Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. júlí 1988 Tíminn 13 ÚTLÖND Achtung! Þið eruð í reiðhjólafylki þýska hersins! Reiðhjólið er „nýjasta“ leynivopn Bundeswehr. Hervæðing Vestur-Þjóðverja heldur áfram á tímum fækkunar kjarnavopna: Reiðhjólið nýjasta „vopn“ Bundeswehr! Það virðist skjóta nokkuð skökku við á tímum háþróaðra tölvutækni í vígbúnaði að nýjasta farartækið sem Bundeswehr, her Þýska sambands- lýðveldisins, hefur tekið í þjónustu sína er án vopna, án radars, án stýritölvu og nær aðeins 28 km hraða á klukkustund. Þetta frumlega hern- aðartæki er reiðhjól! Undanfarin tvö og hálft ár hafa hermenn er ganga í gegnum þriggja mánaða nám í herskóla Bundeswehr í Hammelburg í Bæjaralandi, verið þjálfaðir í hjólreiðum. Skólinn er ætlaður liðsforingjaefnum í fót- gönguliði Bundeswehr og heima- varnarliðinu. „Hermenn á reiðhjólum yrðu ekki notaðir í fremstu víglínu," segir Eberhard Fuhr stórfylkisforingi og skólastjóri í Hammelburg, en hann hefur ofurtrú á kostum reiðhjólsins sem hernaðartækis. „Hins vegargeta þeir staðið vörð að baki víglfnunnar, haldið símalínum opnum og sinnt yfirlitskönnunum á hernumdum landssvæðum". Herhjólin eru sérstaklega styrkt og hjólbarðar þeirra þykkirogbreið- ir og til þess fallnir að komast yfir torfærur með nokkra byrði. Því er hægt að flytja tækjabúnað og vopn styttri leiðir, þar með taldar skrið- drekasprengjur sem vega innan við þrjú kíló. Ólíkt öðrum farartækjum sem notuð eru af Bundeswehr, eins og til dæmis Tornando orrustu- og sprengjuþotan, sem kostar 59 millj- ónir dollara eða Leopold skriðdrek- ar, sem kosta 1 milljón dollara, er reiðhjólið mjög ódýrt, kostar aðeins 350 dollara og mun því ekki íþyngja skattgreiðendum í Vestur-Þýska- landi um of. Reiðhjól eru þó ekki ný af nálinni í hernaði. Þau voru fyrst notuð í fransk-prússneska stríðinu árið 1870. Báðir aðilar notuð reiðhjól mikið í fyrri heimsstyrjöldinni og þýski herinn hafði á að skipa um hundrað reiðhjólahersveitum í síð- ari heimsstyrjöldinni. En reiðhjólinu var lagt eftir þann hildarleik, en er nú aftur farið að gegna hernaðarlegu hlutverki. Time Loks rignir í Bandaríkjunum Löggan á mafíósa- Sá gróður er ekki hafði skrælnað upp í hinum gífurlegu þurrkum sem gert hafa bændum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna lífið leitt að undan- förnu, var ekki lengi að sjúga til sín svalandi regnið er féll þar í gær og fyrradag. Þá hafði ekki rignt á þess- um slóðum í fleiri mánuði og upp- skera bænda hefur skrælnað á ökrun- um með þeim afleiðingum að margir þeirra sjá fram á gjaldþrot. Þó veðurfræðingar segi að þörf sé á miklu meiri og stöðugri rigningu til að gróður taki við sér og uppskera bænda bjargist, þá snarlækkaði markaðsverð á korni og sojabaunum þegar menn sáu fram á að hugsan- lega bjargaðist eitthvað af uppsker- unni. Verð á þessum afurðum hafði hækkað jafnt og þétt undanfarnar vikur. Verð á hverri sölueiningu af sojabaunum var komið í 13 dollara, en féll niður í nú dollara við regnið. Kaupsýslumenn höfðu að vonum notað tækifærið þegar þeir sáu hvert stefndi með þurrkana og keyptu mikið magn af korni og sojabaunum frá fyrra ári. Þeir hyggjast selja það ! haust á uppsprengdu verði og græða vænar fúlgur á braskinu. Því er orðið „regn“ það versta sem þeir geta hugsað sér þó bændur fari fram á rigningu í bænum sínum kvölds og morgna. Einsdauði erannaðbrauð. Mikill þrýstingur hefur verið á alríkisstjórnvöld í Bandaríkjunum um að veita bændum neyðaraðstoð vegna þurrkanna. Þau hafa nú þegar leyft beit á friðuðum svæðum í fimmtánhundruð sýslum í þrjátíu og fjórum fylkjum. Þá hefur korn sem er í eigu ríkisstjórnarinnar verið sent til nautgripabænda svo bjarga megi nautgripum frá hungurdauða. Vegna mikilla þurrka í BNA að undanförnu hafa fyrrum blómlegir akrar breyst í þurrar moldarsléttur. En í gær rigndi og brúnin léttist á bændunum. vertíð ftalskur mafíuforingi sem eftir- lýstur hefur verið frá því árið 1983 var handtekinn af banda- rísku alríkislögreglunni á Miami í gær. Það virðist því vera mafí- ósavertíð hjá lögreglunni í Bandaríkjunum, en í fyrradag voru tuttugu og tveir bandarískir mafíósar handteknir í New York, New Jersey og Pennsylvaníu. ítalski mafíuforinginn ku hafa stjórnað öflugu þjófagengi á ítal- íu og með glæpaverkum náð ítökum í spilavítum þar í landi. Hópur bandarískra alríkislög- reglumanna ásamt ítölskum starfsbróður fylgdust með hinum 51 árs gamla Gaetano Corallo þegar hann hugðist ná fundi náins starfsbróður síns í Miami og gripu hann glóðvolgan í hótelherbergi sínu. Handtökur hinna tuttugu og tveggja bandarísku mafíósa í norðvesturríkjunum var liður í að brjóta niður ættarveldi þriggja mafíufjölskyldna á þessu svæði, en þar stefndi í stórkostlegt inn- byrðis mafíustríð. Ffokksstarf Miðstjórnar- fundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn föstudaginn 1. júlí n.k. kl. 16.00 í Nóatúni 21, Reykjavík. Dagskrá: 16.00 Setning - kosnir embættismenn fundarins 16.10 Skýrsla formanns 16.30 Skýrsla gjaldkera 16.40 Umræður 17.00 Undirbúningur afmælisþings 17.30 Umræður 17.40 Stjórnmálaviðhorfið 18.00 Umræður 19.00 Hlé 19.30 Afgreiðsla mála 20.30 önnur mál 21.30 Fundi slitið Allir miðstjórnarmenn hvattir til að mæta. SUF Norrænu kvennaþingskonur! Hittumst á mánudagskvöldið 4. júlí kl. 8.30 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Rætt verður um ferðina og veittar upplýsingar. Mætið allar. Undirbúningshópur Nordisk forum. Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní s.l., en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta þar til 4. júlí n.k. Velunnarar flokksins sem ekki hafa greitt heimsenda gíróseðla eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 4. júlí. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins í síma 24480 eða 21379. Framsóknarflokkurinn. Effco n gerir ekki við biláða bíla En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan Það er meira að segja svolítið gaman að þrífa með Effco þurrk- unni. Því árangurinn lætur ekki á sér standa. Rykið og óhreinindin leggja bókstaflega á flótta. Þú getur tekið hana með í ferðalagið eóa sumarbústaðinn. Það er aldrei að vita hverju maður getur átt von á. Oft er svigrúm lítið í tjaldi eða sumarbústað, má því ekki mikið út af bera til þess að allt fari á flot, ef Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum ____ og varahlutaverslunum___________ Heildsala Höggdeyfir — EFFCO sfrrai 73233 einhver sullar eða hellir niður. En það gerir ekkert til þegar Effco þurrkan er við hendina. Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. -pumcan )—,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.