Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 1. júlí 1988 Stefán Briem eðlisfræðingur: Tungumálaþýðing með aðstoð tölvu Notkun tölvu til þýðingar á rituðu niáii miili tungumáia, virðist ekki eins fjarlægur möguleiki og ætia mætti. Stefán Briem eðlisfræðingur hefur frá árinu 1981 fengist við rannsóknir og þróun á vélrænni tungumálaþýöingu í hjáverk- um, en árið 1987 hiaut hann styrk frá Vísindasjóði sem gerði honum kieift að gera átak í rannsóknum á þessu sviði og vinna samfellt að þeim um nokkurt skeið. Ekki náðist í Stefán sjálfan, þar sem hann er staddur á Hornströndum í gönguferð, en stuðst er við nýútkomna skýrslu sem hann hefur sent frá sér um vélrænar tungumálaþýðingar. Stefán hefur við rannsóknir sínar tekið mið af þeirri hugmynd að nota eitt sameiginlegt millimál, nánar til- tekið esperanto, til að þýða milli hinna ýmsu þjóðtungna og hefur hann einbeitt sér að esperanto og íslensku. Hann bendir á að auðveld- ari hliðin sé að þýða af esperanto og hafi því meginviðfangsefni hans vcr- ið hönnun tölvuþýðingarkerfis, forr- ita og orðasafna, til að þýða vélrænt (með tölvu) af esperanto yfir á íslensku. í millimálskerfi fer þýðing- in af frummálinu í millimál og þaðan í viðtökumál. í skýrslu sinni segir Stefán að til þess að ná árangri í tölvuþýðingum sé nauðsynlegt að beita mcrkingar- fræðilegum aðferðum. Ekki dugar að þýða eina og eina setningu í einu, heldur þurfi að láta tölvuna skoða setningar í samhcngi í samfelldri frásögn og styðjast við tölvuskráða þekkingu á umheiminum. Hann bendir á í þessu sambandi að á síðustu árum hafi fræðimenn þróað ýmsar aðferðir við tölvuskráningu þekkingar og vélræna vinnslu á henni og segir að þær aðferðir muni koma honum að miklum notum. Þýðingarforritið vinnur á þann hátt að fyrst sækir það orðasöfnin og upplýsingar um bcygingarorðanna á diskettur og kemur þeim fyrir í innra minni tölvunnar. Þegar því er lokið tekur forritið við setningum á esper- anto einni í einu, annað hvort frá lyklaborði tölvunnar eða frá diskcttu, allt eftir vali notandans. Síðan þýðir forritið setninguna yfir á íslensku og hægt er að fá niðurstöð- urnar birtar ýmist á tölvuskjánum, prentara, diskettu eða allt í senn, einnig eftir vali notandans, áður en tekið er til við næstu setningu. Ef eitthvert orð finnst ekki í orða- söfnunum skilar forritið orðinu óbreyttu. Stefán grcinir frá því að stundum geti vélræn þýðing gefið kyndugar niðurstöður sem um margt minna á „orðabóka" brandara skólabarna, eins og kemur fram í eftirfarandi dæmi. Fyrsta tilvikið sem ég rak mig á af þessu tagi, segir Stefán, var þegar ég mataði þýðingarforritið á setningu sem byrjaði svona: Mcmoro de la komputilo... . en það merkir: Minni tölvunnar...... Á skjánum birtist hins vegar: Sjálfgull tölvunnar... . Eftir nokkrar vangaveltur áttaði ég mig á því að ég haföi þá nýlega bætt í forritið reglu um að þegar það fyndi ekki orð í orðasafninu þá gáði það aö hvort orðið væri forskeytt og þýddi samkvæmt því. Eitt af fors- keytunum var „mem-“ sem sam- kvæmt reglunni gefur íslenska fors- keytið „sjálf-“. Skýringin var þá sú að „memoro“ var ekki til í orðasafn- inu og forskeytaathugun forritsins hafði gefið jákvæða niðurstöðu, þvr að í orðasafninu er til orðið „oro“ (= gull), þ-e. mem-oro sjálf-gull. Til þess að ganga úr skugga um hvaða áhrif tiltekin orð hafa á önnur orð í sömu setningu, t.d. á beyging- armynd þeirra og merkingu, þarf að greina vensl orðanna. f þýðingar- kerfi sínu fer Stefán þá leið að setningarleg vensl orðanna eru greind með því að skoða setninguna aftan frá, þ.e. frá hægri til vinstri. Settar eru fram reglur á þann hátt að þær henti fyrir vélræna greiningu á venslum orðanna og ráði við a.m.k. allar algengar setningargerðir. í daglegri málnotkun verða til sífellt ný orð eftir því sem þarf á að halda við nýjar aðstæður. Öflugt tölvuþýðingarforrit þarf því að vera viðbúið slíkum orðum, segir Stefán í skýrslu sinni og er því áríðandi að setja orðmyndunarreglurnar þannig fram að þær megi fella inn í þýðing- arforritið. í þýðingarforritið hefur hann sett inn örfáar reglur um þýð- ingar á aðskeyttum orðum og um myndun orða eftir orðstofnum úr öðrum orðflokkum. Stefán fjallar einnig um íslensku sem frummál í tölvuþýðingum í rannsóknarskýrslu sinni. Hann segir að vélræn greining verði mun erfið- ari viðfangs þegar frummálið er íslenska eða einhver önnur þjóð- tunga heldur en ef frummálið er esperanto. Ein ástæðan fyrir þessum mun er sú að aðeins í esperanto þekkist orðflokkur orðs og bey- gingarmynd þess nærótvírætt á útliti þess og að ef eitthvert orð hefur margar merkingar þá tilheyra þær á esperanto allar sama orðflokki. Hins vegar getur vafi ieikið á orðflokkum vissra smáorða, fornafna, forsetn- inga og atviksorða, en það heyrir til algjörra undantekninga. Á íslensku kveður við annar tónn, þar sem algegnt er að orð úr mörgum orðf- lokkum líti eins út, þó það sé oftast bundið við sumar beygingar orðs en ekki allar. Þungamiðjan í öflugu og gagnlegu sjálfvirku þýðingarkerfi hlýtur að vera feiknastórt orðasafn, segir Stefán, þar sem ekki aðeins er komið fyrir einföldum þýðingum orða og upplýsingum um beygingu þeirra, heldur aragrúa annarra upp- lýsinga varðandi notkun hvers orðs, svo sem um algeng orðasambönd, merkingarlega tengd orð o.s.frv. Vegna umfangs slíks orðasafns er mikilvægt að þróa aðferðir til að létta orðasafnsvinnuna, með því að beita tölvutækni til að vélvinna orða- söfnin á stórvirkan hátt svo sem frekast er unnt. Á undanförnum árum hefur ör þróun í tölvutækni aukið getu tölvanna, bæði er varðar geymslurými og vinnsluhraða, og þannig gert þetta framkvæmanlegt. Efniviðinn að orðasafninu fyrir ís- lensku og esperanto sækir Stefán í íslensk-esperanto orðabók eftir Baldvin B. Skaftfell sem samband íslenskra esperantista gaf út árið 1965. Stefán segir á einum stað í skýrsl- unni að tölvurnar séu hvorki galdra- tól né skrapatól, heldur hugvitsam- leg smíð sem menn séu smám saman að komast upp á lag með að nota sér til gagns, meðal annars til að koma upplýsingum til skila milli tungu- mála. Því harðar sem menn leggja að sér og því meira sem lagt er í verkið þeim mun fyrr og þeim mun betri árangri mun það skila. Og löngu áður en tölvur geta þýtt ritverk Kiljans svo vel að við verði unað, þá munu þær verða gagnlegar við að þýða lesefni þar sem minna fer fyrir listrænum tilþrifum en í Gerplu. -ABÓ Japanar skaðast af hvalveiðideilu Tokyo, 29. júní. Frá Ingvari Císlasyni, rilsljóra. I. Greinilegt er að Japanar telja sig eiga góð verslunarsainskipti við ísland, cn Takasu deildarstjóri í Vestur-Evrópudeild utanríkisráðu- neytisins, segir að nú stæðu reikning- ar þannig að íslendingar seldu Jap- önum meira en þeir keyptu af þeim. „Viðskiptahallinn er Japans megin,“ sagði deildarstjórinn. Slíkt er mjög fátítt, bætti hann viö, því að langflest lönd liafa viðskiptahalla gagnvart Japan. Það er helst Sviss sem öðru vísi stendur á um að sögn deildar- stjórans. Samkv. íslenskum upplýs- ingum var hins vegar 900 tnillj. króna halli á árinu 1987 á viðskiptum íslcndingá og Japana, Japönum í vil,. svo að annað hvort ber hér eittlívað á milli eða verslunartölur hafa breyst á þessu ári. Það breytir liins vegar ekki þeirri staðreynd að Japan ercitt af mikilvægustu viðskiptalöndum ís- lendinga. II. Japanskir embættismenn voru spurðir álits á því hvort líklegt væri að Japan stofnaði sendiráð í Reykja- vík. Mátti heyra að þeir teldu naum- ast líkur til að svo yrði. Það væri afar örðugt að fá fjárvcitingar til stofnun- ar nýrra scndiráða. III. Hvalveiðar har niikið á góma í viðræðum við japönsku embættis- mennina. Þeim þótti vænt um þá samstöðu sent er milli íslands og Japans í þessu efni. Töldu þeir að íslendingar heföu náð góðu sam- komulagi viö Bandaríkin um hvala- málið, miklu betra en Japanar sjálfir. Þeir bentu á að þeir yrðu fyrir verulegúm skaða í deilu sinni við Bandaríkin út af hvalamálum því að Bandaríkin neita Japönum um veið- iheimildir í landhelgi sinni, þótt þeir veiti slíkt öðrum þjóðum. IV. Það kemur í Ijós að hvalveiðar eru litill hluti af efnahagsstarfscmi Japana. Hins vegar eru hvalveiðar mikilvægar ýmsurn einstökum sjáv- arbyggðum í landinu, eins konar japanskt byggðamál. Hvalkjöt er afar fágæt vara í Japan, en eftirsótt sem lúxúsmatur og fæst aðeins á fáum, dýrum matsölustöðum. Jap- anar hafa frá fornu fari etið allt sem úr sjó kemur. Áður fyrr neyttu þeir aldrei kjöts af landdýrum, það er nýr siður. Hins vegar munu þeir vanir hvalkjötsáti frá örófi alda. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hefur þegið boð dr. Richard von Weizacher, forseta, um að koma í opinbera heimsókn til Sambands- lýðveldisins Þýskalands dagana 3. - 9. júlí n.k. I fylgd með forseta íslands verða Steingrímur Hermannsson, utanrík- isráðherra og frú Edda Guðmunds- dóttir, Hannes Hafstein, ráðuneytis- stjóri og frú Ragnheiður Hafstein, og Kornelíus Sigmundsson, forseta- ritari og frú Inga Hersteinsdóttir. Einnig verður með í förinni ís- lenskur blásarakvintett, en hann skipa Daði Kolbeinsson, Einar Jó- hannesson, Joseph Ognibene, Haf- steinn Guðmundsson og Bernharður Wilkinson. -gs Nýkjörnir heiðursfélagar Hjúkrunarfélags íslands, Guðrún Árnadóttir og María Pétursdóttir. A milli þeirra stendur Pálína Sigurjónsdóttir settur formaður Hjúkrunarfélags Islands. Uggandi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags íslands var haldinn nýlega. Þar var m.a. fjallað um kjara- og menntun- armál stéttarinnar. Á fundinum var samþykkt tillaga, sem send var heilbrigðis- og fjár- málaráðherra. í henni er lýst yfir áhyggjum stéttarinnar vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. I umræðum um þessi mál kom fram að þar sem hjúkrun er veitt allan sólarhringinn, þurfi meiri fjölda afleysingafólks í sumarleyfi, barnsburðar- eða veik- indaleyfi en hjá öðrum stéttum. Sigþrúður Ingimundardóttir, for- maður Hjúkrunarfélags íslands sagði í samtali við blaðamann að hjúkrunarfræðingar væru oft bornir saman við kennara hvað laun snertir. En mikill munur væri á vinnutíma þessara stétta. Hjúkrunarþjónustu þyrfti að veita allan sólarhringinn. jafnt helga daga sem virka. Þá var fjallað um öldrunarmál og einkum hvernig hjúkrun aldraðra er sinnt. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra frá 31. desember 1982 skal veita öldruðum á dvalarheimilum vissa þjónustu s.s. hjúkrun, endur- hæfingu, læknishjálp, fullt fæði, þvotta og þrif. í dag hafa dvalar- heimili rekstrarleyfi, án þess að hjúkrunarfræðingar starfi við stofn- unina og taldi fundurinn það brjóta í bága við lögum málefni aldraðra. Á fundinum voru María Péturs- dóttir, skólastjóri Nýja hjúkrunar- skólans og Guðrún Árnadóttir, heilsuverndarhjúkrunarkona kjörn- ar heiðursfélagar Hjúkrunarfélags íslands. SH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.