Tíminn - 02.07.1988, Side 5

Tíminn - 02.07.1988, Side 5
Laugardagur 2. júlí 1988 Stór og hamingjusöm fjölskylda fyrir 20 árum. Eilefta barnið var á leiðinni þegar Robert Kennedy var drepinn. David Kcnnedy fylgdist með því í sjónvarpi ellefu ára gamall þegar pabbi hans var drepinn. Hann komst aldrei yfir þann skelfilcga at- burð og 1984 dó hann af völdum citurlyfjaneyslu. Tuttugu ár eru liðin frá því Robert Kennedy var skotinn til bana en Ethel kona hans talar við hann á hverju kvöldi. AFMÆLISTILBOÐ í tilefni þess að 1 ár er liðið frá því við fluttum í Borgartún 28, bauð Blomberg okkur takmarkað magn af úrvals tækjum á hreint ótrúlegu verði. Láttu þessi einstöku kaup ekki fram hjá þér fara OM 620 uppþvottavélin • Þvær fyrir 12 manns • 50-65° hiti, val • rafþurrkun • lækkanleg efri grind • 5 þvottakerfi • íslensk handbók • aqua-stop flæðiöryggi • mjög lágvær • fæst alhvít og í litum • 2jaáraábyrgö Gufugleypir E 601 • Kraftmikill gufugleypir • hámark 375 m3/klst. • 3 hraöar • fitusía sem má þvo • glergufuhlif • stillanlegurfráblásturað framan eða aftan • kolasía fæst aukalega • aðeins 43 db á mesta hraöa • passarslétt undirskápa • 5 litir Blomberq Blomberq Afmælistilboð kr. 41.900,- kr. 39.900,- stgr. Afmælistilboð kr. 6.195,- kr. 5.900,- stgr. Afmæliskjör á uppþvottavél kr. 8.000,* við útborgun, eftirstöðvar á 10 mán. Einar Farestveit&Co.hf. BORCARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OO 622900 - NÆG BILASTÆÐI þá vanfær að ellefta barni þeirra hjóna. t>au þurftu að fá sér rudda brautina gegnum fagnandi mann- fjöldann og Ethel hrópaði stöðugt: „V'ið höfum unnið, við höfum unnið.“ Skömmu eftir miðnættið drundi skothríðin. Skotin hittu Bobby Kennedy á þessari sigurstundu, rétt eins og bróðir hans, John F. Kennedy forseti hafði orðið skot- spónn morðingja 5 árum áður. Et- hel lagði blóðugt höfuð manns síns í kjöltu sér, rétt eins og svilkona hennar, Jacqueline hafði hagrætt sínum manni í Dallas 23. nóvemb- er 1963. Bobby láágólfinu. Hann varenn á lífi. Þrír læknar, sem voru meðal viðstaddra, veittu skyndihjálp. Prestur þrýsti talnabandi í hönd hans. Þrem stundum síðar fjaraði líf hans út vegna innvortis blæð- inga. Sex af börnum Kennedy-hjón- anna sváfu á hótelinu þegar tilræð- ið var framið. Yngri börnin höfðu verið skilin eftir heima, auk Davids, sem þá var ellefu ára. Hann hafði einmitt að morgni þessa sama dags, 4. júní, verið því sem næst drukknaður í sjónum þegar straumur hreif hann með sér. Faðir hans hafði þá stokkið á eftir honum og dregið hann í land. Peg- ar árásin var gerð á pabba hans lá hann í rúminu og fylgdist með be- inni útsendingu frá atburðunum í Los Angeles. Hann var því vitni að dauða föður síns. Hann komst ald- rei yfir það skelfilega augnablik og árið 1984 dó hann af völdum of stórs skammts eiturlyfja. En nú segir systir hans Kerry bitur: „Hann dó vegna þess að móðir okkar kærði sig ekkert um okkur. Hún var alltof upptekin af sjálfri sér til að skipta sér nokkuð af okkur.“ Erfiðasta tímabil systkinanna var þó á meðan mamma þeirra reyndi að slæva sorg sína með eilífu dúndrandi veisluhaldi á Hickory Hill. Nýir og nýir menn gengu inn og út úr húsinu en enginn þeirra settist þó að. Eftir að David dó hefur hins veg- ar ekki verið haldin nema ein veisla á Hickory Hill, að undanskilinni sextugs afmælisveislu Ethelar. Það var þegar Joseph, elsti sonur Ro- berts og Ethel Kennedy var kosinn til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kjördæminu Boston. Þá sýndi Et- hel að henni er ekki alveg sama um öll börnin sín. „Faðir þinn væri mjög hreykinn af þér,“ sagði hún við nýbakaða þingmanninn, son sinn. Jeep IJeep Wagoneer og Cherokee - ekki bara glæsilegir heldur gæðin í gegn - fyrir þá sem vilja það besta TIL AFGREIÐSLU STRAX EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smidjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.