Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 1. júlí 1988 «**•?*•* * * ****** Tíminn 19 Fergie á síðasta mánuði - Bretar telja dagana Hér er sýnishorn sem kvennablað eitt birti sem dæmi um „sérstak- lega illa hannaðan tækifærisfatnað her- togafrúarinnar af York“. Andrew og eigin- konan úti að aka og veifa til fólksins. Hún er sögð hafa fitnað töluvert á meðgöngutíman- um, og það er engu líkara en eiginmað- urinn hafi fylgt konu sinni í því. Hann hefur greini- lega bætt á sig nokkrum kílóum á þessum mánuðum. Sarah, hertogaynja af York, - eða bara Fergie, eins og flestir kalla hana, - í fallegum óléttukjól, en sum „dressin" sem hún hefur sést í upp á síðkastið hafa þótt mjög ósmekkleg, og hún er óspart borin saman við Díönu prinsessu, sem var alltaf eins og sýningar- iama þó hún væri komin á síðasta mánuð. Chloe, - en ekkert þeirra fellur í góðan jarðveg hjá hirðinni, þ.e.a.s. drottningu sjálfri. Hún kýs nöfn eins og Anne, Margaret og Elizabeth. Af drengjanöfnum hefur heyrst tilnefnt nafnið Arthur, en það finnst hinni verðandi móður alveg óskaplega púkalegt og þverneitar að það komi til greina á son sinn. Sagt er að Fergie fari á St. Mary’s sjúkrahúsið til að ala barnið. Þetta er hennar fyrsta barn og hún er orðin 28 ára, en læknar segja hana mjög hrausta. Fergie er hálfleið yfir því, að líklega verður Andrew hennar við skyldustörf sín í flotanum, þegar kemur að því að hún verði léttari, svo þar af leiðir að hann kemur því ekki við að vera viðstaddur fæðinguna. Sagt er, að þó Andrew prins sé hin mesta hetja í hernaði sé hann dauðhrædd- ur við lækna og sprautur og þess háttar, svo hann harmi það ef til vil! ekki að sleppa við að vera viðstaddur barnsfæðinguna. Við komu Ólafs Noregskon- ungs til London í vor var þessi mynd tekin þegar Sarah her- togaynja er að hneigja sig fyrir honum. Það virtist henni hálf- erfitt, því að kjólpilsið var of þröngt og stutt fyrir miklar hnébeygjur. Eins og kunnugt er hefur alltaf verið geysilegur áhugi á einkalífi kóngafólksins í Bretlandi, svo sem giftingum og barnsfæðingum, og hjónaskilnaðir í hinni konunglegu fjölskyldu jafnast í hugum almenn- ings á við stórslys eða náttúruham- farir. Nú bíður fólk í Bretlandi eftir að hertogaynjan af York, sem al- menningur kallar Fergie, verði létt- ari. Veðmál eru í gangi um hvort barnið verði strákur eða stelpa, og þá ekki síður um nafn eða réttara sagt nöfn, því vanalega eru litlu konunglegu börnin skírð mörgum nöfnum. Ef þeim fæðist dóttir, þá er sagt að Andrew prins langi til að hún fái nafnið Victoria, en Fergie er sögð á móti því, vegna gamals vinskapar hans við „Vicky“ Hodge. Fergie á sín uppáhalds-stúlku- nöfn, t.d. Annabel, Florence og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.