Tíminn - 02.07.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 02.07.1988, Qupperneq 2
12 HELGIN Laugardagur 2. júlí 1988 T Skop- teikningar eins og bindindismálið, en bannlögin voru í undirbúningi á árunum 1909- 1915. Þekkt ermyndinsem áaðsýna templara að hvolfa í sig leifunum af bjór þeim og víni sem til var í landinu á nýársnótt 1915. Þeir heið- ursmenn sem þar eru sýndir, ellefu talsins, eru allir þekktir með nafni. Fáir menn urðu meir fyrir barðinu á skopteiknurum framan af öldinni en templarar. Björn Jónsson stóð oft í ströngu á ráðherraferli sínum og það kunnu háðfuglarnir að nota sér. Gott dæmi hér um er myndin af ráðherranum á „höfuðbólinu" og ráðherranum á „hjáleigunni". Er þar fyrst sýnt er Björn bugtar sig svo rækilega fyrir Friðrik konungi áttunda, að kjóllöf- in standa beint upp í loftið, og á annan veg er hann flytur löndum sínum boðskap sinn á „hjáleigunni", bísperrtur og hinn herralegasli. Önnur mynd sem beint var gegn Birni Jónssyni sýnir hann og fylgis- menn hans að veislu við „kjötpott landsins". Hér er ráðherra í bjarnar- líki með skírskotun til nafns hans, en aðrir á myndinni eru sýndir í líki svíns, kattar, apa, rottu, sauðar og höggorms. Þarna er komin gamal- gróin aðfcrðskopmyndateiknara: að brcgða fórnarlömbum sínum í allra kvikinda líki. Þekkjum við hana í ýmsum útfærslum á okkar dögum. Póstkortið sem miðill fyrir skop- teikningar tíðkaðist alvcg fram að síðari heimsstyrjöldinni og lögðu ýmsír afliragðs listamenn þar sitt af mörkum, til að mynda Ríkharður Jónsson. Langoftast eru þessi kort þó ómerkt og listamennirnir ókunn- ir, en nafnleynd hafa skopmynda- teiknarar gjarna notað sér- sjálfsagt minnugir þeirra Njálssona og Har- alds Gormssonar! Reiði voldugra manna er ekki gott að eiga yfir höfði sér. „Fylluljóðin“ eftir „Gylfa“ komu út á póstkorti árið 1922 með mynd af ungum stúlkum í fylgd danskra dáta og jólakort voru gefin út með teiknimyndum af ýmsum þjóðkunnum mönnum, svo scm Matthíasi Jochumssyni, í jólasveins- gervi. Þcgar Steinkudys á Skóla- vörðuholti var rofin, kom út kort með mynd af Gunnari á Selalæk að rétta draug þessum blómvönd við uppstigninguna. Kátleg mynd er til af lögregluþjónum Reykvíkinga árið 1913, uppábúnum með danskan leð- urhjálm og belgvettlinga, og enn eitt kortið sýnir Sigurð Eggerz vaðandi yfir íslandsála með stjómarskrár- frumvarpið frá 1911 í líkkistu undir handleggnum. Spegillinn En það var loks árið 1926 sem íslensk skopmyndagerð komst til nokkurs vegs og það má tvímæla- laust tengja nafni eins manns - Tryggva Magnússonar. Það ár réðst hann í útgáfu Spegilsins ásamt þeim Páli Skúlasyni og Sigurði Guð- mundssyni. Tryggvi var fæddur að Bæ í Stein- grímsfirði þann 6. júní árið 1900. Hann nam teikningu í Kaupmanna- höfn 1919-1921 og í League of Art í New York 1921-1922. Þar nam hann andlitsmyndagerð. Frá New York hélt hann til Þýskalands og settist nú í einkaskólann „Der Weg“ í Dresden. Nam hann þar málaralist á árunum 1922-1923. Þá var gefið út í Þýskalandi skopblaðið „Simplicis- sirnus" og hefur Tryggvi án vafa orðið fyrir áhrifum af þeim ágætu listamönnum sem í blaðið teiknuðu. Einn af frumkvöðlum í íslenskri skopmyndablaðaútgáfu var Tryggvi Magnússon, en árið 1926 hóf hann, ásamt Páli Skúlasyni og Sigurði Guðmundssyni, að gefa út Spegil- inn. Háðfuglinn var nafn á skopmynda- blaði sem var gefið út í fjórum tölublöðum árið 1949. Ekki er vitað um þann teiknara blaðsins en rit- stjóri þess var Guðmundur Sigurðs- son. Sigmund Jóhannsson er eflaust þekktastur skopmyndateiknara nú- tímans. Bráðsmellnar myndir hans birtast daglega í Mogganum og á undanförnum árum hafa verið gefn- ar út bækur með teikningum hans. Heim til íslands kom hann árið 1923. Sem skopmyndateiknari var Tryggvi afbragð. Hinir virðulegu stjórnmálamenn og embættismenn voru sýndir í allra kvikinda líki í orðsins fyllstu merkingu og hinar metnaðarfyllstu athafnir þeirra gerð- ar að grátbroslegustu uppátækjum, sem enn má hafa ómælt gaman af. Að hætti góðra skopteiknara kunni Tryggvi að hagnýta sér það lögmál að skammt er á milli hins virðulega Skopmyndablaðið Gosi kom fyrst út árið 1960. Ragnar Páll, listmálari, annaðist myndskreytingu í blaðið en Jökull heitinn Jakobsson skrifaði það að mestu. n. í blaðamannastétt eru nokkrir sér- lega drátthagir menn. Einn þeirra er Ingólfur Margeirsson, núverandi rit- stjóri Alþýðublaðsins. Hér gefur að líta hans útfærslu á Guðmundu Elí- asdóttur, söngkonu. Pólitísk skopmynd. og hins hlægilega. Hann var viðloð- andi Spegilinn til dauðadags, árið 1960. Þótt stundum væri útkoma Speg- ilsins skrykkjótt má segja að hann hafi komið út nokkuð samfellt í 38 ár. Af teiknurum hans má auk Tryggva nefna hér Halldór Péturs- son. Hann teiknaði í Spegilinn um árabil. ekki síst á þcim tíma er Jón Kr. Gunnarsson var eigandi blaðsins, en hann keypti það af Páli Skúlasyni árið 1964. Auk þessa var Halldór mikilvirkur við gerð póli- tískra skopmynda, einkunt í Morg- unblaðinu, svo ekki sé minnst á þann fjölda teikninga sem hann gerði af ýmsum þjóðkunnum íslend- ingum. Árið 1968 urðu enn eigendaskipti að Speglinum. þegar þeir Ási í Bæ, Ragnar Lár og Jón Hjartarson tóku við honum. Garnla ritnefndin, sem þeir skipuðu Jón Kr. Gunnarsson, Böðvar Guðlaugsson og Ragnar Jó- hannesson, fór nú frá, svo og teikn- Ragnar Lár er vel þekktur fyrir sínar stórgóðu Spegilsteikningar og myndasögur ■ dagblöðum. Einnig hefur Ragnar getið sér gott orð fyrir myndskreytingu í bækur. ararnir Haildór Pétursson og Bjarni Jónsson, listmálari. Gerðist Ragnar Lár nú aðalteiknari Spegilsins, en fleiri komu við sögu, svo sem þeir Birgir Bragason og Haraldur Guð- bergsson. Gáfu þessir aðilar blaðið út í tvö ár, en þá tóku enn nýir menn við rekstrinum og var stofnað um hann hlutafélag. Var Spegillinn gef- inn út til ársins 1973, er útgáfunni var hætt. Mun orsökin hafa verið ýmsir erfiðleikar í rekstri Litho- prents, sem prentaði blaðið. Þá var og orðið mjög erfitt að fá menn til þess að vinna efnið og útgáfan því orðin fyrirhafnarmeiri en svo að hafa mætti hana að aukastarfi. Útgáfuraunir Nokkrar fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að halda úti skop- myndablöðum, en þær hafa allar endað á einn veg og útgáfu verið hætt eftir skamman tíma. Ein fyrsta tilraunin mun hafa verið útgáfa Háðfuglsins árið 1949. Þetta blað kom fyrst út í júní það ár og urðu tölublöðin fjögur. Ritstjóri var Guðmundur Sigurðsson og aðal textahöfundurinn nefndi sig „Kol- bein kaldaljós“. Ekki vitum við nafn teiknarans, því hans er hvergi getið. Árið 1960 kom út eitt tölublað af skopmyndablaðinu Gosa og mun Jökull heitinn Jakobsson hafa skrif- að þetta blað að mestu, en teiknari var Ragnar Páll, listmálari, sem á þessum árum teiknaði einnig í ýmis blöð, svo sem Tímann. Gosi kom út að nýju árið 1964 og voru nú gefin út fjögur tölublöð. Þeir Jökull Jakobsson og Gísli J. Ástþórsson voru höfundar texta að mestum parti, en teiknarar voru þeir Birgir Bragason, Gunnar Eyþórsson og fleiri. Síðasta tilraun til þess að halda úti skopmyndablaði hér á landi var svo útgáfa Ókindarinnar árið 1976. Ábyrgðarmaður blaðsins var Ewald Berndsen. Enn kom snilligáfa Jökuls Jakobssonar að góðu haldi, en hann ritaði mest af efni þess. Teiknararnir voru þeir Sigmund Jóhannsson í Vestmannaeyjum og Halldór Pét- ursson og einnig Sigurður Örn sem á sínum tíma teiknaði þá „Bísa og Krimma" í Dagblaðið og margir muna eftir. Var þetta blað hið vand- aðasta og átti vinsældum að fagna, þótt ekki dygðu þær því til langlífis. Þeir teiknarar seni nefndir hafa verið hér að framan hafa margir verið burðarásinn í gerð hverskyns skopmynda hér á landi á síðari árurrT Þannig hefur Ragnar Lár víða komið við sögu á síðum íslenskra dagblaða. Má minna á myndasögur hans í Þjóðviljanum um 1960 um „Láka og lífið“, syrpuna um „Valla víking" í Alþýðublaðinu 1964 og loks „Bogga blaðamann", sem hann hélt úti í Vísi árum saman. Haraldur Guðbergsson teiknaði einnig ýmsar myndasögur, svo sem um „Ásaþór" í Morgunblaðinu á sínum tíma, þar sem hann lagði út af goðsögulegum efnum af hinni mestu snilli. Birgir Bragason vakti fyrst á sér athygli er hann tók að sér að slá botninn í þá frægu myndasögu „Markús" eftir Ed Dodd í Morgun- blaðinu árið 1961, en þá sögu héldu menn engan enda ætla að taka. Fórst Birgi það vel úr hendi. Hann teikn- aði m.a. myndascjguna um „Stebba

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.