Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. júlí 1988 Tíminn 7 Búnaðarsamband Suðurlands og Samband sunnleskra kvenna: 800 manns „trúlofast“ í Þórsmörk í ljómandi veðri héldu Samband sunnlenskra kvenna og Búnaðar- samband Suðurlands sameiginlega upp á afmæli sitt í Þórsmörk sl. mið- vikudag, Búnaðarsambandið er 80 ára á þessu ári en Samband sunn- lenskra kvenna fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Var haft á orði að þar hefðu þessi félög opinberað trú- lofun sína og þótti ekki seinna vænna því félögin hafa starfað hlið við hlið öll þessi ár. Það voru milli 700 og 800 manns sem hittust við Markarfljótsbrúna á miðvikudagsmorgni í 18 hópferðar- bílunt víðs vegar að af Suðurlandi. Þaðan var ekið inn í Bása þar sem menn svipuðust um en þaðan var far- ið inn í Langadal á svæði Ferðafélags íslands þar sem menn og konur nutu veðurblíðunnar, dreifðust um græn- ar grundir og snæddu nesti sitt. Þá gengu menn flestir hverjir inn í Húsadal þar sem fjölþætt hátíðar- dagskrá fór fram undir stjórn Kjart- ans Ólafssonar ráðunauts. Formenn félaganna sem fögnuðu afmælinu fluttu ávörp og Lísa Thomsen flutti árnaðaróskir frá Kvenfélagasam- bandi íslands og Steinþór Gestsson ávarpaði hópinn fyrir hönd Búnað- arfélags íslands. Að ávörpum loknum voru fjölþætt skemmtiatriði. Loks var farið á athafnasvæðið hjá skálum Austurleiða þar sem komið hafði verið fyrir stóru veitingatjaldi. Matreiðslumenn markaðsnefndar landbúnaðarins grilluðu þar fjalla- lamb fyrir allan þennan fjölda og var þá haft á orði að þetta hlyti að vera grillveisla aldarinnar. Formaður af- mælisnefndar er Jón Kristinsson í Lambey og hann hannaði einnig merki hátíðarinnar. Um tíuleytið um kvöldið, að lokn- um fjöldasöng með tilheyrandi varð- eldi hélt hópurinn heim á leið á ný eftir vel heppnaða afmælisferð. -BG/stjas Drífa Hjaríardóttir, form. Sam- bands sunnlenskra kvenna flytur ávarp. Hluti ferðalanga snæðir nesti sitt. í baksýn má sjá nokkra hópferðarbílanna Um 800 Sunnlendingar á 18 hópferðarbílum koma í Þórsmörk iím:iin)iniirStj«» Greiðslur almennings fyrir læknishjálp og lyf (skv. reglugerð útg. 22. júní 1988) 1. Greiðslur hjá heimilislÆkni og heiIsugæslulækni 165 kr. — Fyrír viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 300 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling. um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2- Grciðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 550 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings. 185 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 1 2 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í fram- haldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Ranns./ Röntg.gr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 165 550 Dæmi 2 165 385 Dæmi 3 165 550 550 Dæmi 4 165 550 0 Dæmi 5 165 550 0 550 Dæmi 6 165 550 0 550 0 550 Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl- ingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 165 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræð- ings, og þar greiðir sjúklingur 550 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er I beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sTnum hjá sérfræðingum. Form. Búnaðarsambands Suður- lands, Ágúst Sigurðsson flytur ávarp. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræði- læknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiöslur fyrir lyf 440 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. 140 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskTrteinis í lyfjabúð fást ákveðinn lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags T þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. Greiðslur þessar gilda frá og með 1. júlí 1 988. JB TRYGGINGASTOFNUN all RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.