Tíminn - 02.07.1988, Qupperneq 3
Laugardagur 2. júlí 1988
HELGIN
I
13
Þannig kom Jónas Jónsson frá
Hriflu Ungverjanum Stefáni Strobl
fyrir sjónir, en hann var hér skömmu
fyrir stríð og gaf m.a. út bók árið
1938 með teikningum af landskunn-
um mönnum.
stælgæ" í Tímann á árunum 1966-67
og enn liggur eftir hann fjöldi mynda
ýmiss efnis í blöðum og tímaritum.
Birgir hefur einnig teiknað í
„Faunu“ Menntaskólans í Reykja-
vík og það hefur fjöldi góðra teikn-
ara annarra gert, sem ekki verða
upp taldir hér. Sama má segja um
skólarit af svipuðum toga - „Carm-
inu“ Menntaskólans á Akureyri og
„Tirnu“ Menntaskólans við Tjörn-
ina, svo dæmi séu nefnd.
Halldór Pétursson var engum líkur með teiknipennann. Hann kom víða við
í íslenskri skopmyndasögu, teiknaði m.a. í Spegilinn og Ókindina, sem út
kom árið 1976.
KSDBUK,
CAHANr
PVHUttt)*.
C2LhCOK.
Skopteikning tilefni
málaferla á Akureyri
- Brynleifur Tobíasson stefndi syni Sigurðar Guðmundssonar,
skólameistara, fyrir skopmynd
Hér er komin ein frægasta skop-
mynd íslensk, en hana teiknaði
Örlygur Sigurðsson á stríðsárun-
um. Órlygur hefur rifjaö upp sögu
þessarar myndar í bók sinni
„Prófílar og pamfílar“ og þar sem
við treystum okkur ekki til að
betrumbæta frásögnina þar, tökum
við hana upp hér:
„Þessi dráttlistarmynd var dreg-
in í byrjun stríðsins, þegar ,friðar-
dúfurnar' Hitler og Stalín gerðu
með sér vináttusáttmálann fræga.
Áhrifa þeirrar ástar gætti allt
norður í lítið og afskekkt byggðar-
lag norður við heimskautsbaug,
þar sem gamlir pólitískir erfða-
féndur á Akureyri tóku óvænt að
rækta vináttu hverjir við aðra.
Jafnvel höfuðskepnur sinn hvorrar
stcfnu, sem eru harla líkar, þegar
skyggnst er í kjölinn, féllust í
faðma. Akureyri var engin undan-
tekning.
Brynleifur kærði mig fyrir mynd-
ina og hófust brosleg málaferli.
sem byrjuðu með sáttafundi hjá
sálusorgara staðarins, séra Friðriki
Rafnar, vígslubiskupi. Málaferlun-
um lyktaði með því að ég átti að
punga út með eitt hundrað króna
sekt, að því er mér skildist fyrir að
láta sjást full mikið undir sængina,
sem þótti brjóta í bága við allar
viðurkenndar siðferðisreglur. En
ég var sýknaður af öllum veiga-
mestu liðum kærunnar, sem skiptu
máli, en inntak hennar var á þessa
leið:
að Brynleifl væri brugðið um
nasisma, að honum væri brugðið
um samvinnu við komma, land-
ráðastarfsemi, trúarhræsni, senni-
lega með skiliríinu ,Drottinn blessi
heimilið', að hann sé geröur tor-
tryggilegur í augum Breta og ís-
lenskra stjórnvalda með haka-
krossskrautinu bróderuðu á
ábreiðuna og sennilega siðast en
ekki síst lagður í rúm með sér alls
óviðkomandi kvenmanni, sem ég
meinti sem pólitíska hjónasæng,
en ekki lauslæti í ástamálum.
Seinna sættumst við heilum
sáttum....
Alþýðublaðiö fékk á sig sams
konar kæru fyrir að birta myndina
með málaferlunum fyrir norðan,
þar sem Sigurður Eggerz, bæjar-
fógeti varð að hrökklast úr dómi
fyrir þýskar pólitískar aðdróttanir
í garð Brynleifs. Alþýðublaðið birti
myndina í annað skipti, er það
sagði frá sinni kæru, sem það hafði
fengið fyrir að birta umrædda
mynd.
Það var yfirsjón að ég skyldi
ekki vísa málinu til Hæstaréttar,
en ég fór til Ameríku um þetta leyti
og var aldrei krafinn um sektina,
sem er sjálfsagt fyrnd fyrir löngu
eins og glæpurinn, en var dágóður
peningur þá, þegar vísitalan er
reiknuð eftir þáverandi brennivíns-
verði.
Það er nógu auðvelt að afla sér
óvináttu með lausbeisluðum kjafti,
þó að menn hafi ekki slíkt að
atvinnu að draga spé að náungan-
um með karíkatúrteikningum."
Nokkrir snillingar
Vert er að geta hér um ýmsa
snillinga í íslenskri skopmyndateikn-
un, sem ekki hafa að marki verið
tengdir skopmyndablöðunum. Hafa
þeir einkum getið sér orð fyrir
andlitsmyndir á sviði því sem hér er
fjallað um.
Skömmu fyrir stríð var hér á landi
landflótta Ungverji, Stefán Strobl
að nafni. Hann var afburða snjall
skopmyndateiknari og hefur tví-
mælalaust haft áhrif á rnarga sem á
eftir honum komu. Er tækni hans og
listfengi við brugðið af þeim mönn-
um sem sáu hann teikna, en sjón er
sögu ríkari. Strobl gaf árið 1938 út
bók með teikningum sínum af lands-
kunnum mönnum og nefndi hana
„Svipleiftur samtíðarmanna". Má
milli [sæknafiBlaoslns og stiórnarinnar.
IIARALDUR Gl»BGnGSSO.\ TEIKXADI
EINUSINWI VORU HJÖN.Mu’flnU
TVÖ BÖRN,- H/INS 06 GRÉrJ.
V4R HflÐURINN /ITVÍNNUMUS
OC ERKERT TII.AÐ B0RÐ4
fl HEIMIUNU.
Haraldur Guðbergsson markaði sín
spor í skopmyndasögunni. Hann átti
sína góðu spretti á síðum Spegilsins,
en einnig teiknaði hann m.a. mynda-
sögur í Morgunblaðið.
þar sannfærast um að honum hafa
ekki margir staöið á sporði.
Bók sömu tegundar gaf Jóhann
Bernharð út árið 1951 og nefndi
hana „Samtímamenn í spéspegli".
Þar eru margar afbragðsgóðar teikn-
ingar.
Sigurður Thoroddsen er löngu
landskunnur fyrir skopmyndir sínar
og hefur meðal annars haldið nokkr-
ar sýningar á list sinni á þessu sviði.
Auk þess hefur hann talsvert fengist
við pólitískar skopteikningar, eink-
um í Þjóðviljanum.
Ekki ætti að þurfa að fara mörgum
orðum um Örlyg Sigurðsson og
skopmyndagerð hans, svo vel eru
myndir hans kunnar, ekki síst af
bókum hans, „Prófílarogpamfílar",
„Bolsíur frá bernskutíð" o.fl.
Snjallir teiknarar hafa stundum
skotið upp kolli í blaðamannastétt
og sem dæmi má nefna Ingólf Mar-
geirsson, sem gjarna prýddi viðtöl
teikningum sínum í Þjóðviljanum.
Sigmund Jóhannsson
Mikilvirkastur íslenskra skop-
myndateiknara erSigmund Jóhanns-
son í Vestmannaeyjum, sem teiknað
hefur í Morgunblaðið frá 1963 og
daglega mörg hin síðustu árin.
Sigmund hóf feril sinn sem teikn-
ari í Fálkanum, þar sem hann
myndskreytti forsíðu blaðsins
nokkrum sinnum. Hann byrjaði
smátt, eftir að hann komst í samband
við þá Morgunblaðsmenn - teiknaði
eina til tvær myndir á viku. í fyrstu
kostaði þetta mikil heilabrot og
yfirlegur, en æfingin skapar meistar-
ann, eins og sagt er, og nú kveðst
hann fljótur að sjá fyrir sér hvernig
best sé að setja hverja mynd upp.
Vanalega sendir hann blaðinu þrjár
þpJS v/fCNfl VORU ÞAU HflHS OC GRÉT/t REKIN OT, 1
FP rrq i r ri P31 P-JL rrr
| BANKI IOTJBO
iDrnrií
OC BflNKI KElSTOK A t-’OÐlNNI.
Menntaskólans í Reykjavík, hefur
birst í margskonar rnyndum í
„Faunu“, sem er útskriftarbók stúd-
entsefna MR.
myndir í senn. En ekki er þar með
sagt að hann sé hraðvirkari að teikna
myndir sínar, því eftir því sem
höndin hefur þjálfast, gerir hann
meiri kröfur til sjálfs sín.
Hann hefur gefið út úrval mynda'
sinna í bókarformi í nokkur ár.
Hér sláum við botninn í þessa
stuttu samantekt um skopmynda-
teikningu á íslandi, sem vonandi á
nýtt blómaskeið í vændum með
nýjum skopmyndablöðum og list-
fengum tciknurum. Meðan þjóðin
getur hlegið er þó alltaf von, hvernig
sem allt veltist og rekst - og þá
einkum ef hún getur hlegið að sjálfri
sér. -a