Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn« Föstudagur 1. júlí 1988 DAGBÓK nniiii „Frá Kaldadal" eftir Ásgrím Jónsson. Gömlu meistararnir í Gallerí BORG Nú er hafin í Gallerí Borg í Pósthús- stræti sölusýning á verkum eldri meistar- anna. Á sýningunni er stórt olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, „Frá Kaldadal" 82x120 sm. Af öðrum verkum á sýningunni má nefna uppstillingu eftir Jón Stefánsson, blómamynd eftir Kristínu Jónsdóttur, fjögur Kjarvalsverk, myndir eftir Gunn- laug Blöndal, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Scheving og söguleg olíumynd af Glerárfossi á Akureyri eftir Kristínu Jónsdóttur. Stöðugt berast Galleríinu verk gömlu meistaranna og er skipt um myndir á veggjunum svo til daglega, því um leið og mynd sclst er hún tekin niður og ný sett í staðinn. Sýningin mun standa yfir í allt sumar og er opin kl. 10:CXJ—18:00 virka daga. Bjarni Sigurbjörnsson sýnir í Bókasafni Kópavogs Föstudaginn 1. júlí hefst sýning á málverkum eftir Bjarna Sigurbjörnsson í listastofu Bókasafns Kópavogs. Á sýning- unni, sem er fyrsta sýning Bjarna, eru tíu olíumálverk, öll máluö á þessu ári. Bjarni er fæddur áriö 1966 og starfar sem bílasmiður, en mun hefja nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands í haust. Sýningin er opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga til föstudaga kl. 09:00-21:00 og stendur til 31. júlí. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Opnunartíma Þjóðminjasafnsins var breytt frá og mcð 15. maí sl., og er safnið nú opið alla daga vikunnar - nema mánudaga - kl. 11:00-16:00. Gildir þessi tími til 15. september, en á veturna verður safnið opið fjóra daga í viku, þ.e. laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00-16:00. Laugardaginn 4. júní verður opnuð í safninu (Bogasalnum) sýning á myndum eftir W.G. Collingwood, sem ferðaðist um landið árið 1897, og mun sú sýning standa til haustsins. Sumartónleikar í Skálholtskirkju 1988 Hinir árlcgu sumartónlcikar í Skálholti hefjast nú í 14. sinn fyrstu hclgina í júlí. Að þessu sinni er um átta tónlcika að ræða sem skiptast niður á fjórar tónleika- helgar. Efnisskrá cr fjölbreytt og taka bæði innlendir og erlendir listamenn þátt í flutningi. 2. og 3. júlí - Gítartónleikar og þýsk og ítölsk tónlist. Jósef Ka-Chcung-Fung lcikur á gítar bæði samtímatónlist og frá barokktíman- um og nýtt eigið verk. Cantilla Söderberg, Helga Ingólfsdótt- ir, Marta Halldórsdóttir. Olöf S. Óskars- dóttir og Sverrir Guðmundsson flytja tónlist frá 18. öld á barokkhljóðfæri. Á laugardögum eru haldnir tvennir : tónleikar, kl. 15:00 og kl. 17:00. Á > sunnudögum kl. 15:00 eru seinni tónleik- ar laugardagsins endurteknir. Messa er haldin kl. 17:00 sama dag og flytja þá tónlistarmenn þætti úr tónleikaskrám helgarinnar. Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugard. 2. júlí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Bætum upp sólarleysið í sumar í skemmtilegu bæjarrölti í góðum félags- skap. Allir, ungir og aldnir eru velkomnir. Nýlagað molakaffi," segir í fréttatilkynn- ingu frá Frístundahópnum Hana nú. Digranesprestakall Sumarferð safnaðarins verður sunnu- daginn 3. júlí nk. Farið verður í Þjórsár- dal og síðan austur yfir Þjórsá og niður Landsveit. GuðsþjónustaverðuríHrepp- hólakirkju, þar sem Halldór Reynisson messar. Þátttaka tilkynnist f. fimmtudag 30. júní í síma 42759 (Guðlaug) og 41845 (Elín). Sumarferðalag Verkakvenna- félagsins Framsóknar Hið árlega sumarferðalag Verka- kvennafélagsins Framsóknar verður farið 7.-9. ágúst nk. Farið verður um Skaga- fjörð og gist á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar á skrifstofu félags- ins. Sími er 688930. Hallgrímskirkja - Starf aldraðra Föstudaginn 8. júlí verður lagt af stað í 5 daga hringferð um Norðausturland. Flogið verður til og frá Húsavík. Gist í 2 nætur í Lundarskóla í Öxarfirði og 2 nætur á Vopnafirði. Þaðan verður ekið og skoðaðir áhugaverðir staðir, svo sem Ásbyrgi - Hljóðaklettar- Hólmatungur- Dettifoss og Mývatnssveit. Allir lífeyrisþcgar geta tekið þátt i þessari fcrð. Tvö sæti eru laus í Noregsferð 27. júlí-16. ágúst. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Félag eldri borgara Athugið að skrifstofa félagsins, Nóa- túni 17, er opin frá kl. 10:00-14:00 frá I. júlí til 2. ágúst. Síminn er 28812. Gallerí Gangskör 1 júlímánuði verður Gallerí Gangskör opið sem hér segir: Á þriðjudögum til föstud. kl. 12:00-18:00. Verk Gangskörunga eru til sýnis og sölu á staðnum. Ferðafélag íslands í Þórsmörk Ferðafélag fslands vill vekja athygli ferðamanna á að virða náttúru Þórsmerk- ur, sýna tillitssemi á tjaldsvæðinu í Langadal og forðast hávaðamengun. Vegna hættu á gróðurskemmdum verð- ur fjöldi þeirra sem næturdvöl hafa í Langadal í Þórsmörk takmarkaður við 350 manns. Þeim sem gista vilja í Langa- dal um næstu helgar er því bent á að fá leyfi hjá Ferðafélagi íslands áður en lagt er í Þórsmerkurferð. Símar á skrifstofu Ff að Öldugötu 3 eru: 19533 og 11798. Skálaverðir í Þórsmörk svara Gufunes- radíói kl. 09:00-09:30 og kl. 16:00-17:00. Tjaldsvæði í umsjón Ferðafélags íslands eru einnig í Endunum og er vist þar heimil eftir því sem rými leyfir. Að gefnu tilefni hafa svofelldar um- gengnisreglur verið settar: Akstur bifreiða yfir Kpossá fyrir mynni Langadals er óheimil frá kl. 00:30-07:00. Á sama tíma er umferð'um Langadal óheimil öðrum en dvalargestum í dalnum, svo að að hafa bifreiðar með ljósum eða í gangi á bifreiðastæðinu í Langadal. Notkun hástilltra hljómtækja að nóttu til, í kyrrð óbyggðanna, er orðið vanda- mál. Ferðafélagið og starfsfólk þess óskar eftir samvinnu við gesti félagsins í Þórsmörk. LYKILL að Austurtandi Iðnþróunarfélag Austurlands hefur gefið út upplýsingarit til þess að mönnum verði ljóst hvað Austurland hefur upp á að bjóða í vörum og þjónustu. Bókin sýnir fjölbreytni atvinnulífsins á Austur- landi „og er tilgangurinn með útgáfu hennar, að auka sölu á austfirskum vörum og þjónustu," segir Jón Guðmundsson, formaður Iðn- þróunarfélags Austurlands í formála. Upplýsingaritið er þrískipt. í fyrsta kaflanum eru hagnýtar upplýsingar um atvinnu- og mannlíf á Austurlandi. Annar kaflinn er þungamiðja ritsins, en þar er að finna upplýsingar um fyrirtæki, stofn- anir og félagasamtök í fjórðungnum o.fl. Þriðji kaflinn nefnist þjónustuskrá og þar má finna nafn, póstnúmer og símanúmer. Þess má geta að við samningu bókar- innar var haft samráð við Kjördæmisráð Framsóknaraflokksins, sem hóf í fyrra útgáfu fyrirtækjaskrár, sem var með nokkuð öðru og einfaldara sniði. Iðnþróunarfélag Austurlands, Hafn- argötu 44, Seyðisfirði, segir að allar athugasemdir og ábendingar um það, sem betur má fara í næstu útgáfu, væru vel þegnar og sími félagsins er 97-21287. Dagsferðir F.í. Laugard. 2. júlí Id. 08:00: Baula - Bjarnardalur - Bjarnardalsá. Baula er keilumyndað líparítfjall (934 m) vestan Norðurárdals, við sýslumörk Dala- og Mýrasýslu. Baula er bratt fjall, skriðu- runnið og seinfarið uppgöngu en torfæru- laust. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Farmiðar við bíl (1200 kr.). Sunnud. 3. júlí kl. 08:00: Þórsmörk - dagsferð. Miðar við bíl við Umferðarmið- stöðina (1200 kr.). Sunnud. 3. júlí kl. 13:00: Selatangar - fjölskylduferð. Ekið verður um Grindavík áleiðis að Selatöngum. Selatangar eru gömtrl ver- stöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Þar eru verbúðarústir, tófu- gildrur o.fl. forvitnilegt að skoða. Farið frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl (800 kr.). Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Sumarieyfisferðir F.f. 6.-10. júlí (5 dagar): Landmannalaugar - Þórsinörk. Gcngið ' verður milli sæluhúsa F.í. Fararstjóri er Dagbjört Óskarsdóttir. 8.-11. júlí: Landmannalaugar - - Þórsmörk. Fararstjóri er Páll Ólafsson. Helgarferð F.í. 8.-10. júlí: Hagavatn - Jarlhettur. Gist í sæluhúsi Ferðafélags fslands við Einifcll og í tjöldum. Gönguferð F.í. 8.-10. júlí: Hagavatn - Hlöðuvellir - Geysir. Sumarleyfisferðir Útivistar 1.- 6. júlí: Sumar á Suð-Austurlandi (6 d.) Gist í svefnpokaplássi í Stafafelli í Lóni, eða í tjöldum. Brottför kl. 8,1. júlí. Gönguferðir og skoðunarferðir um Suðurfirði. Bátsferð í Papey. Fararstjóri Bergsveinn Ólafsson. 7.-15. júlí:Hornstrandir 1, Hornvík: Tjaldað í Hornvík. Gönguferðir, m.a. á Hornbjarg og í Hlöðuvík. fararstjórar Óli G.H. Þórðarson og Lovísa Christian- sen. 7.-12. júlí: Hornstrandir I-Hornvík. 7.-15. júlí: Hornstrandir II - Hesteyri - Aðalvík - Hornvík. Skemmtileg bak- pokaferð. Fararstjóri Þráinn Þórisson. 6.-10. júlí: Landmannalaugar - Þórsmörk. Gengið milli skála. Fararstjóri Rannveig Ólafsdóttir. Aukaferð 28. júlí til I. ág. Dagsferðir Útivistar Laugard. 2. júlí kl. 08:00 - Hckla. Gangan tekur 7-8 klst. (1.400 kr.) Sunnud. 3. júlí - Þórsmörk Einnig tilvalin ferð til sumardvalar, t.d. frá sunnud. til miðvikud. (1.200 kr.) Strandganga í landnámi Ingólfs 16. ferð a. og b. a. kl. 10:30 Háleyjaberg - Hópsnes. Gengið um Mölvík, Staðarberg og Gerð- istanga. b. kl. 13:00 Arfadalsvík - Hópsnes. f gönguna mætir staðkunnugt fólk og fræðir um leiðina. Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku í strandgöngunni. Brottförfrá BSI, bensínsölu. (Kl. 13:15 v/Sjóminjasafnið í Hafnarfirði) Farmiðar við bíl (900 kr.) frítt fyrir börn með fullorðnum. Miðvikudagur 6. júlí kl. 20:00 Lundeyj- arsigling - Viðey. Helgarferðir Útivistar Helgarferðir 1.-3. júlí: Þórsmörk. Gist í skálum Útivistar í Básum. Fjölbreyttar gönguferðir. Básar eru tilvalinn sumar- dvalarstaður fyrir alla fjölskylduna. Til boða standa afsláttarkjör. Eiríksjökull. Gengiðájökulinn. Einnig skoðaður Surtshellir, farið að Húsafelli og víðar. Sértilboð til nýrra félagsmanna á ársrit- um Útivistar frá upphafi: kr. 5780 fyrir 13 rit (ársrit 1988 innifalið). Úpplýsingar og farmiðar á skrifstof- unni, Grófinni 1. Símar eru 14606 og 23732. I!l!l!l!l ÚTVARP/SJÓN VARP o Rás I FM 92,4/93,5 Föstudagur 1. júlí 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séraGylfi Jónsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum .dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fvrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna. Meðal efnis er saga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur, „Kóngar í ríki sínu og prinsessan Petra". Höfundur les (5). Umsjón: Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 Úr sögu siðfræðinnar. Vilhjálmur Árnason flytur fyrsta erindi sitt af sex: Sókrates og Platón. (Endurtekið frá þriðjudagskvöldi). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lífið við höfnina. Umsjón: Birgir Svein- bjömsson. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómpr l Jmsión: Ásgeir Guðjónsson. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Lyklar himnarikis“ eftir A.J. Cronin. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Finn- borg örnólfsdóttir les (33). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Föstudagssyrpa. - Edvard J. Frederiksen. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Land og landnytjar. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. (Frá Isafirði) (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Barnaútvarpiðtalarvið unga byggingamenn! 5. lestur sögunnar „Mamma á mig“. Umsjón: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. a. „Core n'grato" eftir Cardillo. Magnús Jónsson syngur; Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. „Ti voglio tanto bene“ eftir De Curtis. Magnús Jónsson syngur; Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. c. „Marechiare" eftir Tosti. Magnús Jónsson syngur; Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. d. „A la Barcillunisa", bjóðlag frá Sikiley. Magnús Jónsson syngur; Ólafur Vignir Alberts- son leikur á píanó. e. „Pecche?" eftir Pennino. Magnús Jónsson syngur; Ólafur Vignir Alberts- son leikur á píanó. f. „Mon Coeur" og „Amor Vieder" úr „Samson og Dalila" eftir Saint- Saéns. Guðrún Á. Símonar syngur ásamt Útvarpshljómsveitinni; Hans Wunderlich stjórnar. g. „Una voce poco fa“ cavatína úr „Rakaranum í Sevilla" eftir Rossini. Þuríður Pálsdóttir syngur; Fritz Weisshappel leikur á píanó. h. Dúett úr „Töfraflautunni" eftir Mozart. Þuríður Pálsdóttir og Kristinn Hallsson syngja; Fritz Weisshappel leikurá píanó. i. Aría Micaelu úr „Carmen" eftir Bizet. Þuríður Pálsdóttir syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit islands; Bruckner Rúggenberger stjórnar. j. Cavatína úr „Rakaranum í Sevilla“eftirRossini.Guðmundur Jónsson syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands; Bohdan Wodiczko stjórnar. k. Söngur nautabanans úr „Carmen" eftir Bizet. Guð- mundur Jónsson syngur ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Islands; Bohdan Wodiczko stjórnar. I. Ölsöngur úr óperunni „Marta" eftir Flotow. Guðmundur Jónsson syngur ásamt Sinfóníu- hljómsveit Islands; Bohdan Wodiczko stjórnar. m. „Parisiamo" úr „Rigoletto" eftir Verdi. Guð- mundur Jónsson syngur ásamt Sinfóníuhljóm- veit íslands; dr. Victor Urbancic stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Hringtorgið. Sigurður Helgason og Óli H. Þórðarson sjá um umferðarþátt. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Náttúruskoðun. 20.00 Morgunstund barnanna. Umsjón: Gunnvör Braga. (Endurtekin frá morgni). 20.15 Tónleikar. a. „Symphonie Espagnole" fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Edouard Lalo. Sinfóníu- hljómsveit Parísarborgar leikur; Daniel Baren- boim stjórnar. b. „Reverie et Caprice" fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Hector Berlioz. Sinfóníu- hljómsveit Parísarborgar leikur; Daniel Baren- boim stjórnar. 21.00 Sumarvaka. a. „Lyftist signuð sólin" Sigurð- ur Óskar Pálsson les Ijóð eftir Jóhann E. Magnússon og frásögn um hann eftir Braga Björnsson frá Surtsstöðum. b. Elín Sigurvins- dóttir syngur lög eftir Sigfús Halldórsson. Höf- undur leikur á píanó. c. Minningar önnu Borg Edda V. Guðmundsdóttir les þriðja lestur þýð- ingar Árna Guðnasonar. Kynnir: Helga Þ. Step- hensen. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist. 23.10 Tónlistarmaður vikunnar- Pétur Grétars- son slagverksleikari Umsjón: Edvard J. Frederiksen. (Endurtekinn Samhljómsþáttur frá desember). 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlist á miðnætti. a. Konsert nr. 1 í d-dúr op. 99 fyrir gítar og hljómsveit eftir Mario Castelnuovo-Tedesco. Pepe Romero leikur á gítar með St.Martin-in-the-Fields hljómsveitinni; Sir Neville Marriner stjórnar. b. Sónata fyrir fiðlu og píanó í g-moll eftir Claude Debussy. Shlomo Mintz leikur á fiðlu og Yefim Bronfman á píanó. c. Þrír söngvar við Ijóð Stéphanes Mallarmé eftir Maurice Ravel. Elly Ameling syngur með fólögum úr Viotti-kvartettinum og einleikurum úr Orchestre National de France. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & FM 91,1 01.00 Vökulögín. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. 9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa. - Eva Ásrún Alberts- dóttir, Valgeir Skagfjörð og Kristín Björg Þor- steinsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir, Valgeir Skagfjörð og Kristín Björg Þorsteinsdótt- ir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 18.00 Sumarsveifla með Gunnari Salvarssyni. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Snúningur. Rósa Guðný Þórsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.30-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 1. júlí 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Sindbað sæfari. Þýskur teiknimyndaflokkur. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal og Sigrún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 19.25 Poppkorn. Umsjón Steingrímur Ólafsson. Samsetning Ásgrímur Sverrisson. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Basl er bókaútgáfa (Executive Stress) Breskur gamanmyndaflokkur um hjón sem starfa við sama útgáfufyrirtæki. Aðalhlutverk Penelope Keith og Geoffrey Palmer. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 21.00 Pilsaþytur (Me and Mom) Bandarískur myndaflokkur af léttara taginu um mæðgur sem reka einkaspæjarafyrirtæki í félagi við þriðja mann. Aðalhlutverk Kate Morgan og Zena Hunnicutt. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 21.50 Við landamærin (Borderline) Bandarísk bíómynd frá árinu 1980. Leikstjóri Jerrold Freedman. Aðalhlutverk Charles Bronson og Bruno Kirby. Landamæravörður við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna kemst á snoðir um glæpahring sem svífst einskis við að koma ólöglegum innflytjendum yfir til Bandaríkjanna. Þýðandi Steinar V. Ámason. 23.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. áL. §. Föstudagur 1. júli 16:20 Dísa. I Dream of Jeannie - 15 Years Later. Dísa er andi í flösku sem tók upp sambúð við geimfara og var ákaflega vinsæl í samnefndum sjónvarpsþáttum. Hér hittum við Dísu og fjöl- skyldu hennar 15 árum síðar. Aðalhlutverk: Barbara Eden og Wayne Rogers. Leikstjóri: Bill Asher. Framleiðandi: Barbara Corday. Þýðandi: Björn Baldursson. Columbia 1985. Sýninqartími 90. mín. 17.50 Silfurhaukarnir. Teiknimynd. Þýðandi: Bolli Gíslason. Lorimar. 18.15 Föstudagsbitinn. Vandaður tónlistarþáttur með viðtölum við hljómlistarfólk, kvikmyndaum- fjöllun, og fréttum úr poppheiminum. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Musicbox 1988. 19.19 19:19. Fréttir og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Alfred Hitchcock. Nýjar, stuttar sakamála- myndir sem gerðar eru í anda þessa meistara hrollvekjunnar. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. Sýningartími 30 mín. Universal 1986. 21.00 í sumarskapi. Með íþróttamönnum. Stöð 2, Stjarnan og Hótel Island standafyrirskemmti- þætti í beinni útsendingu sem útvarpað verður samtímis í stereó á Stjömunni. Að þessu sinni verður þátturinn helgaður í þróttum og verða gestir á Hótel Islandi úr hópi íþróttamanna. Kynnar: Jörundur Guðmundsson og Saga Jóns- dóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. Stöð 2/Stjaman/Hótel Island.________________________ 21.55 Ljúfa frelsi. Sweet Liberty. Prófessor Mic- hael er illa brugðið þegar hópur kvikmynda- gerðarfólks flykkist til heimabæjar hans með það fyrir augum að gera kvikmynd eftir metsölu- bók hans um frelsisstríð Bandaríkjanna gegn Bretum. Kvikmyndaleikstjórinn hefur sínar hug- myndir um hvernig frelsisstríðið skuli túlkað en þær ganga gjörsamlega í berhögg við hug- myndir prófessorsins. I þessari hispurslausu gamanmynd eru margir góðir sprettir sem verl er að veita athygli. Aðalhlutverk: Alan Alda, Michael Caine, Michelle Pfeiffer og Bob Hoskins. Leikstjóri: Alan Alda. Framleiðandi: Martin Bregman. Þýðandi: Ólafur Jónsson. Universal 1986. Sýningartími 100 mín. (A) 15/8 23.40 Hinn ótrúlegi Nemo kapteinn. Amazing Captin Nemo. Það er undraverð sjón sem blasir við sjóliðsforingjunum Tom og Jim árferð þeirra neðansjávar. Listilega skreyttur salur frá Viktor- íutímabilinu og maður í tuttugustualdar-kafara- búningi lokaður í fljótandi köfnunarefnishylki er jú ekki algeng sjón á þessum slóðum. Félagamir bjarga manninum og þeim tekst að lífga hann við. Þetta er Nemo kapteinn, uppfinningamaður og skipstjóri á Nautilusi. Hann býður bjargvætt- unum að fylgja sér í leit sinni að Atlantis. Ferðin hefst en hún gengur ekki áfallalaust. Þessi ævintýramynd er fyrir alla fjölskylduna. Góða skemmtun! Aðalhlutverk: Jose Ferrer, Tom Hallick, Burgess Meredith og Mel Ferrer. Leik- stjóri: Alex March. Framleiðandi: Arthur Wiess. Þýðandi: Jónína Ásbjörnsdóttir. Wamer 1978. Sýningartími 100 mín. (A) 12/8. 01.20 Lögreglusaga. Confessions of a Lady Cop. Evelyn Carter hefur starfað með lögreglunni í sextán ár. Hún stendur á tímamótum í lífi sínu, vinkona hannar fremur sjálfsmorð, elskhugi hennar vill slíta sambandi þeirra og hún efast um að hún hafi valið sér rétt ævistarf. Aðalhlut- verk: Karen Black, Don Murray, Eddie Egan og Frank Sinatra Jr. Leikstjóri: Lee H. Katzin. Framleiðandi: Hugh Benson. Þýðandi: Bjöm Baldursson. Alls ekki við hæfi bama. 02.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.