Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. júlí 1988 Tíminn 15 ;i MINNING i ^ __________ Svavar Guðnason listmálari Svavar Guðnason var fæddur 18. nóvember 1909 á Höfn í Hornafirði, einn fjögurra barna hjónanna Ólafar Þórðardóttur og Guðna Jónssonar, verslunarmanns. Lauk Samvinnu- skóla 1929 og vann síðan þá vinnu, sem bauðst í Reykjavík. Árið 1935 sigldi hann til Kaupmannahafnar til náms hjá Kræsten Iversen við Lista- háskólann. Gerði þar stuttan stanz, því hefðbundin módelvinna og steinrunnið skólaformið var honum lítt að skapi. Honum tókst þó að sýna nokkur verk á Kunstnernes Efterársudstilling þetta sama ár. En hann bjó við léttan mal í tómri þakkytru. Hitti þá Skúla Þórðarson magister á förnum vegi, og gat hann greitt götu Svavars og selt mynd, og veitti ekki af, því hann varð að fara á sjúkrahús vegna vannæringar, þótt dvölin yrði skömm. Leit hann ævin- legaá Skúlasem lífgjafa sinn síðan. Næstu ár voru erfið, en hann tók þátt í samsýningum og kynntist dönskum málurum, sem síðar urðu fremstir í flokki. Árið 1938 fær hann loks íslenzkan styrk og fer til Parísar á skóla Fernand Léger. Var þar í viku. Hitt var þó meira um vert, að þar hitti hann aftur ýmsa kunningja úr hópi danskra málara. Árið 1939 kvæntist Svavar Ástu Eiríksdóttur, f. 28. jan. 1912, dóttur hjónanna Marinar Sigurðardóttur og Eiríks kaupmanns Sigfússonar á Borgarfirði eystra. Sama ár tók hann þátt í sýningunni Skandinaverne, sem sýnd var árið eftir í Stokkhólmi. Heimsstyrjöldin síðari braust út í september, og hernám Danmerkur, sem sylgdi í kjölfarið, gerbreytti högum manna. Sýning var haldin í Bellavue árið 1941 í geysistóru tjaldi, og sýndi Svavar með ýmsum kunnustu abstraktmálurum Dana og seldi nokkrar myndir. Sýningin var tengd þeim hópi listamanna, sem stóðu að útgáfu tímaritsins Helhest- en og voru skoðanabræður hans og baráttufélagar. Vá stríðsins þjapp- aði mönnum saman og mótaði betur þær hugmyndir, sem Cobramenn kynntu betur síðar og leiddu til heimsfrægðar. Að loknu stríði efndi Svavar til sýningar í Listamannaskálanum árið 1945. Viðtökur voru vinsamlegar, en þó blendnar. Mjög er mér minni- stætt að heyra málara, sem þá voru ungir, minnast sýningarinnar. Þeir fóru þangað í marggang og voru á eftir sem í leiðslu, slík var opinber- unin. Cobrasamtökin urðu til um þetta leyti, og fóru Asger Jorn og Carl- Henning Pedersen frá Danmörku, Karel Appel frá Hollandi og Corn- eille frá Belgíu þar fremstir í flokki. Svavar og Ásta sneru heim í hús- næðisleysið, sem hér var lengi eftir stríð. Þar kom þó, að þau fengu inni á Grettisgötu, þar sem þau bjuggu, þar til þau fluttu í góða íbúð, þar sem hæst ber í Háaleitinu, og útsýn er til allra átta. Svavar var formaður Félags ís- lenzkra myndlistarmanna og ís- landsdeildar Norræna listbandalags- ins 1954-58 og forseti Bandalags íslenzkra listamanna 1959-61. Var í forsvari, er Rómarsýningin var hald- in og þótti standa fast á réttinum. Árið 1960 var stór sýning á verkum hans í Kunstforeningen í Kaup- mannahöfn og svo síðar í Listasafni fslands. Hann varð félagi í Grönn- ingen og sýndi 5 sinnum með þeim, m.a. myndina stóru, Veðrið, sem hann gerði að tilhlutan Statens Kunstfond og nú er í Árósaháskóla. Hann var fulltrúi íslands á Tvíær- ingnum í Feneyjum 1972. Auk þess tók hann þátt í fleiri samsýningum en ég hef tölu á. Sýningar hans hér voru það kunnar og töldust til slíkra tíðinda, að ég tíunda þær ekki frekar. Þessi öld er senn á enda runnin, og vant að vita, hvernig málverk hennar íslensk verða metin. Ég er þó sannfærður unt, að verk Svavars verða meðal þeirra, sem lengst munu lifa. Svavari kynntist ég 1962, en þó öllu nánar nokkrum árum síðar, er ég settist þar að í Skeifunni, sem hann kallaði í Betrekkjarkoti. Fór- um þá oft í gönguferðir um nágrenn- ið um lágnættisbil að lokinni vinnu. Fylgdist hann þá grannt með veðri, skýjafari og var athugull svo af bar. Á stundum var setzt á rökstóla. Svavar tók fram vindil, handlék hann sem veiðimaður flugustöng, skar endann með læknistilburðum og kveikti í. Bólstraský hrönnuðust upp, og stórfenglegur sögumaður fór á kreik, og fór reykurinn eftir stígandi frásagnarinnar. Þegar hann kvaddi, varð eftir ilntur af vindlareyk og maríutjásur hljóðnaðs hláturs. Hann var vinur í raun, hjálpfús og vildi hag málara sem mestan. í málverki annarra sá hann oft feitara í stykkinu en efni stóðu til, oger mér ekki grunlaust um, að þar hafi velvild ráðið. Svavar fylgdist grannt með veðri í útvarpi og hvernig það samræmdist horfum. Og víst var þessi Ijóssins maður birtunni háður, og hans veður var ekki alltaf veður heimsins. Lærð- ir menn hafa greint myndir hans og stíl, séð áhrif birtu og landslags á bernskustöðvunum. Mér sýnist myndirnar frekar vera veðurfréttir úr huga dirfskufulls og djarfhuga heimsmanns, þar sem gætni og varúð sveitamannsins heldur öllu í skefjum. Ellin varð Svavari erfið. Alzheim- erveiki greip hann óblíðum tökum, pensill féll úr hendi. Ljós heimsins dvínaði, og laust eftir Jónsmessuna sofnaði Svavar inn í sóllaust sumar- ið. í stríðinu gerði Svavar mynd, sem heitir Jónsmessudraumur. Eng- inn þekkir annars draum. Þó finnst mér eg sjá kvikan mann lyfta græn- um hatti stuttlega, sveifla stafnum í kveðjuskyni og ganga léttum skref- um upp himinbogann innan um öll þau ský, sem finnast í veðurfræði, og hverfa á vit þess jökuls, sem er uppljómaður af þeim litum, sem aldrei sjást. Ástu Eiríksdóttur og öðrum að- standendum votta ég innilega samúð mína og okkar málaranna í Listmál- arafélaginu. Hún á ómældan skerf í því lífsverki, sem hér er skilað. Einar Þorláksson 'lllillllllll LESENDUR SKRIFA ■ ; "q.' . .■ ' . DRAUMAR VÍSA LEID TIL STJARNANNA Sýn til annarlegs stjarnhimins er ekki óalgeng í draumi. Hvar í alheimi gæti líf þróast annarsstaðar en á okkar jörð? Oft má sjá þessa spurningu í blöðum og bókum þeim, sem um heimsfræðileg efni fjalla. Og svarið er iðulega á þá leið, að um þetta sé ekkert vitað og verði aldrei vitað með vissu. Á íslandi hefur uppgötvun verið gerð, sem tekur af allan vafa í þessu, efni, uppgötvunin um sambandseðli lífsins: Á jarðstjörnum hinna ýmsu sólhverfa þróast lífið og hvergi ann- arsstaðar. Líf er bundið efni órjúfan- legum böndum. Svo má heita að ýmsir draumar okkar sanni þessa kenningu. Þegar okkur t.d. dreymir tvær sólir á lofti eða fleiri en eitt tungl, þá má telja alveg víst, að um sé að ræða sýn til himins frá öðru sólhverfi en okkar. Og er við í draumi sjáum dýr, sem hér eru óþekkt, eða menn með öðru útliti en hjá okkur jarðarbúum gerist, þá er hið sama uppi á ten- ingnum og sýnir að draumsamband hefur orðið við íbúa annars hnattar. Okkur dreymir aldrei án sambands við draumgjafa. Draumar vísa leið til stjarnanna. Þeir sýna okkur samtímafyrirbæri sem mörg hver gerast á öðrum hnöttum og veita okkur nokkra möguleika til að rannsaka lífið ann- arsstaðar í geimi, og hafa oft í sér fólgna raunverulega sönnun um sambandseðli lífsins. Ingvar Agnarsson. Til sölu fasteignir á Siglufirði og í Borgarnesi Tilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Hvanneyrarbraut 27, Siglufirði. Stærð hússins er 1254 m3. Húsið verðurtil sýnis í samráði við Erling Óskarsson, sýslumann, sími (96) 71150. Brákarbraut 13, Borgarnesi. Stærð hússins er 2489 m3. Húsið verðurtil sýnis í samráði við RúnarGuðjónsson, sýslumann, sími (93) 71209. Tilboðseyðublöð liggja frammi í húseignunum og á skrifstofu vorri. Kauptilboðum sé skilað á skrifstofu vora, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 14:00 f.h. þriðjudaginn 12. júlí n.k., en þá verða þau opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAURASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 t_ Stjórn verkamannabústaða í Garðabæ Umsókn um íbúð Stjóm verkamannabústaða í Garðabæ óskar eftir umsóknum um eina eldri íbúð í Krókamýri. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessarar íbúð- ar gilda lög nr. 60/1984, nr. 77/1985, nr. 54/1986 og nr. 27/1987. Umsóknareyðublöð verða afhent á bæjarskrifstof- um Garðabæjar, Sveinatungu, frá 1. júlí 1988. Umsóknum skal skila eigi síðar en 21. júlí 1988. Stjórn verkamannabústaða í Garðabæ BILALEIGA með útibú allt i kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bilaleiga Akureyrar Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224. Lokað í allan dag vegna jarðarfarar Svavar Guðni Svavarsson múrarameistari, Miklubraut 50 t Móðursystir mín Ingveldur Elimundardóttir andaðist á Elliheimilinu Grund 29. júní. Fyrir hönd aðstandenda Erlingur Runólfsson LM ^ Massgv Ferouson P9SMH8Í Fáðu þér sæti. Dráttarvélasæti Hagstætt verð /S BUNABARDEILO 59 BAMBANDBIMB ARMULA3 REYKJAVlK SfMI 38800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.