Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. júlí 1988 ■Trminn ' 3 Bílslysabæturtryggingafélaganna 1987 hefðu meiraendugaðfyrirjarðgangagerð undir Hvalfjörð: VERÐUR ÞORFAFREKARI HÆKKUNIDGJALDA ’89? Haldi umferðarslysum áfram að fjölga, eins og ýmislegt þykir benda tii miðað við reynsluna á fyrri helmingi ársins, geta bíleigendur allt eins reiknað með að 60% iðgjaldahækkun ábyrgðar- trygginga í ár dugi ekki til, þannig að aftur þurfi að hækka þau umfrain verðbólgu á næsta ári. Hreint tap þykir fyrirsjáanlegt á kaskótryggingum, miðað við þau tjón sem þar hafa hrannast upp að undanförnu, svo enn meiri likur eru á drjúgum hækkunum iðgjalda af þeim á næsta tryggingartímabili. Tjónakostnaður tryggingafélag- anna vegna bílslysa, aðeins á árinu 1987 hefði t.d. meira en nægt til að fullgera jarðgöng undir Hvalfjörð. Framangreint mátti ráða af orðum Benedikts Jóhannessonar, stærð- fræðings, á fundi með forstöðu- mönnum tryggingarfélaganna, þar sem hann fór yfir útkomu tryggingar- félaganna á síðasta ári og nokkrum orðum um útlitið á þessu ári, miðað við reynsluna frá áramótum. í viðtali við Tímann sagði Bene- dikt vitað að þó nokkuð mikil hækk- un hafi orðið á tjónum fyrri hluta þessa árs miðað við árið í fyrra, enda tíðar fréttir af stórslysum að undan- förnu. Dæmi séu um upp í 100% milli mánaða á þessu ári qg sömu mánaða í fyrra hjá a.m.k. einu tryggingafélaganna. Þótt nákvæmar skýrslur liggi ekki fyrir sýnist Bene- dikt standa í járnum að 60% ið- gjaidahækkunin í ár muni duga. Fyrirsjáanlegt tap á kaskótryggingum Sú 60% hækkun var miðuð við tjónareynslu síðasta árs, þ.e. að tjónin í ár yrðu hlutfallslega svipuð og þá. Fjölgi þeim hlutfallslega áfram í ár, komast bíleigendur ekki hjá því að það kalli á enn frekari iðgjaldahækkanir. Varðandi kaskó- tryggingaiðgjöldin sagðist Benedikt nær sannfærður um að þau hafi hækkað of lítið í ár, þannig að sú grein komi út með tapi í ár. Sett af stað leit að báti á Faxaflóa: Gleymdi að tilkynna Slysavarnafélag íslands kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar að níu tonna báti, Val Jónssyni RE-90, með tveimur mönnum innanborðs. Þyrlan fór í loftið um kl. 12:00 á hádegi, en var ekki búin að fljúga langt þegar báturinn kallaði í þyrluna og tilkynnti að allt væri í lagi. Þeir höfðu þá gleymt að tilkynna sig til Tilkynningarskyldunnar þá um morguninn, er þeir voru við veið- ar undir Malarrifi á Faxaflóa. Að sögn Hálfdáns Henrýsson- ar deildarstjóra hjá Slysavarna- félaginu hefur það komið fyrir nokkrum sinnum áður að bátar gleymi að tilkynna sig, og gerist það þá aðallega hjá þeim sem eru að byrja veiðar eftir veturinn. Kostar það mikinn viðbúnað og læti þegar slíkt gerist og er það heilmikið sem þarf að fram- kvæma áður en þyrlan er kölluð út. Hálfdán sagði einnig að óvenju mikil sjósókn væri nú á miðunum, um 1800 bátar tilkynna sig á dag núna en mest hefur það orðið rúmlega 2000 bátar. Skip og stórir bátar þurfa að tilkynna sig einu sinni á dag en minni bátar til- kynna sig tvisvar á dag. Slysa- varnafélagið hefur nú tekið í notkun nýtt tölvuforrit sem m.a. skráir allar tilkynningar sem berast, og eykur það öryggið til muna að sögn Hálfdánar. -gs Um 5. til 6. hverbíll í árekstri Ökumenn 14.000 bíla urðu tjón- valdar í umferðinni í fyrra. Það er um 8. hver ökumaður sé miðað við um 120.000 bíla í landinu. Hafi þó ekki væri nema í helmingi þeirra tilvika orðið tjón á tveim bílum í sama árekstrinum svarar það til þess að 21.000 bílar hafi skemmst eða eyðilagst á þessu eina ári, eða 5. til 6. hluti allra bíla í landinu. Þótt vitað sé að yngstu öku- mennirnir lendi hlutfallslega oftar í umferðarslysum en aðrir, vill Bene- dikt meina að góður meirihluti allra ökumanna eigi sinn þátt í árekstra- farganinu ef litið væri til nokkurra ára tímabils. T.d. séu það ekki nema 30-40% ökumanna sem nái 10 tjón- lausum árum í röð. Dugað fyrir 4.000 nýjum bílum Tjón sem tryggingafélögin þurfa að greiða út vegna bílslysa árið 1987 námu samtals um 1.600 milljónum króna. Það er hærri upphæð en áætlað er að það kosti að gera jarðgöng undir Hvalfjörð. Sýnist kannski rökréttara að álykta að íslendingar hafi ekki efni á öllum þessum bílslysum frekar en að þeir hafi ekki efni á jarðgangagerð? Þá er þó ótalinn allur sá kostnaður vegna þessara slysa sem bíleigendur verða að borga beint, allur kostnað- ur sjúkrahúsanna og almannatrygg- inga vegna mannskaða og örorku og kostnaður af vinnutapi, sem gæti numið öðru jarðgangaverði. Ef þessar 1.600 milljónir hefðu aftur á móti farið til bílakaupa hefðu þær nægt kaupa á 4.000 nýjum bílum miðað við 400 þús. króna meðal- verð. Til að sýna enn betur hversu gífurlegur kostnaður hlýst af bílslys- unum má geta þess að samanlagður eigin tjónakostnaður tryggingafélag- anna af öllum öðrum tjónum - eldsvoðum og öðrum eignatjónum, sjó-, flug- og farmtjónum, slysa- og sjúkrabótum og öðru - var 1.200 milljónir kr., eða mun minni upphæð en vegna bílatjónanna einna. Fram kom í samtalinu við Bene- dikt að tryggingafélögin hafi leitað tilboða í endurtryggingar ökutækja- trygginga (eins og ýmissa annarra trygginga) erlendis, en niðurstaðan orðið sú að erlend tryggingafélög vildu ekki líta við þeim. Tölur sem Benedikt hefur séð um bílatjónakostnað frá hinum Norður- löndunum sagði hann benda til þess að íslendingar séu öðrum þjóðum verri ökumenn. „Enda verður að segja að það er ekki einleikið að geta ekki farið á milli húsa í Reykjavík án þess að sjá einn eða fleiri árekstra," sagði Benedikt. í þrem ferðum úr Múlahverfi „vestur í bæ“ skömmu fyrir fundinn, sagðist hann hafa séð samtals 5 árekstra. „Þau ár sem ég bjó erlendis sá ég aldrei neitt þessu líkt.“ Spurður um líkleg úrræði benti Benedikt á umfangsmiklar áróðurs- herferðir í fyrra og í ár og samt sé ástandið ekki betra en raun ber vitni. “Óneitanlega finnst manni þetta oft svo vonlaust - og fara versnandi ár frá ári hvað sem gert er. Égefast um, þótt öll blöðin, útvarps- og sjónvarpsstöðvar einbeittu sér að umferðarmálunum, að það mundi breyta nokkru. Ég veit ekki hvað meira en hægt að gera.“ - HEI Fullursaluraf fallegum bílum. - Verið velkomin í sýningarsal okkar að Rauðagerði. Alltaf heitt á könnunni. Einnig sýnum við, um helgar á sama tíma, í nýja sýningarsalnum hjá BSV. að Óseyri 5, Akureyri. | Helgason hf. ” Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -33560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.