórum stíl. Hampiðjan er bara eitt af þeim fyrirtækjum sem við höfum verið að renna fyrir“, sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. Tíminn hafði samband við Gísla vegna fréttar í Skagablaðinu um að bæjaryfirvöld á Akranesi hafi leit- að hófanna hjá fyrirtækjum í Reykjavík um að flytja starfsemi sína til Akraness, og m.a. átt viðræður við stjórncndur Hamp- iðjunnar. Gfsli tók fram að til þcssa hafi aðeins verið um ákaflega óformlcg- ar viðræður að ræða án nokkurra skuldbindinga eða áætlana. En bæjaryfirvöld tclja Akranes hafa upp á að bjóða flesta kosti fyrir iðnrekendur - stöðugan mannskap, nóg húsnæði sem hent- að geti margskonar atvinnustarf- semi og góð skiiyrði til flutninga að og frá staðnum. Spurður sagði hann bæjaryfirvöld jafnframt fús til viðræðna um einhverskonar ívilnanir. En er Hampiðjan ekki nokkuð stór „biti“ fyrir Akranes. Árið 1986 var hún einn af 100 stærstu vinnuveitendunum í land- inu, rneð rúmlcga 220 unnin ársverk, sem var nánast sami fjöldi og hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Gísli sagði aðeins rætt um af- markaðan þátt í starfsemi Hamp- iðjunnar. Hvað mannafla snertir sé Ijóst, að eftir að Hcnnes hætti starfsemi og ákveðin kreppa varð í vinnslu sjávarafla þá séu það ekki síst störf fyrir flciri konur sern vantar á Akranesi. Pað er ekki hvað síst stöðugleiki vinnuafls á Akranesi sem bæjar- stjóri telur að komið geti fyrirtækj- um til góða. !>ar sé algengast að fólk vinni í áraraðir á sama vinnu- stað. Hjá mörgum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, t.d. í sælgæt- isiðnaði, fiskiðnaði og fleiri grein- unt sé svo aftur á móti svo mikil hreyfing á fólki að ekki sé ótítt að mannaflinn sé endurnýjaður í tví- gang árlega, sem hljóti að koma niður bæði á gæðum og afköstum. - HEI Albert tekur á móti sendi- herra Búlgaríu Albert Guðmundsson. formaður Borgaraflokksins, tók á dögunum á móti sendiherra Búlgaríu á Islandi, á einkaheimili sínu við Laufásveg. Albert og kona hans, Brynhildur Jóhannsdóttir buðu sendiherranum, Georgi Andreev, og fyrsta sendi- ráðsritara, Ljubomir Todorov, upp á kampavín og fór vel á með þeim Albert og Georgi. Lýsti Albert yfir ánægju sinni með að fá tækifæri til að endurgjalda gestrisni Búlgara, en hann heimsótti Búlgaríu fyrirnokkr- um árum og var þá fararstjóri fyrir knattspyrnuflokk frá Vestmannaeyj- um. Albert sagðist ekkert hafa nema gott eitt að segja um Búlgaríu og þjóðina sem landið byggir. Sendi- herrann kom til landsins í tilefni heimsóknar búlgarska utanríkisráð- herrans og ræddi við fjölmarga ís- lenska stjórnmálamenn. Hr. Georgi Andreev sagði í sam- tali við Tímann að hann teldi fundina hafa verið mjög gagnlega. Send- iherrann hafði rætt við Steingrím Hermannsson, utanríkisráðherra, m.a. um leiðtogafundinn í Moskvu. Þeir hefðu skipst á skoðunum og verið sammála á mörgum sviðum, t.d. um bann á efnavopnum, kjarn- orkutilraunum og fleira. „Ég tel einnig að fundir utanríkis- ráðherra landanna hafi verið mjög gagnlegir. Ráðherrann fór utan mjög ánægður, bæði með landið og íbúa þess“ sagði sendiherrann. Sendiherrann fer aftur til Osló í dag, en þar hefur hann aðsetur sitt. Frá vinstri: Ljubomir Todorov ritari sendiherrans, Georgi Andreev sendiherra Búlgaríu á íslandi með aðsetur í Osló, Albert Guðmunds- son formaður Borgaraflokksins og kona hans Brynhildur Jóhannsdótt- ir. . SPARAÐU SPORIN ÞU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRÁ Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimilar til 31. desember n.k. Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.