Tíminn - 02.07.1988, Side 4
14
HELGIN
Laugardagur 2. júlí 1988
Ethel Kennedy talar við
mann sinn á hverju kvöldi
þó að 20 ár séu liðin frá dauða hans
Um þessar mundir eru 20 ár liðin síðan Robert Kennedy
féll fyrir morðingjahendi. Ekkja hans, Ethel, er þó ekki enn
búin að komast yfir áfallið.
Hún hefur litað á sér hárið í mörg ár en það var orðið
snjóhvítt. Hins vegar koma djúpar andlitshrukkurnar upp
um aldur hennar. Ethel Kennedy varð sextug í maflok.
í tilefni afmælisins komu saman
börn hennar, þau 10 sem eftir lifa,
tengdabörn og barnabörn og héldu
henni góða veislu á fjölskyldusetr-
inu Hickory Hill í Virginiafylki.
Börnin höfðu lagt sig í líma við að
gleðja ættmóðurina en hún lagði
fátt annað til málanna en að segja
utan við sig „Ef bara pabbi ykkar
væri enn á lífi“.
Það nægði til þess að dóttir henn-
ar Kerry grét af reiði. Öll vonbrigð-
in sem hafa hlaðist upp innra með
henni brutust út þegar hún sagði: “í
20 ár hefur móðir okkar talað í bæn
við látinn föður okkar. f hennar
aúgum á hann hamingjusama til-
veru á himnum og bíður bara eftir
að fá hana til sín einn góðan veður-
dag. Við börnin hennar erum varla
til í augum hennar."
í þessum orðum dóttur Ethelar
felst talsverður sannleikur. Hinn
hræðilegi og óvænti dauðdagi
manns hennar fyrir 20 árum gekk
líka af tilfinningalífi hennar dauðu,
henni er jafnvel sama um börnin
sín.
„Guð minn góður hvað við vor-
um hamingjusöm," hefur hún sagt.
Einhverja albestu stund lífs síns
upplifði Ethel Kennedy kvöldið 4.
júní 1968 í danssal Hótels Ambass-
ador í Los Angeles. Robert
Kennedy hafði unnið tilnefningu
demókrata til forsetaframboðs og
honum og konu hans var fagnað
ákaft af viðstöddum en Ethel var
Það gladdi Ethel mikið þegar elsti sonur hennar, Joe Kennedy, náði kosn-
ingu til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Hin syrgjandi ekkja Ethel Kennedy 1968 með tveim barna sinna.
Robert Kennedy liggur hér í blóði sínu á Hótel Ambassador í Los Angeles. Þrem stundum síðar var
hann liðið lík.
BÆNDUR - HELGARÞJÓNUSTA
Varahlutaverslun okkar Ármúla 3, verður opin á
laugardögum í sumar frá kl. 10.00 f.h. til kl. 14.00 e.h.
Komið eða hringið
Beinn sími við verslun 91-39811
Greiðslukortaþjónusta
BÚNADARDEILD
SAMBANDSINS
ÁRMULA3 REVKJAVlK SlMI 38900