Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn FöstudagbKl. júlf 1988 Hér má sjá hvernig mótorhjólið lenti á milli afturdekkjanna á vörubifreiðinni eftir að ökumaður hafði ekið á milli hússins á vörubflnum og tengivagns. Tímamynd Pjetur Undir átján hjóla trukk „Hann var að prófa mótorhjólið, þegar vörubifreið kom keyrandi og það vildi ekki betur til en svo að hann lenti á vörubifreiðinni, á milli hússins á bifreiðinni og tengivagns með þeim afleiðingum að ökumað- urinn og hjólið lentu á milli aftur- dekkjanna.“ Þetta sagði lögreglan í Kópavogi eftir að piltur á mótorhjóli ók á vörubifreið í Fífuhvammi í Kópavogi kl. 12:45 í gær. Pilturinn var fluttur á slysadeild með rispur á höfði en fékk að fara heim samdægurs eftir að gert hafði verið að sárum hans. Mótorhjólið, sem var í eigu vinar, varð fyrir töluverðum skemmdum. Að sögn lögreglu var hvorugur ökumannanna á mikilli ferð þegar slysið átti sér stað. En svo virðist sem eitthvert fát hafi komið á piltinn þegar hann kom auga á bifreiðina. Að sögn móður piltsins er líðan hans ágæt og svaf hann værum síðdegisblundi þegar blaðamaður Tímans ætlaði að ná tali af honum. -gs Stjórn Prestafélagsins um óheillavænlega þróun innan Fríkirkjunnar í Reykjavík: Lög Fríkirkjunnar í algerum ólestri Stjórn Prestafélags fslands hefur nú birt drög að því samkomulagi sem þeir hugðust vinna að gagnvart safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík. Frekari sættir eru þó ekki útilokaðar af hálfu Prestafé- lagsins, en safnaðarstjórnin vill losna við frekari afskipti stéttarfé- lagsins af málinu. Safnaðarstjórnin hefur ekki komið fram með nein haldbær rök fyrir uppsögninni og telur stjórn P.í. að ástæður vandans megi frekast rekja til þess að lög og reglugerðir séu í algerum ólestri hjá Fríkirkjunni í Reykjavík. Stéttarfélagið vill að skipaður verði sérstakur úrskurðaraðili varðandi málefni safnaðar- ins, safnaðarráð verði virkjað að nýju og að lög safnaðarins verði endurskoðuð. Stjóm P.í. fullyrðir að safnaðarstjórnin hafi brotið fyrra samkomulag við sr. Gunnar. „Lögin eru í ólestri hjá söfnuðin- um og vandinn felst í því að engar skýrar reglur eru til að vinna eftir,“ sagði formaður P.f. Sigurður Sigurð- arson, sóknarprestur á Selfossi. Sagði hann að til dæmis væru allar reglur miklu flóknari og óskýrari en tíðkaðist í nokkrum evangelískum- lútherskum söfnuði öðrum. Regl- urnar væru miklu einfaldari í þjóð- kirkjunni til dæmis. Telur stjórn P.f. að öll þau atriði sem borin eru á sr. Gunnar komi mjög til álita og séu byggð að stórum hluta á óstaðfestum fullyrðingum sem ekki séu studdar fullnægjandi gögnum. „Eins og safnaðarstjórnin setur málið fram er það fyrst og fremst á sviði mannlegra samskipta og tilfinningalegs mats á þeim.“ Um leið og stjórn P.í. fullyrðir að prest- urinn hafi ekki brotið það af sér að réttlætanlegt sé að segja honum upp störfum, bendir hún á að safnaðar- stjórnin hafi sjálf greinilega brotið þá grein fyrri samkomulags, frá 1985, sem kveður á um að presti skuli ekki sagt upp fyrirvaralaust. „Við áttum von á að ná sáttum í brottreksturmáli sr. Gunnars Björnssonar, en höfum mætt óbil- girni stjórnar safnaðarins og erum ósáttir við vinnubrögð stjórnarinn- ar,“ sagði sr. Valgeir Ástráðsson, varaformaður P.í. í yfirlýsingu um málið segir stjórn P.í. m.a. að enginn hafi fjallað um brottrekstursmálið nema safnaðar- stjórnin. „Safnaðarstjórnin lítur greinilega svo á að hún hafi sjálf- dæmi í máli þessu á grundveili laga Fríkirkjusafnaðarins, án þess að þau lög tryggi prestinum nokkurn rétt til áfrýjunar. Slíkt er með eindæmum þar sem safnaðarstjórnin ræður ekki prestinn, heldur er hann kosinn af söfnuðinum í almennri kosningu." Fjallað hefur verið um viðhalds- kostnað á embættisbústað prestsins sem eina af ástæðum uppsagnarinn- ar. Pegar þetta atriði var borið undir stjórn P.í. sögðust þeir hafa kannað það mál að nokkru marki. Þeim virðist hér vera nokkuð málum blandið þar sem það hafi verið ákvörðun síðustu stjórnar að ráðast í endurbætur á bústað prestsins. Mun hér vera um að ræða um 550 þúsund krónur í viðhald og hefur stjórn P.í. það frá gjaldkera og öðrum aðilum að ekki hafi verið um neitt bruðl að ræða þar sem húsið sé í raun talsvert illa farið vegna lang- varandi viðhaldsleysis. Sigurður Sigurðarson formaður P.f. harmaði mjög að viðleitni stjórnar sinnar til að ná sáttum í málinu, hafi mætt óbilgirni ákveð- inna einstaklinga innan safnaðar- stjómarinnar. „Þau vinnubrögð sem þar eru viðhöfð, eru að mati stjórnar P.f. óheillavænleg." Sagði Sigurður að Prestafélagið væri stéttarfélag sr. Gunnars Björns- Fríkirkjan við Fríkirkjuveg. sonar og muni það leitast við að ná fram rétti hans í hvívetna. KB ÁFRÝJUN EDA FANGELSI? Hermann Björgvinsson hefur ekki enn ákveöið hvort hann áfrýjar dómi þeim sem hann hlaut í héraði og Tíminn greindi frá í gær. Hann vill að öðru leyti ekkert um málið ræða opinberlega og segir að tíminn leiði í Ijós hvað hann geri. Hins vegar er nokkuð Ijóst að Hermann hefur færri kosti en iegið geta í augum uppi. Hann hefur verið dæmdur í háa fésekt miðað við dómsorðin og verður að reiða fram sektargjaldið innan fjögurra vikna. Erfitt getur reynst fyrir venjulegt fólk að snara fram 1.250 þúsund krónum á jafn skömmum tíma, hvað þá ef sama fólk hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta eins og hann. Ljóst er að Hermann getur átt í verulegum erfiðleikum með að greiða sektina þar sem hann hefur ekki haft möguleika á að koma sér upp neinum eignum allt frá haustinu 1986 er búið var lýst gjaldþrota. Það eina sem hann getur átt í handraðanum eru vinnu- launin á tímabilinu eða öllu heldur það sem hann hefur getað haldið eftir af þeim. Samkvæmt heimildum Tímans eru kröfurnar í þrotabúið um 135 milljónir og standa eignir alls ekki undir þeim. Þessar eignir minnk- uðu reyndar um fjórar milljónir á síðasta búfundi kröfuhafanna þann 30. maí s.l. Þá var það samþykkt af meirihluta fundarmanna að fara ekki í mál við þekktan lögfræðing í Reykjavík vegna skuldar við Hermann. Var talið ólíklegt að málið ynnist og því ekki talið borga sig að hefja kostnaðarsaman mála- rekstur. Einn kröfuhafinn lýsti sig mótfallinn þessu á fundinum, en lenti í minnihluta eins og að framan greinir. Hverjum kröfuhafa fyrir sig er þó heimilt að fara í mál við lögfræðinginn þótt þrotabúið telji það ekki borga sig. Ef svo ilia vildi til að Hermanni reynist ókleift að greiða sekt sína er ekki nema um tvo kosti að ræða. Annar er sá að grípa til vararefsing- arinnar og hinn að áfrýja. Áfrýjun til Hæstaréttar getur hins vegar þýtt margra ára umfjöllun opinber- lega og þá líka í fjölmiðlum, en á því er Hermann, fjölskylda hans og vinir orðin langþreytt af skiljan- legum ástæðum. Vararefsingin er rúmlega ellefu mánaða varðhald að frádregnu því gæsluvarðhaldi sem hann hefur þegar setið í. Það er því fyrirsjáanlegt að geti hann ekki náð því að safna saman 1,2 milljónum króna á næstu vikum, neyðist hann til að áfrýja til Hæsta- réttar í von um skilorðsbundinn dóm eða jafnvei sýknu, en sitja inni ella. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.